6.5.2007 | 11:38
Allt að gerast
Verst að vera ekki með kosningarétt í Frakklandi. Hef heldur ekki fundið neitt atkvæði til sölu á ebay... hefði alveg verið til í að greiða 170 kr fyrir eitt stk slíkt En að öllu gamni slepptu. Ég vona að Royal vinni. Að sjálfsögðu. Finnst hún miklu frambærilegri og hæfari. Að auki yrði hún fyrsti kvenforseti Frakklands. Kominn tími á að það vígi falli en það kemur svo sem ekki brjálæðislega á óvart að í samfélagi þar sem karlremban er kyrfilega fest í sessi að þá mælist karlinn með meira fylgi í skoðankönnunum þrátt fyrir að hann sé minna hæfur
En það er fleira að gerast. Alþjóðlegi megrunarlausi dagurinn er í dag svo það er um að gera að pæla aðeins í okkar útlits- og megrunardýrkandi samfélagi. Hvað ætli sé hátt hlutfall þjóðarinnar í megrun á hverjum degi? Svona for the record þá má bæta því við að skilaboð megrunarlausa dagsins eru ekki að sukka og svína og varpa fyrir róða öllum heilsufarspælingum. Við eigum auðvitað alltaf að hugsa um heilsuna - borða hollt og hreyfa okkur eitthvað á hverjum degi. En það á að vera óháð holdarfari og við eigum ekki að rembast við að steypa alla í sama mót. Margbreytileikinn er miklu skemmtilegri og fallegri. Heilsa óháð holdarfari er mottóið
Mér heyrðist líka í útvarpinu að í dag væri alþjóðlegur hlátursdagur. Ég verð nú að læra í dag svo ég veit ekki hvort ég eigi eftir að smæla allan hringinn en hlýt að koma góðum hlátursrokum að inn á milli.
Forsetakjör hafið í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 332714
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Eru frakkar meiri karlrembur en íslendingar ?
I.S. (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 14:22
Ef litið er á heildina þá eru Frakkar komnir skemur á veg en við og íhaldsamari í viðhorfum. Við höfum þó allavega haft kvenforseta sem er reyndar með öðruvísi völd/áhrif en Frakklandsforseti. Við höfum ekki enn haft kvenforsætisráðherra - sem er kannski sambærilegra embætti við Frakklandsforseta svo þau gætu orðið á undan okkur þar.
En svo er auðvitað einstaklingsbundið hvernig hver og einn er...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.5.2007 kl. 14:46
Hmmmmm.....
Ég skil vel að þú viljir að Royal vinni en ég efast ég skil ekki hvernig þú getur sagt að annað þeirra sé hæfara en hitt. Fólk sem kemst þetta langt í forsetakjöri er oftast duglegt og vel gefið fólk með vissum undantekningum þó (eins og Le Pen í síðustu kosningum).
Hinsvegar finnst mér ávalt betra að hafa hægrimenn við stjórnvölinn þannig að við verðum ósammála hér :þ
Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 15:56
Sæl Katrín.
Nú bið ég þig að svara einni spurningu, án útúrsnúninga:
- Hvað gerir Royal hæfari?
Ég endurtek, engar málalengingar, bara útlistun á því hvað gerir hana hæfari, hreint út.Ólafur Pétursson (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 16:51
Bömmer
Ólafur - hvurslags er þetta eiginlega - treystirðu ekki mínu hlutlausa mati??? Annars þarftu ekki að skoða þeirra prófíl lengi til að sjá af hverju ég komst að þessari niðurstöðu - og það er ekki af því að hann var hægri og hún vinstri - eða hún kona og hann karl, þó kynið skipti auðvitað máli.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.5.2007 kl. 19:38
Það er algerlega ómögulegt að tala um að annar frambjóðandinn sé, hlutlægt séð, hæfari en hinn. Ástæða þessa er sú að þau bjóða fram sitthvora pólitíkina, sitthvora hugsjónina. Og það lýtur út fyrir að franskir kjósendur hafi nú valið á milli þessara hugsjóna.
Allur samanburður á ferilskrám er málinu því algerlega óviðkomandi. Eða hvort myndir þú kjósa greinda fiskverkakonu, með grunnskólapróf, sem byði sig fram í þágu feminískra stefnumála og jafnaðarstefnu eða konu með doktorspróf í stjórnmálafræði og tuttugu ára starfsreynslu hjá Sameinuðu þjónunum sem byði sig fram fyrir nýtofnaðan fasistaflokk?
Hafsteinn Þór (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 21:34
lýtur átti að vera lítur.
Hafsteinn Þór (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 21:35
Sem sagt = þau eru alveg jafn hæf. Gott að vita.
Ólafur Pétursson (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.