Meira af misheppnuðum sköpunarverkum

Fyrir nokkrum árum fór ég í útvarpsviðtal með "fegrunarlækni" þar sem umræðuefnið var hinar svokölluðu fegrunarlækningar (sorrý en ég hiksta alltaf á þessu orði). Læknirinn, sem mér skilst að hafi verið mjög góður lýtalæknir á sínum tíma, hafði af einhverjum ástæðum ákveðið að snúa sér frá því að lækna og að því að fegra heiminn í staðinn með því að lappa upp á stórgallaðar konur í stórum stíl. Eftir viðtalið spurði hann mig hvort ég vildi ekki fá nafnspjaldið hans... sagðist samt bara vera að djóka því að það væri mjög strangt viðmið að "fegrunarlæknarnir" fegruðu eingöngu það sem hinar útlitsgölluðu konur bæðu um en væru ekki að benda þeim á augljósa galla af fyrra bragði. Ég er ekki frá því að honum hafi aðeins brugðið þegar ég sagði honum að konur eins og ég hefðu ekkert í "fegrunaraðgerðir" að gera.

Hér á landi er bannað að auglýsa "fegrunaraðgerðir". Sem betur fer segi ég, enda oft séð í erlendum tímaritum auglýsingar þar sem sýndar eru svona fyrir og eftir myndir. Fyrir myndin er skilgreind sem hið gallaða útlit - og er yfirleitt af ósköp fallegum og eðlilegum brjóstum, sumum litlum, sumum signum, sumum stórum... og eftir myndin er skilgreind sem fallega útgáfan samkvæmt staðlinum... öll brjóst steypt í sama mót.

Nú ber svo við að fréttir berast frá Danmörku þar sem konur fá sendan markpóst frá "fegrunarlæknum" heim til sín þar sem þeim er sagt á hvaða hátt þær eru gallaðar að mati þessara sérfræðinga í fegurð kvenna og konunum bent á að hafa samband til að fá viðeigandi úrlausn, t.d. brjóstastækkun eða fitusog.

Datt í hug að vekja athygli á þessu fyrir foreldra... svo þeir sjái hvaða framtíð bíður barnanna þeirra. Strákarnir geta orðið sérfræðingar í kvenlegri fegurð. Lært að skera og krukka í fullkomlega heilbrigða konulíkama svo þeir geti smellt sér í hlutverk guðanna og skapað hina fullkomnu konu. Stelpnanna bíður hins vegar sú framtíð að móttaka póstinn um hversu misheppnað sköpunarverk þær eru frá náttúrunnar hendi og að þær þurfi nauðsynlega á aðstoð halda til að skammast sín fyrir að láta sjá sig á almannafæri... eða á ströndinni... nú eða bara heima við með ljósin kveikt!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

mér finnst þetta algjör vibbi - VIBBI
 

halkatla, 3.5.2007 kl. 15:56

2 identicon

Ef þetta er þróunin, þá vona ég að þeir fari að finna aðra plánetu fyrir okkur á næstu 10 árum eða svo. Ætla ekki að ala upp ungling við þessi viðmið.
Sjúkt.

Maja Solla (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 16:02

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úff hvað ég er fegin að stelpurnar mínar þrjár eru fullorðnar, heilbrigðar og FULLKOMNAR konur.  Nú fer ég hinsvegar að hafa áhyggjur af henni Jenny litlu en neh hún er svo klár að hún fer nú ekki að meðtaka þessa vitleysu þegar hún stækkar eða hvað... OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2007 kl. 16:48

4 identicon

Þetta er sjúkt og stefnir í að  þetta verði eins hér, nú er uppi umræða um að heimila auglýsingar frá læknum hér.

Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 17:15

5 Smámynd: Paul Nikolov

Hef aldrei skilað konseptið "fegrunarlæknir". Er fegurð skilgreining? Er þetta sjúkdóm að líta ekki sem Tyra Banks út?

Vona bara að þessi "læknisheimsókn" verður aldrei til á Íslandi.

Paul Nikolov, 3.5.2007 kl. 17:33

6 identicon

Þótt ég sé nú ekki hlynntur umræddum "lækningum" þá snýst þetta nú um frelsi einstaklingsins. Fólk hefur mismunandi (og misgóð?) gildi í lífinu og við verðum bara að undra okkur á þeim gildum sem aðrir kunna að fylgja þótt það sé í stjön við okkar eigin.

Annars finnst mér fáranlegt að banna umræddar auglýsingar.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 19:23

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

En Jón Gunnar... Hvers konar frelsi er það sem heimilar "læknum" að senda póst á konur þar sem þeim er sagt að þær séu meingallaðar eins og þær eru? Mér dettur í hug ýmsa flokka sem ég myndi setja það í - en frelsi er ekki einn þeirra. Held að fólk sé að missa svolítið sjónar á hvað frelsi er... frelsi hverra? Frelsi til að mismuna? Frelsi til að vera rasisti? Frelsi til að brjóta á rétti annarra? Frelsi til að kúga?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.5.2007 kl. 19:29

8 identicon

Tjáningafrelsi? Jafnræði?

Ég fæ fullt af pósti heim til mín með hinum og þessum auglýsingum. Ég þarf ekkert að lesa þeir enda geri ég það sjaldnast. Fyrst þú talar um frelsi og mismunun. Að banna einhverjum að senda póst eða birta auglýsingu í sjónvarpi en leyfa það öðrum kallast mismunun. Að banna einum að tjá sig en banna það öðrum kallast líka mismunun. Þar að auki er það frelsisskipting. Ég hélt að feministar væru betri að sér í jafnréttismálum en þetta. 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 19:37

9 identicon

Frelsissvipting átti að standa þarna.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 19:38

10 identicon

Að banna einum að tjá sig en leyfa það öðrum átti líka auðvitað að standa þarna. Verð að venja mig á að fara yfir málfar áður en ég birti.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 19:42

11 identicon

Það er ekkert nema aðhald foreldra sem aftrar því að börn horfi á bannaðar kvikmyndir í sjónvarpi. Það er alveg sjálfsagt að setja aldurstakmörk á þetta líka. Þótt lítil stúlka sjái auglýsingu þýðir það ekki þar með að læknirinn framkvæmi aðgerðina. Svipað með bílauglýsingar. Þótt barn sér bílaauglýsingu þá er enginn að fara að selja barni undir lögaldri bíl.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 20:15

12 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Tjáningarfrelsi er ekki óheft, hvorki hér né annars staðar þar sem ég þekki til. Hate speech er til dæmis bannað og menn þurfa að vera ábyrgir orða sinna gagnvart öðrum. Tökum tvö dæmi:

1. Segjum sem svo að í Japan væri konum sendur bæklingur inn á heimilið frá "fegurnarlæknum" þar sem þeim er sagt að miðað við þeirra útlit sé ljóst að það myndi fara þeim einstaklega vel að fara í aðgerð sem miðast við að gera augu þeirra vestrænni í útliti?

2. Segjum sem svo að í Bandaríkjunum væri svörtum konum sendur bæklingur inn á heimilið frá sömu læknum þar sem þeim er sagt að miðað við þeirra útlit sé ljóst að nefaðgerð þar sem nefið yrði gert líkara nefi hvítra kvenna myndi henta afskaplega vel.

Eru þetta bara venjulegar auglýsingar sem flokkast undir tjáningarfrelsi eða er þetta ein birtingarmynd af rasisma sem gengur út á að útmá einkenni vissra kynþátta og gera þá líkari hvíta kynþættinum...?

Að sama skapi er það mjög umhugsunarvert þegar konur liggja undir stöðugum árásum vegna útlits og að það gangi svo langt að þær séu sigtaðar út af "læknum" og sendur póstur heim þar sem talið er upp hvað er "að þeim". Er þá líka í lagi að sömu læknar myndu senda strákum póst heim og segja "Hey, var að horfa á þig í sturtunni í sundi í dag og það rann upp fyrir mér að þú myndir ná miklu betri árangri í lífinu ef þú kæmir í typpastækkunaraðgerðina hjá okkur"? Það er nefnilega beisikallý það sem var gert skv fréttinni á Vísi - konurnar voru skoðað á netinu og síðan sendur póstur heim. 

Frelsi eru alltaf þau takmörk sett að miðast við "svo framarlega sem það skerðir ekki frelsi annarra".

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.5.2007 kl. 20:29

13 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég veit nú dæmi til þess að læknar benda konum á hluti sem betur mega fara þegar þær koma á stofuna, þótt þær séu bara að láta fjarlægja fæðingablett eða e-ð þannig. Þeir hafa allar klær úti þar sem þeir mega ekki auglýsa.

Annars er ég forvitin að vita kynjahlutfallið meðal þeirra sem leita til "fegrunarlækna" og gaman væri einnig að vita tegundir aðgerða í því samhengi... Þótt ég geri sterklega ráð fyrir að konur séu í yfirgnæfandi meirihluta og algengustu aðgerðir brjóstastækkanir, þá gæti ég alveg haft rangt fyrir mér. 

Vil annars ekki sjá auglýsingar frá lýtalæknum. Nógu erfitt er að vera ung manneskja þótt ekki séu einhverjar áminningar um ófullkomnun manns útum alla veggi. Ég er ekki að segja að það eigi að banna starfsemina, bara að "sjúklingurinn" eigi að hafa frumkvæði. Einnig er nauðsyn að almennileg fræðsla fylgi slíkum aðgerðum.

Laufey Ólafsdóttir, 3.5.2007 kl. 20:29

14 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

konurnar voru skoðaðar á netinu... átti þetta að vera...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.5.2007 kl. 20:30

15 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Það er þó nokkrum vandkvæðum bundið að fá upplýsingar um fjölda aðgerða hér á landi því það er engin upplýsingaskylda sem fylgir þeim. Landlæknir er nú samt eitthvað að vinna í þeim málum þannig að vonandi stendur það til bóta. 

Ég hef líka heyrt um konur sem fara til þessara "lækna" og þeir segja þeim hvað er að þeim... en bíða ekki eftir frumkvæði þeirra. Hef líka heyrt um konur sem fara og spyrja hvað þeir geti gert fyrir þær... og svo koma þeir með uppskriftina. Tímaritið Vera var annars með ansi góða umfjöllun um þetta fyrir nokkrum árum þar sem ung og hraust kona með stinn og falleg brjóst var send til "læknis" sem vildi ólmur stækka þau... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.5.2007 kl. 20:33

16 Smámynd: Benedikt Halldórsson

“En ef svo kynni að fara að þjer sjáið óþarfa hrukkur á andliti yðar, þá verðið þjer að grípa til einhverra ráða. Reynslan hefur sýnt, að besta ráðið gegn hrukkum er nudd.Strjúkið fyrst andlitið lauslega með fingrunum, og strjúkið ætíð upp á við frá hrukkunum, og notið síðan hina alkunnu aðferð að slá laust, með tveim fingurgómum á víxl, hættulegustu staðina.Samkvæmt grein frægs amerísks fergurðarsjerfræðings á maður ætíð að skola andlitið úr köldu vatni á morgnanna. Það kvað strengja og sljetta húðina.”  

Benedikt Halldórsson, 3.5.2007 kl. 20:36

17 identicon

Ég sé núna að við vorum aðeins að tala á mis. Ég samþykki að það að senda konum auglýsingu um þær sjálfar þar sem þeim er bent á "það sem betur mætti fara" getur haft meiðandi áhrif. Ég var að tala um auglýsingar yfir höfuð. 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 20:38

18 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Þessi mál fara ekki að lagast fyrr en konur hætta að vera svona uppteknar af útlitinu. Konur geta sagt NEI!  Þessi fegurðardýrkun er alveg eins á ábyrgð kvenna og hún er á ábyrgð karlmanna. Ég á syni og þeim finnst þetta hin mesta firra og alltof langt gengið í þessum málum. Kveðjur.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 4.5.2007 kl. 00:34

19 identicon

Hvernig geta feministar krafist þess að konur fái aukið vægi í stjórnun þjóðfélagsins, fleiri stjórnunarstöður, fleiri þingsæti, fleiri ráðherra, en svo treysta sömu feministar konum ekki til þess að segja nei við tilboðum um lýtaaðgerð?  Feministar eru stórfurðulegar skepnur, í einni setningunni krefjast þær meiri valda og í þeirri næstu eru þær skelfingu lostnar yfir því að konur standi frammi fyrir tilboði um lýtaaðgerð.  Auðvitað geta konur orðið bankastjórar og forsætisráðherrar, en þeim er ekki treystandi til þess að velja eða hafna tilboði um lýtaaðgerð! 

Er ég einn um að vera sannfærður um að feminisminn er stútfullur af kvenfyrirlitningu? Verr haldinn af kvenfyrirlitningu en argasta karlremba.

Þrándur (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 02:19

20 Smámynd: Þóra Kristín Þórsdóttir

Fyrir tveimur árum bjó ég í Bretlandi og var með sjónvarp. Þá var þáttur á skjánum um lýtaaðgerðir þar sem fólk sendi inn nektarmyndir af sér til að fá ráð hjá "spesíalistunum" um hvers konar aðgerðir það ætti að fara í. Það var hreinlega absúrd að hlusta á þetta fólk ræða af mikilli samúð um hvað þessi kona hafi lítil brjóst eða sé slitin á maganum og hve mikið mál það væri að laga það... Skildi aldrei hvers vegna fólk gerir sér þetta, að gera líkama sinn að umræðuefni fyrir alþjóð - þó það sé nafn og andlitslaust. Svona fyrir utan að það virtist allt vera jafn mikið stórmál fyrir þessu fólki, smá sigin brjóst heimtuðu aðgerð osfrv. Enda væntanlega kostað af fegrunarlæknunum...

Nú svo fékk maður líka að sjá aðgerðir í beinni. Eiginlega var ég ánægð með það því það var svo mikið mótvægi við allan áróðurinn - eða virkaði þannig á mig. T.d. að horfa á læknana ryksuga fitu og vera svipað nákvæmir með hvar þeir beita græjunni og eins og þeir væru að ryksuga stóran sal... Mjög brútal. 

Þóra Kristín Þórsdóttir, 4.5.2007 kl. 10:20

21 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þrándur! Hættu að belgja þig svona. Við erum ekkert að segja fullorðnum konum hvað þær eigi eða eigi ekki að gera heldur erum við að tala um ungmenni. Unglingar eiga ekki að fá þau skilaboð að þeir eigi að vera steyptir í mót til að öðlast samþykki samfélagsins. Það er allt of mikið af slíku nú þegar og ekki á bætandi. Unglingar eru verðmætur markhópur alls kyns varnings og pressan á þeim um að passa inn gífurleg. Það eru dæmi þess að ungar stúlkur innan við tvítugt fari í brjóstastækkanir sem er náttúrlega hræðilegt! Mér finnst það ekki ásættanlegt að óþarfar fegrunaraðgerðir séu gerðar að einhverju normi. Þær eiga ekki að vera það.

Laufey Ólafsdóttir, 4.5.2007 kl. 10:54

22 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Það er tími til kominn að berjast í alvöru gegn þessari gengdarlausu ádeilu á líkama okkar.  Fyrst er okkur talin trú um að við séum gallaðar og svo er okkur seld lausn.  Ég var einmitt að skrifa pistil um svipað efni og satt að segja er mér orðið heitt í hamsi og finnst tími komin til aðgerða gegn þessu bulli.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 4.5.2007 kl. 11:14

23 identicon

Lýtalækningar, þ.e. við hvað þær eru helst tengdar og hvernig þær eru presenteraðar í samfélaginu eru eitt af mörgum dæmum um þætti sem til þess eru fallnir, hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað, að viðhalda gömlum gildum um hlutverk kynjanna. Ég blogga um athyglisverðar niðurstöður nýrrar rannsóknar í þeim efnum hér 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 15:27

24 identicon

Laufey, vertu ekki að belgja þig þetta.  Víst eruð þið að segja fullorðnum konum að þær geti ekki haft vit fyrir sér sjálfar.  Lýtaaðgerðir sem hér er lýst eru ekki framkvæmdar á börnum.

Herir á vesturlöndum taka við 18 ára strákum, og víða í hinum vestræna heimi er herskylda hjá 18 ára strákum.  Það þykir í raun ekkert merkilegt.  En hjá feministum á Íslandi eru konur börn alveg fram yfir fertugt og engan vegin treystandi til þess að taka ábyrgð á eigin líkama.  Nema um sé að ræða fóstureyðingu, þá leyfist þeim allt sem hugurinn girnist og hafa fullan og óskorðaðan rétt yfir eigin líkama.  En sá réttur eða það traust nær ekki til brjóstastækkana, þar koma feministar inn í umræðuna með kökukeflið á lofti og berja á kallpungum, til varnar óhörnuðum þrítugum smástelpum.  Þvílk hræsni og tvískinnungur hjá þessu fólki.

Þrándur (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 01:55

25 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Þrándur - það er enginn vandi að orða sínar skoðanir kurteisislega -það eru meira að segja meiri líkur á að einhver nenni að hlusta á það sem þú segir ef þú ert kurteis og málefnalegur. Eins og þú orðar hlutina núna er bara allt of auðvelt að afgreiða allt sem þú segir sem kjaftæði í einhverjum pirruðum karli

En að forræðishyggjunni... hvað eru "fegrunaraðgerðir" og auglýsingar í þá veru annað en forræðishyggja af verstu sort... ? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 5.5.2007 kl. 12:17

26 identicon

Katrín, þú augljóslega vegur og metur kurteisi fólks eftir því hvort það sé sammála þér eða ekki.  Það er ekki í mínu valdi að breyta neinu í þeim efnum.  Ef þú gerir þá kröfu að andmælendur sýni meiri kurteisi en meðhlægjendur, þá áttu bara að koma hreint fram og gera fólki það ljóst frá upphafi. Þú hefur liðið fólki óheyrilega ókurteisi, en bara þeim sem hafa verið þér sammála.  Þetta er þitt blogg og þú ræður, en vertu ekki með eitthvert innihaldslaust og yfirlætislegt kjaftæði um að rök séu ekki svaraverð, fyrir það eitt að þau eru sett fram með þeim hætti sem þér þóknast ekki.  Framsetning skoðanna, rökstuddra eða rakalausra, hafa hingað til ekki truflað þig, það eru hinsvegar skoðanirnar sem hafa truflað þig.  Það segir mér bara eitt.  það er ekki framsetningin, heldur skoðunin sem þér er í nöp við.  

Vertu bara heiðarleg Katrín, vertu heiðarleg.  Ef þú getur ekki verið heiðarleg, þá hefur þú slæman málstað að verja. 

Þrándur (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 01:46

27 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

...og þrándur heldur áfram að rausa. Konur börn framyfir fertugt??? Hvaða rugl er í þér? og hvað ertu að bera saman hernað í öðrum löndum og frelsi kvenna til brjóstastækkana? Allt sem ég sagði var að skilaboðin til ungra stúlkna og ungs fólks yfir höfuð ættu ekki að vera þau að ónauðsynlegar fegrunaraðgerðir séu gerðar að normi. Á Þrándur dætur eða syni er hann bara að rífast við tómið rifrildisins vegna?

Laufey Ólafsdóttir, 6.5.2007 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband