3.5.2007 | 00:34
Svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott
Ánægjulegt að sjá í fréttum að dregið hefur úr drykkju og reykingum unglinga. Fór að spá í hvort að hækkun sjálfræðisaldurs í 18 ár spilaði þar inn í... Hins vegar var ekki eins gaman að sjá að fleiri unglingar nú en áður telja að konan eigi að sjá um þvottinn! Það er mjög skrýtið að börn fái ekki markvissa jafnréttisfræðslu í grunnskóla og að kynjafræði er ekki kennd í Kennó.
Í könnun sem gerð var árið 2003 kom eftirfarandi í ljós:
Þegar kom að þvotti sögðust 78% kvenna hafa oftast séð um þvottinn á síðustu sex mánuðum en 8% karla svaraði á þá lund. Karlar með lægri laun en 250 þúsund sáu frekar um þvotta (10%) en karlar með hærri laun (5%).
(heimild: skýrslan Efnahagsleg völd til kvenna)
Ég treysti körlum alveg jafn vel og konum til að gera þvottinn ekki bleikann!
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
En hvað með öll hin húsverkin??? hvernig var skiptingin þar??
Svo finnst mér "markviss" jafnréttisfræðsla í grunnskólum líkjast svoldið heilaþvotti og eigi ekki ekki heima þar frekar en kristinfræðsla.
Heimilin hljóta að geta haft "vit" fyrir börnunum og alið bæði strákana sína sem og stelpurnar til að geta gert húsverkin.
Mismunur kynjanna á launum er svo eitthvað allt annað sem á að sjálfsögðu að útrýma en að reyna gera það með fræðslu í grunnskólum finnst mér ekki vera rétta leið.
Hans Jörgen Hansen, 3.5.2007 kl. 10:16
Í þessari könnun sem gerð var 2003 var mjög hefðbundin kynjaskipting. Konur sáu um þvotta, þrif, innkaup og þar fram eftir götum í meira mæli en karlar en karlar sáu meira um viðgerðir og þess háttar.
Kynjafræði er alls ekki sambærileg og kristnifræðsla því þar er persónulegt val hvers og eins hvaða trú hann/hún ástundar. Jafnrétti er hins vegar krafan um að vera ekki mismunað á grundvelli kynferðis og það þarf að kenna... bæði söguna og margt annað. Ekki er hægt að ætlast til þess að foreldrar sem ekki hafi hlotið þá fræðslu séu með þetta allt á hreinu til að kenna börnunum...
Það er alls ekki eðlilegt að við ljúgum að kynslóð eftir kynslóð og segjum að þetta sé nú bara allt að koma - af sjálfu sér...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.5.2007 kl. 10:22
Uppeldið á að vera í höndum foreldra eingöngu ekki kennara.
Kennari í kennslustund á ekki að segja honum Jóa litla að hann verði að vera jafn duglegur og Sigga að þvo þvottin þegar hann verður stór.
Foreldrar hljóta að eiga þann rétt að geta mótað og alið upp þann einstakling sem þau vilja á meðan allri velferð barnsins er gætt.
Ég get bara ekki séð hvernig húsverk innan veggna heimilisins geti verið jafnréttismál. Ég tel mig nú vera að nýrri kynslóðum og þekki ég ekki einn strák sem ekki gerir eitthvað á sínu heimili. Hvernig fólk stýrir og skiptir hlutverkjum á milli sín finnst mér engum öðrum koma við. Var til dæmis tekið fyrir í þessarri könnun hve oft konan lagaði bílinn, skipti um dekk, eða sá um viðhald hússins?? Fyrir mér eru það alveg jafn góð húsverk eða "verkefni" innan heimilisins.
Finnst fáranlegt að blanda þessu saman við jafnrétti kynjanna...
Hans Jörgen Hansen, 3.5.2007 kl. 11:12
Spurningin er líka hver ákveður hvað er jafnrétti og hvað er mismunun á grundvelli kynferðis? Er það konan? Karlinn? Eða femínistar? Að mínu viti eiga allir að koma að þessu. Það hafa verið við lýði kynbundin forréttindi í ómunatíð. Á að kroppa þau af eftir "behag" eða á að halda eftir forréttindum kvenna en afleggja öll forréttindi karla? Þetta hefur ekki bara verið í eina áttina. Annars er ég orðinn leiður á þessari umræðu um konur og karla. Við erum öll manneskjur! Ég held að mismunun kynjana muni líða undir lok ef við hættum þessari "konu og karla" umræðu og förum að tala um manneskjur!
Jónas Rafnar Ingason, 3.5.2007 kl. 11:19
katrín, hvaða point ertu að reyna að setja fram með þessu að konur sjái meira um þvottinn en karlar...Að hvaða leyti tengist þetta jafnréttisbaráttunni? Einn voða vitlaus
Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 3.5.2007 kl. 12:31
Pointið er að heimilisverkin hafa verið á kvenna höndum í gegnum tíðina og eru það enn og það hefur gríðarleg áhrif á stöðu kynjanna í samfélaginu öllu. Hið persónulega er pólitískt sögðu rauðsokkurnar og það á við enn þann dag í dag.
Einhverjir hafa spurt hvort viðhald á húsnæði og bifreiðum flokkist ekki sem heimilisstörf... og svarið er jú auðvitað. Þetta er framlag til heimilisins. Það skiptir hins vegar máli að verkaskiptingin er kynjuð og hin dags daglegu verk skipta mjög miklu máli. Það er t.d. allt annað að bera ábyrgð á því daglega að ná í börnin á leikskóla, þvo þvott, kaupa í matinn, elda matinn, vaska upp eftir matinn, koma börnunum í háttinn... vs að skipta um dekk á bílnum 2x á ári eða byggja sólpall yfir sumartímann. Það að bera hitann og þungan af dags daglegum ólaunuðum heimilisstörfum hefur áhrif á vinnumarkað og laun, til dæmis. Eins skiptir það máli að fólk velst til starfa eftir kyni - ekki áhuga eða hæfni.
Það sem er áhugavert við þessa könnun sem var í fréttum í gær er að viðhorfin virðast vera að breytast - til hins verra. Unglingar eru með þær hugmyndir í kollinum að konur eigi frekar að sinna þessum hefðbundnu kvenmannsverkum, eins og t.d. að þvo þvottinn og sjá um þrif. Það boðar ekki gott... Þetta eru íhaldssamari viðhorf heldur en unglingar höfðu fyrir 15 árum síðan. Ef þetta er sett í samhengi við að þetta sé nú allt að koma... komi allt með næstu kynslóð (sem hefur by the way verið sagt kynslóð eftir kynslóð) þá styrkir þessi könnun frekar í sessi þá kenningu að við séum í bakslagi en ekki framþróun.
Það að hingað skuli fjölmargir koma með athugasemd í þá veru að þeir sjái ekki að verkaskipting á heimilinu komi jafnrétti við er önnur vísbending um bakslag...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.5.2007 kl. 15:06
Fyrst femínistar hafa nú verið að þrasa um þetta ójafnrétti á heimilunum síðan 1993 og ekkert gerst( farið aftur) getur þá bara ekki verið að meirihluti fólks líki þessi hlutverkaskipting á heimilunum, þeim sem ekki líkar hún velji þá eitthvað annað..... Ég set allavega spurningarmerki við það að fyrst þetta hefur ekkert breyst þrátt fyrir áróður feminista þá kannski líkar "sumum"(meiri hluta) þetta bara ágætlega og hafa ekkert út á þetta að setja.
Og einhvern vegin stór efast ég nú um það að þær konur séu til í dag sem geri "allt" heimilinu á meðan kallin sé með tærnar út í loftið að glápa á imban.Ég hef allavega ekki ennþá komið inn á heimili þar sem konan gerir alla þessa hluti sem þú listar upp hér að ofan án þess að maðurinn taki virkan þátt í því. En kannski er ég bara svona ungur ennþá.....
Hans Jörgen Hansen, 3.5.2007 kl. 17:12
Alveg sammála Hans Jörgen...Konur sem ég þekki til, konur vina minna og ættingja myndu aldrei sætta sig við einhvern slóða sem gerði ekki neitt allan daginn, þeas innan veggja heimilisins.
Veit að mér yrði hent öfugum út um leið og ég færi að heimta svona þjónustu. Þessi barátta femínista í dag virðist vera að taka á sig mynd sem mér líkar ekki við...verið að agnúast yfir smæstu hlutum, hlutum sem skipta ekki höfuðmáli. Það er örugglega rétt hjá ykkur að það er ýmislegt sem þarf að laga, eins og þetta með launin og möguleika kvenna á góðum stöðum osfrv....haldið ykkur við þau málefni, Þannig fáið þið meðbyr og þannig fáið þið fólk til að taka mark á ykkur. Hef nefnilega tekið eftir því og finnst áhugavert, eftir að ég fór að skoða þessar umræður á blogginu ykkar og rætt við konur mér nákomnar um þessi mál, að ef maður minnist á orðið femínisti þá fussa margar konur og sveia og ranghvolfa augunum...af hverju er það? Er það ekkert skrýtið að þið sem eruð að berjast fyrir auknum réttindum kvenna séuð með stóran hóp kvenna á móti ykkur? Varla eru þær allar kúgaðar upp til hópa, ekki eru þær allar vitlausar eða að misskilja ykkur svona herfilega, hvað er það sem þið eruð að gera sem fær þær upp á móti ykkur? Er aðferðafræðin svona vitlaus hjá ykkur?
Þetta er alls ekki sagt til að særa eða móðga neinn...þetta eru bara hlutir sem ég hef orðið vitni að, í vinnunni, þar vinna nokkrar konur, hjá vinafólki og svo auðvitað hjá fjölskyldunni minni, alinn upp af ömmu, mömmu og tveim systrum, sannkallað kvennaveldi ...og svo er ég giftur einni sem er ekki par hrifin af ykkur...nei ég kúga hana ekki, hún ræður alveg sjálf hvað hún segir og gerir, eftir að ég er búinn að segja henni hvað hún á að segja og gera
Góðar stundir
Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 3.5.2007 kl. 18:09
Úff strákar segi ég nú bara... verkaskipting inn á heimilum er fjörgamalt jafnréttismál. Með annarri bylgjunni kom aukin krafa um fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og aukna atvinnuþátttöku. Þá vantaði dagvistunarpláss - og margar konur sem sátu fastar heima því ekki var til leikskólapláss fyrir börnin. Fyrir útivinnandi konur tók the second shift við þegar heim var komið - heimilisstörfin, eldamennskan, þvottar, uppvask, uppeldi, umönnun... og þar fram eftir götum - á meðan húsbóndinn gat kannski bara sett tærnar upp í loft og slakað á eftir erfiðan vinnudag. Upp úr 1970 datt einhverjum það snjallræði í hug að kannski væri bara lausn að karlmenn tækju þátt í heimilisstörfunum. Þótti hin mesta firra en vann sem betur fer á. Samt sem áður bera konur enn hitan og þungan af heimilisstörfum þó karlar taki í dag mun meiri þátt en hér áður fyrr.
Nú veit ég ekki á hvaða aldri þið eruð, en hjá mörgum pörum breytist verkaskipting um leið og börnin koma. Þá einhvern veginn færist ábyrgðin í mun meira mæli yfir á konurnar - bæði í framkvæmd, skipulagningu og ábyrgð. Og - svo fyrirvarinn sé á hreinu - þá er þessu auðvitað jafnar skipt á sumum heimilum en öðrum...
Ein spurning að lokum - ef þið kíkið á nýju forstjóraráðninguna hjá Glitni og umræðuna þar... Haldið þið að þessi maður væri þar sem hann er í dag ef hann hefði verið einstæður faðir með forræði yfir báðum börnunum? Hann er búin að vera meira og minna erlendis frá í september á meðan konan og börnin voru hér heima. Ef hann hefði verið einn með börnin hefði hann þá átt sjens á að leggja það í starfið sem "þarf"?
Og að lokum - Hans spurði hvort fólk væri bara ekki almennt sátt við þessa verkaskiptingu. Svarið er nei.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.5.2007 kl. 19:26
"Fyrir útivinnandi konur tók the second shift við þegar heim var komið - heimilisstörfin"...OK...sko svo ég nefni dæmi þá vann afi oftast fram eftir kvöldi, öll kvöld. Aldrei kominn heim fyrr en seint og síðar meir...Tengdapabbi vann öll kvöld...hann þurfti að fara heiman frá sér um 6:30 alla morgna til að ná rútunni og var stundum ekki kominn heim fyrr en 10 á kvöldin...þá fór dóttir hans (konan mín) með mömmunni að sækja hann í rútuna...stundum hringdi hann og sagðist þurfa að vinna næturvakt líka...s.s. vann heilan sólarhring og sá ekki börnin sín heilu dagana (sanngjarnt??) Svona var þetta bara! Hef aldrei heyrt að þessir menn væru latir heldur þvert á móti...fæturnir upp í loft I dont think so...því á sama tíma og tengdó þurfti að vinna þetta mikið þá var hann í þokkabót að byggja framtíðarhúsnæði fyrir familiuna. Hann var ekki með menn í vinnu heldur gerði hann nánast allt sjálfur. Ég held að flestir á þessum tíma hafi verið dugnaðarforkar (þarf ekki að taka fram en geri það samt að auðvitað eru alltaf svartir sauðir inn á milli)...þó svo þeir hafi kannski ekki alltaf nennt að vaska upp...Auðvitað var þetta erfitt fyrir konuna líka, erfitt að halda heimili auk þess að vera útivinnandi, ég veit það en ekki halda því fram að karlar hafi haft það eitthvað voðalega gott því það var ekkert algilt á þessum tíma.
Ég er 28 ára (verð 29 á þessu ári)...giftur frábærri konu og eigum við einn strák 3ja ára...þú talar um að ábyrgðin færist meira yfir á konuna, er það endilega rétt?...nú var ég í háskólanámi þegar strákurinn fæddist og reyndi ég að klára það eins og ég gat, áhyggjur af peningum ýttu mér aftur á vinnumarkaðinn (fórnaði námi). Eins og ég sagði í fyrri færslu hér að ofan þá kæmist ég ekki upp með að vinna ekki jafnt heima fyrir...það að ég vinni lengri vinnutíma en hún skiptir engu, ég þarf að standa mína pligt heima. Held ég að á flestum heimilum í dag sé það sama í gangi, allavega hjá fólki í kringum minn aldur.
Móðir mín var einstæð með þrjú börn...ég er elstur (á tvær yngri systur, hef þess vegna í gegnum árin haft mikla samúð með því sem þið eruð að berjast fyrir) og var ég ca 11ára þegar hún og fósturpabbi skildu ( hún hafði skilið við pabba þegar ég var 7ára og kynnst fósturpabba fljótlega eftir það) Veit það fyrir víst að lífið fyrir einstæðar mæður OG feður er gríðarlega erfitt. Forstjóri Glitnis (núverandi) hefði líklegast ekki (99% líkur vil ég segja) orðið það sem hann er í dag hefði hann verið einstæður 2ja barna faðir. þetta er svo mikið púsluspil að láta hlutina ganga upp, úff segi ég bara þegar ég hugsa til baka.
Fólk í dag velur sér lífsförunaut,og í sambandinu velur það sér verkaskiptingu sem það er sátt við...ekki hægt að halda öðru fram og þess vegna verð ég að segja jú þegar Hans Jörgen spyr "er fólk ekki bara almennt sátt við þessa verkaskiptingu" því það velur sér þetta sjálft!!!
Takk í bili Farið að rjúka úr þessu litla heilabúi mínu hehmm
Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 3.5.2007 kl. 22:13
Tómas - alveg sammála þér að fólk var upp til hópa dugnaðarforkar... bæði karlar og konur og staða karla oft langt í frá öfundsverð. Fyrirvinnuskyldan á heimilisföðurnum hefur oft hvílt þungt á körlum... og örugglega einhverjir karlar sem vilja vera heimavinnandi húsfeður í dag... en það reynist þeim erfitt sökum staðalmynda og hefðbundinna karlmennskuímynda.
Ég held engu að síður að þú sért aðeins að líta fram hjá sögunni og hvað hefur keyrt konur áfram í jafnréttisbaráttunni. Heimilisstörfin koma þar við sögu... mikið og oft. Bríet Bjarnhéðinsdóttir skrifaði t.d. um þegar hún var ung og karlarnir komu heim, dauðþreyttir eftir erfiðan vinnudag. Þá kom það samt í hlut dauðþreyttra kvennanna að draga þá úr blautum stígvélunum... vinnudagur kvennanna var lengri og verr borgaður. Skipting heimilisstarfa er enn ójöfn... það sýna kannanir og það er áhyggjuefni ef fólk er almennt sátt við að þessi framtíð bíði stelpnanna - að þær eigi að sjá um þvottinn og önnur heimilisstörf - ólaunuðu vinnuna sem hamlar frama þeirra á vinnumarkaði, tekjumöguleikum og fleiru. Það þýðir ekki að karlar þurfi ekki að fórna neinu eða að allir karlar séu í súperfínni stöðu... en það þýðir að kynið hefur það mikil áhrif að það á við að tala um mismunun á grundvelli kyns.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.5.2007 kl. 23:30
Rosalega merkileg niðurstaða að þvottaumsjón karla minnkar eftir því sem launin eru meiri, eða hitt þó heldur. Skyldi hafa hvarflað að nokkrum feminista að ástæða þess að karlar með há laun sinna minna þvotti, sé hin augljósa staðreynd að þeir eru að vinna myrkanna á milli til að sjá fjölskyldu sinni farborða? Nei - auðvitað ekki, þeir eru örugglega saman á golfvellinum að plotta um það hvernig hægt er að komast hjá því að ráða einhverja kellingaruglu í stjórnunarstöðu sem situr pungsveitt við ritvélina alla 8 tímana og þvær svo heilar fjórar vélar af þvotti á hverju kvöldi ásamt því að töfra fram dýrindismáltíð nákvæmlega kl. 7:30. Bömmer!
Þrándur (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 01:18
Annars er mér fyrirmunað að skilja þras um þvott. Af eigin reynslu veit ég að þetta er hægt að afgreiða í auglýsingahléi, tekur eina mínútu að henda í vélina og c.a. fjórar að hengja upp þvott. Fólk sem bísnast yfir því að þvo fataleppa ætti að sleppa því að kaupa sér flatskjá og fjárfesta í þvottavél. Þetta er alveg frábær tækninýjung, sem auðvitað var fundinn upp af karlmanni, gefur auga leið.
Þrándur (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 01:27
Svona rétt að lokum. Þessi fullyrðing frá Katrínu er ekki hægt að láta ósvarað: "hjá mörgum pörum breytist verkaskiptingin um leið og börnin koma. Þá einhvern vegin færist ábyrgði í mun meira mæli yfir á konurnar". Þetta er rangt, raunveruleikinn er þveröfugur. Ábyrgðin færist yfir á karlana, ekki konurnar. Það eru þeir sem axla ábyrgðina, leggja á sig aukna byrði til að tryggja fjárhagslega afkomu fjölskyldunnar. Auðvitað er þessu snúið á haus hjá feministum með þeim fáránlegu hugmyndum um að fjölskylduábyrgð felist í því að þvo fataleppa og vaska upp diska. Daglegt strit til þess að borga afborganir af húsnæðislánum, rafmagn, hita og fæði er bara hobbí og sérstakt tómstundagaman karla, sem auðvitað axla enga ábyrgð, enda nenna þeir ekki að taka á því sem öllu máli skiptir í fjölskylduhaldi, sem er auðvitað að þvo fataleppa.
Þetta er svo auðvitað ein ástæða þess að karlar eru alla jafnan með hærri laun en konur, þeir eru að leika sér í vinnunni á meðan konur axla ábyrgð með fataþvotti og uppvöskun.
Þrándur (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 01:48
Ég sé um allan þvott, uppvask, skúringar, þrif, lagfæringar, viðgerðir matseld og hvað það er sjálf. Ég vinn líka fyrir heimilinu, fer í búðir og sé um bankamál, kem börnum í skóla og allt sem nöfnum tjáir að vefna. Get ekki neitað að stundum vildi ég að ég ætti karl sem kynni a.m.k. að þvo. Það myndi spara mér nokkra klukkutíma á mánuði.
...voru þessi ungmenni öll alin upp hjá báðum foreldrum? Átti allt þetta fólk maka? Svona viðhorf eru slæm og mér finnst alveg í lagi að koma kynjafræðinni inn fyrr á skólaferlinu.
Laufey Ólafsdóttir, 4.5.2007 kl. 01:52
Veit að Þrándur á eftir að fá langloku frá Katrínu
Ja það getur verið að ég líti ekki nógu langt aftur, þó svo afi sé nú orðinn hundgamall hehe...pointið sem ég er að reyna að varpa fram er það að hlutirnir eru að breytast og hafa breyst (sama hvað þessi könnun segir) Ég veit Katrín að þú vilt sjá miklu meira miklu fyrr en það er erfitt að kollvarpa þjóðfélagsháttum á einni nóttu, en ég veit að þeir gerast ekki að sjálfu sér heldur ef þú ætlaðir að benda mér á það... Spurningin er hvaða leið er best í þessari baráttu okkar?
Ætlum við að vera kvabba yfir því hver sér oftar um að þvo...hvort græni kallinn (gangbrautarljós) eigi að vera græn kona eða hvort saklaus mynd af fermingarstúlku í Smáralindarbæklingnum sé klámfengin eður ei...(ég persónulega sá ekkert klámfengið við þá mynd, og held ég að fæstir gerðu það) En þessir hlutir eru oft bendlaðir við femínista hreyfinguna og skapa þeirri hreyfingu slæmt orð. Þetta má ekki vera sett upp sem "karlar á móti konum" dæmi, eitthvað stríð...en því miður þá kemur það stundum þannig fram hjá ykkur og þess vegna færðu oft hundúla gaura á spjallið hjá þér með kjaft ( úpps ég er víst í þeim hópi ) Geri mér alveg grein fyrir því að þetta er ekki vinsældakosning heldur, þið eruð að reyna að vekja fólk til umhugsunar...en fáið bara svo asskoti marga upp á móti ykkur...sama hvort það eru konur eða karlar. Spurning hvort það sé til betri leið?? Thats all...no disrespect!!
Eigðu góðan dag
Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 4.5.2007 kl. 07:01
Tómas - já spáðu í það hvað margir verða pirraðir þegar verið að tala um að kynin ættu að skipta heimilisstörfum jafnt á milli sín??? Umhugsunarefni út af fyrir sig!
Varðandi grænu konuna á umferðarljósunum þá er spurningin í mínum huga: Er bannað að hafa konu á umferðarljósunum? Verður að vera karl? Er það frelsi? Skil ekki hvað fólk sem talar um boð og bönn (ekki þú) fríkar út yfir þeirri tilhugsun að hugsanlega verði 5 grænar konur á umferðarljósum borgarinnar. Hef ekki heyrt neinn koma með rök fyrir af hverju það er slæmt. Svo segir fólk að femínistar fríki út yfir smámunum... en hversu margir hafa fríkað út yfir þeirri tilhugsun að umferðaljósin verði ekki öll skreytt karlmönnum???
Varðandi Smáralindarbæklininginn - enginn hefur sagt forsíðumyndina vera klám eða klámfengna. Hins vegar var talað um að hægt væri að sjá táknmyndir úr kláminu í myndinni... sem er allt annað en að myndin sé klám eða klámfengin.... Það er hins vegar umræðuefni sem ég vil ekki ræða af þeirri einföldu ástæðu að sú umræða hefur allt of mikið verið tengd við stúlkuna á forsíðunni í staðinn fyrir að umræðan sé almennt um að verið sé að kyngera ungar stúlkur í auknum mæli.
Bendi annars á ágætan leiðara Steinunnar Stefánsdóttur í Fréttablaðinu í dag um heimilisstörfin. Er reyndar ósammála henni í því að kvennahreyfingin hafi ekki látið sig málið varða - enda er það mikið rætt. Svo myndi ég líka breyta endanum á leiðaranum og hafa pabbana með í myndinni - þeir eru fyrirmyndir, rétt eins og mömmurnar. Mömmur sem sjá alfarið eða að mestum hluta um heimilisstörfin og pabbar sem sjá ekkert eða að litlum hluta um heimilisstörfin - eru bæði fyrirmyndir fyrir börnin sín... rétt eins og foreldrar sem skipta þessu jafnt á milli sín.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 4.5.2007 kl. 10:13
Já veit ekki alveg hvernig ég á að orða þetta án þess að þú skjótir mig í kaf....Getur verið að mönnum finnist þetta ekki endilega vitlaus hugmynd, s.s. að setja konu á gangbrautarljósin, heldur agnúast frekar yfir því hvaðan þessi hugmynd kom?? (geri ráð fyrir að femínistar hafi kastað fram þessari hugmynd)..þið eigið til að snerta taugar hjá fólki...
Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 4.5.2007 kl. 13:38
Græni karlinn ætti að vera kynlaus vera. Samnefnari fyrir þá karla og þær konur sem ganga yfir gangbrautir. Einhver sammála þessu?
Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 13:58
Tómas. Ef að fólk þolir ekki einhverjar hugmyndir bara vegna þess að þær eru frá feminístum komnar þá segir það nú mest um fólkið sjálft er það ekki? Eða á allt í einu að gera feminísta ábyrga fyrir því að einhverjir úti i bæ þoli þá ekki og finnst allt vitlaust sem þeir gera?
Guðrún (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 14:12
Tómas. Ef að fólk þolir ekki einhverjar hugmyndir bara vegna þess að þær eru frá feminístum komnar þá segir það nú mest um fólkið sjálft er það ekki? Eða á allt í einu að gera feminísta ábyrga fyrir því að einhverjir úti i bæ þoli þá ekki og finnst allt vitlaust sem þeir gera?
Guðrún (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 14:13
Grænn karl, græn kona! Getur ekki verið að það sé mynd af grænni manneskju á umferðarljósunum! Konur ganga nú orðið frekar oft í buxum er það ekki! Meira að segja með hatta! Er þetta ekki dæmi um staðalímynd femínista! Það að það er mynd af manneskju í buxum gerir hana ekki sjálkrafa að karli! Þetta femínistahjal fjallar allt um konur sem vilja verða karlar! Reynum að skapa raunverulegt jafnrétti, ekki femínista "jafnrétti"!!
Jónas Rafnar Ingason, 4.5.2007 kl. 14:16
Sammála þér Daði...auðvitað ætti þetta bara að vera kynlaus vera.
...Ég er ekki persónulega að gera femínista ábyrga fyrir neinu...en veit bara, og hef sagt áður að um leið og maður minnist á femínista við suma aðila þá byrja þeir að fussa og sveia...s.s. femínistar snerta við viðkvæmum taugum sumra, af hverju??? I dont know??....Kannski segir það meira um það fólk en nokkurn annan, ætla ekki að dæma um það. Datt þetta bara í hug þar sem rosalega margir koma við á þessu spjalli með allt á hornum sér og sjá eitthvað "illt" í Katrínu, þ.m.t ég fyrst, (ekki lengur samt eftir að þau hjúin buðu mér í órómantískan hjólreiðatúr hehe) án þess kannski að vita neitt meir um hana en það að hún er auglýstur femínisti, vona að þú skiljir hvað ég er að fara?? s.s. bara af því að hún er femínisti þá hljóti það sem hún segir að vera eitthvað bull og öfgar...voðalega á ég erfitt með að útskýra þetta svona í rituðu máli cant we all just get along...svo föllumst við í faðma, tárin leka niður og....framhald í næsta þætti.
Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 4.5.2007 kl. 14:41
Tómas. Ef að fólk þolir ekki einhverjar hugmyndir bara vegna þess að þær eru frá feminístum komnar þá segir það nú mest um fólkið sjálft er það ekki? Eða á allt í einu að gera feminísta ábyrga fyrir því að einhverjir úti i bæ þoli þá ekki og finnst allt vitlaust sem þeir gera?
Guðrún (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.