Góð þróun?

Get ekki að því gert en mér finnst þetta soldið scarý.... Ekki mörg heimili sem eru það vel sett að geta tekið á sig stórar sveiflur í mánaðarlegum útgjöldum. Auðvitað fer þetta eftir hversu há lánin eru... ég myndi hugsanlega íhuga svona lán fyrir skammtímalán, s.s. bílalán... en ekki myndi ég þora að taka 40 ára húsnæðislán í erlendri mynt. Finnst gott ráðið sem ég heyrði um daginn - að taka lán í sömu mynt og launin eru, þ.e. tekjurnar!

Ef ég væri moldrík myndi ég sennilega samt ekkert hafa áhyggjur af þessu! Tounge


mbl.is Heimilin í landinu taka gengistryggð lán í auknum mæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sérfræðingar mæla einmitt með þessum lánum til langs tíma, telja það mun hættuminna en til stittri tíma litið. Sé reyndar ekki þessa scarý mynd sem þú talar um, finnst persónulega mjög scarý að taka verðtryggt lán sem gerir lítið annað en að hækka. Gengistryggðu lánin sveiflast þó einni niður, ekki eilíft upp á við.

Daníel (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 13:38

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já, ég hugsa að það sé alveg rétt að heildarsveiflurnar jafnast út yfir lengra tímabilið. Eins og ég er heldur ekki "big fan" verðtryggingarinnar (allavega ekki verðbólgunnar...) þá eru það aðallega skammtímasveiflurnar í útgjöldum sem ég er ekkert viss um að öll heimili ráða við... allavega ekki þau efnaminni. Fyrir tekjuhærra fólk er þetta vissulega ekki sama vandamálið og ekki nándar nærri eins scarý... svo framarlega sem sá hópur á sparifé og nóg ráðstöfunarfé aukalega til að taka á sig sveiflur. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 25.4.2007 kl. 13:41

3 identicon

Já sérfræðingarnir (einkum þeir sem starfa í bönkunum) mæla víst með þessari gerð lána núna. Maður getur spurt sig hvers vegna. Áhættan er hrikaleg ef sá gjaldmiðill sem maður hefur tekjur í er mjög ofmetin  á þeim tímapunkti sem lánið er tekið. Íslenska krónan er mjög "sterk" núna en það stafar fyrst og fremst af stöðutöku spákaupmanna. Gengið getur fallið um tugi prósenta á skömmum tíma. Líkt og það gerði á fyrri hluta árs 2006. Hvað langtímagengið varðar eru sjálfsagt skiptar skoðanir eftir því hver spáir en ég er hræddur um að það sé ansi margt sem bendi til þess að krónan sé allt of hátt metin núna.

Hálfdán (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 14:36

4 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Ég hef mikið pælt í þessum erlendu lánum og hef sveiflast í afstöðu minni til þeirra. en eins og greiningadeildir bankanna og fjármálaráðuneytið tala um gengi krónunar þ.e. að hún er of hátt metinn þá myndi ég ekki taka lán í erlendri mynt í dag. þetta er í raun einfalt reiknisdæmi ef þú tekur t.d. 10.000 evrur að láni í dag þá er það u.þ.b. 880.000 ISK en ef að gengi krónunar fellur um 4% þá eru 10.000 evrurnar orðnar 915.200. ISK og flestir sem eru að taka þessi lán á annað borð eru yfirleitt með miklu hærri upphæðir. En svo á móti þá vitum við það að ef gengið fellur þá fer verðbólgan af stað og þá kemur verðtryggingin til sögunar og hækkar höfuðstól skuldarinnar . þannig að hvernig sem litið er á malin þá erum við skuldarar alltaf í djúpum. 

Tjörvi Dýrfjörð, 25.4.2007 kl. 15:11

5 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Gengistryggð lán margborga sig ef maður miðar við íslensk verðtryggð lán. Ég man eftir dæmi sem tekið var í sjónvarpi fyrir allnokkru síðan þar sem fram kom að fyrir 10 millj. kr íslenskt lán endar maður með að greiða um 30 millur í vexti og verðbætur á 40 árum, en þær hefðu verið 4 millurnar (í vexti og gjaldmiðlasveiflur) miðað við erlenda lánið. Auðvitað er misjafnt eftir því hversu sterk eða veik krónan er og hvernig verðbólgan er.

Verðtryggðu lánin hér á landi eru svívirða á meðan verðbólgan sveiflast svona og verður eins há og verið hefur.

Vinkona mín tók lán í stöðugum erlendum gjaldmiðli (svissneskum franka) á svipuðum tíma og ég tók mitt ísl. verðtryggða lán. Hún tók reyndar aðeins hærra lán. Hún er núna búin að greiða milljón kr. af höfuðstólnum á meðan mitt lán hefur hækkað um milljón (á höfuðstólinn) á sama tíma.  

Andrea J. Ólafsdóttir, 25.4.2007 kl. 15:40

6 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Andrea, þetta dæmi sem þú nefnir getur varla staðist almennt.  Hagfræðin segir að verðbólga komi fyrir rest fram í veikingu gjaldmiðilsins, þannig að til langs tíma borgarðu verðtryggingu í báðum tilvikum: íslenska verðtryggða láninu og í gjaldeyrisláninu.   Munurinn á verðtryggðum húsnæðislánum og gjaldeyrislánum er m.a. sá að íslensku lánin eru með föstum vöxtum og eru jafngreiðslulán, þess vegna gengur hægt á höfuðstólinn til að byrja með.  Erlendu lánin eru hins vegar yfirleitt með breytilegum vöxtum.  Það er allt annað fyrirbæri og þýðir að með hækkandi vöxtum erlendis getur greiðslubyrði aukist verulega, tala nú ekki um ef krónan veikist á sama tíma.  Þannig að íslensku lánin eru ekki endilega jafn vond og af er látið.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.4.2007 kl. 16:34

7 identicon

Ég skil bara ekki hvernig hægt er að segja að íslensku lánin séu ekki slæm! Ég er reyndar á því að gengistryggðu lánin eru ekki besti kosturinn heldur. Hvernig er þetta á hinum norðurlöndunum? Í Svíþjóð tekur maður lán í SEK með vexti um 4%, engin verðbólga, engin gengistrygging. Hvers vegna er þetta ekki hægt hér?

Daníel (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 21:02

8 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Hef verið að spá mikið í þessi erlendu lán samanborið við íslensk og eins og dæmið kemur út hjá mér þá er mun hagstæðara að taka erlent lán...Ok það er hætta á að lánið erlenda hækki á einhverjum tímapunkti um 20-25% en það getur líka lækkað um sömu tölu...

 Þú segir kannski VÁ 20-25% hækkun, það er ekkert smá...en hvað ertu lengi að ná þessari sömu tölu með íslensku láni, ekki nema örfá ár...þekki eina sem tók 10,5millj króna lán fyrir þremur árum, stendur nú í 11,8millj sem gerir hvað 12-13% hækkun og lánið á eftir að hækka næstu 15 árin, þú getur allavega verið viss um að það lækkar ekki!!...þetta er bara glæpur!! 

Erlendar myntir þær fara upp og niður til skiptis...þú þarft bara að vera viss um að þola þessar tímabundnu sveiflur...margir leggja alltaf til hliðar 5-10þús á mánuði til að sporna við þessum sveiflum og þegar gengið er hagstætt þá borga þeir kannski meira inn á það en þeir eiga að gera og lækka höfustólinn enn frekar.

Allavegna það er til lengri tíma litið hagstæðar (að mínu áliti) að taka erlent...20millj erlent lánt til 40ára endar í ca 50millj á meðan íslenskt lán sama upphæð, sami árafjöldi endar í ca 80millj...segjum að það versta gerðist 25%

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 30.4.2007 kl. 12:54

9 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Úpps ýtti á vitlausan takka...það sem ég ætlaði að segja...;o)

Segjum að það versta gerðist 25% hækkun á erlenda láninu, hvað þýðir það þá ertu að borga rúmlega 60 millur í stað 80, hvort er betra!!!  Svo geturðu alltaf myntbreytt ef í óefni fer...

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 30.4.2007 kl. 12:56

10 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jamm - en stóra málið er líka sveiflurnar... hversu háar geta þær orðið á mánaðarlegum greiðslum? Ef fólk er öllu jafna með 100.000 kr greiðslubyrði... þolir það að vera 150.000? 200.000? Það er ekki nóg að taka meðaltalið af sveiflunni heldur hæsta og lægsta punkt... Eins og ég sagði í innlegginu... eftir því sem fólk á minni pening...! það er nefnilega dýrt að vera fátæk/ur, eins og einhver sagði. Ég er ekkert sannfærð um að allir sem eru að taka þessi lán séu búnir að reikna dæmið til enda. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 30.4.2007 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband