Finnland vs BNA

Þetta er dæmi um málaflokk sem er gjörsamlega, algjörlega, fáránlega út í hött að karlar geti setið einir að, eða í meirihluta, að ákveða! 

Annars eru Finnarnir langflottastir núna - 12 konur af 20 ráðherrum.... Við höfum ekki náð að hafa konur sem helming ráðherra, hvað þá meirihluta! 
mbl.is Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfestir bann við ákveðnum aðferðum fóstureyðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnað hvað femetistarnir eru samtaka um þessar mundir... Bestu, S.

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 23:49

2 identicon

bíddu er þetta ekki slæmt? Á ekki að vera jafnt hlutfall?

Sigurgeir Valsson (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 23:58

3 identicon

Sóley Tómasdóttir, varðandi bloggið þitt á síðunni þinni  : Hvað með réttindi barnsins sem er að vaxa í móðurkviði og rétt föðurins og barnsins skv. lögum að umgangast hvert annað ? Á þetta einungis að snúast um egóisma annars foreldris barnsins ??

Siggi (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 00:29

4 identicon

Bannið sem umræðir nær eingöngu til fóstureyðinga eftir 4,5 mán. Kallaðar "Partial Birth Abortion". Clinton kom þessari aðferð fóstureyðinga í lög með neitunarvaldi sínu. Ég held það þurfi engin að tala um að réttindi kvenna í því sambandi skerðist. Það hefur engin rétt til að taka annars líf! (sjá tengil)

http://www.nrlc.org/abortion/pba/PBA_Images/PBA_Images_Heathers_Place.htm

Afi fyrirburabarns

Karl Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 13:41

5 identicon

Það væri fróðlegt að fá lækni til að útskýra nákvæmlega út á hvað þetta gengur. En eins og ég skil þetta þá hafa þessar fóstureyðingar eingöngu að gera með fóstur sem eru með mjög alvarlega galla eins og t.d. vatnshöfuð, heilinn vex fyrir utan höfuðið eða enginn heili er í fóstrinu o.s.frv. Einnig er þetta gert ef heilsu móðurinnar er stofnað mikla hættu. Það er ekki verið að tala um að eyða fóstrum sem eru heilbrigð og hægt er að "láta" fæðast fyrir tímann (ef það er hægt að segja svoleiðis). Samkvæmt grein sem ég var að lesa þá eru 500 svona aðgerðir framkvæmdar í Bandaríkjunum á ári (samsvarar það ekki 0,5 aðgerðum á ári hjá okkur?? - ég man aldrei hlutföllin).

En eins og ég segi þá væri ég alveg til í að heyra frá lækni um þessar aðgerðir og hvort þær séu framkvæmdar hér heima, ef svo er hversu oft og í hvaða tilvikum og af hvaða ástæðum þessar aðgerðir eru gerðar??

http://www.huffingtonpost.com/cecile-richards/a-dark-day-for-womens-he_b_46229.html

Marý Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 15:05

6 identicon

Já nú væri gott að heyra rök feministanna miklu um gagnsemi og gleði þessarar barnadrápa. Eru feminstar virkilega bara hlintir rétti kvenna, hvað um börnin sem ólíkt konunum geta spyrnt við fótum og látið í sér heira?!

Danni (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 18:36

7 identicon

Þú ættir nú að fræðast aðeins betur um þetta Marý. Mér finnst mjög erfitt að sjá mannréttindi og partial birth abortions eiga samleið.

According to Ron Fitzsimmons, executive director of the National Coalition of Abortion Providers (1997), and other sources, it appears that partial-birth abortions are performed 3,000 to 5,000 times annually.  (Even those numbers may be low.)  Based on published interviews with numerous abortionists, and interviews with Fitzsimmons in 1997, the “vast majority” of partial-birth abortions are performed in the fifth and sixth months of pregnancy, on healthy babies of healthy mothers.

Mér finnst þetta bara vera fyrirlitning á mannslífum í sinni grófustu mynd.

Karl Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 21:14

8 Smámynd: Himnasmiður

Er sárt að skjóta sig svona í fótinn, Katrín?

Himnasmiður, 19.4.2007 kl. 22:13

9 identicon

Hér eru lögin í heild sinni.  Þið kannski rennið yfir þau áður en þið myndið ykkur skoðun. 

http://www.nrlc.org/abortion/pba/partial_birth_abortion_Ban_act_final_language.htm

 

Það er rangt með farið hjá Elísabetu Rónaldsdóttur að löggjöfin geri ekki undantekningu frá banninu þegar líf konunnar er í hættu.  Hér er undantekning frá banninu sem finna má í lagatextanum:

 

“This subsection does not apply to a partial-birth abortion that is necessary to save the life of a mother whose life is endangered by a physical disorder, physical illness, or physical injury, including a life-endangering physical condition caused by or arising from the pregnancy itself.”   

 

Á 108. Bandaríska löggjafarþinginu voru 14% þingmanna konur.  Á 110. sitjandi þingi eru 16,3% konur.  (Þetta er skref í rétta átt, t.d. má benda á að Nancy Pelosi er fyrsti kvenforseti þingsins).

 

Er hægt að samþykkja þau rök að kvenþingmenn hefðu frekar kosið á móti löggjöfinni?  Hefur þessi ákvörðun eitthvað með kynferði þingmanna að gera?

 

Hér eru nokkrar skýringarmyndir (teiknaðar og ljósmyndir) af aðgerðinni sem er verið að banna. 

 

http://www.epm.org/img/Partbir9.jpg

 

http://www.albertarose.org/women/pba/PBA3.jpg

 

http://www.abortiontv.com/images/FetusHeadonSide.JPG

 

Jæja, eigum við að halda áfram þessari umræðu?

Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 00:36

10 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Segi eins og Beta - hvaða rök hafa komið fram sem réttlæta að karlar taki ákvarðanir er varða líf og heilsu kvenna án þess að konur geti komið þar nærri? Það má alveg orða þetta dæmi sem þannig að þarna eru karlar að taka ákvarðanir sem geta leitt til dauða kvenna... og ætlið þið í alvörunni að halda því fram að það komi konum bara ekki við???? Hvað fólki finnst um lögin er eitt - hvernig staðið er að ákvarðanatökunni er annað. Ég get alveg gúddera að fólk hafi mismunandi skoðanir á fyrri hlutanum... en að segja að það sé í fínu lagi að karlar taki ákvarðanir er varði líf, líkama og heilsu kvenna er pjúra karlremba og ekkert annað. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.4.2007 kl. 09:36

11 identicon

"Segi eins og Beta - hvaða rök hafa komið fram sem réttlæta að karlar taki ákvarðanir er varða líf og heilsu kvenna án þess að konur geti komið þar nærri?"

"en að segja að það sé í fínu lagi að karlar taki ákvarðanir er varði líf, líkama og heilsu kvenna er pjúra karlremba og ekkert annað."

Ég hef haldið mig fyrir utan umræðuna í langan tíma en mér blöskraði þegar ég las þessa síðustu færslu. Þarna ertu að segja berum orðum að það ættu að vera 2 eða fleiri þing til að taka ákvarðanir um málefni kynjana sérstaklega þar sem það eru konur á þingi í USA og einnig að þetta ma´l hefur meira með Demókrata vs Repúblikana að gera en karlar vs konur.

Ég hugsa að svona málfluttningur fæli fólk frekar frá en hitt, því miður vegna þess að málefnið er gott en aðferðirnar sem notaðar eru í umræðunni eru hræðilegar.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 10:47

12 identicon

Mér finnst vissulega nauðsynlegt að konur og karlar komi jafnt að  ákvarðanatökum en nauðsynlegast finnst mér að sátt ríki í þjóðfélaginu  í heild sinni.

Hinsvegar það sem Katrín segir hér að undan get ég ekki skilið nema sem svo að konur ættu að setja lög um konur og karlar ættu að setja lög um karla.

Það er margt fólk verulega gott í því að snúa útúr og það er einmitt ein ástæðan fyrir því að ég hef ekki hætt mér í rökræður hingað fyrr.

Svo ég svari spurningu þinni um þetta dæmi sem þú tekur þá sé ekki hvernig heilindi þingsins ættu að minnka ef það væru 80% konur sem væru þar. Ef það væri búið að sýna fram á með óhrekjandi hætti eitthvað svona væri væri í stöðunni og þetta væri eina lausnin hvað á þá annað að gera en að fjarlægja vandamálið eða stunda skírlífi?

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 11:46

13 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Guðmundur... þú þarft greinilega að lesa aftur yfir það sem ég skrifaði. Tilefni skrifanna var úrskurður Hæstaréttar í Bandaríkjunum, en þar sitja 8 karlar og 1 kona. Gagnrýnin beinist að því að það er ótækt að í málum sem þessum séu það karlar sem hafa allt ákvörðunarvaldið. Pointið er að það verða að vera jöfn kynjahlutföll til að taka ákvarðanir sem þessar. Eftir að hafa lesið athugasemdirnar þá er mér spurn - af hverju hefur ekki einn einasti karlmaður sem hefur sett hingað inn athugasemd um fóstureyðingalöggjöfina séð réttlæti í því að konur fái að koma að þeirri ákvarðanatöku TIL JAFNS á við karla? Það er ekki eins og verið sé að fara fram á heimsyfirráð - það er verið að fara fram á jafnt kynjahlutfall!!!! Árið 2007 hrúgast hingað inn kk að segja að það sé í himnalagi að karlar taki þessar ákvarðanir fyrir konur, um konur, um líf kvenna, um líkama kvenna... Gangi ykkur (ekki) vel að útskýra fyrir dætrum ykkar að svona eigi þetta að vera

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.4.2007 kl. 12:19

14 identicon

Sælar Katrín og Elísabet.

Ég sé hvað þið eigið við og leyfi mér að vera sammála að hluta og ósammála að hluta.

Þetta með hæstarétt í USA ætla ég að leyfa mér að vera ósammála. Þar eru jú vissulega 8 karlar á móti 1 konu en ástæðan fyrir því að svona var úrskurðað var það að þarna eru 5 einstaklingar frá íhaldssama væng stjórnmálana og 4 frá frjálslyndari væng stjórnmálana í USA. Það hefur ekki eingöngu með það að gera hvort það séu konur eða karlar þó það vegi án efa eitthvað í þessu tilviki.

Kynjakvótar í sumum ákvörðunum geta skipt máli ég viðurkenni það vissulega en þetta mál í USA beinist að ógeðfeldri tegund af fóstureyðingu. Það er aðalmálið fyrir mér. Ég er fylgjandi fóstureyðingum á fyrstu 12 vikum meðgöngu en eftir það fer fóstureyðing hreinlega að vera morð.

Eins og ég sagði hérna á undan finnst mér aðalmálið vera að samfélagið sé sátt við þetta og í USA er það raunin að afturhaldsöflin hafa verið sterkari á þingi. Þetta mun vonandi breytast í framtíðinni.

Kynjahlutföll skipta mig ekki máli. Hæfasti einstaklingurinn skiptir mig máli.

Að þessu sögðu þá hyggst ég ala mín börn upp skv. því sem ég tel vera rétt og eðlilegt. Kynjakvótar finnst mér vera niðurlæging við bæði kyn. Eigin verðleikar eru það sem skiptir máli. Öfgar eru og verða í mínum huga af því verra.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 12:43

15 identicon

Elísabet. Þar er ég að hluta til sammála þér en í þessu tiltekna tilfelli er ég ekki sammála að það þurfi kynjakvóta eins og ég sagði áður.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 13:53

16 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Það eru tvö mál hér til umræðu greinilega. Annars vegar er það réttur karla til að ráða yfir líkömum kvenna... sem sumir karlar virðasta afskaplega sáttir við og ber vott um algjöra karlrembu - enda ekkert jafnréttissinnað við að segja að "ef þú heldur að kvendómarar hefðu dæmt þetta bann ógilt, þá vona ég aldeilis að konur verði aldrei jafnmargar eða fleiri körlum við bandaríska dómstóla" eins og Kári Geir gerir á blogginu hennar Sóleyjar. 

Hins vegar er það ákvörðun hæstaréttar sjálfs - og hvort að fólk sé sátt við þá ákvörðun eða ekki. Eins og sést í pistlinum mínum hér fyrir ofan er Bush búinn að planta íhaldssömum karlmönnum sem eru á móti öllum fóstureyðingum í Hæstarétt. Það er áhugavert að sjá að eina konan í Hæstarétti skilar ítarlegu séráliti þar sem hún rökstyður af hverju hún er á móti þessum dómi. Þar kemur fram að lög um fóstureyðingar byggist á þrennu:

1. Rétti kvenna til fóstureyðinga á fyrri stigum meðgöngu (fyrstu 3 mánuði).

2. Réttur hins opinbera til að setja takmarkanir á fóstureyðingar á seinni stigum meðgöngu ef slíkt stofnar ekki lífi og heilsu móður í hættu.

3. Það þriðja ætla ég ekki að eyða tíma í að þýða en hér kemur það á ensku: “the State has legitimate interests from the outset of the pregnancy in protecting the health of the woman and the life of the fetus that may become a child.”

Nýju lögin veita enga undanþágu ef heilsu móður er stefnt í hættu - aðeins ef líf hennar er í hættu. Það er ekki sami hluturinn.

Ég held að við séum öll sammála því að fóstureyðing á seinni hluta meðgöngu er ekki í lagi ef móðir og fóstri heilsast vel. Þ.e. ekki er um að ræða að mömmunni bara allt í einu langi ekki í barnið og ákveði að fara í fóstureyðingu. Við erum hins vegar að ræða gífurlega erfið og viðkvæm mál, ákvarðanir sem vonandi fæstar konur þurfa að standa frammi fyrir - og karlar þurfa aldrei að standa frammi fyrir sjálfir. Þeirra lífi og heilsu verður aldrei stefnt í hættu vegna meðgöngu. Það sem um ræðir hér er sem sagt hópur af karlmönnum sem getur ákveðið að konur sem standa frammi fyrir þeirri gífurlegu erfiðu og sársaukafullu ákvörðun að fara í fóstureyðingu á seinni stigum meðgöngu vegna þessa að meðgangan ógnar heilsu þeirra (eða lífi) eða vegna þess að fóstrinu er ekki hugað líf... Að ganga í gegnum slíkt getur aldrei verið léttbært heldur er um gífurlega erfitt og sársaukafullt ferli að ræða - og konur að horfast í augu við að ganga ekki fulla meðgöngu og eignast barnið sitt í leiðinni. En slíkt er ykkur greinilega ekki ofarlega í huga - "jafnréttissinnuðu" karlmenn sem hér hafa ritað... heldur er ykkur mest í mun að segja að það sé ok að karlar taki þessar ákvarðanir fyrir konur... og konur séu algjörlega, gjörsamlega valdlausar yfir eigin líkama, heilsu og lífi... !!!! 

Þetta finnst mér scary...

Hér er annars úrskurður Hæstaréttar BNA fyrir þau sem vilja lesa úrskurðinn beint (í staðinn fyrir að lesa áróðurinn frá samtökum sem berjast gegn öllum fóstureyðingum og einhver setti link inn á): http://www.supremecourtus.gov/opinions/06pdf/05-380.pdf 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.4.2007 kl. 16:57

17 identicon

Svona aðgerðir eru líka bannaðar hér á landi, sbr. 2. mgr. 10 .gr. laga nr. 25/1975.  Undantekningar frá þeirri reglu eru þegar ótvíræðar læknisfræðilegar ástæður og lífi og heilsu konunnar er stefnt í því meiri hættu með lengri meðgöngu og/eða fæðingu. Þær eru einnig leyfðar ef miklar líkur eru á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs. 

Þetta eru mun skynsamari undantekningar en í bandarísku löggjöfinni og meira í takt við femíníska sjónarhornið í þessari umræðu.    

Einn hlutur sem má kannski benda á í þessari umræðu er sú staðreynd að bandarískar konur hafa kosningarétt og þær kjósa fólk til þess að vera fulltrúa sína á bandaríkjaþingi og þetta löggjafarþing setur alríkislög í Bandaríkjunum.  Þannig virkar lýðræðið. 

Er þessvegna ekki pæling að velta fyrir sér í þessari umræðu afhverju fleiri konur bjóði sig ekki fram og hversvegna svona kynjahlutföll kjósist inn á þingið?

Hæstaréttardómarar eiga ekki að láta sitt eigið kyn hafa áhrif á lögfræðilega niðurstöðu.  Þetta geta held ég allir fallist á.  Rökin fyrir því að öðruvísi yrði dæmt í málum ef fleiri konur væri í tilteknum rétti eiga ekki að líðast.  Mér væri sama þó að allir hæstaréttardómarar hér á landi væru konur.  Kynferði dómara á ekki að skipta máli fyrir niðurstöðu mála.  Dómarar eiga aðeins að dæma eftir lögunum.   

Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 18:58

18 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Skiptir engu máli hvort að kynferði dómara eigi að koma við sögu eða ekki... stundum snúa málin bara öðruvísi að kynjunum.

Svo væri áhugavert að fá ykkar skilgreiningu á hvað karlaveldi er??? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.4.2007 kl. 19:40

19 identicon

Ég tek undir þetta hjá Elísabetu fyrir utan einn punkt sem mér finnst að megi velta fyrir sér.  Kyn dómarans á ekki að skipta máli þegar komist er að lögfræðilegri niðurstöðu.  (Ég á líka við þegar karlkyns dómarar eru hlutdrægir).  Auðvitað er æskilegt að auka hlut kvenna í dómskerfinu.  Kyn dómara skiptir þó engu máli og á ekki að skipta máli þegar komist er að niðurstöðu.  Lagarök eru kynblind.  Til að mynda voru 3 karlkyns dómarar sammála Ruth B. Ginsburg.  

Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 23:26

20 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Kyn dómarans skiptir samt sem áður máli ef við ætlum að tala um lýðræðissamfélag þar sem bæði kyn koma að ákvarðanatöku. Ég er ekki sátt við að búa í karlaveldi þar sem karlar taka svona ákvarðanir fyrir konur... Fyrir 100 árum þótti óþarfi að konur væru með kosningarétt... Það er ekki jafnréttishugsunarháttur að vera sátt/ur við að karlar taki svona ákvarðanir. Þetta er ekki hefðbundið mál heldur tengist stjórnarskrárbundnum réttindum og réttindum yfir eigin líkama - þ.e. rétti kvenna yfir eigin líkama og eitt af því sem við getum öll verið sammála um er að þar er grundvallar munur á kynjunum. Konur ganga með börnin... karlar ekki.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 21.4.2007 kl. 01:39

21 identicon

Það er rétt.  Það er lýðræðislegt og réttlátt að kynjahlutföll séu sem jöfnust í dómskerfinu og það er markmið sem við eigum að miða að.  En að jafnt kynjahlutfall skipti máli/eigi að skipta máli fyrir lögfræðilega rétta niðurstöðu er röng nálgun.

M.ö.o. Formlega getum við fallist á réttlæti jafnra kynjahlutfalla í samsetningu dóms.  Efnislega getum við ekki fallist á að það jafna kynjahlutfall eigi að skila okkur annarskonar lögfræðilegum niðurstöðum.  

Lögfræðileg rök fyrir dómsniðurstöðu eru jafngild hvort sem þau koma úr hugarfylgsnum kvendómara eða karldómara.  Dómarar eru sérfræðingar og karl jafnt sem kona getur verið sérfræðingur.  

Hér tala ég almennt.  Dómstólar eru skipaðir til að skila niðurstöðum í allskonar málum.  Kynjahlutfall dómstóls ætti t.d. ekki að breytast eftir efni þess máls sem borið er fyrir dóminn. 

Við erum auðvitað með svolítið öðruvísi skipunaraðferðir dómara hér á landi og spyrjum þá ekki fyrirfram hver sé afstaða þeirra til tiltekins málaflokks.  Aðferðir okkar við skipun dómara eru því ef til vill málefnalegri en í Bandaríkjunum hvað þetta varðar.   

Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 00:16

22 identicon

Daði segir að 'Lögfræðileg rök fyrir dómsniðurstöðu eru jafngild hvort sem þau koma úr hugarfylgsnum kvendómara eða karldómara'. Mig langar að kasta fram hugleiðingu varðandi þetta.

Nú er það þannig að við höfum eitthvað sem kallast vanhæfni dómara í einstökum málum. Vanhæfni er tilkomin vegna einhverskonar hagsmunatengsla dómara í málinu (t.d. náin ættartengsl við sakborning). Dómari má ekki vera beggja vegna borðsins. Þetta hlýtur að gefa til kynna að lögfræðileg rök mismunandi dómara séu ekki endilega einsleit. Dómurinn hafi sem sagt einhverja þætti sem dómari augljóslega getur haft áhrif á og hefur ekki einhlíta lagalega skírskotun (ef til vill háð túlkun laganna?). Dómari getur haft áhrif á niðurstöðuna í krafti valds síns. Ef það væri ekki þannig værum við sjálfsagt aldrei með vanhæfan dómara - jafnvel þó þeir væru að dæma sjálfan sig. Nú getur vanhæfnin verið fólgin í því að dómara er ekki treyst til að vinna vinnuna sína og koma með dóm sem er rökfastur. En bottomline er að til eru hagsmunatengsl sem haft geta áhrif á niðurstöðu dómara (takist dómara að velja nógu góð lögfræðileg rök fyrir því). Einnig gefa sérálit dómara til kynna að lögfræðileg rök dómara séu ekki á einn veg en jafngild fyrir lögum (væri það ekki annars al-óhæfur dómari sem kæmi með sérálit sem er lagalega ógilt). Við getum því haft tvo ólíka en jafngilda dóma.

Hagsmunir karla og kvenna er ekki alltaf þeir nákvæmlega sömu, samanber hluti eins og fóstureyðingar. Það hljóta því að vera mismunandi hagsmunatengsl karla og kvenna sem hópa í samfélaginu. Hagsmunatengsl dómara eru margvísleg og oft hulin (bæði dómurum sjálfum sem öðrum). Ég held það sé farsælla að reyna að greina betur hvenær hagsmunatengsl dómara eru að hafa áhrif á vinnu hans frekar en að afneita því alfarið (eins og þegar dómari telur það til refsilækkunar fyrir ofbeldismann að kona hans ögraði honum - hver eru hagsmunatengslin í þessu?). Ég samþykki að dómarar eru sérfræðingar, en við þurfum þá líka að skoða í hverju þeir eru sérfræðingar. Sérfræðingar meta hlutina ekki alltaf rétt sama í hvaða bransa þeir eru og sama hversu mikla þekkingu þeir hafa á málaflokknum. Dómarar geta gert mistök eins og allir og við eigum að leiðrétta þau þegar við getum.

gretar (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 19:17

23 identicon

Mikil áhersla er hvívetna lögð á óhlutdrægni dómstóla.  (Hér á landi bæði í 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu).  Það er hinsvegar verulega vandasamt að setja reglur um óhlutdrægni dómara, því ekki er fært að taka tillit til sérstöðunnar í hverju máli fyrir sig með almennum reglum.  Svo er hugtakið hlutdrægni hreinlega erfitt viðfangs vegna þess að dómarar eru jú menn og aldrei er hægt að ráða fyrirfram hvort dómari hafi samúð með einum málsstað persónulega. 

Þessvegna eru almennar vanhæfisreglur settar.  Reglurnar eru settar til þess að sigta út tilfelli þar sem við teljum hættu vera á því að dómari yrði óhlutdrægur eða það liti út fyrir að hann væri óhlutdrægur.  (Ekkert segir okkur hinsvegar að hann myndi raunverulega misbeita valdi sínu á óhlutdrægan hátt hefði hann færi á því).

Dómarar víkja sæti í málum þar sem þeir teljast vanhæfir.  Þar með er hættan á hugsanlegri óhlutdrægni verulega minnkuð. 

Grétar sagði eftirfarandi:

“Hagsmunir karla og kvenna er ekki alltaf þeir nákvæmlega sömu, samanber hluti eins og fóstureyðingar. Það hljóta því að vera mismunandi hagsmunatengsl karla og kvenna sem hópa í samfélaginu. Hagsmunatengsl dómara eru margvísleg og oft hulin (bæði dómurum sjálfum sem öðrum)”

Ég vil spyrja Grétar eftirfarandi:  Með hliðsjón af því sem þú hefur sagt um vanhæfi, getum við ályktað sem svo að kvendómarar í svona máli ættu að víkja sæti vegna þess að þeir hafa hagsmuna að gæta af niðurstöðunni þ.e.a.s. skert hagsmuni þeirra og kynsystra sinna yfir líkama sínum? 

Eitt að lokum.  Við getum stundum ekki  “leiðrétt” “ranga” dóma.  Hæstiréttur innan hvers ríkis hefur lokaorðið um mál sem borin eru fyrir hann. 

Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 00:06

24 identicon

Mér finnst það heldur hæpið að ætla að álykta um hæfni kvenna til að fjalla um hagsmunamál kvenna út frá innleggi mínum. Þar sem flest hagsmunamál kvenna eru samofin hagsmunum karla væri hæfni karla í stað kvenna einnig vafamál þegar fjallað er um hagsmuni kvenna. Beinir hagsmunir einstaklinga og hagsmunir hóps eru að sjálfsögðu ekki nákvæmlega sami hluturinn - ef til vill eru hagsmunir hóps flóknara fyrirbæri. Við erum öll hluti af einhverjum samfélagshóp og höfum því hagsmuni að gæta sem hluti af hóp. En ég er ekki viss um að þú hafir náð punktinum hjá mér: Mér finnst ekki réttlátt að ef verið er að ákvarða um samofin hagsmunamál tveggja hópa að annar hópurinn komi svo til einn að þeirri ákvörðunartöku (hvort sem það á þingi eða í dómsal).
Eins og þú bendir sjálfur á þá er erfitt að búa til reglur um óhlutdrægni. En ég get ekki annað séð af síðasta innleggi þínu en að þú sért sammála því að það geti haft áhrif á dómsniðurstöðu ef dómari hefur samúð með einum málstað frekar en öðrum (vona að það sér rétt ályktað hjá mér). Ég vill því meina að hagsmunir samfélagshópsins sem við erum hluti af geti haft áhrif á hvaða málstað við höfum samúð með. Ég held líka að það verði að leggja víðtækari skilning í hugtakið 'hagsmunir' í þessu tilviki. Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir hverjir hagsmunirnir eru - en þeir hafa áhrif.

Síðustu orð mín í innlegginu voru líklega óskýr og ég sé að þú hefur misskilið(ekki við þig að sakast). Ég átti ekki við að leiðrétta einstaka dóma heldur leiðrétta kerfið sjálft sem dómarar eru hluti af (læra að þekkja mistökin og birtingarmyndir þeirra). Þekking okkar á lýðræðissamfélaginu og einstaklingshegðun innan þess er vonandi alltaf að aukast og við eigum að nýta okkur það í réttlætisátt.

gretar (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 18:12

25 identicon

Þetta með vanhæfi kvendómara til að fjalla um mál sem snerta einungis sýnilega hagsmuni kvenna (takmörkun á fóstureyðingum) var bara aðeins til að hrista upp í rökræðunni ;)

Dómarar sjálfir tilheyra allskyns hópum í samfélagslegum skilningi.  Einn dómari getur t.d. verið kona, móðir, gagnkynhneigð, heilsufrík og áhugamaður um stangveiði á meðan annar dómari getur t.d. tilheyrt hagsmunahópunum karl, faðir, samkynhneigður, meðlimur í vínsmökkunarklúbbi.  Möguleikarnir á hugsanlegum hagsmunum eða tilfinningum sem tengjast þjóðfélagshópum eru óþrjótandi.  Fyrir utan að sjálfsögðu eins og þú bendir á, hagsmunir einstaklinga sem eru eins ólíkir eins og einstaklingarnir eru margir. 

Ég er sammála þér um að það sé réttlátt að konur og karlar eigi að hafa sem jöfnust hlutföll í dómstólum.  Það er lýðræðislegast þar sem helmingur samfélagsins eru karlmenn og helmingurinn konur.  Því tek ég undir það sem þú segir.  Bæði kynin eiga að koma að ákvarðanatöku í dómsmálum, en það á lýðræðislegum forsendum. 

Við getum eigum ekki breytt samsetningu dóms eftir því hvaða hagsmunir eru í húfi í hverju einstöku máli fyrir sig nema upp að skynsamlegu marki.  Hver er óhlutdrægur og hver er hlutdrægur? Sá sem ekki tilheyrir hóp eða tilheyrir hóp?  Hægt er að týnast algerlega í svona hugmyndum og ógerningur yrði að setja skynsamlegar reglur til þess að tryggja óhlutdræga málsmeðferð.  Einnig yrði að finna dómara úr öllum hugsanlegum stigum samfélagsins. Punkturinn er að einhversstaðar verður að draga línuna...

Dómarar eru menn og þeir mótast af samfélaginu og þeim “hópum”sem þeir lifa í.  Eðli málsins samkvæmt er það óumflýjanlegt.  Hinsvegar eiga þeir í starfi sínu að fara einungis eftir lögunum sem í gildi eru hverju sinni.  Lögin eru jú hinn endanlega boð þeirra kjörnu fulltrúa sem við konur sem og karlar samfélagsins kjósum á þing. 

Þó dómari sé móðir sjálf þá getur vel verið að hún í hjarta sínu finni samúð með annarri móður í máli þar sem hún dæmir föður forsjá barns.  Dómarar eiga sem betur fer ekki að dæma mál eftir tilfinningum eða félagsmótun sinni heldur aðeins eftir lögunum.  Þannig er kerfið uppbyggt.

Kerfinu er sama hvort að lagarökin fyrir niðurstöðunni koma frá dverg, karli, fötluðum, samkynhneigðum, konu, ungum, öldruðum, svo lengi sem hægt er að fallast á þau sem lagarök en ekki “bara af því að mér finnst það”.  Um leið og það fer að skipta máli úr hvaða munni gild lagarök niðurstöðu koma þá erum við komin út á hálan ís ójafnréttis og óreiðu. 

Bottomline-ið er að mínu viti þetta:  Við viljum jöfnust hlutföll karla og kvenna í dómskerfinu því það er lýðræðislegt.  Hvort niðurstaðan í hverju máli fyrir sig er rökstudd af karli eða konu á ekki að skipta máli fyrir niðurstöðuna. 

Jæja hvað finnst þér?  P.s. Annars verð ég að þakka þér fyrir drengilegustu netumræðu sem ég hef séð í háa herrans tíð. 

Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband