Ísland árið 2050

Innihald mallans ákvað að gera uppreisn og koma upp á yfirborðið kl. 4 í nótt. Það varð því ekkert úr því að ég kæmist á fundinn um launmun kynjanna í morgun Crying Sé í fréttum að ég hef misst af miklu - sem ég reyndar vissi strax því ég hef lengi beðið eftir tækifæri til að fara og hlusta á Lilju Mósesdóttur. Á fundinum kom sem sagt fram að við Íslendingar eigum Evrópumet í launamun kynjanna og ef eitthvað er, sé hann að aukast...

Heilsan fór sem betur fer skánandi þegar leið á daginn og ég ákvað að skella mér á fund Samtaka atvinnulífsins eftir hádegi. Sé ekki eftir því, enda stórfínn fundur. Mjög góð mæting og slatti af konum. SA sendi fundarboð til allra kvenna sem mættu á ráðstefnuna Kraftur kvenna, sem haldin var í vetur - stórgóð hugmynd og hefur örugglega aukið þátttöku kvenna á fundinum þó kynjahlutföllin hafi verið skökk. 

Anyways... á fundinum var kynnt könnun sem gerð var á hvernig fólk heldur að Ísland verði árið 2050.  Skemmtileg nálgun til að fá fólk til að hugsa fram í tímann Smile Spáð er að lífslíkur okkar eigi eftir að aukast og fæðingartíðni að lækka. Mér skyldist að lífeyrissjóðakerfið okkar væri hannað með það í huga að fólk væri á eftirlaunum í 17 ár en framtíðarspáin er að fólk verði á eftirlaunum í 24 ár - m.v. að fólk hætti að vinna 67 ára. Háskólamenntun á eftir að aukast og í pallborði talaði Guðfinna Bjarnadóttir um að við ættum að setja okkur markmið um að 60% þjóðarinnar hefði háskólapróf. Meirihluti fólks telur að árið 2050 verði Ísland þekkt fyrir fagra náttúru og hreint land. Það skýtur því skökku við að hér er allt grasserandi í plönum um álver og olíuhreinsunarstöðvar - fyrir land þar sem 60% þjóðarinnar ætlar að vera með háskólamenntun og landið þekkt fyrir hreinleika...! Exkjús mí - en þetta fer bara ekki saman. Og það er kannski það góða við að horfa svona langt fram í tímann. Fyrir hvað viljum við vera þekkt eftir 43 ár? 

Ef ég mætti ráða yrðum við þekkt fyrir hreint og fallegt land, gott velferðarkerfi, hátt menntunarstig, fjölbreytt atvinnulíf og jafnrétti. Til að ná þessum markmiðum þurfum við að láta af stóriðjustefnu, styðja betur við frumkvöðlastarfsemi, nýsköpun og rannsóknir, halda áfram að stuðla að auknum gæðum menntunar og taka okkur tak í jafnréttismálum.... þýðir líka að við þurfum að láta duga að hafa hér 3 álver og sleppa olíuhreinsunarstöðinni!  Væri ekki nær að Ísafjörður samþykkti tillögu Ólínu Þorvarðardóttur og stofnaði háskóla???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„Ef ég mætti ráða yrðum við þekkt fyrir hreint og fallegt land, gott velferðarkerfi, hátt menntunarstig, fjölbreytt atvinnulíf og jafnrétti“

Það sem er magnaðast við þetta er að þessi markmið eru fullkomlega framkvæmanleg og þarf í raun bara eitt til: VILJA! 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 01:13

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Og já Anna - það er nefnilega málið - þetta er allt framkvæmalegt ef viljinn og áhuginn er fyrir hendi... en málið er að þá þurfa framkvæmdir að vera í samræmi við stefnuna og það sem er svo grátlegt núna er að það er verið að breyta landinu í eitt allsherjar stóriðjuver... sem þýðir að hreint og fagurt land verður fyrir bí og það kemur ekki aftur svo glatt... Þar fyrir utan er þetta svo glórulaust því miðað við allar framtíðarspár þá verður verðmætasta auðlindin einmitt hreint og fagurt land þegar fram í sækir. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.4.2007 kl. 10:23

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Eyja alltaf ertu rödd skynseminnar Ég eyddi út kommentinu frá Þrándi af þessari ástæðu... Þrándur, ef þú vilt vera með svona gagnrýni hér þá verðuru að gera það undir fullu nafni! 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 18.4.2007 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband