12.4.2007 | 16:58
Þetta er bannað...
... en samt gert:
Yfirþerna - Eftirlit og umsjón
Við leitum að duglegri konu með góða skipulags og stjórnunarhæfileika til starfa í sumar, frá miðjum maí til september. Umsjón og ábyrgð á þrifum á gisthúsi með 46 herbergjum. Vinnutími er 08-16 virka daga og aðeins tilfallandi helgarvinna.
Verksvið: Eftirlit og umsjón með störfum herbergisþerna, verkskipulagning, innkaup á hreinlætisvörum .Tilvalið tækifæri til að æfa sig í stafsmanna og verkstjórnun!
Þarf að vera tilbúin til að ganga í öll störf á álagstímum. Mikil vinna og mikið fjör framundan.****
Jafnréttislög
24. gr. Bann við mismunun við ráðningu og í vinnuskilyrðum.
Óheimilt er að auglýsa eða birta auglýsingu um laust starf þar sem gefið er í skyn að fremur sé óskað starfsmanns af öðru kyninu en hinu. Þetta ákvæði gildir ekki ef tilgangur auglýsandans er að stuðla að jafnari kynjaskiptingu innan starfsgreinarinnar og skal það þá koma fram í auglýsingunni. Sama á við ef gild rök mæla með því að einungis sé auglýst eftir öðru kyninu.
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Auglýst eftir konu í stjórnunarstöðu. Er það bannað? Hefur þú heimildir fyrir því að þeir séu ekki að reyna að ráða konu til að jafna kynjahlutföllin? Nema þú vitir betur er þarna kannski verið að reka mjög virka jafnréttisstefnu.
manuel (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 17:53
Ef svo væri ætti það að koma fram í auglýsingunni... þetta er bannað!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.4.2007 kl. 18:19
Já þvílíkur fasismi, breyta þessu sem fyrst. Það einfaldlega kemur öðrum ekki við hvernig fyrirtæki hagar starfsmannamálum sínum. Enginn er þvingaður til þess að vinna hjá þessum fyrirtækjum eða stunda við þau viðskipti.
Katrín Anna: Þú virðist vera ein þeirra sem styðja bannæðið mikla í núverandi forsjárshyggju og rétthugsun. Vonandi bítur þetta þig í afturendann í framtíðinni og bloggið þitt verður bannað!
Geiri (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 19:00
Gat nú verið að hægt væri að væla yfir þessu. Þú hefðir líka vælt ef það hefði staðið "Starfsmaður óskast" af því að það væri ekki fyrir bæði kynin. Kannski hafa þau betri reynslu af kvenkyns starfsmönnum.
Jafnt kynjahlutfall en þegar á að ráða konu þá er vælt.
Ef þetta hefði verið bankastjóri hefðirðu hrópað húrra.
Stundum er bara nóg nóg.
Gunnar Óli Sölvason (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 19:11
Hulda Katrín: Ég er bara abbó af því að ég fékk ekki uppvöskunargenið...
***
Hvernig ætli lífið væri nú ef allar atvinnuauglýsingar væru svona að Geira skapi:
"Óska eftir hvítum, menntuðum, gagnkynhneigðum, giftum karlmanni á aldrinum 28 - 40 ára í starf. Þarf að vera hávaxinn, dökkhærður, vöðvastæltur og sætur. Þarf að eiga 2 börn"
???
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.4.2007 kl. 19:13
Ef ég væri karlmaður mundi ég, í staðin fyrir að væla í þér, nýta minn rétt til jafnréttis og kæra þessa auglýsingu, þar sem greinilega væri að mismuna mér eftir kyni.
Ég verð að segja að mér finnst gaurar oft væla soldið yfir að við stelpur geta kennt okkur við stefnu sem gengur nú útá að ná framm þessum jöfnuði, væla yfir að ekkert geriði fyrir karpeninginn. En þegar þú bendir á ákveðið óréttlæti gagnvart þeim, þá ert það þú sem ert að væla???
Guys, you can´t have your cake and eat it too...
Sleepless, 12.4.2007 kl. 20:58
Ok! Katrín. Ég ætla að láta þetta fyritæki njóta vafans uns sekt er sönnuð. Þetta fyritæki ætlaði sem sagt að jafna kynjahlutföllin með því að ráða konu í stjörnunarstöðu. Fyritækið gleymdi að geta þess í auglýsingunni og brutu þar með lög. Ef eitthvað er ættu okkur karlmönnunum að finnast að okkur vegið þegar við erum útilokaðir frá stjórnunarstöðum. Hinsvegar sýnist mér á því sem komið er af kommentum að við karlmenn höfum áttað okkur á því að konur eru of fára í stjórnunarstöðum og því látum við þett kyrrt liggja.
Spurning hvort kynið sé á eftir jafnrétti?
manuel (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 21:11
Hvar fannstu þessa auglýsingu???? Vil endilega sækja um
Fishandchips, 12.4.2007 kl. 21:55
"Tilvalið tækifæri til að æfa sig í stafsmanna og verkstjórnun!"
Þetta er ekki bara "sexist" atvinnuauglýsing, heldur er þetta nánast mjög niðurlægjandi fyrir konur.
Það yrði aldrei talað um æfingu fyrir stjórnunarstörf ef karlmaður ætti að sækja um starfið.
Sigrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 23:32
Hver veit nema þetta sé gistiheimili þar sem einungis konur vinna... Af hverju má atvinnurekandi sem er búinn að gera upp hug sinn (að ráða konu) setja það í skilyrði. Þar sparar hann sjálfum sér sem og þeim sem ekki uppfylla skilyrðin tíma og fyrirhöfn. Ég myndi segja það gild rök ef atvinnurekandinn vill bara fá karlmann eða kvenmann í vinnu.
Annars finnst mér það mjög heimskulegt að setja skilyrði fyrir ráðningu að væntanlegur starfskraftur sé karlkyns eða kvenkyns. Atvinnurekandinn er þá jafnvel að missa af jafnhæfum, eða hæfari starfskrafti og tapar á því peningum. Það eru jú peningarnir sem atvinnurekandinn er á eftir.
Konum sem stjórnendum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum, aðallega sem millistjórnendum. Þetta eru í mörgum tilvikum ungar konur sem eiga bara eftir að fá hærra settar stöður og meiri ábyrgð í framtíðinni. Og fyrir utan það að meirihluti háskólanema er kvenkyns, þá ætti nú ekki að væsa um ykkur konur í framtíðinni.
Sígandi lukka er best!
Hallgrímur Egilsson, 12.4.2007 kl. 23:41
Þetta er einfaldlega tímasparandi fyrir alla: Atvinnuveitanda sem óskar eftir konu og vill ekki eyða tíma í að taka karlmenn í viðtal og karlmenn sem vilja starfið en eiga aldrei möguleika á að fá það.
Geir (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 06:38
Þú tekur eftir að konan þarf að vera tilbúin að hlaupa í öll störf þrátt fyrir að vera í stjórnunarstöðu. Það er ekki hægt að ætlast til að karlmenn séu að standa í slíku!
Annars er ég bara öfundsjúk, enda vantar í mig uppvöskunargenið líka .
Laufey Ólafsdóttir, 13.4.2007 kl. 07:29
Drengir drengir, þetta á ekkert skylt við valfrelsi fyrirtækja. Þetta er birtingarmynd 40 ára gamals hugsunarháttar. Það er ljótt að segja þetta, en spyrjið bara foreldra ykkar. Ég skil ykkur vel að koma fram undir dulnefnum.
Sparið stóru orðin í eitthvað almennilegt í stað þess að gera lítið úr sjálfum ykkur með því að berjast fyrir því að afnema jafnréttislögin og prumpa á bann við kynjamismunun í auglýsingum.
Kári G. Bjarnason (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 08:10
Hver er að tala um að berjast fyrir því að afnema kynjamismunun, eins og einn sagði hérna þá mundi hún ekki kvarta yfir þessu nema bara vegna þess að þetta er starf í þrifum.....Er engin kona orðin leið á þessari "jafnréttisbaráttu" sem er í raun engin jafnréttisbarátta...vissuð þið að það er engin tengill frá síðu feminista yfir á síðu ábyrgra feðra...sem er jafnréttisfélag... þó að feministar hafa tengla á allar síður sem tengjast kvennréttindum, né hafa feministar aldrei barist fyrir jafnréttindum hvað varðar börn við skilnað. Ef feministar mundu eyða jafnmiklum tíma í að hjálpa þeim í sinni baráttu og þær eyða í það að "boycotta" búðir fyrir hitt og þetta þá kannski mundi ég trúa því að þetta sé barátta til jafnréttis...en það vita það allir sem þetta lesa að svo er ekki.
Þessi auglýsing lýsir engu nema vilja þessa ákveðins fyrirtækis með að fá konu í þetta starf, hann talar ekkert um að þeir sem vinna undir henni séu ekki karlmenn...og nota bene ég þekki það úr nákvæmlega þessu starfi að konur eru bara miklu betri í því að finna skít og fjarlægja hann því staðreyndin er sú að karlmenn labba framhjá honum...og stelpur ekki reyna að segja það hérna að þetta sé ekki satt rifjið bara upp síðustu 10 rifrildi við eiginmann ykkar eða syni og hugsið svo hversu mikið hlutfall var út af nákvæmlega þessu.
Doddi (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 08:36
Hulda: Aldrei hélt ég því fram að genin ráða því hversu þrifalegur maður er en vissulega hefur uppeldið eitthvað með það að gera, eða eðli flestra kvenna en konur heillast meira að útliti hluta en karlar ( ég veit þetta er ekki alltaf svona). En athugaðu þó að drengir sem eru samkynhneigðir eru mun þrifalegri en þeir sem eru gagnkynhneigðir þetta er mjög algengt...ekki er það uppeldið þar sem fæstir eru aldnir upp við það að vera samkynhneigðir.
En það er ekki málið, málið snýst um þessa auglýsingu, það skiptir ekki máli hvernig konur verða þrifalegri en karlmenn heldur er það bara þannig..yfirleitt... Þannig að þegar kemur að því að ráða fólk í vinnu þá er ráðin hæfasti einstaklingurinn og ég þekki það af eigin reynslu í svona rekstri að konur eru hæfari í þetta starf aftur ekki allar konur og ekki allir menn, en yfirleitt. Ekki það að konur séu ekki hæfar í önnur störf, en athugið ekki vera að gera lítið úr þessu starfi sem það er mjög mikilvægt.
Sé ekki hvaða vandamál það skapar, og afhverju það þarf að búa til vandamál út af einhverju sem er ekkert mál.
Og að lokum ég las einu sinni nokkur orð frá einni mjög merkilegri konu sem er mikill jafnréttissinni. Hún sagði:
Kvennréttindabaráttan er orðin eins og þjófavarnarkerfi í bílum, þetta er alltaf að fara í gang að minnsta tilefni og þú veist að þetta er mikilvægt en nennir ekki að athuga hvað er að því þú hugsar jæja þetta er bara að fara í gang aftur að minnsta tilefni og snýrð þér á hina hliðina.... Gæti ekki verið betri lýsing á vandamálinu.
Doddi (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 14:38
Sumir hafa áhyggjur af því að reynt sé að móta bæði kyn í sama mót. Hafa sömu aðilar ekki áhyggjur af því að verið sé að reyna að gera alla stráka eins og allar stelpur eins????
Segi fyrir mitt leyti að mér finnst mikill margbreytileiki á milli einstaklinga af sama kyni - og þannig finnst mér að það eigi að vera. Við eigum að búa til samfélag þar sem margbreytileikinn og fjölbreytileikinn fá að njóta sín - óháð kyni.
Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður skrifaði bók sem heitir Ósýnilega konan. Ég er er ekki búin að ná að lesa hana spjaldana á milli en hef aðeins gluggað í hana. Þar skrifar hann um sig sem karlmann, konuna í sér og sig sem hylki. Verulega áhugaverð nálgun og skemmtilegar pælingar. Það er afskaplega asnalegt að úthluta kynjunum ákveðna eiginleika. Við erum öll sambland af alls konar eiginleikum og það getur verið breytilegt frá degi til dags. Mistökin eru að eigna öllum af sama kyni ákveðna eiginlega og segja í sömu andrá að þetta séu eiginleikar sem einstaklingur af gagnstæðu kyni hafi ekki. Þarna erum við komin í utltimate forsjárhyggju sem byggist á að steypa alla í 2 mót... í staðinn fyrir að leyfa manneskjunni að njóta sín óháð kyni.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 14.4.2007 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.