Konur og stjórnmál

Rétt náði restinni af hádegisfyrirlestrinum í dag þar sem Einar Mar fjallaði um kosningahegðun kynjanna. Karlar eru t.d. líklegri til að kjósa til hægri og konur til vinstri. Karlar virðast líka sýna meiri tryggð við sína flokka en konur. Það kom áhugaverð fyrirspurn út í sal um hvort að konur kysu kannski eftir því hvernig efnahagsástandið er á hverjum tíma... og stuðluðu þannig að auknum stöðugleika! Áhugaverð pæling. Það kom skýrt fram að konur kjósa eftir málefnum...  

Á morgun verður svo annar áhugaverður fyrirlestur tengdur konum og stjórnmálum:

"Hvar fékk hún þessa skó?"

Prófessor Karen Ross flytur fyrirlestur föstudaginn 13. apríl kl. 12.00 – 13.30 í Norræna húsinu sem hún kallar: "Hvar fékk hún þessa skó?
Stjórnmálakonur sem fréttaefni."

Seinni partinn verða svo 3 konur sem eru formenn jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndunum með erindi á landsfundi Samfylkingarinna.

Nóg að gera sem sagt...  og nóg af viðburðum fyrir fróðleiksþyrsta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 332714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband