11.4.2007 | 19:44
Eðlilegar kröfur til útivinnandi kvenna?
Indverskar konur eru hneykslaðar á nýjum starfsmatsreglum þar sem þess er krafist að þær veiti upplýsingar um tíðahring sinn og væntanlega taka flestir Íslendingar undir með þeim. Það er samt skrýtið að á meðan við getum hneykslast á þessu þá finnst mörgum Íslendingum til fyrirmyndar að stúlkur trítli um á bikiníi og háum hælum sem hluta af framapoti. Þar sem árstíð konusýninga er runninn upp læt ég fylgja með pistil sem ég flutti á NFS (16. des 2005) rétt eftir hið 5 vikna atvinnuviðtal sem leiddi til þess að Íslendingar eignuðust sína þriðju Ungfrú heim.
***
Fegurðarsamkeppnir eru umdeilt fyrirbæri. Ég skipa hóp þeirra sem finnst svona konusýningar vera tímaskekkja og fagna því ekkert sérstaklega að við Íslendingar höfum eignast okkar þriðju Ungfrú Heim. Okkar nýkrýndu fegurðardrottningar bíður nú eins árs vinna við góðgerðarstörf og þó ég sé ekki hrifin af fegurðarsamkeppnum finnst mér góðgerðarstarf mikilvægt og göfugt starf. Gæðum heimsins er misskipt og það veitir ekki af að aðstoða þau sem eiga um sárt að binda vegna fátæktar, náttúruhamfara eða veikinda. Góðgerðarstarf er oft á tíðum óeigingjarnt framlag einstaklinga eða fyrirtækja sem vilja axla samfélagslega ábyrgð. En stundum er góðgerðarstarfsemi bara pjúra bisness og stundað í þeim tilgangi að réttlæta eða öðlast jákvæða ímynd á starfsemi sem að öðrum kosti væri litin hornauga. Ég er reyndar alveg viss um að okkar ágæta Unnur Birna fellur í fyrri flokkinn enda held ég að hún fái lítið sem ekkert greitt fyrir starfið. Hins vegar er ég ekki jafn viss um aðstandendur Miss World keppninnar. Góðgerðarstarfið er notað sem réttlæting á að svona keppni sé enn við lýði. Unnur Birna sagði í viðtali við Kastljósið að keppnin væri í raun eitt stórt 5 vikna atvinnuviðtal fyrir starf í eitt ár og að innri fegurð skipti öllu máli en ekki sú ytri. Gott og vel. Segjum að svo sé. En ef þetta er atvinnuviðtal hvaða kröfur eru þá gerðar til umsækjenda? Ímyndum okkur að keppnishaldarar settu atvinnuauglýsingu í Morgunblaðið. Hún gæti hljómað eitthvað á þessa leið:
Óskum eftir fallegri konu á aldrinum 18 24 ára til að sinna góðgerðarstörfum í eitt ár. Stúlkan þarf að vera ógift og barnlaus en má hafa farið í brjóstastækkun. Atvinnuviðtalið felst í framkomu í síðkjólum og að að biðla til áhorfenda um atkvæði íklædd bikiní einum fata strjúkandi létt yfir líkamann. Umsækjendur verða einnig spurðir krefjandi spurninga eins og: Hvað gerirðu til að heilla karlmenn? Og: Hvað finnst þér skemmtilegast að versla?
Ég veit ekki með þig en verð að segja að mér finnst þessar kröfur ansi skrýtnar og hreint út sagt óviðeigandi fyrir starf til góðgerðarmála.
Ég er reyndar viss um að litlu börnin sem Ungfrú Heimur heimsækir á spítalann er slétt sama hvernig hún lítur út í bikiní og háum hælum. Ég efast líka um að þau læknist þó vel tilhöfð, ung kona með kórónu á höfðinu kíki í heimsókn til þeirra á spítalann. Ég er samt ekki alveg jafn viss um alla karlanna með ávísanaheftin sem sækja fjáröflunarsamkomurnar. Þetta gæti skipt þá einhverju máli!
En burtséð frá því þá finnst mér áhugavert að bera kröfurnar sem gerðar eru til umsækjenda um þessa spennandi vinnu við ákvæði jafnréttislaga. Auðvitað er það argasta misrétti að starfið skuli aðeins vera opið konum. Eins felast alls konar fordómar í þessum kröfum, til dæmis aldursfordómar, fitufordómar og fordómar gagnvart mæðrum og giftum konum.
Ég stend því fast á þeirri skoðun að um sé að ræða keppni í stöðluðu, ytra útliti kvenna, þar sem góðgerðarstarf er notað til að réttlæta keppnina fyrir þátttakendum, áhorfendum og styrktaraðilum. Keppnin um titilinn fegursta kona í heimi er nákvæmlega það sem titillinn vísar í: keppni í ytri fegurð og því ber að meta keppnina út frá þeim forsendum. Konur eru enn í baráttu fyrir því að vera metnar að verðleikum en ekki ytra útliti. Keppni eins og Ungfrú Heimur festir kröfuna um hlutverk konunnar sem skrautmunur í samfélaginu í sessi. Hún gerir baráttuna fyrir því að vera metnar að verðleikum erfiðari og hjálpar okkur ekki til að sjá og meta fegurðina í margbreytileikanum. Þess vegna er óskandi að keppnin leggist af um síðir af þeirri ástæðu að konur hafi ekki lengur áhuga á að taka þátt. Ef einlægur áhugi á góðgerðarmálum liggur að baki þátttöku er ekki úr vegi að nefna að það eru til fjölmörg samtök sem sinna góðgerðarmálum en gera ekki kröfur um kyn, aldur, ákveðið útlit eða að koma nánast nakin fram. Það má því fá drauma sína um betri heim uppfyllta á mun jákvæðari hátt en með því að taka þátt í keppni sem byggir á fornu en ónauðsynlegu hlutverki kvenna um að vera sætar og góðar.
Indverskir kvenríkisstarfsmenn beðnir að lýsa tíðahringnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 332714
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Ytri útlitsfegurð vekur ánægju hjá mörgum.
Er það orðið ljótt?
Kalli (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 20:27
Lastu pistilinn?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.4.2007 kl. 20:35
KA að það er ekki sama með hvaða gleraugum er lesið greinilega. Þetta er allt grein af sama meiði, við hér, þær þar. Bara spurning um birtingarmyndir kvennakúgunar og fyrirlitningar.
Takk fyrir pistil.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.4.2007 kl. 21:01
Ég vil gjarnan fá að vita ástæðuna fyrir þessari kröfu til indverskra kvenna. Ekki það að nein ástæða væri nógu góð, bara fróðlegt að vita!
Hvert er annars hlutverk Herra Íslands? Af hverju vinna þeir engin góðgerðarstörf? Bara pæling.
Laufey Ólafsdóttir, 11.4.2007 kl. 23:17
Ég tek undir það að svona kroppasýningar eru frekar lummó. En útlit skiptir máli t.d. ræður eigandi veitingastaðarins Ítalíu á Laugavegi þjónana eftir útliti. Helst bara fallegar stelpur.
Fyrst þegar ég heyrði þessi ósköp fannst mér þetta lýsa kvennfyrirlitningu og fordómum. En eftir áralanga reynslu að ráða ljótt kvennfólk til starfa held ég að eigandi Ítalíu hafi hitt naglan á höfuðið. Snoppufrítt og vinalegt útlit gefur fyrirheit um hæfan starfskraft.
Ef svona kroppasýningar eru starfsviðtöl held ég að þær geri sitt gagn.
Björn Heiðdal, 11.4.2007 kl. 23:35
Síðast þegar ég vissi þá voru stúlkurnar og strákarnir í fegurðarsamkeppnunum ekki dregin á hárinu í þær.
Ytri fegurð er nefnilega oft megin styrkur þessa fólks, grunnurinn að þeirra sjálfstrausti. Það sem þeim var gefið.
Nú þekki ég þig ekki Katrín, hef aldrei séð þig né talað við þig, en á hverju byggir þú þitt sjálfstraust? Er það greind? ytra útlit? fjölskylda? félagsfærni?
Eitthvað er það en með hvaða rétti telur þú þig geta hraunað yfir það sem veitir öðru fólki styrk og sjálfsmynd?
Kalli (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 07:27
Persónulega finnst mér þessar kroppasýningar afar hallærislegar og finnst mér enn sorglegra ásóknin í þær. Það virðist vera nóg af fólki til í þetta, og þá á ég við bæði Herra og Ungfrú Ísland. En það er mikið til í því sem Kalli segir, og við hver erum við að gera lítið úr þessu fólki. Það virðirst hafa gaman af þessu, sér ekki eftir þátttökunni.....og er bara yfir höfuð ánægt með sjálft sig.
Höfum við einhvern rétt til að eyðileggja þetta fyrir þessu ágæta fólki sem vill taka þátt?
Ólafur Haukur (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 12:37
Eigum við ekki að taka múslímaríki okkur til fyrirmyndar?? Þar eru fegurðarsamkeppnir bannaðar, (og reyndar er konum bannað ýmistlegt annað í þessum ríkjum sem þykir sjálfsagt í vestrænum löndum eins og að
.... bara til að nefna nokkur atriði sem konum leyfist ekki í múslímalöndum, en þykir sjálfsagt fyrir konur á Vesturlöndum.
Örninn (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 15:21
Örninn: Þú vilt þá kannski líka spyrja múslimalöndin hvort þau vilji ekki taka Vesturlöndin til fyrirmyndar og ráða konur í störf eftir útliti en ekki hæfni? Getur gaukað að þeim í leiðinni að hér þyki sjálfsagt að konur komi fáklæddar fram í þeim tilgangi að hægt sé að vega og meta skrokkinn á þeim áður en tekin er ákvörðun um hvort þær þyki hæfar til að sinna góðgerðarstarfsemi eða öðrum störfum.. Jamm alveg frábært hvað við erum alltaf fullkomin og til fyrirmyndar! Annars er nú ekki allt rétt hjá þér á þessum lista.
- aka bíl... já en ekki eru allir sáttir við það eins og sjá má á a.m.k. 2 auglýsingaherferðum síðustu ár, að ógleymdum öllum "bröndurunum" um aksturshæfni kvenna.
- Velja sér starfsvettvang... en samt eru kynin alin upp á mjög ólíkan hátt sem leiðir til mjög kynbundins vals...
- Nota getnaðarvarnir... já! get tekið undir þetta. Samt skrýtið að ekki skuli vera til pilla fyrir karlmenn...
- Velja sér menntun - sjá svar um starfsvettvang
- Klæða sig að eigin vild... hahaha - kanntu annan betri! hvað ætli séu margir tískuþrælar á Vesturlöndum? Og hvað eru margar konur neyddar úr fötunum ef þær vilja gegna ákveðnum störfum? T.d. ekki sjens að verða Ungfrú Ísland nema vera tilbúin til að spranga fáklædd um... Svo má nú ekki gleyma því að sums staðar er bannað að vera með trúartákn eða mæta í sjónvarpssal með búrku...
- Fara þangað sem þær vilja... en samt fá konur sem vilja ferðast einar á sig ýmsar spurningar um hvort það sé nú óhætt. Blöðin skella því nú líka upp í fyrirsagnir ef konur eru einar á ferð sé þeim nauðgað... eða úti eftir að dimma tekur... spurning um hvort kynin séu jafnfrjáls í þessu...
- Tala við ókunnuga karlmenn... jájá - sjá samt svarið hér fyrir ofan.
- Fara á veitingahús og panta sér drykk, t.d. bjór... já já - sjá samt svar hér fyrir ofan
- Fara út með vinkonum sínum - þó það nú væri.
- Gera það sem þeim sýnist án þess að fá leyfi hjá eiginmanni sínum... Þetta þekkist nú líka hjá múslimum... ásamt mörgu af því sem þú telur upp hér að ofan. Staðan er ekki alls staðar eins meðal múslima, frekar en hér...
Það eru ýmis félagsleg atriði hér á Vesturlöndum sem eru ansi kúgandi. Hverjum hefði t.d. dottið í hug að nú þætti kúl að auglýsa að það væri stórkostlegur galli að konur væru með skoðanir og bílpróf? Fjötrar kvenna á Vesturlöndum einkennast af félagslegum kröfum sem eru fastgreiptar inn í kollinn á okkur öllum, konum og körlum, og birtast á ýmsan hátt. Jafnrétti er langt í frá komið á í okkar heimshluta þó birtingarmyndirnar séu að vissu leyti aðrar. Í múslimalöndunum er krafan að konur séu í fötunum. Hér er krafan að konur fari úr fötunum. Það er stór og mikil pólitík í kringum líkama kvenna - og hún er allt öðruvísi heldur en pólitíkin um líkama karla - sem eiga sína líkama í miklu meira mæli en konur eiga sína.Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.4.2007 kl. 16:08
Trína mín, þú ert markaðsfræðingur og átt að sjá um koma þessum boðskap til Múslímalandanna. Í mörgum múslímalöndum er bara ekki ætlast til að konum vinni úti, þær eiga að vinna heima, fæða mörg börn og sjá um heimilið.
Mér finnst sýn þín á samfélaginu hér á landi vera gamalsdags vera þannig að þú sért stödd á árinu 1947. Stundum held ég að þú hafir fallið í coma fyrir 60 árum og sért nývöknuð upp aftur og sjáir bara heiminn eins og hann var þá hvað varðar samskipti kynjanna. Lýsingar þínar á aðbúnaði kvenna hér á landi á við árin fyrir 1947.
Athugaðu að í múslímalöndunum er gerð krafa til að konur hylji allan líkamann í burkha og þær eigi helst ekki að sjást.
Finnst þér ekkert óréttlátt hvað gert er mikið grín að karlmönnum í auglýsingum. Þar eru þeir sýndir sem kjánalegir og afkáralegir bjánar. Mér finnst þetta bera vott um misrétti og fordóma gagnvart karlmönnum. Hvað ætli þið femínistar segðu ef konur væru sýndar á sama hátt í auglýsingum? Eða er það kannski svona sem þið viljið að karlmenn séu?? Það mætti þá halda að það séu konur sem geri þessar auglýsingamyndar.
Örninn (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.