10.4.2007 | 15:38
Hugmynd
Væri til of mikils mælst að menn með ítrekuð brot gegn börnum sætu bara inni?
Bretar gera tilraunir með tilkynningar um barnaníðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 332714
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Stöðvið fjöldamorðin á Gaza
Spurt er
Myndir þú kjósa nýtt kvennaframboð?
Hefurðu lesið stjórnarskrá lýðveldisins Íslands?
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Nei það væri ekki til of mikils mælst. Mér finnst það t.d. sjálfsagt.
Svava frá Strandbergi , 10.4.2007 kl. 15:48
Góð pæling. Mér finnst það nokkuð skammsýn lausn að nágrannarnir viti af kynferðisafbrotamanninnum. Ekki gæti ég setið rólegur ef ég vissi af kynferðisafbrotamanni í næsta húsi (ef ég ætti börn). Kannski er heimurinn bara orðinn svona. Betra að vita af vandamálinu fyrst það er ekki hægt að leysa það.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 17:12
Held að við ættum að íhuga hvernig þetta vill verða í refsiglöðum samfélögum þar sem fólk ætlar að taka "hart" á svona málum. Heitir hann ekki Aron Pálmi Íslenski strákurinn í Texas? Fólk getur svosem alveg haft þá skoðun að þeir sem fremja svona glæpi eigi að dæma í ævilangt fangelsi en athyglisvert þætti mér að sjá þann lagatexta sem þú myndir leggja til Katrín. Einnig er það víða þannig að þeir sem eru með dóm á bakinu eins og hann Aron þurfa að tilkynna sig til lögreglu og jafnvel fyrir nágrönnum sem dæmdir barnaníðingar.
Arnar
Arnar (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 21:15
Arnar - þú tókst eftir orðinu ítrekuð, er það ekki?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 10.4.2007 kl. 22:11
Hagsmunir hverja eru í fyrirrúmi þegar barnaníðingar ganga lausir ? eiga þeir ekki bara vera inná stofnun svo þeir meiði ekki börnin okkar. Hvor á að njóta vafans ?? barnaníðingurinn eða barnið
Skafti Elíasson, 10.4.2007 kl. 22:58
Er svo sammála Skafta hér að ofan, og nei Katrín, það er sko ekki til of mikils mælst. Íslenskt dómskerfi leyfir hinsvegar víst ekki þannig refsingar, því miður.
Laufey Ólafsdóttir, 11.4.2007 kl. 00:29
Já. Legg til þess að við gerum fangabúðir uppi á hálendinu. Setjum þá niður litlar kistur; svæfum þá og höfum þá sofandi þar til þeir drepast. Það er held ég mannúðlegasta leiðin. Við þurfum ekki einusinni að drepa þá, því þeir gera það sjálfir hvort eð er á endanum:)
Fantur (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 02:47
Ég tók eftir því að þú notaðir ítrekuð. Breytir því ekki að mér finnst oft að fólk sem skrifa um kynferðisafbrot og hvernig dæma skuli í þeim málum ekki alveg átta sig á því að það er verið að tala fyrir því að taka upp kerfi að Bandarískri fyrirmynd. Ég er fyrir mitt leiti ekki hrifinn af því. Held að við ættum frekar að horfa til Skandinavíu. Sá í skýrslu sem ég las á netinu (finn ekki linkinn núna) að um leið og refsingar eru hertar mikið í kynferðisafbrotamálum (ala USA) þá auki það líkurnar á að glæpamaðurinn drepi fórnarlambið.
Arnar (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 06:52
Alveg sammála að svona menn eigi að loka inn til æviloka.
Reyndar finnst mér almennt að fólk sem er ítrekað að fremja ofbeldisglæpi eigi að loka inni til lengri tíma - jafnvel til æviloka.
Við fyrsta alvarlega brot ætti fólk að sæta rafrænu eftirliti eftir að hafa setið af fangelsisdóm.
Kominn tími til að stjórnvöld reisi stór fangelsi og almennilegar réttargeðdeildir svo að hægt sé að taka hættulegt fólk endanlega úr umferð.
Ra (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 11:22
Við beitingu refsiramma upp á lífstíðarfangelsi vakna margar spurningar og myndi óheft beiting sennilegast hafa í för með sér skelfilegar afleiðingar ef málið er ekki hugsað til enda. Hvernig myndum við skilgreina ítrekuð brot? Hvar á að draga mörkin á milli fjölda brota og tíðni þeirra? Hvar eigum við að draga mörkin varðandi batahorfur veiks einstaklings sem er haldinn barnagirnd? Fyrir hverskonar tiltekin brot á að hafa refsirammann svona háan?
Hugsanlega mætti vista menn á þar til gerðum stofnunum eftir fangelsisrefsingu (eftir sérfræðimeðferð í fangelsi) og fylgjast svo með þeim með rafrænu eftirlitskerfi. Hljómar ágætis lausn.
Það þýðir ekki að vera með svona upphrópanir og tala um annað veikt fólk eins og einhver dýr! Hér í athugasemdunum er lögð til dauðarefsing og enginn svo mikið sem hreyfir andmælum við? Hvað varð um mannréttindakafla stjórnarskrárinnar og að allir njóti jafnra mannréttinda jafnvel þó þeir séu sakborningar í refsimáli! Já... einmitt... drepum bara veika fólkið eða hendum því í fúlan pytt og hendum lyklinum! Þó þessi brot séu virkilega ógeðsleg og snerti taugar okkar þá megum við ekki gleyma því að allir í jöfnunni eru manneskjur, bæði gerendur og brotaþolar jafnt sem dómarar og að við búum í réttarríki!
Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 22:50
Stjórnarskráin kveður á um að hér megi aldrei innleiða dauðarefsingu - og fínt að halda því bara þannig!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 17.4.2007 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.