Af hverju eru kynin bara tvö?

Hvar er umræðan stödd um fólk sem fæðist í líkama af röngu kyni? Germain Greer talaði aðeins um þetta á Bifrastarráðstefnunni í fyrra. Hún var alfarið á móti því að karlar sem létu breyta sér í konu fengju lagalega stöðu sem konur. Ein helsta ástæðan sem hún nefndi var að slík kona, sem einu sinni var maður, gæti þá keppt á Ólympíuleikum sem kona... en samt með líkamsbyggingu karlmanns, sem er vöðvastæltari en hjá konum. Germain Greer komst reyndar aldrei svo langt í umræðunni að leggja til aðrar lausnir og ég í sjálfu sér hef ekki stórar áhyggjur af því að kynskiptingar sækist eftir að keppa á Ólympíuleikum í stórum stíl... 

Hins vegar finnst mér vert að ræða hvort að fólk sem fæðist í röngu kyni eigi að þurfa að gangast undir sársaukafullar skurðaðgerir og massívar hormónameðferðir til að ná sátt á milli líkama og sálar. Er það eina leiðin eða væri kannski leið að fjölga kynjunum þannig að gert sé ráð fyrir margbreytilegu samfélagi en ekki bara körlum og konum sem voru svo heppin að fæðast í "réttum" líkömum? Hvað segja hinseginfræðingarnir í þessu?


mbl.is Skipti um kynferði án kynskiptiaðgerðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá Katrín Anna þessi pistill er "heavy" svona strax eftir páska.  Ég verð nú að vera sammála þér í því að ég hef ekki stórar áhyggjur af þessu með kynskiptinga og Olympíuleikana!  Geggjaðar pælingar.  Germain ennþá róttæk kerlan og ég hefði haft gaman að því að hlusta á hana.

Takk fyrir pistil.  Hvað finnst þér um kosningarétt barna?  Ég er heit fyrir málefninu

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2007 kl. 13:27

2 identicon

já, ég varð einhvernvegin heitari fyrir því að svar kommentinu hérna fyrir ofan frekar en færslunni þinni. en byrjum bara á færslunni.

3 kynið þá sem þú veltir þér fyrir, en er ekki ástæðan fyrir 2 kynjum sú að við höfum svokallaðar "kenndir" gagnvart hinu kyninu, ég er karlmaður og hef "kenndir" gagnvart kvennfólki, og svo v. verca. er þetta þá ekki frekar einhverskonar fordómar hjá þér gagnvart konum sem finnst þær vera karlmenn og svo hinssegin? búa bara til nýtt kyn fyrir þetta fólk? eigum við þá ekki bara að búa til nýjan flokk fyrir fólk sem hefur "kenndir" gagnvart dýrum? bara svona hugleiðing fyrir þig.

en nú verð ég að taka fyrir kommentið hennar Jennýar fyrir ofan. kosningarrétt barna?! hafa börn þá sjálfstæðu og gagnrýnu hugsun til þess að kjósa í t.d Alþingiskosningum? ég gæti alveg ýmindað mér að það sé nú nóg af fólki nú þegar sem kýs Samfylkingunna sem er að éta sand daginn út og inn, en börn myndu aldrei kjósaneitt annað en það sem foreldrar þeirra segðu þeim að kjósa, ekki satt?

held að við getum gert þær lágmarkskröfur til kosningarbærra manna, að það hafi, eða eigi að hafa þroskann til þess að hafa sjálfstæða hugsun, segji kannski ekki gagnrýna hugsun, því hana hafa fæstir.

Leifur (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 14:24

3 identicon

Set nú kannski ekki stórt spurningamerki við færsluna, efast um að höfundur hennar hafi uppi alvöru hugmyndir með fleiri kyn, heldur einungis að vekja fólk til umhugsunar.

Til þess að koma með mitt álit þá held ég að fornsagan sé of sterk til þess að fara að breyta einhverju núna. Allt síðan mennirnir urðu til eins og þeir eru í dag hafa bara verið tvö kyn, karl og kona. Ég hugsa að einhver breyting þar á myndi skapa enn stærra vandamál heldur en það vandamál sem fólk í röngum líkama glímir við.

Hvað varðar svörin hér að ofan þá er ég mótfallinn kosningarétti barna. Sjálfur er ég orðinn tvítugur og veit ekki hvað ég á að kjósa, efast um að ákvörðunin væri eitthvað auðveldari ef ég væri fimm ára.

Mér finnst þú, Leifur, svara færslunni og svari Jennýar á mjög leiðinlegan hátt. Farðu nú að horfa á Rescue me og fáðu þér einn kaldann.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 14:41

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Leifur - þetta snýst nú reyndar ekki um af hverjum fólk verður ástfangið af eða til hverra það hefur kenndir. Ég er ekki að tala um homma og lesbíur í innlegginu heldur fólk sem upplifir misræmi á milli líkama og sjálfs, t.d. konu sem fæðist í karlmannslíkama og öfugt. Fólk sem er í slíkri stöðu gengst stundum undir kynskiptiaðgerðir - og spurningin sem ég er að velta upp er - er það eina lausnin eða eru til aðrar lausnir? Mér finnst það verðugt umræðuefni... og margir möguleikar í stöðunni. Skv fréttinni í Mogganum fékk t.d. viðkomandi manneskja að skilgreina sig í kyni sem var ekki í samræmi við líkamlegt kyn - svona svipað eins og þú værir lagalega skilgreindur sem kona þrátt fyrir að vera í karlmannslíkama. 

Jenný - er ekki alveg búin að gera upp við mig þetta með kosningarétt barna.... þarf að hugsa það aðeins betur.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 10.4.2007 kl. 14:46

5 identicon

Um kosningarétt barna.Væri það ekki óréttlátt gagnvart börnunum að fara inn í kerfi hannað af fullorðnum fyrir fullorðna?

Marfló (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 18:31

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Konum sem finnst að guð hafi gleymt einu litlu smáatriði einhverstaðar í framleiðsluferlinu fá alla mína samúð.  Guð gleymdi mörgu bæði stóru og smáu þegar hann var að búa mig til.  Þannig að ég get vel sett mig í spor þessara ólánsömu einstaklinga.

Svo getum við vonandi öll verið sammála um að kynskiptingar fái sína Ólympíuleika. 

Björn Heiðdal, 10.4.2007 kl. 20:16

7 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ég hélt satt best að segja að engin héldi í dag að kynin væru bara tvö. Mér reiknast til að þau séu a.m.k. tíu:

 Karl til sálar og líkama.Kona til sálar og líkama.Karl til sálar en kona til líkama.Karl til líkama en kona til sálar.Karl & kona til sálar og líkama. Karl til líkama en hvorki karl né kona til sálar.Kona til líkama en hvorki karl né kona til sálar.Karl & kona til líkama en karl til sálar.Karl & kona til sálar en kona til líkama.Karl & kona til sálar en karl til líkama. p.s. Með “sál” á ég hér við það sem kallast á sænsku “identitet” þ.e. hvernig maður skilgreinir sig sjálfur og þá ekki endilega útfrá kynhvöt. Þetta er því auðvita alls ekki tæmandi kynjaupptalning.

Þeir sem fæðast með ytri og innri kynfæri beggja kynja eru “karl & kona til líkama” samkvæmt þessari takmörkuðu upptalningu. Hinsvegar flækist málið verulega þegar við blöndum genum inní skilgreininguna. Sem sagt að minsta kosti 10!

Ásgeir Rúnar Helgason, 10.4.2007 kl. 23:15

8 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Ég reikna með að kynið verði kallað hvorukyn og fjallað um einstakling af því kyni sem "það".

Þetta er reyndar fáránleg hugmynd. Skráning á kyni hjá yfirvöldum er lagalegt fyrirbæri og fjarstæða að segja við fólk sem farið hefur í kynskiptiaðgerð að það eigi að flokkast sem "það". Þó ég sé (oftast) mikill aðdáandi Germain Greer þá er hún úti á túni eins í þessu máli. Þetta ólympíuleikadæmi er fáránlegt, halda menn virkilega að einhverjir færu í kynskiptingsaðgerð bara til að vinna gull á leikunum.

Að lokum að gefnu tilefni (þar sem margir femínistar sækja þessa síðu), þá vil ég vara við "grínurunum" á bleiku eldingunni. Eins og margir hafa fattað, þá eru augljóslega ekki "háskólamenntaðar konur" bak við þessa síðu, heldur líklega um 25 ára stuttbuxar. Greyin fóru af límingunum þegar ég afhjúpaði þá með kommenti og bönnuðu mig af síðunni.  Þeir skamma mig svo fyrir að vera leiðinlegur vegna þess að ég kom upp um þá (ólíkt þeim þá fjarlægði ég ekki kommentið frá þeim enda ritskoða ég ekki síðuna mína). Ég hef nú oftast gaman af bröndurum og brandaraköllum, en ég verð að segja að mér leiðist ef menn kunna ekki að taka því að gert sé grín af þeim á móti. Markmiðið virðist vera pólitískt, þeir ætla að sjá hversu mörgum þeim tekst að plata (og hversu margir setja upp plakörtin sem þeir hönnuðu) og "afhjúpa" síðan brandarann rétt fyrir kosningar.

Guðmundur Auðunsson, 11.4.2007 kl. 09:41

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Guðmundur - já það er akkúrat þetta lagalega fyrirbæri = 2 kyn sem ég er að setja spurningarmerki við.... Germain Greer var held ég ekkert að fara fram á flokkun sem "það" heldur aðeins að karlar sem hafa látið breyta sér í konur fái ekki lagalegan stimpil sem konur með öllum þeim réttindum sem því fylgja. Hún var heldur ekki að tala um að einhver færi í kynskiptaðgerð til að fá að taka þátt í Ólympíuleikunum heldur út frá því hvað gerist ef einhver sem hefur farið í kynskiptiaðgerð og fengið lagalegan statust sem kona vill keppa á Ólympíuleikunum - þá væri sá hinn sami að keppa við konur sem hefðu fæðst í líkömum kvenna en ekki verið karlar áður. Þetta er alveg raunhæft dæmi sem gæti komið upp... og ekki jafnréttisgrundvöllur til keppni... en kannski heldur ekki grundvöllur til að neita fólki um að kalla sig konur...

Sjáum svo hvað setur með Bleiku eldinguna... ég er allavega ekki búin að frétta hvaða hópur stendur á bakvið síðuna.... Sem er nú auðvitað bara dúbíus út af fyrir sig! (endilega látið mig vita Bleika elding... )

Eyja: jammmmm er það ekki bara málið, minnka vægi kyns í sjálfsmyndinni?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.4.2007 kl. 19:26

10 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Eyja Margrét!

Jú, það var einmitt það sem ég var að reyna að segja með því að sýna framá hvað málið er flókið. Ég gerði rannsókn á kynlífi eldri svía í tengslum við PhD ritgerðina mína á sínum tíma og var þá á kafi í þesum pælingum - Þetta er ekkert einfalt mál. Á þeim tíma var ég að vinna með frábærri konu frá RFSU í Svíþjóð sem var að vinna í þessum - hvað er kyn?- málum. Í sambandi við það unnum við upp - gender identy matrix - sem varð svo flókin að við lögðum projektið niður.

Samt mjög gaman - tek kannski upp þráðinn seinna ef ég fæ einhvern áhugasaman doktorsnema í verkefnið.

Sáli i Sverige

Ásgeir Rúnar Helgason, 12.4.2007 kl. 17:32

11 identicon

Gekk þetta bara ekki af Bleiku Eldingunni dauðri - n.k. Bleika geldingin. Takk nafni fyrir "leiðinlegheitin".

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 18:29

12 identicon

tpdy drfpglmnh vlyca imsh gchpm ycld iyrhsaj

iqdu acjdx (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 03:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.6.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband