Kosningaumræðan byrjuð!

Horfði á fyrsta kosningaþáttinn á RUV áðan þar sem formenn allra stjórnmálaflokkanna mættu á svæðið. Jóhanna og Sigmar stýrðu umræðum og stóðu sig bara vel. Fínt að sjá bæði kyn þar... hugsa meira að segja að það sé kynjakvóti í gangi! 

Formennirnir voru öllu einsleitari hópur. Minntu mig á plakatið hjá Sóley. Þar voru reyndar öllu fleiri karlar - en bara ein kona, rétt eins og í formannahópnum. Eins og alltaf þegar um stjórnmál er að ræða þarf að skoða litinn á bindunum hjá körlunum. Þau eru aðalmálið! Jón Sigurðsson var með grænt bindi, eins og Framsókn. Frjálslyndir og Sjálfstæðisflokkurinn nota bláan lit og Geir og Guðjón báðir með blátt bindi. Ómar líka... enda er blátt litur trausts. Blái liturinn í merki Íslandshreyfingarinar stendur fyrir atvinnulífið, ef ég man rétt. Steingrímur skar sig úr í brúnu... traustur og róandi jarðlitur - en með grænt VG merki. Ingibjörg var í hvítu, og svei mér þá ef hún var bara ekki langglæsilegust!!! (Varð að setja þetta síðasta með til að vera í stíl við alla umræðu um stjórnmálakonur... ég er svo mikil hópsál!). 

Anyways. Ingibjörg er augljóslega eina konan sem kemur til greina sem forsætiráðherra. Hún yrði þá fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann - sem mér finnst, by the way, alveg kominn tími á, enda er árið 2007 runnið upp! Ég var hins vegar hissa á að þetta bar ekki á góma í þættinum, frekar en jafnréttismálin yfirhöfuð. Mér finnst algjört must að jafnréttismálin séu kosningamál...

Umræðan hófst á niðurstöðu skoðanakönnunar á hversu mikilla vinsælda flokksformennirnir njóta og þar er Ingibjörg í efsta sæti yfir óvinsæla formenn. Jæja kemur það á óvart? Nei, reyndar ekki. Ingibjörg á að baki farsælan og glæsilegan feril sem borgarstjóri og hefur sýnt og sannað að hún býr yfir miklum leiðtogahæfileikum. Eftir að hún færði sig yfir í landsmálin og varð formaður Samfylkingarinnar hefur umræðan gegn henni heldur betur snúist. Skyldi það vera vegna þess að hún er farin að verða körlunum veruleg ógn? Ég held það, svei mér þá bara. 

ps. lýsi því yfir - enn og aftur - að ég er þverpólitísk og áskil mér rétt til að hrósa og gagnrýna alla flokka... hlakka til fjörugra umræðna fyrir kosningar Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, þetta var tilkomumikil tískusýning.

Jóhannes Ragnarsson, 10.4.2007 kl. 00:20

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ingibjörg er hörkukona og Steingrímur hörkukarl.  Var ánægð með þau bæði.  Mér fannst eins og þér að jafnréttismálin lýstu með fjarveru sinni.  Takk fyrir pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2007 kl. 00:38

3 Smámynd: Jónbjörg Þórsdóttir

Þar sem þú er nú jafnréttindiskona og ekki pólitísk en með skoðanir

hvað með rassana á fótboltagæunum! í auglýsingunni.

Hefur þú unnið með útlendingum og þurft að gæta þeirra hagsmuna eins og þinna gagnvart vinnuveitanda?

kv

Jónbjörg Þórsdóttir, 10.4.2007 kl. 01:01

4 identicon

Já, alveg nauðsynlegt að Ingibjörg verði næsti forsætisráðherra, af því að hún er kona..... eða bíddu kannski ættum við að velja þetta eftir öðrum leiðum, eins og t.d. stefnu flokka, stjórnunarhæfileika, reynslu og menntun allra frambjóðenda hvers flokks (jú þeir verða "framkvæmdastjórar Íslands" næstu fjögur árin). EN að öllu gamni slepptu þá styð ég heilshugar jafnrétti, en mun EKKI láta það hafa áhrif á hverja ég vel til að stjórna "fyrirtækinu" Íslandi næstu fjögur árin. p.s. væri flott ef Geir væri kona, þá fengjum allt í einum pakka :)

Gylfi (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 08:45

5 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Tókstu eftir merkinu hjá Steingrími? Grænt og hvítt...ekki grænt og rautt.  Er verið að reyna að losa sig við tengslin við verkalýðinn?

Eygló Þóra Harðardóttir, 10.4.2007 kl. 09:00

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Gylfi: gaman að þú skulir nefna þetta með menntun og reynslu... Ingibjörg er einmitt eini formaðurinn sem er með menntun á þessu sviði, auk þess sem er með 12 ára reynslu sem borgarstjóri. Þú færð ekki öllu flottari prófíl en það... sem sagt - spurning hvort það sé ekki bara einmitt jafnréttið sem er að þvælast fyrir í valinu á hver væri hæfasti forsætisráðherrann, eða réttara sagt - misréttið?

Jónbjörg: Ertu að tala um betson auglýsingarnar? Að mínu mati eru þær allar kolóleglegar, enda ólöglegt að auglýsa fjárhættuspil hér á landi. Finnst ömurlegt að sjá þær í sjónvarpinu...

Hef ekki þurft að vera í hagsmunabaráttu fyrir útlendinga á vinnustað en hef aðeins komið nálægt þessum málaflokki í gegnum starf Femínistafélagsins.

Eygló: Nei, tók ekki svona vel eftir merkinu hans Steingríms... En sá í endursýningu að bindið hans Ómars var líka með brúnu í... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 10.4.2007 kl. 09:50

7 identicon

Sæl Katrín,

Ég fór að skoða það sem þú sagðir að vera flottan prófíl og fór að skoða formenn flokkana og m.v. reynslu og menntun mundi ég segja að Geir væri sá sem er með hvað bestan prófíl. Bæði hvað varðar menntun og reynslu.

Ég sé ekki hvernig menntun í sagnfræði er  besta menntun fyrir stjórnmálamann. Frekar að vera hagfræði- lögfræði eða stjórnmálafræðimenntaður.

En þetta var bara eitthvað se, ég fór að pæla í. :) 

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 10:26

8 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Ingibjörg er hæfust sem forsætisráðherra af því að hún er búin að sanna að hún er góður stjórnandi og hefur jafnaðarstefnu og jafnréttis hugsjón í fyrirrúmi.  Það er málið.  ekki spillir fyrir að hún er kona en það gerir henni svo sannarlega erfitt fyrir.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 10.4.2007 kl. 10:31

9 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Sæl.

Umræðan um Ingibjörgu hefur ekki snúist af því körlum er ógnað.  Þetta er bara pólitík og ekki blanda kynferði hennar við. Gengur ekki upp.  Held að mönnum standi ekki ógn af henni af því hún er kona heldur ( öflugur, slakur??) leiðtogi stjórnmálaflokks sem var einn af stóru flokkum landsins. 

Það er ekki vegna þess að Ingibjörg er kona að Samfylkingin er í frjálsu falli þessa dagana, það er stefnuleysi og ringulreið innan flokksins sem því veldur.   Mönnum í pólitík stendur ávallt ógnun að þeim sem eru í öðrum flokkum, óháð kynferði.  Það er aumt að kenna því um að "strákunum stafi ógn af stelpunni". Virkilega aumt og dapurt.  Þorgerður K Gunnarsdóttir menntamálaráðherra er hátt sett innan Sjálfstæðisflokksins (á eflaust að mínu mati eftir að leiða Sjálfstæðisflokkinn í framtíðinni), ekki af því hún er kona heldur framúrskarandi stjórnmálamaður. 

Mér finnst sorglegt að sjá sumar konur hvetja kynsystur sínar til þess að kjósa Samfylkinguna eingöngu vegna þess að Ingibjörg er kona og gæti þar af leiðandi orðið forsætisráðherra.  Nú vil ég ekki rægja Ingibjörgu og fyrir mitt leyti gæti ég frekar séð mína menn vinna t.d með henni heldur en Steingrími J.  En að kjósa flokkinn eingöngu vegna kynferðis formannsins er fáránlegt.  Held að Ingibjörg sjálf myndi frekar vilja vera metin af eigin verðleikum og kostum heldur en kynferði. 

Annars var þátturinn í gær ágætur. 

Örvar Þór Kristjánsson, 10.4.2007 kl. 11:23

10 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Örvar - ef þú lest það sem ég skrifaði þá stendur þar hvergi að fólk eigi að kjósa Ingibjörgu bara út af því að hún er kona... stendur reyndar ekki stafkrókur um að kjósa einn né neinn ef út í það er farið

Hins vegar stendur ýmislegt um einmitt hæfileika Ingibjargar... og ég stend föst á því að kynferði Ingibjargar skiptir töluverðu máli. Það er margsannað að kynferði stjórnmálamanna skiptir máli. Bendi t.d. á nýjustu fréttir frá Frakklandi þar sem Frakkar segjast síður vilja konu sem forseta. Það skiptir líka máli að við höfum aldrei átt konu sem forsætisráðherra...  Ég held líka að kynferði ISG skipti töluverðu máli innan flokksins og að sumir karlarnir þar megi taka sig taki og láta kynferði ekki villa sér sýn!

Tek síðan alveg undir það að það að kjósa eingöngu út á kynferði er fáránlegt... en það tíðkast mjög víða eins og sést glöggt á niðurstöðum prófkjara þar sem, t.d. nú síðast, karlar fengu að meðaltali hærri sæti en þeir sóttust eftir og konur fengu lægri sæti en þær sóttust eftir... allavega þar sem þetta var reiknað út.  

Það er sem sagt enginn að tala um að kjósa óhæfar konur eða konur sem hafa ekkert fram að færa. En samfélag þar sem konur eru ekki metnar að verðleikum á það til að kjósa karla umfram konur - óháð hæfni, og það minn kæri er vandamál.

Guðmundur: Varðandi menntun ISG þá hefur hún meira en sagnfræðimenntun. Hún stúderaði líka við London School of Economics.....

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 10.4.2007 kl. 12:01

11 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

ps. Örvar. Vonandi er það rétt hjá þér að Þorgerður Katrín eigi eftir að leiða Sjálfstæðisflokkinn í framtíðinni. Ég er hins vegar nokkuð viss um að það muni ekki gerast án átaka og það verður einmitt mjög forvitnilegt að sjá hvað gerist ef til kemur... Sjálfstæðisflokkurinn er nú ekki beinlínis þekktur fyrir að vilja hafa konur í forystu... tek sem dæmi hvernig Ingu Jónu var skóflað til hliðar í borginni og Björn Bjarna látinn taka yfir. En Sjálfstæðisflokkurinn er núna með konu sem þingflokksformann og sem varaformann flokksins - en líka bara eina konu sem ráðherra... Eina konu sem leiðir lista og afar fáar konur í efstu sætum listanna. Í mínu kjördæmi eru t.d. karlar í sæti 1, 2 og 3. Kona fær að vera í fjórða sæti og karl í því fimmta. Síðan raðast konurnar í næstu sæti þar á eftir - þessi sæti sem ekki verða þingsæti... Nú er spurningin - er kosið eftir kyni í Sjálfstæðisflokknum eða finnst þér flokkurinn bara ómögulegur í að laða til sín hæfar konur?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 10.4.2007 kl. 12:09

12 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Sæl aftur

Þú segir hvergi að Ingibjörgu eigi að kjósa vegna þess að hún sé kona.  Það er rétt, ég bendi bara á að það eru til konur sem vilja að Ingibjörg sé kosin vegna kynferðis, því var ekki beint gegn þér.

Það er sennilega rétt hjá þér að það tíðkist hjá mörgum að kjósa vegna kynferðis, hjá báðum kynjum.  Við Íslendingar áttum fyrsta kvenkyns forsetann og getum þar af leiðandi ekki borið okkur saman við Frakka í því tilfelli ( tel þá aftar en okkur á merinni í jafnréttismálum ).  Auðvitað er það sorglegt þegar menn kjósa fólk vegna kynferðis en ekki getu.  Það á að dæma hvern einstakling útfrá hans verðleikum og hæfni, óháð kyni. 

Mér finnst mikið að hæfu fólki innan Sjálfstæðisflokksins og efast ekki um að Þorgerður eigi eftir að leiða hann.  Ég held að það sé ekki kosið eftir kyni í Sjálfstæðisflokknum.  Tel yfir höfuð mjög hæft fólk á listum flokksins.  Í mínu kjördæmi er kona í baráttusæti, Björg Guðjónsdóttir. Ég var ekki alveg sáttur með röðun listans en verð að lúta niðurstöðunum.  Í kjördæminu voru margar hæfar konur sem tóku þátt í prófkjörinu en komu ekki vel út frekar en t.d sitjandi alþingismenn, tel kyn engu um niðurstöðurnar skipta.  Mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn laða að sér margar mjög hæfar konur og hæft fólk yfir höfuð.  Það er mikil samkeppni eins og prófkjörin hafa sýnt og vissulega hefði hlutur kvenna getað verið betri en tel hópinn samt sem áður ansi sterkan.

Örvar Þór Kristjánsson, 10.4.2007 kl. 12:58

13 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Málið er Örvar að þegar slæm útkoma kvenna í prófkjörum er reglan en ekki undantekningin þá er ansi hæpið að tala um hæfni en ekki kyn

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 10.4.2007 kl. 13:02

14 identicon

Sæl aftur Katrín,

Ef ISG er búin með hagfræðinám við London School of Economics þá er villa í hennar ferli hjá alþingi, sbr:

http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=26

 og

http://sauvignon.tristan.is/radhus.nsf/pages/wpp126.html

Ég fer ekki af því að Geir er með bestan prófíl í starfið. :)

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 15:59

15 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Veit ekki hvað hún var að stúdera þar... held það hafi verið forsætisráðherranám   Hún var í námi fyrir bara stuttu síðan. Set það hingað inn þegar ég er búin að hafa upp á hvað þetta nákvæmlega var... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 10.4.2007 kl. 16:06

16 identicon

Ég er svolítið forvitinn að vita hversu margar konur buðu sig fram til formanns og hversu margir karlmenn buðu sig fram til formanns í sínum flokkum. Mig langar nefninlega að vita hvort hlutfall kvenformanna sé í einhverju samræmi við hversu margar gáfu kost á sér?

Ef einhver er með þá tölfræði á hreinu væri gaman að sjá hana. 

manuel (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 18:41

17 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Siv bauð sig fram í Framsókn en tapaði fyrir Jóni. Man ekki til þess að konur hafi boðið sig fram gegn Steingrími, Geir eða Guðjóni - sem er auðvitað efni í aðra umræðu út af fyrir sig :) 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.4.2007 kl. 19:04

18 identicon

Hlutfallið er þá þannig að helmingur allra kvenna sem býður sig fram til formanns munu verða formenn. Það er ágætis hlutfall. Ég hugsa að jafnvel flestir séu sammála um að framsókn hefði betur kosið Siv.

Í ljósi góðs gengis kvenna í formannskosningum hlýtur vandamálið að vera að konur séu ekki að bjóða sig fram. Það er rót vandans og í henni þarf að vinna til að leysa vandamálið. N.B ég er ekki að segja að vandamálið séu konurnar því eitthvað veldur því að þær bjóði sig ekki fram til formanns.

manuel (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 21:42

19 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Guðmundur: Ingibjörg Sólrún sótti endurmenntun (visiting fellow) við Evrópustofnun London School of Economics. Lagði sérstaka áherslu á Evrópusambandið og hagræna og pólitíska þróun þess... Þetta mætti nú alveg setja inn á alþingisvefinn...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.4.2007 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 332595

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband