Femínískir málshættir

Þegar ég verð orðin ógeðslega rík og komin með páskaeggjaframleiðslu (úr fairtrade súkkulaði) sem tómstundargaman er aldrei að vita nema svona málshættir verði aðaluppistaðan:

Sömu laun fyrir sömu störf

Manneskja ekki markaðsvara

Make love, not porn

Er það kannski kvenmannsverk að verja heiður karlmanna?

Nei þýðir nei

Karlmenn segja nei við nauðgunum

Sannir karlmenn eru femínistar

Kjósum konur

Kyn skiptir máli

Ég hugsa, þess vegna er ég femínisti

Jafnrétti er mannréttindi

Jafnrétti núna!

Það er töff að hafa skoðun. Stelpur hafa skoðun.

Það er ekkert lýðræði án jafnréttis

Á haugana með grútmyglaða afganga feðraveldisins

Það er flott að vera femínisti 

628 ár er of langur tími að bíða eftir launajafnétti

 

ps. höfundar úr ýmsum áttum 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bleika Eldingin

Hvað með að við látum verða af þessu á næsta ári - látum framleiða páskaegg með einhverjum þessara málshátta?

Sérstaklega erum við hrifnar af:

Sannir karlmenn eru femínistar

Kjósum konur

Ég hugsa, þess vegna er ég femínisti

Það er ekkert lýðræði án jafnréttis

Á haugana með grútmyglaða afganga feðraveldisins

628 ár er of langur tími að bíða eftir launajafnétti

 

Bleika Eldingin, 7.4.2007 kl. 14:07

2 identicon

Dísös kræst hvað þú ert glötuð!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Sigrún (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 18:41

3 identicon

Eins gott að páskaeggin verði þá merkt Fairtrate!! Því ekki myndi ég vilja fá svona málshátt í mitt egg.  "Öllu má nú ofgera" !!!

Ágústa (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 19:15

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Sömu laun fyrir sömu störf -> hef setið fyrir, hefði alveg verið til í að fá sömu laun og stelpurnar...

Manneskja ekki markaðsvara -> Þetta er gott, en er það ekki það sem hver á vinnumarkaðinum verður? Markaðsvara?

Make love, not porn -> er það ekki í tjáningarfrelsi fullorðinna einstaklinga?

Er það kannski kvenmannsverk að verja heiður karlmanna? ->Tja... þið hafið nú aðallega verið í því að niðra okkur undanfarið...

Nei þýðir nei ->og já þýðir já... ?

Karlmenn segja nei við nauðgunum ->

Sannir karlmenn eru femínistar -> Nei. Sannir Karlmenn eru rauðhærðir. Er ekki jafn mikið kjaftæði að tala um 'Sanna Karlmenn' og staðlaðar kvenímyndir?

Kjósum konur ->Ef þær eru hæfar. Ekki bara kynsins vegna.

Kyn skiptir máli -> Á ekki að gera það. Það væri jafnrétti í senn.

Ég hugsa, þess vegna er ég femínisti ->Ég hugsa, þessvegna er ég ekki 'isti' heldur sjálfstætt þenkjandi vera.

Jafnrétti er mannréttindi ->Hjartanlega sammála. Tjáningarfrelsi er það líka.

Jafnrétti núna! ->Heyrheyr. JAFN rétti.

Það er töff að hafa skoðun. Stelpur hafa skoðun.-> Ekki allar. Ekki allir karlar heldur. Dapurlegt.

Það er ekkert lýðræði án jafnréttis ->Það er ekkert jafnrétti án lýðræðis heldur. Þú kýst og velur einstaklinginn sem þér lýst vel á, ekki kyn hans, húðlit eða kynhneigð...

Á haugana með grútmyglaða afganga feðraveldisins ->Þetta minnir mig helst á 'Blóð verkamanna smyrja hjól kapítalismans' grútmyglaður staðalfrasi.

Það er flott að vera femínisti  -> Það er aðallega flott að vera þú sjálfur.

628 ár er of langur tími að bíða eftir launajafnétti ->Það væri nú gott ef þið einbeittuð ykkur líka að því að jafna kjör láglaunastétta, sem oftar en ekki eru stéttir með háu hlutfalli kvenna, sem ýta undir launamuninn.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 7.4.2007 kl. 20:59

5 identicon

Hehe, ég myndi heldur kaupa egg sem væru með bannað innan 18 brandara:

Hvað kallar maður gyðing með gaskút ?

Félagsskít

Oddur Eysteinn Friðriksson (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 22:52

6 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Katrín Anna. Af hverju þessa einsýni? Bara um konur og allt fyrir konur. Þessir frasar virka svolítið barnalegir, en maður er svosem orðinn vanur þeim úr ýmsum áttum. Er þetta ekki farið að virka gegn upphaflegum tilgangi sínum að láta svona?

Það var einu sinni maður; rakið gáfumenni sem margir dáðust að. Við hann var gaman að tala. Hinsvegar var sama á hverju umræðurnar byrjuðu. Þær enduðu alltaf á því að þessi elskulegi maður vék talinu að blokkflautum! Alls konar blokkflautum. Menn urðu nú svolítið skrýtnir í framan þegar þeir áttuðu sig á þessu.

Guðmundur Pálsson, 8.4.2007 kl. 01:05

7 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ójá Elísabet! Ótrúlegustu málshættir sem maður fær stundum! Mér finnast þessir ekkert verri! Eins og vanalega eru hér ákaflega gáfulegar athugasemdir. Mér finnst alltaf sniðugt þegar fólk talar um málfrelsi og skammast svo út í það sem aðrir eru að tjá sig í sömu setningunni .

Gleðilega Páska Katrín!

Laufey Ólafsdóttir, 8.4.2007 kl. 05:14

8 identicon

Frábært Katrín.

Yndislegir punktar hjá Maacknum líka. Kjósa á grundvelli kyns - þetta hefur mér alltaf þótt rosalega leiðinlegt að sjá. Veit samt hvað þú meinar Katrín, þú ert skemmtilegt hugsjónamanneskja þótt stundum taki það smá tíma að fatta að þú vilt báðum kynjum vel.

Halli (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 06:13

9 identicon

Vá hvað þetta eru fyndnar athugasemdir. J. Einar Valur hefur greinilega miklar áhyggjur af því að jafnrétti sé í augsýn - hvílík ógn!

Minni samt á slagorðið hennar Betu - föt fara konum vel - það er mikilvægur klassíker!

Súkkulaðikveðjur,

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 11:13

10 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Frábær hugmynd - nátttröllin sem brjálast alltaf yfir hugmyndum um viðskiptaval geta bara keypt sér venjuleg páskaegg. Ég myndi kaupa páskaegg með svona boðskap, ég hef ekkert við fleiri grömm af súkkulaði að gera en það er alltaf gaman að góðum málsháttum. Því miður eru þeir nú ekkert aðalatriði hjá framleiðendum, prentaðir á litla, ljóta miða jafnvel með villum og ambögum!!! Svo ef einhver býður mér vöru sem hittir í mark þá er það sko velkomið!

Guðrún Helgadóttir, 8.4.2007 kl. 12:21

11 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hef ég áhyggjur að því? Nei Sóley, þess væri óskandi að jafnrétti væri í aðsigi, en fólk sem er of upptekið af því að álíta sig einn stimpil eða annan kemur í veg fyrir að þetta gerist í bráð.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 8.4.2007 kl. 12:35

12 identicon

Ég hefði gjarnan vilja fá ,,Föt fara konum vel" í stað ,,Þunnt er móður eyrað" eins og ég fékk !

kv Marín

Marín Þórs (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 12:36

13 identicon

Það vantar dálítið hnyttni í þessa málshætti þó svo að boðskapur þeirra sé góður. En ég má til með að deila með þér málsháttinn sem ég fékk:

Það er betra að róa en að láta undan.

Vitaskuld má skilja þetta á ýmsa vegu og í margs konar samhengi, en ég kýs að líta á þetta sem femínískan málshátt.

hee (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 20:05

14 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Svakalega er ég hissa á því hvað þessi hugmynd leggst illa í marga, hugmynd sem mér finnst bara bráðskemmtileg. Ég myndi hiklaust kaupa egg með femínískum málsháttum. 

erlahlyns.blogspot.com, 8.4.2007 kl. 20:40

15 Smámynd: Björn Heiðdal

Konur er konum verstar.

Allt er vænt sem vel er grænt

Engin kona verður óbarin húsfrú

Allir karlar eru drullusokkar

Ég borða mikið,  þess vegna er ég svona feitur

Make porn, not war

Staða konunnar er bakvið eldavélina

Ef þú færð ekki sætustu stelpuna verður maður að notast við aðra sem gerir sama gagn

Karlar eru körlum verstir

Björn Heiðdal, 9.4.2007 kl. 12:01

16 Smámynd: Álfhóll

Elsku Kata mín.

Góð eins og alltaf. Rifjast upp fyrir mér við lestur athugasemda eins og þessara hvers vegna þörf er á feminisma.

Bestu kv.

Guðrún

Álfhóll, 9.4.2007 kl. 19:17

17 identicon

"Ég er ekki femínisti en..." mætti líka alveg koma upp í mínu páskaeggi, bara til að minna konu á. Annars greinilegt að fólk hefur átt gleðilega og innihaldsríka páska...

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 21:20

18 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já það eru greinilega nokkrir sem hafa gleymst... Hér eru 2 til viðbótar við þá sem búið er að benda á í athugasemdum:

Ég er jafnréttissinni en...

Baráttan borgar sig

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 10.4.2007 kl. 00:05

19 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Guðlaugur þú gleymdir þessum:

Konurnar á bakvið eldavélina


 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 10.4.2007 kl. 00:48

20 identicon

Ekkert af upphaflegu tillögunum er málsháttur. Eintóm slagorð. Úff. Líka í páskaeggin?

Magnús (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband