Gleðilega páska

Gleðilega páska! Wizard Vona að þið borðið ekki yfir ykkur af páskaeggjum... Ég veit nú ekki alveg hvað ég á eftir að blogga mikið um páskana en hér er uppskrift að því sem ég borðaði í gær! Rosagott Smile

 
*************************
Kjúklingur hershöfðingjans Tso

Okkar útgáfa... kannski ekki eins hershöfðingjaleg en svo sannarlega minna maus og aðeins hollari, allavega ekki djúpsteikt!

4-6 kjúklingabringur - skornar í litla bita og marineraðar í teriyaki- eða soja sósu í hálftíma

Sósa
1 bolli sykur
1/2 bolli sojasósa
1 tsk sesamolía
1/2 bolli hvítvín
1/2 bolli appelsínusafi (má vera aðeins meira)
1/2 bolli maízenamjöl
3 hvítlauksrif
2 msk rifinn engifer (ferskur)
1 rauður chilipipar
***
2 bollar vorlaukur

Öllu blandað saman nema vorlauknum. Kjúklingurinn settur í eldfast mót. Sósunni hellt yfir og bakað í ofni við 200°C í 35-40 mínútur. Vorlaukurinn settur út í þegar 10-15 mínútur eru eftir af tímanum.

Gott að bera fram með mangósalsa og hrísgrjónum. 

*** 

Mangósalsa

Mangó
Ferskjur
Rauðlaukur
Döðlur
Safi úr einni sítrónu

Magnó, ferskjur, rauðlakur og döðlur saxað smátt og blandað saman. Sítrónusafa hellt yfir. Má salta og pipra smá ef vill. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Namminamm KA, mínus sykur en kona er sykursjúk.  Skelli hunangi í staðinn.  Æðislega girnilegt.  Takk og gleðilega páska.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2007 kl. 15:50

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ætlarðu að láta einhvern borða allan þennan sykur?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 6.4.2007 kl. 15:56

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Æ... það eru páskar og þetta er mikil sósa og ég nota hrásykur og og og... ! Nei, nú er ég hætt að afsaka mig en lýsi því yfir að ég mun hvorki pína fólk til að elda réttinn eða borða hann!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.4.2007 kl. 17:04

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

No comment

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 7.4.2007 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband