Hetjur

Mér leist nú ekki alveg á blikuna þegar ég labbaði inn á Thorvaldsen rétt fyrir kl. 8 í gærkvöldi og sá að heil hljómsveit var í óða önn að planta sér fyrir framan dyrnar að Bertelstofu. "Er verið að undirbúa tónleika?" spurði ég. "Já þeir byrja kl. 9" var svarið. Hittið okkar var á milli 8 - 10. Gasp Sem betur fer reddaðist þetta með hljómleikina og þau byrjuðu ekki með nein alvöru læti fyrr en klukkan var 5 mínútur í 10. Þá vorum við búin að ná góðum fundi og allt í lagi að hætta. 

Rúna byrjaði fundinn með því að tala um hlutina í víðu samhengi. Tala um klámið, vændið, mansalið. Hvað er að gerast og hvernig þetta hangir allt saman. Hvaða viðbrögð hafa komið upp á yfirborðið og hvernig við getum beitt okkur í baráttunni. Meðal þess sem hún nefndi var að í nágrannalöndum okkar er aðaláherslan á erlendar konur sem neyddar eru í vændi og á meðan dettur baráttan niður fyrir innlendu konurnar. Rúna er alltaf með puttan á púlsinum og það er svo hvetjandi að hlusta á hana. Þegar hún var búin tók Eva til máls. Eva þekkir lífið á götunni af eigin raun. Hún var heimilislaus í yfir áratug, frá 13 ára aldri. Lífið á götunni er ekkert sældarlíf. Það einkennist af ofbeldi, þ.m.t. nauðgunum og vændi. Úrræðin eru afar fá og heimilislausar konur mæta öðru viðmóti í kerfinu heldur en "venjulegar" konur. Vændið sem konurnar eru í er ekki af fúsum og frjálsum vilja. Þær eru neyddar í vændi og eiga von á miklu og grófu ofbeldi ef þær ekki samþykkja það. Það er ekki að ástæðulausu að Eva berst fyrir konurnar sínar og vill hjálpa þeim út úr þessum aðstæðum. Þetta eru konur sem búið er að brjóta niður á alla verstu mögulegu máta. 

Ég er búin að mæta á flest öll Hitt Femínistafélagsins frá upphafi. Hef aðeins misst af örfáum. Í fyrsta skipti í gær langaði mig til að gráta. Mig langar til að búa í betra samfélagi og ég skil ekki af hverju ekki eru betri úrræði fyrir hendi. Hvað kemur í veg fyrir að Konukot sé opið allan sólarhringinn? Af hverju fá heimilislausu konurnar ekki að hafa meira um það að segja hvernig úrræði þurfa að vera til staðar fyrir þær?

Verkefnið framundan verður að reyna að samræma þetta allt saman. Við þurfum að berjast fyrir úrræðum á götunni sjálfri, bjóða okkur fram í sjálfboðavinnu til að reyna að bæta stöðuna, berjast á opinberum vettvangi, halda umræðunni lifandi... Af nógu er að taka, svo mikið er víst.

Mig langar að þakka hetjunum tveim, Rúnu og Evu, fyrir frábært Hitt í gær. Líka öllum sem mættu og fyrir umræðurnar á eftir. Ég fór heim með betri þekkingu á aðstæðum og stöðunni og veit að sama á við um fleiri. Takk enn og aftur fyrir að deila með okkur ykkar reynslu og þekkingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

ps. Sé að Sóley er búin að blogga um þetta líka. Endilega lesið hennar færslu... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 4.4.2007 kl. 12:10

2 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Já þetta var góð og þörf umræða í gær.  Góður hittingur!!

Thelma Ásdísardóttir, 4.4.2007 kl. 14:07

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takki fyrir að deila þessu með okkur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2007 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 332714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband