Eru karlar körlum verstir?!

Er þetta ekki skýrt dæmi um það að karlar eru körlum verstir...??? Wink 

Bara má til með að kynna þetta orðatiltæki til sögunnar svo hægt sé að flagga því í hvert skipti sem tveir eða fleiri karlmenn deila...  Devil Tek skýrt fram að mér finnst þetta tiltekna orðatiltæki fádæma vitlaust - nær næstum með tærnar þar sem kvenkyns útgáfan er með hælana! 

ps. Tek fram að ég geri þetta auðvitað af eintómri illkvittni... Halo


mbl.is Segja Pálma eiga persónulegan þátt í rekstrarerfiðleikum IE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elskið alla menn kvað mannsins sonur
en mönnum þótti krafan nokkuð stór.
- Þá sagði fjandinn: Elskið allar konur.
Og allir hlýddu. - Síðan fór sem fór.
                                                       Einar Sveinn

sigfús (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 19:57

2 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

52. passíusálmur...

Eftir að þetta allt var skeð

einn pilsner Kristur taka réð,

í sig sturtaði ört með sann,

er það Tuborg spurði hann.

Gleðilega Páska með bros á vör.

Pétur Þór Jónsson, 2.4.2007 kl. 20:27

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Fyrirsögnin þín er fyndin því að þetta heyrist aldrei. Þetta er álíka klikkað og Konur eru konum verstar, setning sem ég þoli ekki! Oft er reynt að kljúfa hópa með því skapa að ósamstöðu ... og þessar setningar eru mjög vel til þess fallnar.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.4.2007 kl. 20:51

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Akkúrat... Þess vegna er ég líka með þessa fínu skoðanakönnun til hægri... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.4.2007 kl. 22:11

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Hver fann upp á þessum orðatiltækjum, hlýtur bara að hafa verið karl eða kona.

Björn Heiðdal, 2.4.2007 kl. 23:10

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já og einhver sem er löngu dauð(ur) þar að auki! 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.4.2007 kl. 23:25

7 identicon

Af hverju er skoðanakönnunin þín bundin við að karlar megi segja um konur og öfugt? Þú verður að sætta þig við það að flestir þeir einstaklingar sem nota orðatiltækið "konur eru konum verstar" eru einmitt kynsystur þínar. Ég hef sjaldnast heyrt þetta koma úr munni karlmanns, okkur er yfirleitt alveg sama hvað þið eruð að bauka ykkar í milli.

Heimir (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 23:59

8 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Tilefnið var að þessi orð voru látin falla af kynbróður þínum hér í kommenti... Spurning hvort þú hafir eitthvað til að bakka upp þessa tilfinningu um að það séu aðallega konur sem noti þetta??? Eða er þetta bara þín tilfinning? Það voru þrusu umræður um þetta hér nokkrum færslum fyrir neðan. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.4.2007 kl. 00:07

9 identicon

Jæja Kata mín, ertu byrjuð á þessu aftur.  Þetta hefur greinilega ólgað í þér síðan hérna um daginn þegar ég varpaði fram spurningunni; "eru bara ekki konur konum verstar?" og þú og þínar bloggvinkonur umpóluðust út af þessu.

Það væri hinsvegar ágætt ef þú gætir komið með dæmi um þetta sem þú hefur sem yfirskrift fyrir þessa færslu. 

Það eru vissulega til dæmi um þetta hvað varðar bæði kynin þó svo að þú og kvenfrelsisvinkonar þínar viðurkenni ekki að þetta eigi við konur.  Þær konur sem bregðast öðrum konum eru nefndar tíkur eða tæfur, en þær karlar sem bregðast öðrum körlum eru hinsvegar nefndir mörgum og ýmsum ónefnum sem ég ætla ekki að hafa eftir sökum siðsemi hér á Páskaföstunni.  Ég get hinsvegar nefn nokkra slíka karlmenn með nafni og þeir eru vel þekktir, t.d. Adolf nokkur sem bjó í Þýskalandi hér á árum áður, Stalin sem var leiðtogi ríkis sem eitt var til og margir litu á sem fyrirmynd, og nú Donald nokkur Trump er víst ekki blíður við meðbræður sína, (né heldur þær konur sem honum líkar ekki við), og fleiri dæmi er hægt að nefna af þessum brunni......

Örninn (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 09:16

10 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Fólk er fólki verst. Ef ekki væru til illkvittnar manneskjur þá hefðu allir það bara nokkuð gott.

Þóra Guðmundsdóttir, 3.4.2007 kl. 11:15

11 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ha? sumir karlar eru greinilega karla vitlausastir

Þóra Guðmundsdóttir, 3.4.2007 kl. 11:49

12 identicon

Hvað með: Konur eru körlum verstar? Af hverju kemst það ekki í skoðannakönnun? Persónulega finnst mér fólk mega segja það sem það vill.

Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 13:31

13 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Örninn - ég var með dæmi - linkinn á moggafréttina...

Minni svo á reglur um málefnalega umræðu... innleggjum frá fólki sem ekki er viðræðuhæft er oft á tíðum eytt út...

Takk annars fyrir vísurnar

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.4.2007 kl. 13:44

14 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Þetta er greinileg sönnun þess að karlar eru körlum verstir

erlahlyns.blogspot.com, 3.4.2007 kl. 14:30

15 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég held persónulega að margir karlar séu sjálfum sér verstir... oftast án þess að vita af því (ég vísa til margra athugasemda sem við fáum þegar við vogum okkur að tala um feminisma).

Laufey Ólafsdóttir, 3.4.2007 kl. 16:06

16 identicon

Jamm, Trína mín, svona er þetta bara.  Ég hef aldrei borið á móti því að karla geta verið körlum verstir, ég get tekið undir það og svona er business, "það er enginn bróðir í annars leik".  Ólíkt þér og vinkonum þínum í femínista halelúja-grátkórnum viðurkenni ég þetta með kynbræður mína (að þeir geti verið hvorir öðrum verstir) - á meðan þið neitið því að konur geta verið konum verstar.

Þetta dæmi sem þú nefnir er úr viðskiptalífinu sem er harður heimur og oft á tíðum er ófyrirleitni meðalið til að ná árangri.  Viðskiptalífið er engin góðgerðarsamkoma, þvert á móti er barist á banaspjótum þar.  Þetta eigið þið femínistar eftir að kynnast þegar þið komist í ból bjarnar eins og þið viljið svo innilega.  Þá munið þið kynnast allt öðrum verulega en systrarkærleika og vinkonunetverkum.  Þá munið þið fara að plokka augun hver úr annari til að halda völdum og ná árangri.  Og þið munið líka kynnast því að kallt er á toppnum.

Örninn (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 09:46

17 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

...og máli mínu til staðfestingar kom Örninn

Laufey Ólafsdóttir, 4.4.2007 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 332714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband