Húsgögn og lýðræði

Ég mæli ekki með ferð í Ikea beint á eftir ferð í Saltfélagið! Jafnvel þó hið fyrrnefnda henti buddunni betur...! Við afrekuðum sem sagt ferð á báða staði á laugardaginn - og komumst að þeirri niðurstöðu að það væri fínt að geta keypt húsgögn í Saltfélaginu á Ikea verði. En það er víst ekki í boði. Pinch Annars fannst mér gamla Ikea búðin betri... of mikill kliður og læti í þessari búð. Sama stemning og í Kringlunni fyrir mig - hugsa mest um að komast út sem fyrst. Okkur tókst samt að kaupa nýjar sængur og kodda! Smile

Svo er þetta í gangi í hádeginu:

Lýðræði hvað?

Í dag, mánudaginn 19. mars, er annar fundurinn í hádegisfundaröð ReykjavíkurAkademíunnar um lýðræði og samfélag. Erindi Arnþrúðar Ingólfsdóttur:  „Í krafti  margbreytileikans“. Á eftir verða pallborðsumræður um minnihlutahópa og lýðræði.

Í erindi  sínu leggur Arnþrúður út frá kenningum Iris Marion Young um lýðræði  sem snýst um að nýta félagslegan margbreytileika samfélagsins til að  auðga og styrkja lýðræðislega samræðu og ákvarðanatöku, svo lýðræði  geti náð til allra. En hluti af því er að gera fulltrúum  minnihlutahópa kleift að hafa meiri áhrif á lýðræðislegar  ákvarðanatökur.

Að erindi hennar loknu munu Anh-Dao Tran verkefnastjóri Framtíðar í  nýju landi, Sigursteinn R. Másson formaður Öryrkjabandalags Íslands,  Katrín Anna Guðmundsdóttir talskona Feministafélagsins og  Margrét  Margeirsdóttir, formaður félags eldri borgara  í Reykjavík taka þátt  í umræðu og svara spurningum úr sal.

Fundirnir hefjast stundvíslega kl: 12.15 og eru þeir haldnir í  húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar Hringbraut 121 (JL-húsið), 4. hæð.

Að sjálfsögðu er öllum velkomið að mæta með hádegisbitann sinn, taka  þátt í hressandi umræðu og hita sig upp fyrir kosningar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi frekar versla í Saltfélaginu. Veljum íslenskt er það ekki málið, jafnvel þótt þeir kunni eftilvill að hafa vörur þarna inn á milli sem eru útlendar. Svo er nú einn punktur sem mér langar að koma hér að. Eftir að hafa horft á þáttinn "Tilboð sem drepa" í sjónvarpinu í seinustu viku er ég gjörsamlega orðin afhuga því að versla í verslunum eins og Ikea eða Rúmfatalagernum. Í þessum þætti kom t.d. fram að mikið af vefnaðarvörum sem þessar verslanir bjóða okkur ríku og feitu vesturlandabúunum upp á eru framleiddar í Indlandi. Það er svo sem ekkert að því að þær séu framleiddar í Indlandi en það sem mér finnst grátlegt er sú staðreynd að fólkið sem framleiðir þær fær skít og ekki neitt fyrir vinnu sínu og vinnur einnig við mjög slæmar aðstæður ! 

Við neytendur verðum að sporna við svona nútíma þrælahaldi ! Veljum íslenskt og segjum nei við svona óréttlæti !

p.s. ég veit vel að víða er pottur brotinn í þessum málum og fjöldinn allur af fyrirtækjum hefur verið orðaður við að græða á eymd annarra, Ikea og Rúmfatalagerinn eru svo sem ekkert öðruvísi hvað það varðar m.v. mörg önnur fyrirtæki en þau voru þó nefnd í þessum þætti í vikunni sem leið.  

Guðný Ösp Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 10:04

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já - ég missti af þættinum en frétti að Ikea hefði verið nefnt þar eftir að ég var búin að kaupa sængurnar... Það sárvantar vottunarkerfi á allt milli himins og jarðar - um að vörurnar séu framleiddar við mannúðlegar aðstæður og að fólk fái greitt sanngjarnt kaup fyrir sína vinnu. Það er orðið vandræðamál að kaupa súkkulaði, föt (+ allt sem er unnið úr vefnaðarvöru), ýmis matvæli, hluti, húsgögn og ég veit ekki hvað... Ekki nokkur leið að halda utan um þetta... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 19.3.2007 kl. 10:24

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held stelpur að það sé nánast ekki vinnandi vegur að ætla að sneiða hjá vöru sem unnin er af fólki í ánauð.  Ég hef reynt að sneiða hjá vörum sem ég tel hafi verið framleiddar af börnum og konum í þrælkun en skortur á upplýsingum er nánast algjör.  Þetta vottunarkerfi sem þú KA talar um er að sjálfsögðu nauðsynlegt.  Getum við ekki farið fram á svoleiðis?  Það er ömurlegt til þess að vita hluturinn sem þú kemur með heim í pokanum eigi sér sögu um misnotkun á fólki og allskyns hörmungar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 12:12

4 Smámynd: Ester Júlía

Sammála með Ikeabúðina.  Hef farið í þá nýju einu sinni eftir að hún opnaði en fór nánast um hverja helgi í þá gömlu.

Ester Júlía, 19.3.2007 kl. 12:25

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Fair Trade vottunin á að vera nokkuð skotheld... Svo eru örugglega til aðrar vottanir - ég bara þekki þær ekki. Svo getur auðvitað verið hægara sagt en gert að hafa upp á Fair Trade vörunum!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 19.3.2007 kl. 17:05

6 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Það eru til samtök sem heita Fair Labor Association og eiga að fylgjast með því að fyrirtæki noti ekki þrælavinnu eða "sweatshops". Hins vegar hefur þeim verið legið á hálsi fyrir að vera of tengd framleiðslufyrirtækjum og þ.a.l. ekki nógu hlutlaus eða áreiðanleg.

Ég held að það sé mjög erfitt að komast alveg hjá því að kaupa ekki vöru með vafasömum uppruna og dýr merki eru alls ekki nein trygging fyrir því að varan sé framleidd með frjálsu og eðlilega launuðu vinnuafli.

Svala Jónsdóttir, 19.3.2007 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband