Jákvæða fréttin

Í Viðskiptablaðinu á miðvikudaginn var frétt um að fyrsti samkynhneigði karlmaðurinn sem kom út úr skápnum í NBA deildinni hefði fengið auglýsingasamning. Fyrrum leikmaðurinn, Jonh Amaechi, (hann lagði skóna á hilluna 2004) verður andlit HeadBlader rakvéla - sem eru vinsælar til höfuðraksturs. 

Það verður að teljast nokkuð stórt framfaraskref að hommi fái auglýsingasamning (en sorglegt á sama tíma að spá í hvað við erum komin skammt á veg..). Athyglisvert einnig að í fréttinni er sagt að eitt af því sem fæli íþróttamenn frá því að koma út úr skápnum sé hræðslan við að fá enga auglýsingasamninga - að þeir séu fráteknir fyrir hina gagnkynhneigðu íþróttamenn. Þetta er nú vonandi allt að breytast Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Ég held að við þurfum að fara fram á 50% hlutfall samkynhneigðra í auglýsingum...

Og fyrst að við erum byrjuð á því, verðum við ekki að henda inn 50% hlutfalli samkynhneigðra á Alþingi og stjórnum fyrirtækja ?

Hvað verður þá um hörundsdökka ? Verðum við ekki að henda á þá 50% hlutfall á Alþingi, verðum við þá ekki að sama skapi að fá 50% hlutfall hvítra í NBA boltanum ?

Bara pæling um kvótana......

Ingólfur Þór Guðmundsson, 16.3.2007 kl. 16:45

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Döh Ingólfur - vertu bara neikvæður og ekkert að samgleðjast með öðrum...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.3.2007 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband