15.3.2007 | 14:10
Hvernig karlmaður ert þú?
Venjulega tek ég ekki að mér að hjálpa til við markaðssetningu... en stundum stenst ég ekki mátið!
Ert þú svona karlmaður sem vilt kynlíf án nándar? Svona RBB gaur sem þolir ekki kossa og knús?
Ert þú svona karlmaður sem þolir ekki konur með skoðanir? Þessar sem halda kj eru miklu betri?
Ert þú svona karlmaður sem finnst að konur eigi ekki að hafa bílpróf? Það er svo miklu betra ef þú þarft að keyra konum út um allt?
Ert þú svona karlmaður sem ætlar að ala þínar dætur upp til að verða kynlífshjálpartæki fyrir karla - fáklæddar í kynferðislegum stellingum með zero skoðanir?
Ef þetta ert þú... þá er Coka Cola Zero rétti drykkurinn fyrir þig!
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 14:15
Veistu það að svarið er nei en ég hef svo sem aldrei drukkið kók nema í neyð.
Ragnar Bjarnason, 15.3.2007 kl. 14:18
Zero er besti non sykur drykkurinn frá Vífilfelli að mínu mati en djö... eru auglýsinganar hryllilegar :S
Haraldur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 14:27
Andskotinn, og ég sem keypti hálfs lítra flösku í gær til að smakka. Hún er reyndar enn í ísskápnum, ætli það sé hægt að skila?
Úff, nú kemur andinn yfir mig, ég sé....ég sé.... ungan, jakkafataklæddan dreng með menntun í markaðsfræðum hanna auglýsingaherferð,..... og....og.... Damn, ég missti sambandið!
Ibba Sig., 15.3.2007 kl. 14:31
já, þessar auglýsingar eru ógeð... ég sem var svo glöð að sjá Zero í kælinum uppi, það er eini létt-drykkurinn sem ég þoli! Svo komu auglýsingarnar
En nú þarftu sennilega að fara að loka fyrir kommentakerfið fljótlega. Gott að ég gat skilið einn eftir fyrst
Silja (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 15:48
hef nú séð þessar auglýsingar nú í Englandi, Noregi og á íslandi í síðasta mánuði, man ekki til þess að þær séu jafn súrar og á íslandi, en það er þá spurning um þá stefnu sem er valin með hliðsjón af markhópnum, sem mér skilst að sé karlar á árum 15-25, því konur eru víst ekki að gefa einnar kaloríu rómantíkina.
nema hvað, skemmtilegt svar pepsi við yfirgengilegri herferð coke-zero, var einföld mynd af pepsi-max dós með undirtextanum “shut up”
hinsvegar að öðru, sjá að mér finst áhugavert: http://tryggvih.blog.is/blog/tryggvih/entry/147580/
Tryggvi H., 15.3.2007 kl. 16:07
Ég verð að játa að ég er nú ekki betur að mér í fræðunum að ég veit ekki hvað RBB maður stendur fyrir.
Hvað nefndan drykk varðar þá hef ég ekki áhuga á honum.
ÓliG
Óli Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 16:10
Þetta mundi ég ekki kalla Feminista blogg, öllu heldur Rauðsokku blogg.
Sigfús Sigurþórsson., 15.3.2007 kl. 16:24
Ég verð að taka undir með Óla G., hvað er RBB maður, annars er í dag allt skammstafað en þetta hef ég ekki heyrt fyrr.
Pétur Þór Jónsson, 15.3.2007 kl. 16:50
bb = búið, bless. Errið verðið þið bara að giska á...
Óskar - þú ert alltaf svo bitur þessa dagana. Fáðu þér bara Coke Zero og þá kemst skapið örugglega í samt lag!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 15.3.2007 kl. 16:54
Oh Eyja - ég sem ætlaði að tala undir rós og kem núna út sem algjör tepra!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 15.3.2007 kl. 16:55
Já, já. Sá færsluna þína - allt mál sem femínistar hafa oft tjáð sig um... karlahópurinn okkar gaf meira að segja út bækling með þessu öllu fyrir nokkrum árum... þannig að þú ert heldur seinn á ferð...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 15.3.2007 kl. 17:44
Pepsi Max takk.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.3.2007 kl. 17:49
Annars athugavert að spá í að þegar Pepsi setti Pepsi Max á markað þá var orðið Max valið til að höfða til karla - maximum eitthvað var málið.. því karlar vildu ekki eitthvað light eða diet... svo kemur coke með zero... max vs zero - venjulega eru höfuðkeppinautarnir ekki svona á öndverðum meiði!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 15.3.2007 kl. 17:55
Óskar - þú þarft ekki að vera the biggest fan - hvorki af karlahópnum né Fí - en ef þetta er mál sem þú ert að velta fyrir þér og vilt gera eitthvað í þá mæli ég með að þú hafir upp á einhverjum bókum eða lesefni úr karlafræðunum.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 15.3.2007 kl. 18:10
Takk fyrir að vekja ennþá meiri athygli að þessu Katrín Anna...
Framvegis mun ég skipta út Coke Light fyrir Coke Zero. Svo mun ég drekka það með glotti á almannafæri og vona að rauðsokkur sjái mig.
:D
Geiri (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 18:55
Ég hef rekið mig að konur sem tala svona um nánd, eru yfirleitt konur sem vita ekki hvað nánd er og eru fyrstar í hlaupaskóna ef svo ólíklega vildi til að nándin birtist þeim og ýtti á þeirra óuppgerðu óupplifuðu grófu tilfinningar.Líkur sækir nefnilega líkan heim og leikritið byrjar. Svona konur tala mikið um tilfinningar og ást en framkvæmdin hjá þeim heitir stjórnun, sjálfsagt til að verjast það að upplifa gömul sár, sem gera þær ófærar að eiga nánd með neinum, síst sjálfri sér.. Það er annað að tala um en að upplifa bara nánd með sjálfum sér og einstaklingi sem er tiltækur. Þannig einstaklingar bara upplifa nánd með öðrum einstaklingi, en benda ekki stöðugt á hinn eða hina, eða bara tala um nánd.
THORARINN (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 20:08
Geiri - og vonandi sér mamma þín þig líka! En endilega drekktu sem mest Coke Zero á almannafæri - gott að hafa þig vel merktan...
Thorarinn - get ekki svarað þessu núna - er á hlaupum...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 15.3.2007 kl. 20:22
zero smellur á brjóstahaldara
zero forleikur
zero rómatík í bíómyndum
zero þynnka um helgar
zero leiðindi eitthvað....
Þetta er það sem ég hef heyrt af þessum auglýsingum og verð að segja að ég sé ekkert athugavert við þær nema að þær eru frekar unglingalegar
Heiða B. Heiðars, 15.3.2007 kl. 21:01
ps...
Aftur á móti langar mig að vekja athygli ykkar á þessu, eitthvað sem hægt er að gera eitthvað í NÚNA og skiptir verulegu máli
Heiða B. Heiðars, 15.3.2007 kl. 21:05
Þessi auglýsingaherferð fór allavega jafn öfugt ofaní mig og moldviðrið útaf klámráðstefnunni um daginn. Nú er ég jafn mikið sammála þeim femínistum sem hafa tjáð sig eins og ég var ósammála þeim um daginn. Hvernig nokkur maður (í merkingunni manneskja) getur látið sjá sig með þessa vöru eftir þessa auglýsingaherferð skil ég ekki.
Svo líka... var virkilega þörf á fjórða sykulausa kók drykknum frá Coka Cola? Fyrir voru á markaði Tab, Diet Coke og Coke Light! Er ekki allt í lagi!
Jón Kjartan Ingólfsson, 15.3.2007 kl. 21:16
Af hverju ekki konur og zero skoðanir?
Af hverju ekki konur og zero bílpróf?
Af hverju ekki kynlíf og zero forleikur?
Bara svona til að hafa sem flest með... og ég er alveg á því að þetta tengist allt saman
En málið sem þú bendir á er þarft og mikilvægt - vonandi gengur það vel.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 15.3.2007 kl. 21:17
Hafði ekki séð/heyrt þessar tvær efstu þarna. Nema ég hafi gert það og maður sé bara orðinn svona dofin!
Takk..sýnist það ganga vel. Grunar að pósthólfið þeirra hjá Lyfjastofnun verði smekkfullt á morgun
Heiða B. Heiðars, 15.3.2007 kl. 21:26
Heyr Heyr!!!
-sem betur fer drekkum við pepsi ; )
f.h Feministahreyfingunnar pro-sex
Sigrún og Alma
Pro-Sex, 15.3.2007 kl. 21:56
Einu sinni sá ég auglýsingu þar sem kona hljóp út um allan bæ að morgunlagi með bakpoka í hendi. Þegar heim kom barði hún sofandi mann sinn með pokanum. Ég sá ekki betur en þetta mætti heimfæra undir heimilisofbeldi og kynbundið í ofanálag. Ég missti hins vegar af vandlætingarumfjöllun feminista um þessar auglýstingar.
En án gríns. Feminismi er dauðans alvara og snýst um einhver mikilvægustu málefni dagsins í dag. Það er mikilvægt að umræða feminista sé hófstillt og málefnanleg. Annars verður ekki hlustað á okkur. Ég er ekki viss um að ofurviðkvæmni vegna auglýsinga sé málstað okkar til framdráttar.
Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 22:41
Hvernig karlmaður er ég, ég er ósköp venjulegur maður, ég á fjórar dætur og átta afabörn, er ekkill og mínir bestu og kærustu vinir eru fjölskylda mín, það er ekkert til sem ég vil ekki gera til þess að afleggjurunum mínum líði sem best, þau eru lífið í hjarta mínu,þau eru sú mesta ást sem ég á að gefa og ef þetta er ekki venjulegur faðir og afi þá er ég ráðþrota, þau eru í raun mitt haldreipi í lífinu og sú fótfesta sem ég á.
Pétur Þór Jónsson, 15.3.2007 kl. 23:56
Sko þessi auglýsing á að höfða til kk á aldrinum 15-35 held að ég hafi heyrt það. Ég veit ekki afhverju konur ættu að skammast sín. Hvernig heldur þú að köllum líði að vera settir í svona sterio-týpu form.
Tómas Þóroddsson, 16.3.2007 kl. 02:21
Soldið fer þetta í taugarnar á mér. Af hverju snýrðu þér ekki að auglýsingum sem höfða til kvenna? Ert þú kona sem spilar tennis af mikilli snilld þegar þú ert á túr, klífur fjöll og dansar daðrandi á karnívölum við sólbrún grísk goð á meðan blóðið seitlar í Always Ultra aldrei kátari? Ert þú kona sem færð kynferðislega nautn af því að borða sælgæti eða kex? Ert þú kona sem verður ástfangin af bílum? Ert þú kona sem telur þér trú um að það sé sáluhjálparatriði að blússan þín sé alveg hreint skjannahvít með Vanish?
Hvaða bull er þetta? Hvað mundir þú segja ef IKEA auglýsti eftirfarandi: "Ingo hillurnar eru pottþéttar, meira að segja kellingin getur sett þær saman!" Mundir þú ekki skrifa langt og leiðinlegt blogg? Auðvitað! En hafðirðu orð á því þegar konan sagði í auglýsingunni um hálf-úrbeinaða lambalærið "að meira að segja karlinn gæti skorið það"? Nei, auðvitað ekki. Þú tókst ekki eftir því. Þó vita allir Íslendingar að það var pabbi sem skar lambalærið í sneiðar á flesum heimilum í den og þurfti ekki að úrbeina það að hálfu fyrir hann. Við karlmenn höfum ekki sett fyrir okkur bein í lambalærum. Við erum snillingar í að skera þau og skammta á diska mann fram af manni. Ég sker mín lambalæri vandræðalaust og hef ekki heyrt neinn karlmann kvarta. Hvaðan kom krafan um að einfalda verkið? Ekki frá okkur körlunum!
Hvað með sjónvarpsþættina: Ert þú kona sem heldur að allir karlar séu annað hvort hommar (ef þeir eru sætir) eða feitir og heimskir eða kaldlyndir töffarar?
Ert þú kona sem gerir karlmenn upp tíl hópa ábyrga fyrir þeirri ímynd sem sölumenn draga upp af þeim?
Pétur Tyrfingsson, 16.3.2007 kl. 03:54
Tómas: Kannski er ég bara að halda upp vörnum fyrir kk í þetta sinn
Pétur: Ertu að hlera símann minn? Elta mig? Fylgjast með öllu sem ég segi? ... stundum er skuggalegt þegar fólk telur sig vita allt sem ég hef sagt og gert og haft skoðanir á í gegnum tíðina...
Beta þó!!! Vertu ekkert að setja þetta í svona samhengi... Sumir gætu fengið þá flugu í kollinn að auglýsingar hefðu áhrif á viðhorf!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 16.3.2007 kl. 10:19
Mér finnst þetta alveg rétt og góð ábending hjá þér Katrín með 'zero skoðanir' - kannski aðeins of langt gengið. Og zero bílpróf fyrir konur? Hvað ætli menn hafi verið að hugsa?
Zero forleikur er hinsvegar gott grín og finnst synd að menn bölsótist út í þær auglýsingar.
Styð þig í baráttunni Katrín, þú hefur rétt fyrir þér í meirihluta tilvika :)
Zero skráður Gummi (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 13:09
Mér finnast þessar auglýsingar alveg hryllilega karlfyrirlitlegar. Í alvöru, þessi drykkur á að vera stílaður sérstaklega inn á karlmenn en í stað þess að koma fram við þá sem vitsmunaverur er reynt að höfða til þeirra sem algerra vanvita.
Þetta móðgar mig ekki sem kvenmann. Ég get ekki séð að ég sé ómerkilegri pappír heldur en skoðanalausar kynsystur mínar. En það að vífilfell skuli gefa í skyn að karlkyns neytendur séu upp til hópa alls ekki vitsmunaverur er alger hneisa og ég skal vera hissa í hvert skiptið sem menn kaupa þennan drykk.
Fékk annars að smakka þennan drykk í gær. Hann bragðast eins og andlitskrem.
hee (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 13:35
Mér finnst í fínu lagi að gert sé grín að okkur karlpeningnum í hófi. Sumar auglýsingarnar ganga of langt í gríni á bæði kyn, þótt mér þykir þær ekki hryllilegar.
Í Danmörku er Zero auglýst með einhverjum gæja sem stendur á þaki rútu á ferð og flýgur svo af henni þegar hún stoppar. Það er líka grín - ekki verið að höfða til heimsku okkar.
Öllu má ofgera auðvitað, kvennabílprófs- og kvennaskoðana- zero er fullmikið, en við föttum alveg að þetta er grín.
Zero skráður Gummi) (vonandi er ég ekki að skemma stefnubreytinguna með nafnleysinu? (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 14:31
Zero hvað....
Ég er víst karlkyns og ekki kippi ég mér upp við svona auglýsingar, það er nú einu sinni svo að maður á ekki að taka sjálfan sig of alvarlega.
Í þessari auglýsingaherferð, sem mér finst reyndar ekkert sérstök, er vitnað í mörg þekkt atriði sem flestir kannast við að eigi að eiga við okkur karllpeningin og tengist okkur á einn og annan hátt, t.d. tengdamömmur og illan bifur þeirra á tengdasonum sínum, kynlíf án forleiks, konur og bílpróf og svo framvegis.
Þetta er einungis tilraun til fyndni sem gengur upp að vissu marki, en er að sjálfsögú háð því að menn sjái ekki allt í einhverjum fordæmingarlitum.
En drykkurinn er ágætur, en nær enganvegin að jafna besta gosdrykkin, orginal Coke....
Skál.....
Eiður Ragnarsson, 16.3.2007 kl. 14:58
Ég geri mér grein fyrir því að þetta á að vera grín og ef til vill finnst mörgum þetta fyndið. Ég geri ekki ráð fyrir því að karlmönnum eigi eitthvað að misbjóða sérstaklega þessar auglýsingar.
Hins vegar finnst mér alltaf jafn hvimleitt og lélegt þegar markaðssetning miðar að því að koma fram við neytendur eins og þeir væru algerir vanvitar, og að þessu sinni er markaðssetningunni fyrst og fremst beint að karlmönnum.
Hvað drykkinn varðar þá er ég ekki að grínast: hann bragðast eins og krem. Meira að segja krem með miklu af ilmefnum.
hee (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 15:20
Jæja, þá veit kona hvaða náunga hún á að forðast.
Þessa sem drekka Coke zero.
Svala Jónsdóttir, 16.3.2007 kl. 15:23
Er þessi herferð skot á heimska karlmenn með minnimáttarkennd? já. Koma þessar auglýsingar einhverjum 15 ára strákum til að hlæja? já. Er þetta lélegasta og klúðurslegasta auglýsingaherferð íslandssögunnar? jámm!
Skil stundum ekki alveg hvað er verið að hugsa. Hvernig getur svona svakalega léleg auglýsingaherferð orðið að veruleika? Hvaða "lame-ass" lúser fékk þessa hugmynd? Sem jafnréttissinna sé ég þetta sem skot á karlmenn en ekki konur.
Bæ bæ Vífilfell. Pepsi Max, you got your self a new customer.
Yoko
Yoko (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 20:03
Kannski er þetta grín en ekki skot á minnimáttakennd :)
Fínn drykkur
Halli (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 07:16
Fólk þarf alveg að gera sér grein fyrir því að vífilfell fær litlu sem engu ráðið þegar það kemur að kókauglýsingum. Þeir þurfa að fylgja auglýsingaherferðum sem koma beint frá Coca-Cola Company.
Bla (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.