13.3.2007 | 16:25
Frelsi hverra?
Nú hefur Dolce and Gabbana ákveðið að hætta að auglýsa á Spáni. Ástæðan? Jú, auglýsing frá þeim var bönnuð á Spáni og til varnar tjáningarfrelsinu ákvað fyrirtækið að hætta alfarið að auglýsa á Spáni. Dolce og Gabbana eru sem sagt móðgaðir af því að þeir máttu ekki auglýsa föt með þeim hætti að sýna konu sem haldið var niðri af karlmanni á meðan aðrir karlmenn stóðu í kring og horfðu á. Á tímum yfirgengilegs kynferðisofbeldis er þessi auglýsing auðvitað út í hróa hött... En ég geri fastlega ráð fyrir því að einhverjum finnist það bara sniðugt hjá Dolce og Gabbana að auglýsa svona... og að þetta sé þeirra réttur. Réttur kvenna til kynfrelsis er hins vegar fótum troðum í okkar samfélagi. Réttur karla að líkömum kvenna er betur varinn en réttur kvenna að eigin líkama. D&G auglýsingin er einmitt þannig - réttur karla að líkömum kvenna. Réttur þeirra til að taka - og réttur til að hvetja til ofbeldis gegn konum.
Auglýsingar hafa það yfirlýsta markmið að selja eitthvað. Þær eiga að selja okkur vöru eða þjónustu - og til þess er oft gripið til þess ráðs að selja okkur lífsstíl í leiðinni. Lífsstíll sem gengur út á kynferðisofbeldi er bara ekki boðlegur - og skerðir frelsi einstaklinga, í þessu tilfelli kvenna.
Í fréttinni á mbl.is er líka minnst á að umboðsmaður barna á Spáni hafi kvartað yfir auglýsingu frá Armani þar sem hún þykir sína börn á kynferðislegan hátt. Þó Armani sé afskaplega móðgaður yfir slíkri tengingu er ágætt að rifja upp að þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona ásökun er sett fram á hendur fyrirtækinu. Árið 2004 komst breska Advertising Standards Authority að þessari niðurstöðu:
The advert which had appeared in Times Magazine showed a topless child in baggy jeans with long hair and a necklace. The complaint under sections 2.2 (Principles), 5.1 (Decency) and 47.2 (Children) of the ASA code said the advert "was offensive, because it sexualised children and encouraged them to emulate adults, exploited the child in the photo and, especially, because the gender of the child was ambiguous and could encourage paedophiles."
Dolce & Gabbana hættir að auglýsa á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Sá Armani auglýsinguna með smátelpunum á blogginu og hún er vægast sagt sláandi. Takk fyrir góðan pistil
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2007 kl. 17:34
Báðar þessar auglýsingar eru fáránlega ósmekklegar að mínu mati. Maður reyndar veltir því fyrir sér hvers vegna auglýsendurnir vildu auglýsa á þennan hátt. Auglýsingum er aðeins ætlað eitt aðalmarkmið sem er að selja vöru eða þjónustu. Báðar þessar auglýsingaherferðir eru miðaðar að konum, ekki þekki ég neina konu sem félli fyrir svona auglýsingamennsku.
Þorsteinn Guðmundsson, 13.3.2007 kl. 19:55
Auðvitað er það ekki sama. Kynferðislegt ofbeldi gagnvart konum er vandamálið, eru það fréttir.
Þorsteinn Guðmundsson, 13.3.2007 kl. 20:31
Nei, ég myndi ekki breyta afstöðu minni gagnvart auglýsingaherferðinni. Mér finnst ekki í lagi að hvetja til kynferðislegs ofbeldis gagnvart konum undir neinum kringumstæðum - ekki heldur þótt sett sé inn auglýsing með konu að stíga ofan á karl. Hef ekki séð þá auglýsingu þannig að ég get ekk sagt um hvort um mér finnst þær auglýsingar sambærilegar.
Einn þriðji hluti kvenna eru beittar kynferðisofbeldi. Klámvæðingin sem nú veður yfir allt er mjög mismunandi fyrir kynin og það er allt í lagi að hafa það í huga. Það þýðir ekki að fólki finnist í lagi að gerðar séu auglýsingar þar sem konur eru sýndar beita karlmönnum ofbeldi - en raunverulega ógnin er mismunandi fyrir kynin. Einn þriðji hluti karlmanna þarf ekki að óttast að vera beittur kynferðisofbeldi af hálfu kvenna á lífsleiðinni.
Hvað finnst þér annars um auglýsingu D&G? Í lagi eða ekki í lagi?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 14.3.2007 kl. 00:10
Ok - fyrst þú ert búinn að skoða - þá er ég afar forvitin að heyra skoðun líka...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 14.3.2007 kl. 10:50
Armani auglýsingin.
Dolce and Gabbana auglýsingin.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 14.3.2007 kl. 10:56
Nú er ég búin að sjá D&C-auglýsinguna. Ég hlýt að vera svona mikill perri, hópnauðgun var það fyrsta sem mér datt í hug. Er kynferðisofbeldi farið að selja grimmt?
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.3.2007 kl. 11:21
Takk fyrir að senda tengil á alla seríuna hingað inn - var bara búin að sjá þessa einu mynd en gott að sjá þær í samhengi. Það er hægt að lesa margt út úr þessum myndum - en kynferðisofbeldi gegn konum er áberandi. Á fyrstu myndinni er konu haldið niðri (haldið um úlnliðinn - ekki haldist í hendur). Hún starir tómlega út í loftið sem undirstrikar valdbeitingu. Síðan er það mynd nr 5 þar sem sama þemað er í gangi - ennþá er haldið um úlnliðinn og konan horfir í burtu frá manninum - greinilega ekki í þessari stöðu af fúsum og frjálsum vilja auk þess sem þarna er hópur af karlmönnum.
Myndin af konunni með hælinn á brjóstkassanum á manninum er annars eðlis (nr 6) - og hægt að túlka einfaldlega sem sýningu á hinu allra heilagasta... Honum er ekki haldið niðri, hann er afslappaður, hendurnar frjálsar, horfir beint upp - en þó er alveg hægt að sjá hintað að tengingu við ofbeldi.
Mér finnst mjög truflandi að þetta eigi að selja okkur hátískuvörur... Glamúrisering á kynferðisofbeldi gegn konum er til þess fallin að auka ofbeldi - og getur kemur í veg fyrir að fólk átti sig á hvað nauðgun er viðurstyggilegur glæpur með alvarlegum afleiðingum fyrir þau sem fyrir verða.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 14.3.2007 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.