Bingi og nýja lógóið

Einu sinni hélt ég svolítið upp á Björn Inga - það var eftir fund hjá Femínistafélaginu þar sem hann lýsti því yfir að honum finndist klám vera ógeðslegt... Þess vegna er ég ansi hissa á þögn hans í kringum klámstefnuna og allan vibbann sem var að finna á þeim síðum - því það var svo sannarlega ógeðslegt klám. Hann hins vegar kaus fyrst að opna munninn til að úthúða Sóley vinkonu minni og það auðvitað fellur ekki í kramið...  Ég er meira að segja satt best að segja farin að hallast að því að bingi hafi hannað nýja afmælislógó Framsóknar... Wink

framsoknmade

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Ingi Hrafnsson

Sæl Katrín Anna,

Þakka þér fyrir alveg sérstaklega málefnalegt innlegg. Það er þér til mikils sóma.

Björn Ingi Hrafnsson, 6.3.2007 kl. 00:04

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Your welcome... Annars fór ég og skoðaði bloggið þitt betur eftir innlitskvittið og fann það þetta:

"Verður þessi ákvörðun örugglega enn frekara fréttaefni um heim allan í kjölfarið. Ísland verður því í fréttum fyrir að vera landið þar sem klámið er ekki velkomið, heldur beinlínis litið hornauga.

Er það ekki bara allt í lagi?"

Er nú bara nokkuð glöð að hafa séð þig taka þó allavega milda afstöðu - sem er betra en engin. Hins vegar finnst mér að þú mættir alveg taka eindregnari afstöðu gegn kláminu - og finnst mjög leitt að sjá þig vera með skítkast á þá sem þora að taka hitann af baráttunni. Kemur út eins og enn einn varnarveggurinn fyrir klámið - og það er þér ekki til sóma.

En lógóið ykkar er algjör skandall... var búin að blogga um það á gamla blogginu mínu löngu fyrir daga klámstefnunnar... Eruð þið ekkert að íhuga að skipta því út? Minnir einum of mikið á Bridget Jones...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.3.2007 kl. 00:17

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú getur vart á þér heilli tekið nema að allir séu sammála þér!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.3.2007 kl. 00:48

4 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Úff, nú man ég af hverju ég vil ekki vera kölluð feministi heldur jafnréttissinni.

Björg K. Sigurðardóttir, 6.3.2007 kl. 00:51

5 Smámynd: Landsliðið

Finnst nú heldur langsótt að klæmast svona á logoi Framsóknarflokksins, það væri hægt að teygja og toga flest logo og misskilja þau ef menn vildu, - hér er hinsvegar skemmtileg pæling markaðsfólks um VR auglýsingarnar  http://www.landslidid.blog.is/blog/landslidid/entry/136672/ 

Landsliðið, 6.3.2007 kl. 08:51

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Landsliðið þú ert örugglega í miklum minnihluta með að finnast það "skemmtilegar pælingar" að vera á móti því að kynin fái sömu laun fyrir sömu störf... Stendur ekki undir nafni sem jafnréttissinni með það viðhorf. 

Síðan var gagnrýni mín á Björn Inga ekki fyrir það að vera ósammála mér heldur fyrir að ráðast á Sóley með ómaklegum og ósanngjörnum hætti.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.3.2007 kl. 10:19

7 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Hvernig ræðst hann á hana með ómaklegum og ómálefnanlegum hætti???????????  Það er Sóley sem talar niður til fólks. 

"sérstaklega þar sem hin órjúfanlegu tengsl milli ofbeldis, kláms og vændis virðast vera ofar skilningi fólks"  "Sóley"

Erum við hin sem erum ekki sammála bara fífl??? 

Hann Björn Ingi er bara að rekja þvælununa ofaní hana.  Hvernig getur hún fullyrt að öllu klámi tengist kynferðislegt ofbeldi?? Getur þú rökstutt það?

Þetta er ekki málefnanlegt svar hjá þér eins og Björn Ingi bendir sjálfur á.  Birni finnst örugglega klám ógeðslegt en hann veit það að það er til fólk sem finnst það ekki.  Það er til fólk sem finnst sumt klám bara ágætis afþreying.  Þá er ég ekki að tala um barnaklám og annar eins óþverri.

 Í nútímalýðræði hefur fólk þann kost að velja, sumir velja sér að horfa á klám, kaupa sér hjálpartæki og krem.  Það er ekki hægt að banna það. 

Það er til fullt af fólki sem þrífst vel innan klámiðnaðarins, finnur samkennd og ber virðingu fyrir samstarfsfólki sínu.  Stundar sína vinnu af áhuga.  Það finnst slíkt fólk í klámiðnaðnum í USA það hefur komið fram í bókum eftir fólk í hringiðju klámsins ( t.d bækur um ævi og störf Ron Jeremy, hann talar um fullt af fólki sem er í bransanum af fúsum og frjálsum vilja ).   Auðvitað eru svo skuggahliðar klámsins það deilir enginn um það en það er ekki hægt að setja alla undir sama hatt. 

Legg til að þið Sóley lesið bók eftir Ron Jeremy, The Hardest (Working) man in showbiz. Þarna er maður sem hefur leikið í yfir 2000 klámmyndum sem talar um bransann.  Þetta er ekki maður sem var neyddur i bransann og á marga vini innan hans sem una vel við sitt.  Þetta er ekki dópisti og bara nokkuð vel greindur maður.  Ég gæti ekki starfað við hans fag og er enginn klámhundur ( hef samt séð eina eða tvær senur með Ron ) en ég las kafla úr þessari bók og margt sem kemur á óvart.

Örvar Þór Kristjánsson, 6.3.2007 kl. 14:04

8 Smámynd: Zóphonías

æi þetta er bara fyndið LOL:)

Zóphonías, 6.3.2007 kl. 16:23

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Óskar - þér ferst að tala um ósmekklegheit - sem í skjóli nafnleyndar úthúðar Stígamótum, einum alflottustu samtökum á Íslandi og þeim sem þolendur kynferðisofbeldis eiga mest að þakka... og skrifar svona setningu: "Augljóst merki um að femínisti er að ljúga er þegar hann er annaðhvort að hreifa varirnar eða pikka á lyklaborð." 

Örvar - þú verður bara að lesa bloggið hans Björns Inga sjálfur.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.3.2007 kl. 16:25

10 Smámynd: Zóphonías

flott blogg hjá þér eins og alltaf. Skil ekki hvernig fólk nennir að lesa bingi.blog.is þar sem ekki má einu sinni commenta ég tel það nú vera merki um að þola ekki gagnrýni við skrifum sínum. Held mig við þá sem taka og svara gagnrýninni eins og hér og nokkrum fleiri bloggurum :)     Alltaf gaman að koma í heimsókn hingað

Zóphonías, 6.3.2007 kl. 16:36

11 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Takk Zóphonías. Gaman líka að fá þig í heimsókn!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.3.2007 kl. 17:02

12 Smámynd: halkatla

úff- bingi er einn bongó fyrsta kommentið þ.e.a.s - geta menn ekki tekið vinsamlegri gagnrýni og smá skotum, hvar er pólitíkin í gaurnum?

halkatla, 7.3.2007 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband