Dómsstólar landsins halda áfram að sýna snilldartakta í dómum sem varða kynferðisbrot. Nú síðast var grunnskólakennari dæmdur fyrir barnaklám. Hann var með yfir 11 þúsund myndir í fórum sínum - 11.392 minnir mig að Blaðið hafi skrifað. Þrátt fyrir að maðurinn hafi ítrekað brotið af sér (enda ná menn ekki í yfir 11þús myndir á einu bretti) þá var honum fundið það til refsilækkunnar að vera með hreint sakarvottorð! Ja hérna... myndum við sjá þetta í öðrum brotaflokkum? Myndi það vera talið fjöldamorðingja með yfir 11þús morð á bakinu (og þau væru ekki nema 10!) að hann væri með hreint sakarvottorð - bara af því að hann hafði ekki náðst fyrr?
Svo má líka velta því fyrir sér hvernig manninum tókst að ná í svona mikið efni án þess að upp um hann kæmist. Var það kannski vegna þess að það var engin netlögga á svæðinu?
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Móðguð?
Himnasmiður, 3.3.2007 kl. 15:45
Neibb, en mér leiðist ókurteist fólk og nenni ekki að hafa það í heimsókn...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.3.2007 kl. 15:58
Þetta er alveg satt hjá þér Katrín Anna, þessi lækkun á dómnum er skömm og ekki í þá átt sem maður vill sjá varðandi dóma í kynferðisafbrotum og barnaklámi. Hvenær ætla dómstólar að sjá að sér og vera virkt afl í þessari baráttu?
Sædís Ósk Harðardóttir, 3.3.2007 kl. 16:37
Ómar: Hvað meinarðu með netlöggu? Held nefnilega að það hafi afskaplega lítið verið í umræðunni hvað verið er að tala um...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.3.2007 kl. 17:39
mér finnst þetta frábær pistill, fyrir utan seinustu setninguna. Því meira sem er talað um þetta fáránlega dómskerfi, því fyrr losnum við undan því að bera ábyrgðina á að svona óréttlæti fái að viðgangast - því eitthvað hlýtur að ávinnast á endanum? vonandi allavega. það er næstum enginn munur á því að vera með barnaklám í tölvunni sinni og að áreita barn, mér finnst það mest sick. En þessi dómur einn og sér er það líka.
halkatla, 3.3.2007 kl. 17:40
Af hverju á ég að útskýra það frekar heldur en þið? Skal endurtaka það sem þarna stendur:
"Held nefnilega að það hafi afskaplega lítið verið í umræðunni hvað verið er að tala um..."
Þetta er einmitt pointið - hvernig getur fólk verið með eða á móti einhverju sem það veit ekki hvað er? Væri ekki ráð að ræða fyrst hvað átt er við með netlöggu (eða eftirliti á netinu) og mynda sér svo skoðun? Ég ætla allavega að gera það...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.3.2007 kl. 22:51
Mig langar bara að kvitta fyrir heimsókn mína hingað á bloggið. Mér finnst þú vera fullkomin talskona fyrir Femínistafélag Íslands, það hefði ekki verið hægt að skipa betur í stöðuna!
Hinn venjulegi meðalmaður, 3.3.2007 kl. 23:26
Já, færðsla er af hinu góða - verst að klámiðnaðurinn er á fullu í að fræða unga fólkið, og þá sérstaklega unga karlmenn, um hvað kynlíf er. Það versta er að það sem klámið selur er lygi, ofbeldi og niðurlæging. Klám er ekki til þess fallið að auka kynfrelsi okkar heldur þvert á móti - til að eyðileggja kynlífið. Elísabet tekur góða samlíkingu um þetta á sínu bloggi þegar hún spyr hvort mynd af typpi sem búið er að reka nagla í gegnum sé bara mynd af typpi - og ég er nokkuð viss um að það myndi heyrast öskur frá mörgum karlmanninum ef þetta væri það sem konur kölluðu kynlíf og skemmtu sér konunglega yfir...
Ég er mjög sjokkeruð eftir umræðu síðustu tveggja vikna um hversu margir vilja stinga höfðinu í sandinn eða réttlæta allt það ofbeldi sem var á síðunum í tengslum við þátttakendur á klámstefnunni. Ég myndi vilja að fólk gæti náð samstöðu um að hafna alfarið eftirfarandi efni:
1. Barnaklámi
2. Klámi þar sem eru tilvísanir í barnaklám.
3. Ofbeldisfullu klámi.
4. Dýraklámi.
Ef fólki væri alvara með að ná kynfrelsi myndi það líka hafna klámi þar sem konur eru kallaðar tíkur, hórur og þar fram eftir götum og þar sem kikkið er að brunda framan í konur eða að kynferðislega athafnir séu eitthvað sem er innleitt yfir konur sem refsing. Þessi hugsunarháttur er nútímanum til háborinnar skammar... og okkar verður minnst fyrir slíkt í sögubókum framtíðarinnar. Á meðan minni karla fyrir 100 árum síðan er að hafa meinað konum kosningarétti, minni karla fyrir 50 árum er að hafa viljað hafa konurnar "á bak við eldavélina" þá verður minni nútímamannsins að hafa viljað hafa konuna nakta, niðurlægða og nauðgað - í "kynferðislega örvandi" klámi... Ef kynfrelsi kvenna væri virt þá væri enginn eftirspurn eftir svona efni - og engum myndi detta í hug að réttlæta það, sérstaklega ekki undir þeim formerkjum að þetta væri "frelsi". Það er álíka gáfulegt og ef einhver myndi segja "Það er frelsi að mega eiga þræla". Og n.b. við lifum á tímum mesta þrælahalds í sögu mannsins - talið er að það séu um 27 milljónir þræla í heiminum í dag.
Nútíminn með sínu hömlulausa "frelsi" er ekki að virka fyrir kynfrelsi heldur þvert á móti... Það er afskaplega lítið kynfrelsi í gangi fyrir konur. Þannig er nú bara staðan... Þessi gullvæga setning "á meðan það skaðar ekki aðra" er algjörlega marklaus vegna þess að það er ekki hlustað þegar konur segja að klám skaði okkur.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 4.3.2007 kl. 16:09
ps. - og ég veit vel að það er til slatti af frábærum karlmönnum sem er meinilla við þetta efni. Hinir eru bara of margir - sem annaðhvort sækja í þetta efni eða verja efnið - hvort sem þeir sækja í það sjálfir eða ekki. Býst alveg eins við því að hingað komi inn fjöldinn allur af kommentum frá karlmönnum sem sárnar þetta "minni karla" en... bottom line... Raunveruleikinn er að það er mikil eftirspurn eftir þessu efni og karlmenn verða mældir eftir því hvernig þeirra raddir hljóma - Og hvaða raddir eru háværastar?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 4.3.2007 kl. 16:13
Barnaklám er afar alvarlegur glæður
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.3.2007 kl. 17:11
Dúa skil hvað þú meinar með vínberin - þess vegna setti ég í pistilinn að hann hefði ekki náð í allar þessar 11þús myndir á einu bretti... Þetta er eins og ef einhver fer út í búð og stelur klasa af vínberjum trekk í trekk - jafnvel yfir margra ára tímabil. Þá er það ekki bara eitt brot, heldur ítrekuð brot. Það er pointið.... Þessu er kerfið ekki að taka á. Dómurinn auðvitað fáránlega lágur þar fyrir utan...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 5.3.2007 kl. 09:55
"... það er til slatti af frábærum karlmönnum sem er meinilla við þetta efni. Hinir eru bara of margir - sem annaðhvort sækja í þetta efni eða verja efnið ..." -- Þetta hljómar eins og alhæfing um allflesta karlmenn, hinir saklausu séu bara undantekning. Katrín, ertu nokkuð karlhatari?
Jón Valur Jensson, 5.3.2007 kl. 14:22
Eru karlar friðhelgar, guðlegar verur sem ekki má gagnrýna á neinn hátt?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 5.3.2007 kl. 14:27
Nei, fjarri fer því, Katrín (og afsakaðu seint svar, hafði ekki komizt til að svara þér fyrr). En þetta svar þitt gefur samt engum grænt ljós á að alhæfa á fordæmandi hátt um flesta karlmenn.
Jón Valur Jensson, 6.3.2007 kl. 10:03
Jón Valur - það getur vel verið að ég og þú höfum sitthvora skilgreininguna á hvað "of margir" þýðir. Stundum er of margir
= 1 og stundum miklu fleiri. Hins vegar hef ég næg tilefni til að tala um of marga í þessu samhengi. Vísa t.d. í könnun Fréttablaðsins um klámstefnuna - þar voru 75% kk ósáttir. Það eru alltof margir...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.3.2007 kl. 10:14
Já, ef ég skil þig rétt, að 75% karla hafi verið ósáttir við að klám-kaupstefnunni var úthýst héðan, þá er það auðvitað svakalegt og, já, "allt of margir", en ég er ekki viss um að ég geti treyst þessari skoðanakönnun; voru margir "óákveðnir"?
Jón Valur Jensson, 6.3.2007 kl. 19:11
Ég hef ekki skoðað hversu stórt úrtakið var eða hvernig svörunin var - en man að einhver sagði að svarhlutfallið hefði verið 88%. Þú þyrftir þó að tékka á því til að fá það staðfest...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.3.2007 kl. 19:17
Takk fyrir þetta. En Katrín, æ, þessi spurning uppi í hægra horni ... þarf að hafa seinni "kostinn" svona ógeðslega grafískan?
Jón Valur Jensson, 6.3.2007 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.