Ísrael og Evróvision

Nú er allt í háalofti út af framlagi Ísraela til Evróvision. Þrýstu á hnappinn heitir lagið og textinn "fjallar hvorki um ást né frið heldur ógn og ótta við tilræði hryðjuverkamanna og flugskeytaárásir vitskertra valdsherra". Nú vissi ég ekki að krafa væri gerð á að lög fjölluðu um ást og frið... en er ekki líka tilgangur listarinnar að skoða samtímann? But then again... Evróvision er ekki endilega listrænn viðburður Wink Ég myndi allavega vilja fá þýðingu á textanum - finnst ekki nóg að sagt sé að hann fjalli um ógn og ótta og það sé bannað...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef nú alltaf verið hlynnt pólitík í Eurovision en skilst að það sé ekki leyfilegt að senda hápólitísk lög í keppnina, sem mér finnst miður. Úkraína var reyndar með mjög pólitískt rapp á frummálinu árið 2005 og það fannst mér skemmtilegt.

Ástæða þess að Ísraelar mega vera með er annars sú að ísraelska ríkisstjónvarpið á aðild að sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Hið sama gildir til dæmis um líbanska ríkissjónvarpið og Líbanir hafa nokkrum sinnum ætlað að taka þátt en hætt við af því að þeir hafa ekki viljað sýna framlag Ísraels.

hee (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 15:33

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Mér finnst að Ísrael ætti ekki að taka þátt í Eurovision, en það er önnur saga.

Hins vegar er textinn augljóslega ætlaður til þess að ráðast á tilteknar "óvinaþjóðir" Ísraels og sagan segir að hann fjalli um Íran, þó að það sé ekki sagt beint.

"Það eru brjálaðir leiðtogar sem vilja plata okkur, með djöfullegan, tæknilegan vilja til að vinna mein..." eða eitthvað í þá áttina.

Sama hljómsveit flutti m.a. lagið Salam Salami, þar sem sá sem syngur verður fyrir því að maður heimtar að taka bita af samlokunni hans og stelur svo brauðinu, en hann sjálfur (saklausi Ísraelinn) vill bara frið. Texti lagsins er myndlíking um Ísraelsmenn og Palestínumenn, þar sem Palestínumenn eru settir í hlutverk heimtufreka þjófsins en Ísraelsmenn eru hinir friðelskandi sakleysingjar og þannig er það einnig í Eurovisionlaginu.

Hins vegar er þetta alveg glatað lag, burtséð frá textanum, og á varla eftir að fá mikið af atkvæðum ef það fær að keppa.

Svala Jónsdóttir, 7.3.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband