1.3.2007 | 15:28
Púritanisminn í kláminu
Vek athygli á nýrri skoðanakönnun hér til hægri.... Hvað er kynferðislegt frjálsræði í þínum huga? Tel ekki vanþörf á að ræða aðeins hugmyndir um kynfrelsi, frjálsræði, kúgun og hatur í ljósi undanfarinna vikna.
Ég hef verið að velta fyrir mér hvaða hugmyndir eru að birtast í kláminu? Það efni sem ég er búin að skoða mikið undanfarna viku inniheldur töluvert af efni sem gengur út á að kalla konur öllum illum nöfnum og kynlífsathafnirnar eru síðan framreiddar sem refsing á konurnar. Þarna er gjörsamlega gengið fram hjá þeirri hugsun að konur hafi kynhvöt eða megi fá ánægju út úr kynlífi. Þau viðhorf sem birtast í þessu klámi eru því algjörlega í takt við þau viðhorf sem dags daglega eru kennd við púritanisma. Kynlíf er í rauninni eitthvað ljótt og vont í þessu klámi - og eitthvað sem konum er refsað með. Baráttan fyrir kynfrelsi er akkúrat í hina áttina.
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Er gjörsamlega búin að fá nóg af fólki sem ver vísanir í barnaklám... Eins og ég hef sagt áður þá verður mitt blogg ekki vettvangur fyrir slíkt og ég gæti jafnvel tekið upp á því að banna komment frá þeim sem blogga um slíkt... tók reyndar upp á því rétt í þessu...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 1.3.2007 kl. 16:33
Hvaða hugmyndir, þær eru engar, þarna er bara um að ræða sora án allra tilfinninga, hvað stendur eftir, nákvæmlega ekkert, þetta á ekkert sameiginlegt með því sem fer fram á milli tveggja einstaklinga sem elska hvort annað, bara mín skoðun og hún verður örugglega skotin niður.
Pétur Þór Jónsson, 1.3.2007 kl. 16:48
Þetta er hárrétt athugað hjá þér, Katrín. Það rifjast upp fyrir mér að nákvæmlega þessu hélt kínverskur kynlífsfræðinur fram í bráðskemmtilegri kennslubók ástarlífsins sem ég átti fyrir all mörgum árum, en lét því miður frá mér fara, þannig að ég get ekki vitnað í hann. Hann furðaði sig á því viðhorfi til kynlífs sem hann taldi ríkjandi á vesturlöndum, einmitt þessu sem þú talar um, að kynlíf sé eitthvað sem konur þurfi að láta yfir sig ganga, en ekki eitthvað sem bæði kynin geti haft unað af. Og eins það að fyrir karlmenn gildi fyrst og fremst að "fá það", en ekki að njóta náinna samvista við aðra manneskju. Samkvæmt hans frásögn leggja austurlenskir karlmenn metnað í að konan fái sem mest út úr kynlífi, vona að það sé rétt.
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2007 kl. 18:23
Kári - könnunin er vísvitandi svona - athugaðu að þetta er ekki hávísindaleg könnun frá Capacent. Niðurstöður hennar verða líka alltaf ómarktækar - eins og úr netkönnunum almennt. Pointið er að vera með point... Fá fólk til að hugsa í hverju kynferðislegt frjálslyndi felst... Virðast nefnilega margir vera á netinu núna að vera skilgreina sig sem kynferðislega frjálslynda af því að þeir eru svo hlynntir vibbaklámi... sem er auðvitað bara djókur...
Í mínum huga felst kynferðislegt frjálslyndi í því að viðurkenna kynlíf og kynfrelsi. Í því felst að kynlíf er ekki eitthvað tabú heldur falleg tjáning á milli einstaklinga - sem fólk á að njóta... og gera á sínum eigin forsendum. Í kynferðislegu frjálslyndi felst m.a. í því að viðurkenna samkynhneigð sem jafnréttháa og jafnsjálfsagða og gagnkynhneigð. Að viðurkenna að bæði kyn hafi kynhvöt og eigi rétt á að njóta, hvort sem það er innan hjónabands, innan sambands eða í skyndikynnum - eða í hópkynlífi þess vegna. Fólki er frjálst að eiga marga bólfélaga ef það vill - eða einn út allt lífið ef það vill. Í kynferðislegu frjálslyndi felst líka að stunda hvernig kynlíf sem maður vill - svo framarlega sem það er ekki fyrir utanaðkomandi þrýsting... eða gegn manns vilja/sannfæringu (þetta er örlítið snúið - og vantar mikla umræðu hér varðandi kynfrelsi). Í kynferðislegu frjálslyndi felst að það sama gildir yfir bæði kyn - sem þýðir að konur sem njóta kynlífs og vilja sofa hjá eru ekki druslur, tíkur eða hórur heldur heilbrigðir einstaklingar með kynhvöt...
Hulda Katrín: Kynferðislega opinskátt efni sem felur í sér jafnræði og virðingu á milli einstaklinga er ekki klám. Það er bara allt annar handleggur... Ég hef kynnt mér aðeins hugmyndafræðina á bak við þetta "klám" sem þú vísar í... en hef ekki komist í tæri við það efni ennþá (þó ég hafi auðvitað séð kynferðislega opinskátt efni sem ég skilgreini ekki sem klám) en mér finnst mikilvægt að vekja athygli á því að sú hreyfing er sprottin út af misnotkun og niðurlægingu í mainstream klámiðnaðinum... konur sem yfirgáfu þann hluta til að búa til klám sem niðurlægði ekki konur.
Candida Royalle sem er þar fremst í flokki framleiðir t.d. eingöngu klám þar sem fólk notar smokka - nema ef um pör er að ræða.
Það er mjög mikilvægt að fólk velti einmitt fyrir sér mismunandi tegundum af "kynferðislega opinskáu efni" og detti ekki í þá gryfju að verja allan skalann á þeirri forsendu að þeim langar stundum til að sjá kynferðislega opinskátt efni... Langar samt að benda á að skv rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum var lang mest eftirspurn eftir klámi - þ.e. efni þar sem konur voru niðurlægðar og/eða beittar ofbeldi. Það er mjög truflandi.
Veit ekki alveg hvort ég á að svara þessu með smokkana, hjálpartækin og g-strengina... Finnst þetta næstum eins og spurningin frá Sigmundi Erni um hvort ég væri á móti kynlífi... (sem mér finnst vera spurning sem ætti frekar að spyrja klámhundana... enda klám og kynlíf gjörólík fyrirbæri). En svona af því að ég veit miðað við reynslu undanfarinna daga að það er svo mikið af fólki sem finnst hræðilegt að einhver skuli mótmæla klámi þar sem konur eru með smekk og pela eða hópnauðgað í hvert gat... þá er svarið við þessu einfaldlega það að smokkar eru nauðsynlegir bæði sem getnaðarvörn og til að koma í veg fyrir kynsjúkdóma. Mér gæti ekki staðið meira á sama hvort fólk vill nota hjálpartæki eða ekki - og skipti mér ekki af því hvort fullorðið fólk gangi í g-strengjum eða ekki - þó mér finnist í fínu lagi að ræða það að g-strengir eiga uppruna sinn að rekja til súlustaða í Flórída og þeir eru stundum taldir eiga sök á tíðri blöðrubólgu hjá konum.
Og að lokum - kynfrelsi - eða kynferðislegu frjálslyndi - er langt í frá náð eins og sést m.a. á hárri tíðni kynferðisofbeldis, tvöfeldni í viðhorfum til kynlífs kvk og kk, vinsældum kláms, klámvæðingar, vændi og mansali.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 1.3.2007 kl. 19:11
BDSM - stundað skv reglum BDSM flokkast undir skilgreininguna. Skv því myndi BDSM kynferðisleg opinskátt efni líka vera ok... en væntanlega mjög vandmeðfarið... Það eru líka margir aðrir þættir sem þarf að taka inn í myndina - s.s. klámvæðingin, staðalímyndir, ójöfn valdastaða kynjanna í þjóðfélaginu og þar fram eftir götum.
Ástæðan fyrir því að ég nota ekki orðið erótík yfir kynferðislega opinskátt efni er vegna þess að ég held ég myndi ekkert endilega flokka allt efnið sem erótískt þó það væri kynferðislega opinskátt... þó það væri ekki klám í mínum huga. Þýðir ekki að þetta myndi ekki skarast - en eins og einhver benti á þá getur það að skræla appelsínu verið erótískt... Erótík er s.s. ekkert endilega kynferðislega opinskátt efni í mínum huga og kynferðislega opinskátt efni sem er ekki klám er ekki endilega erótík heldur.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 1.3.2007 kl. 19:28
Í þessari tegund af klámi sem þú nefnir birtast þær brengluðu staðalímyndir af konunni sem kynveru sem miðaldakirkjan þróaði í sjúkleika sínum. Í fyrstu er konan hin hreina, saklausa meyja (skólastúlka, barnapía). Eftir að hún hefur haft samræði við karlmann er hún flekkuð, óhrein og jafnvel svo illa komin að vera orðin að einskonar hjálparkokki andskotans, sem vitanlega þarf að tyfta til að nái ekki völdum í heiminum. Karlmaðurinn er hins vegar aðeins fórnarlamb þeirrar djöfullegu girndar sem konan vekur honum. Eina björgun konunnar er sú að verða móðir, þá er henni aftur lyft á stall sem hreinni og göfugri. Ef hún á samræði við karlmenn án þess að getnaður eigi sér stað hlýtur hún að vera hóra, þar sem hún uppfyllir ekki lögmálið um að fjölga kyni sínu. Svo sannarlega má sjá það berlega í kláminu (og jafnvel hvergi eins glöggt og þar) að það eimir eftir af þessum miðaldahugarfóstrum í vestrænum samfélögum 21. aldar.
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2007 kl. 23:49
Ef þú vissir bara hvað frelsi einstaklings er
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 00:12
Og ef þú vissir bara hvað "svo framarlega sem það skaðar ekki aðra" þýðir...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.3.2007 kl. 00:59
Sumar kannanir er þannig upp settar að þær ber að hunsa. Hver er tilgangur þinn með könnun af þessu tagi? Hverju ertu að reyna að ná fram? Þessi vitleysa minnir mig á spurninguna sem ber að svara með jái eða neii: "Ertu hættur að berja konuna þína?"
Það hefur verið minnst á BDSM hérna. Sumir einstaklingar fá eitthvað út úr því og VILJA láta niðurlægja sig í kynlífi, bæði konur og karlar. Þar af leiðandi veldu þeir væntanlega seinni kostinn í könnun þinni. Þetta er minnihlutahópur, en í spurningunni er ekki minnst á að athöfnin feli í sér vilja beggja. Afhverju spyrðu bara ekki hvort fólk sé hlynt nauðgunum?
Sýndar eru bíómyndir með hrottalegum ofbeldisatriðum. Þær eru ekki yfirlýsing um velvild við slíku en ég er viss um að einhverjir sjúkir einstaklingar fá eitthvað annarlegt út úr því að horfa á slíkt. Sumir vilja banna svoleiðis myndir. Ef við bönnum allt sem er ógeðfelt þá verður sennilega fátt eftir en það sem verra er, er að slík bönn myndu kalla á að skipulagðir glæpahringir myndu anna þeirri eftirspurn sem fyrir þessum hlutum er. Það er nefnilega þannig að bönn uppræta ekki eftirspurnina. Þau fela hana bara. Er ekki betra að horfast í augu við staðreyndirnar, og hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi, frekar en að leggja upp í hendur skipulagðra glæpasamtaka kjörin bissnestækifæri?
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.3.2007 kl. 08:46
Svo er önnur og jafn vitlaus spurning þarna um hvort maður sé feministi. Hver er tilgangurinn með þeirri spurningu? Er hún kannski sú að, að næst þegar þú kemur með einhverjar umdeildar yfirlýsingar, að þá getir þú skreytt þig með tölum um hversu margir eru feministar? Allir eigum við karlpungarnir mæður, systur eða dætur og viljum hag þeirra sem mestan, til jafns við feður okkar bræður og syni. Ég persónulega vil ekki að jafnréttisumræðan sé bendluð við nafn þitt Katrín Anna, markmið hennar er einfaldlega of göfug á háleit til þess .
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.3.2007 kl. 08:58
Hvað er þessi Vilhjálmur Andri eiginlega gamall? 17 ára? Hann hefur allavega hroka á við andlega seinþroska ungling.
Afsakið, ég er ekki vön að vera svona dónaleg og Katrín ef þú vilt eyða kommentinu mínu þá máttu gera það. Hef bara séð mörg komment eftir kauða og öll eru þau jafn einfeldnisleg og uppfull af hroka.
Athugið að ég segi þetta ekki sem femínisti heldur sem vinstrimanneskja.
hee (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 09:34
Gunnar, þessir glæpahringir nýta sér þetta bisnisstækifæri nú þegar...
Greta Björg Úlfsdóttir, 2.3.2007 kl. 11:32
Já það er alveg rétt hjá þér Greta, glæpahringir eru víða, en við eigum ekki knýja alla starfsemi sem okkur líka ekki við til að starfa neðanjarðar. Við eigum að reyna að fækka lögbrjótum, ekki fjölga þeim. Sumt er betra að samþykkja og geta þá haft eftirlit með því.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.3.2007 kl. 11:49
Alltaf gaman þegar fólk mætir í heimsókn - illa upplýst og fordómafullt... og hljómar eins og rispuð plata þar sem allt þetta hefur verið rætt...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.3.2007 kl. 13:27
Gaman átti að vera innan gæsalappa...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.3.2007 kl. 13:27
Eins og ég nenni í rökræður við illa upplýsta og pirraða einstaklinga sem ekki þora að koma fram undir nafni... Sorrý - hef annað og betra við tímann að gera. Nenni kannski að rökræða við þig seinna þegar þú ert kominn í kurteisa skapið og búinn að fá nafn.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.3.2007 kl. 14:01
Neinei - Dharma. Auðvitað hefur þú rétt á að ráðstafa mínum tíma fyrir mig...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.3.2007 kl. 14:33
ég er alveg hjartanlega sammála Dharma.
Þetta þunglyndisvæl hjá ykkur feministum er að grafa undan kraftmiklum og sjálfstæðum konum. Væri nær Katrín að þú farir að einbeita þér að þínu hlutverki og ná árangri þar en ekki horfa á karlmenn sem æðri veru og væla sífellt hve þú átt erfitt og illa með þig farið.
Það er alveg spurning hvort bloggið eigi ekki bara að vera fyrir karlmenn og sjálfstæðar konur. Það er til stofnun fyrir konur eins og þig.
Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 17:30
Jæja, brandarakallirnr mættir á svæðið! Ekki fyndnir og einstaklega ókurteisir. Kenndi enginn ykkur mannasiði? Þið eruð allavega ekki viðræðuhæfir og ég mun henda áframhaldandi svona kommentum út... Nenni ekki að hafa hér einhverja skemmdarvarga sem koma í veg fyrir allar umræður. Hljómar eins og þið séuð 5 ára...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.3.2007 kl. 17:42
"Eins og ég nenni í rökræður við illa upplýsta og pirraða einstaklinga"
"Alltaf gaman þegar fólk mætir í heimsókn - illa upplýst og fordómafullt..."
"Nenni ekki að hafa hér einhverja skemmdarvarga sem koma í veg fyrir allar umræður. Hljómar eins og þið séuð 5 ára... "
Að ofan eru þín orð og þau dæma sig sjálf Katrín.
Veit ekki með aldur þinn en þroski svona c.a. 6 ára en þetta er bara gisk gæti verið yngra.
Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 18:01
Ég skora á alla sanna feminista, (þó manni fari að verða það óljúft að taka sér þetta orð feministi í munn) að mótmæla þessum talsmanni sínum. Hún ætti að hafa þetta blogg sitt á sínu einkanafni en ekki að sverta feminismann og jafnréttisbaráttuna með þessu bulli sínu
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.3.2007 kl. 18:13
Takk Eyja Og rétt hjá þér með ofur þolinmæðina (sem er nú reyndar brostin eftir törn undanfarinna tveggja vikna) - lokaði á þessa tvo 5 ára... og strokaði þar af leiðandi út spurninguna mína til annars þeirra, svona fyrst hann hefur ekki tækifæri til að svara... En ætla að láta kommentin þeirra standa í bili. Einhvers staðar verður fólk að sjá þessi viðhorf - sem poppa upp á yfirborðið af fullum krafti í kringum klámumræðuna...
Beini svo þeim tilmælum til þeirra sem ætla að skilja eftir komment að vera málefnaleg og kurteis í framsetningu. Annars gæti ég átt það til að vera með skítkast til baka, eyða út kommentum og loka á þá...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.3.2007 kl. 18:26
Nei, það er rétt Ætla að taka mér feðraveldið til fyrirmyndar og vera húsbóndi á mínu bloggi!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.3.2007 kl. 18:42
Komdu sæl Katrín Anna. Ég kem hér undir nafni og ekki feiminn við það. en vænt þætti mér um að heyra þín svör við spurningum Dharma því margar þeirra eru mjög málefnalegar og mjög eðlilegt að heyra þínar skoðanir við þeim.
Með kærri kveðju
Guðmundur H. Bragason, 2.3.2007 kl. 18:44
Rétt fyrirgefðu þetta er þitt blogg. Lét titilinn undir "höfundi" villa mér sýn. En þetta tilsvar þitt til Arnars, sem ég sé reyndar að þú hefur kippt út aftur, er ein grófasta persónulega árás sem ég hef orðið vitni að á bloggsíðum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.3.2007 kl. 18:47
Jesús minn Kata, þú verður að losa þig við þessa menn. Óalandi og óferjandi og alls ekki þess verðir að eytt sé í þá orðum. Ætla þó að taka það fram hér - þó þú vitir það vonandi mætavel mín kæra - að betri talskona fyrir Femínistafélag Íslands væri vandfundinn. Þú ert skúrkhetja sem á engann sinn líka!
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 22:32
Guðmundur. Mér þætti vænt um ef þú settir hér inn þær spurningar sem þú vilt fá svör við sjálfur. Ég nenni ekki að standa í að fara í gegnum komment frá manni sem byrjar á því að segja að Rauðsokkur hafi ekki verið jafnréttissinnaðar... Þvílíkur djókur...! Allavega einni af hans spurningum hefur nú þegar verið svarað í þessum sama þræði - sem sýnir að hann er ekki einu sinni að lesa það sem hér fer fram.. Flestum öðrum spurningum hefur verið svarað á einhverjum öðrum tímapunkti...
Sem sagt - kann vel að meta rólegt og málefnalegt innlegg frá þér en myndirðu vera svo vænn að koma með annað með kurteisislega orðaðum spurningum sem þú vilt fá svör við og ég skal svara þeim með glöðu geði!
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.3.2007 kl. 23:07
Komdu sæl Katrín
Greinilega mikið stuð á síðunni hjá þér þessa dagana
"Það er til stofnun fyrir konur eins og þig." Þetta er náttúrulega bara dónaskapur að láta svona út úr sér.
Get hins vegar ekki fundið neinn dónaskap í athugasemdum Dharma og á mjög bágt með að skilja afhverju þú vilt ekki svara honum. Sýnist hann bara bjóða þér í málefnalega umræðu sem þú ert greinilega ekki tilbúin í.
Segi þó eins og Guðmundur H., ég mundi endilega vilja sjá þig svara málefnalega þessum spurningum hans, þú kemur aldrei fólki til að skilja stefnu ykkar nema með því að svara spurningum þeirra sem spurja.
Það helsta sem er í athugasemdum Dharma sem mig langar að fá svar við er hvort sama gildi um karla og konur frá þínum sjónarhóli hvað strippara varðar og fegurðarsamkeppnir.
Virðingarfyllst
Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist, 2.3.2007 kl. 23:34
Sæll Ágúst.
Ég var síður en svo hrifin af komu Chippendales til landsins og aðgerðar vegna komu þeirra hingað voru ræddar. Hins vegar hittist svo á að tímasetning komu þeirra bar upp á tíma þegar þær 2 sem eru í forsvari fyrir staðalímyndahóp (og myndu þar af leiðandi skipuleggja aðgerðir) voru báðar vant við látnar - önnur veik og hin erlendis. Sjálf var ég úti á landi. Koma þeirra hingað til lands var engu að síður mikið rædd á póstlista Femínistafélagsins, ég bloggaði töluvert um komu þeirra hingað, skrifaði pistil í Viðskiptablaðið og fór í útvarpsviðtal á Rás 2. Þáttarstjórnendur femíníska sjónvarpsþáttarins Óþekkt mættu fyrir utan sýninguna og tóku viðtöl við konur sem mættu á staðinn.
Femínistar eru að sjálfsögðu jafn mikið á móti hlutgervinu karla og kvenna. Við höfum oft rætt stöðu karla í þeim málaflokki - og meira að segja verið með aðgerð út af Herra Ísland keppninni. Hún var þannig að við fjárfestum í jafnmörgum piparkökukarlamótum og keppendur voru margir. Bundum bleikan borða um mittið á þeim og nældum í merki sem á stóð "manneskja ekki markaðsvara". Dressuðum okkur svo upp og mættum á Hótel Íslands kvöldið sem keppnin fór fram þar sem nokkrir keppendur tóku við körfunni og komu gjöfinni til skila til allra keppenda. Með þessari aðgerð vildum við segja strákunum að þeir væru manneskjur en ekki markaðsvörur og hvetja þá til að láta ekki steypa sig alla í sama mótið. Séð og heyrt festi atburðinn á filmu svo þetta er til skjalfest.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.3.2007 kl. 23:44
Hvað BDSM varðar.
Ég sé að ég þarf að fara að koma BDSM-ritgerðinni minni til þín. Ekki til að þú getir svarað almennilega þegar spurningar því tengdu berast þér, því það gerir þú nú þegar, heldur þér til enn meiri fróðleiks. Ég á aðeins 2 eintök og þau eru bæði í láni. Mér er heldur illa við að senda hana á tölvutæku formi en lofa þér að þú ert næst á lánslistanum, eins og þú óskaðir.
Og öðrum til fræðslu. Til að kynlífshegðun eða hlutverkaleikir flokkist undir BDSM þarf að uppfylla skilyrði um öryggi (safe), meðvitund (sane) og samþykki (consensual) . Þetta eru viðmið sem notast er við um allan heim.
Hinsvegar er til fjöldinn allur af klámefni sem einhver hefur ákveðið að kalla BDSM til að reyna að höfða til þeirra sem það kunna að meta, svipað og að margar þessar horny housewives eru hvorki horny né housewives.
erlahlyns.blogspot.com, 3.3.2007 kl. 02:06
Í framhaldi af síðustu færslu.
Auðvitað væri slutty babysitters enn betra dæmi en horny housewives. En ég er að venju of fljót að ýta á Enter.
erlahlyns.blogspot.com, 3.3.2007 kl. 02:17
Þakka þér fyrir Katrín fyrir góð og upplýsandi svör, er ekki nærri eins óupplýstur og áður
Er það ekki í þínum verkahring að upplýsa fólk um störf og stefnu feminísta? Lítið gagn er að því að upplýsa þá sem upplýstir eru fyrir.
Skora á þig að fara í gegnum textan aftur hjá Dharma, loka á alla möguleika hjá sjálfri þér að hann geti móðgað þig og svara honum svo skýrt og skorinort eins og þú svaraðir mér
Vonandi hafa ekki margir sömu skoðun og Elísabet Ronaldsdóttir sem hún upplýsir hér að ofan
"Viðkomandi veit ekki hvað jafnrétti er og gerir sér ekki grein fyrir að það að jafna hlut kvenna getur eingöngu gerst á kostnað karla. Viðkomandi finnst það skelfileg tilhugsun."
Þarna er hún að tala um Dharma og kallar hann andfemínista.
Jafnrétti er aldrei á kostnað karla, það er jafnt hagur karla og kvenna að jafnrétti ríki. Kvenréttindabarátta getur hins vegar gegnið út í öfgar (eins og flest annað) og er þá ekki lengur jafnréttistbarátta og veit ég að það er álitið af fjöldamörgum í okkar þjóðfélagi að barátta femínista er komin á það stig, hvort sem það á við rök að styðjast eða ekki. En svona málatilbúnaður eins og hjá Elísabetu gefur slíku áliti vissulega byr undir báða vængi.
Ágúst Dalkvist, 3.3.2007 kl. 13:03
Sæll Ágúst.
Jú, það er mitt hlutverk að upplýsa um stefnu Femínistafélagsins og það geri ég með glöðu geði - þeim sem spyrja kurteisislega. Er búin að vera allt of þolinmóð gagnvart ýmsum dónum (sjá hér ef þú vilt forvitnast). Nú er svo komið að ég geri þá sjálfsögðu kröfu að fólk sé kurteist. Dharma hefur verið duglegur að setja inn komment á hin og þessi blogg og er með bæði frekju og yfirgang. Eins og Eyja orðaði það svo fínt - ég ætla að ekki að verðlauna hann fyrir frekjuna....
Þannig að ef þið langar að vita meira - endilega legðu fram spurningarnar á kurteisan máta og ég skal svara með glöðu geði
Elísabet (sem er ein mín allrabesta vinkona) er búin að svara þér varðandi þetta með að karlar þurfi að gefa eftir... Langar samt að bæta við - til fróðleiks - að þegar íslenskar konur fengu kosningarétt árið 1915 þá voru það aðeins konur 40 ára og eldri. Síðan átti aldursmarkið að lækka um eitt ár á hverju ári þannig að árið 1916 voru það konur 39 ára og eldri sem máttu kjósa, árið 1917 konur 38 ára og eldri og svo koll af kolli. Ein af þeim rökum sem voru gefin fyrir þessu fyrirkomulagi var að koma í veg fyrir að karla þyrftu að gefa eftir sín völd og deilda þeim til jafns með konum á einu bretti. Kosningaréttur kvenna þýddi sem sagt að karlar glötuðu sínum völdum - sem fylgir óhjákvæmilega þegar samfélag færist úr því að vera karlaveldi yfir í það að vera jafnréttissamfélag.
Danir redduðu okkur Íslendingum svo út úr þessu með aldursmörkin og árið 1920 fengu íslenskar konur kosningarétt til jafns á við karla - fyrir tilstilli Dana.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.3.2007 kl. 13:29
Alltaf gama að söguskýringum en svo ég haldi mig við klámið sem er svo skemmtilegt. Það eru allskonar hlutverkaleikir í gangi ( skilst mér
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.3.2007 kl. 15:01
Gunnar hefur þú skoðað eitthvað af því efni sem um ræðir?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.3.2007 kl. 15:18
Ah..átti ekki að ara alveg strax..en semsagt..
Alltaf gama að söguskýringum en svo ég haldi mig við klámið sem er svo skemmtilegt. Það eru allskonar hlutverkaleikir í gangi ( skilst mér ) Búningaleikir, nunnur munkar, löggur, jólasveinar. dýraleikir, ofbeldisleikir...æ ég kann ekki að nefna þetta allt en pointið er að þetta eru leikir. Og sumt af þessu er ekki okkar tebolli. Sumir líta á þetta sem krydd í e.t.v. dauflegt kynlíf hjá sér. Verum ekkert að skipta okkur af því. En við samþykkjum EKKI ofbeldi og barnaníð. Eitthvað babysitter dæmi í hlutverkaleik þarf ekki að vera annað en fantasía miðaldra karlmanna sem vilja upplifa einhverja nostalgíu frá gelgjuskeiði sínu. Fullyrt er að þáttakendur í leiknum hafi náð löglegum aldri. Ok ef svo er ekki ber að gera eitthvað í málinu. En að vera almennt að setja allt á annan endan fyrir þetta og eyða tíma sínum í að gera alla tortrygglilega kynferðisglæpamenn skilar bara engum árangri. Gott og vel, það er verið að hlutgera persónur, og sumir vilja það bara, af báðum kynjum.
Þið getið alveg verið á móti þessu, en ég held að árangusríkast fyrir ykkur væri að vera með fordómalaust kynningarstarf á sjónarmiðum ykkar en ekki að valta yfir alla, gera alla að glæpamönnum og hrekja þessi aumingjans grey í holur sínar, sem áhuga kunna að hafa á einhverju sem fer út fyrir "normið". Það á enginn að þurfa að skammast sín fyrir eitthvað sem er fullkomlega löglegt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.3.2007 kl. 15:22
Ertu að meina af þessu klámefni sem er í boði?
Jájá...hef ekki komist hjá því. En ég er meira svona fyrir að sjá ekki allt. Undirfataauglýsingarnar í H&M eru meira svona minn tebolli
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.3.2007 kl. 15:28
Gunnar - hlutverkaleikur er eitt - ofbeldi annað. Það hefur marg oft komið fram á þessari síðu að það efni sem sýnt var í tengslum við þátttakendur var oft á tíðum mjög ofbeldisfullt og viðbjóðslegt. Ekki eitthvað svona "typpi - píku" dæmi...eins og sumir vilja meina...
Svo ég taki sem dæmi - enn eina ferðina:
Barnapíurnar voru í því hlutverki að "leika" ungabörn. Þær voru með smekk sem á stóð "I love my daddy", pela og typpi í munninum sem var sagt að væri í staðinn fyrir "snuð". Það hefur vonandi ekki verið ætlun þín að klína því að miðaldra karlmenn að þeir stundi sér við þá iðju að fantasera um slíkt í einhverri nostalgíu?
Önnur dæmi voru þar sem konum var hópnauðgað á grimmilegan hátt - og kallaðar öllum illum nöfnum.
Enn annað dæmi um óléttar konur (kallaðar druslur með stóran maga) - þar sem "fantasían" gekk út á að fara varlega svo barnið myndi ekki meiðast. Enn ein fantasía miðaldra karlmanna????
Líka dæmi um karlkynskennara að refsa kvenkynsnemendum... Langar þig til að dætur þínar gangi í skóla til kennara sem liggja yfir svoleiðis efni og hugsa til þeirra með orðin tík og drusla efst á blaði?
Síðan er það efni eins og t.d. er að finna á vefsíðu íslenska þátttakandans þar sem kona er með 2 typpi í endaþarminum. Spyrðu hvaða lækni sem er hvort þetta sé leikur eða misþyrming á líkama sem viðkomandi kona mun aldrei jafna sig á.
Ég er búin að setja fullt af dæmum um ofbeldisfullt efni hér á þessa síðu - og annars staðar. Ég held einmitt að það væri ágætt ef þið sem eruð í vörn fyrir klámiðnaðinn tækjuð upp á því að ræða afstöðu ykkar til þessa efnis - því ég get svo sannarlega svarið það að ef viðhorf karlmanna eru þau að konur sem stunda kynlíf séu tíkur og hórur - og að kynferðislegt ofbeldi og hlutverkaleikir með börnum sé það sem þeir fantaseri um... þá er nokkuð víst að ansi margar konur munu missa á áhugann á "kynlífi" með þessum mönnum - einfaldlega af þeirri ástæðu að þetta er ekki kynlíf heldur kvenhatur.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.3.2007 kl. 15:34
Þú hefur aldeilis víða komið við.
Heldurðu að þér takist að uppræta þetta?
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.3.2007 kl. 15:38
En þessir hlutverkaleikir ganga sumir einmitt út á þetta. Það eru alskonar fantasíur í gangi. Kona getur haft þá fantasíu að vera riðið af 4 ókunnugum svertingjum með risastór typpi, en þær eru FANTASíUR. Önnur kona fantaserar kannski að gera það með annari konu, en gerið það heldur aldrei.Þær hafa oftast engan áhuga á að gera þetta í raunveruleikanum. Bara í fantasíunni.Og það fólk sem leikur í kvikmyndum þessar fantasíur, við verðum að gera ráð fyrir því að það geri það af frjálsum vilja. Þó það sé vont að fá stóra og marga þá gera sumar fleira en GOTT þykir. Og þó mannsal og barnaklám sé vissulega til þarna úti í hinum stóra netheimi, þá er bara ekki hægt að setja þetta allt undir einn hatt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.3.2007 kl. 15:48
Ætlarðu ekki að svara spuringunum?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.3.2007 kl. 15:51
Og ég veit svo sem að þú gerir það ekki..talar þarna einhversstaðar um erótík og fallegt kynlíf. En veistu...það er til fólk sem er ósammálaþér þar, og myndi kalla þig pervertíska siðspilta lauslætisgálu fyrir að láta þér þetta um munn fara á opiberum vetvangi. Skamm.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.3.2007 kl. 15:55
Ég ætla ekki að ritskoða hugsanir kennara í Menntaskólanum á Egilsstöðum sem kenna dóttur minni. Hef engan áhuga á að kafa ofaní persónulegar hugrenningar þeirra. Ef þeir eru að burðast með svona kenndir gagnvart nemendum sínum, þá það. En geri þeir tilraun til að framkvæma eitthvað dónalegt, þá er mér að mæta.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.3.2007 kl. 15:58
Þú ætlar greinilega ekki að svara spurningunum. Af hverju ekki?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.3.2007 kl. 15:58
Var ekki búin að sjá síðasta svarið frá þér þegar ég setti inn athugasemdina fyrir ofan. Þá ertu búinn að svara einni en þær voru fleiri.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.3.2007 kl. 16:00
Það er líka fullt af tölvuleikjum í gangi sem ég er ekki endilega sáttur við. Mitt hlutverk er ekki að banna öðrum að "njóta" þeirra. Ef ég tel að þeir séu óhollir fyrir mín börn þá vel ég eitthvað annað fyrir þau. Ég tala líka um þetta við þau og segi þeim hvers vegna ég vilji ekki að þau eignist viðkomandi leik.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.3.2007 kl. 16:08
En þú hefur aldrei sagst ekki vera sáttur við ofbeldið og barnatengingarnar í kláminu...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.3.2007 kl. 16:16
Hvað hélt ég að Elísabet væri að meina?
Fyrirgefðu Elísabet, var bara að benda þér á að það má mistúlka orð manna ef fólk leggur sig fram um það eins og þú virðist gera í hvað varðar Dharma. Hann var einfaldlega að benda á þessar öfgar sem margir telja að fylgi femínistum og þú kýst að snúa því þannig að hann sé andfemínisti. Komum sjálf fram af kurteysi, þá fylgja hinir á endanum með .
Ég bý á svæði þar sem ég held að ríki algjört jafnrétti.
Hér er kona yfir bankaútibúinu, kona yfir dvalarheimilinu, kona yfir skólanum, kona er oddviti, kona var sveitarstjóri, kona var prestur, kona yfir matvöruversluninni og svo mætti áfram telja. Kannski er það þess vegna sem mér kemur spánkst fyrir sjónir þær tillögur VG að setja í lög að helmingskipta á milli kynja á alþingi og stjórnir fyrirtækja.
Held að það séu ekki vandræðin að karlar vilji ekki að konur séu áhrifameiri í þjóðfélaginu. Held bara að það séu miklu fleiri karlar sem leggja hart að sér til að ná í áhrifamestu stöðurnar en þær konur sem hafa skelt sér í slaginn hafa mjög margar náð frábærum árangri.
Ágúst Dalkvist, 3.3.2007 kl. 16:20
Mér sýnist þú frekar búa við kvennaríki, Ágúst
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.3.2007 kl. 16:45
Auðvitað er ég ekki sáttur við ofbeldið eða barnatengingar í klámi. Whats your point!?
Ef um raunverulegt ofbeldi og barnaklám er að ræða þá er það lögbrot allsstaðar í heiminum. Og lögreglan er á höttunum eftir slíku.
Þið vilduð vera með aðgerðir í sambandi við Chippendale folana og fegurðasamkeppnir.
Báráttumarkmið ykkar eru einfaldlega alltof víðtæk. Þess vegna eru svona margir ósáttir við ykkur. Það er allt í lagi að vera með heimspekilegar vangaveltur um hlutgerfingu kvenna og karla, halda fyrirlestra og velta upp sem flestum flötum á þessu. En að stofna til múgæsingar vegna komu fólks hingað sem er í þessum klám bransa, er ómarkviss lýðsskrumsaðferð, sem er ekki til þess fallin að einhver vitræn umræða skapist um þessa hluti.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.3.2007 kl. 16:55
Hvernig var stofnað til múgæsingar í kringum komu fólksins? Með því að tala um bransann sem það er í og hvernig efni það er að selja?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.3.2007 kl. 17:38
Rétt Gunnar , við karlmenn verðum að fara að krefjast jafnréttis hérna
Ágúst Dalkvist, 3.3.2007 kl. 18:56
Jedúdamía, ég get nú ekki sagt að þetta sé hlutlaus skoðanakönnun. Þó sú fyrri sé nú skárri kemst samt hvorug skilgreiningin nærri sanni.
Ef ég gæti valið þann möguleika myndi ég skilgreina kynferðislegt frjálslyndi sem rétt hverrar manneskju til að tjá kynhegðun sína á hvern þann hátt sem henni þóknast án þess að vera dæmd fyrir það af þjóðfélaginu. Ef það gildir um samkynhneigða af hverju þá ekki gagnkynhneigða?
Sveitavargur, 8.3.2007 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.