Tekjur ekki nauðsynlegar

Sem betur fer eru þeir dagar liðnir þegar fólk þurfti að fara bónleið til bankastjórans, útlista nákvæmlega hvað þeim vantaði pening í og vera svo upp á náð og miskunn bankastjórans komin varðandi lán. Því miður eru hins vegar þeir dagar komnir að við erum komin akkúrat á hinn enda öfgana. Ég frétti um helgina að einn bankinn sendir bréf til þeirra sem verða 18 ára. Hamingjuóskir eru auðvitað við hæfi þegar fólk stígur sín fyrstu skref inn í fullorðinsárin. Hins vegar fylgir með hamingjuóskinni tilboð um 40.000 kr yfirdrátt á engum vöxtum í 3 mánuði. Þvílíkur happafengur fyrir fólk daginn sem það verður fjárráða - sérstaklega fólkið sem er í skóla, ekki með neinar tekjur heldur býr heima hjá foreldrum og er á framfærslu þeirra. Bankinn gerir nefnilega engar kröfur um tekjur... 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þökk sé fyrir því að markaðsfyrirtækin hafa áttað sig á því að konur stjórna sameiginlegum ráðstöfunartekjum (80% hlutfalslega) í samvistum/samböndum fólks og þannig eru markaðsfyrirtækjum ráðlagt að herja á kvennfólk auglýsingaáróðri sínum :)

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 14:53

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já þvílík gleði. Var akkúrat að skrifa pistil um þetta... en kannski ekki alveg á sömu nótunum! Annars eru börn líka skilgreind núna sem ansi áhrifaríkt afl á ráðstöfunartekjur - ráða víst oft hvaða tegund af bíl er keypt.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 27.2.2007 kl. 15:12

3 identicon

Það er samt ólöglegt að höfða til barna í auglýsingum hérna á Íslandi.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 15:22

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já en þau verða sífellt eftirsóknarverðari markhópur. Er einmitt búin að vera með bókina Born to buy lengi á náttborðinu mínu. Næ kannski að lesa hana í sumar Mæli annars með bókinni Branded fyrir áhugasama. Þar er aðferðarfræðin tíunduð - og sumt af því er very scary - eins og rúmlega þrítugar konur sem eru í vinnu við að vingast við vinsælar unglingsstúlkur, þykjast hafa áhuga á öllu sem þær gera (sækja m.a. skólaleikrit og þess háttar sem stúlkurnar leika í). Gefa þeim síðan alls kyns fatnað, fylgihluti eða annað frá fyrirtækinu þeirra í þeirri von að vinir stelpnanna kaupi síðan líka og svo koll af kolli. Pumpa þær líka um upplýsingar um kauphegðun, áhugamál og alls konar um vini þeirra. Margir áhugaverðir vinklar í þessu... eins og með bankanna sem lánar 18 ára sem eru á framfærslu foreldra 40.000 án vitneskju eða samþykkis þeirra sem borga brúsann. Veit ekki hvort þeim voru boðin sérkjör á yfirdráttarvöxtum eftir að 3 mán. runnu út en skv heimasíðu þeirra eru vextir fyrir námsmenn 18,5% en 23,5% annars. Þetta er ansi "sniðugt" til að fá fólk til að vera húkked á bankanum sínum...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 27.2.2007 kl. 15:29

5 identicon

Þegar menn rýna vel í markaðstengdan áróður er hálf óhungnarlegt hversu hnitmiðaður hann er. Það er hvergi sparað í þeim efnum enda kostaður af milljónum fyrirtækja útum allan heim.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband