Góðar fréttir

Þá er komið í ljós að ekki er um stefnubreytingu að ræða hjá Fréttablaðinu varðandi auglýsingar frá súlustöðum heldur var um mistök að ræða... sjúkkit!

Annars var ég í viðtali hjá Síðdegisútvarpinu út af kláminu í gær. Smelltu hér til að hlusta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þarna eru síður með klárar tengingar í BARNAKLÁM"...

Nú verðurðu að svara fyrir þetta...

Rúnar (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 12:42

2 identicon

http://feministi.blog.is/blog/feministi/entry/128090/ 

Þarf ekki að fá þessar stelpur í lið með ykkur, eða er klofningur á leiðinni innan femínista?

Sigríður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 15:52

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Nákvæmlega. Rúnar þú ert búinn að sjá þetta efni sjálfur. Ef þú áttar þig ekki á tengingunni við barnaklám áttu við stórt vandamál að stríða.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.2.2007 kl. 15:53

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Sigríður - öll þessi skrif á femnisti.blog.is eru nafnlaus og engin leið að vita hvort þetta eru strákar eða stelpur. Feminisminn inniheldur marga strauma og stefnur. Mér sýnist nú miðað við nýjustu skrif að viðkomandi aðilar hafi ekki mikla þekkingu á jafnréttismálum... Eru meira búin að átta sig á mainstream málunum - launajafnrétti og svona en vilja engar aðgerðir til úrbóta né taka á klámvæðingu og svo framvegis. Ef ég á að segja alveg eins og er þá lít ég á þessa síðu sem útibú frá Frjálshyggjufélaginu en sé ekki að hún eigi mikið skylt við femínisma. Allavega ekki enn sem komið er - en það er aldrei að vita nema þau dragi einhver tromp fram úr erminni þegar fram líða stundir...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.2.2007 kl. 16:11

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ég tók út eftirfarandi færslu frá feministi.blog.is:

Sæl Sigríður,

Ég vona að það sé nú ekki kominn upp klofningur milli femínista þrátt fyrir að við séum ekki sammála í þessu máli.

Eyja: þrátt fyrir að í klámmyndum sé oft settur upp leikþáttur þar sem stúlkur leika barnfóstrur með tíkaspena þá er langt frá því að um sé að ræða barnaklám. Við skulum forðast þetta.

Hér er t.a.m. ein slík síða sem gerir út á barnfóstrur en er ekki á neinn hátt tengt barnaklámi.

[linkur fjarlægður] 

Katrín, hvar er þessi tenging sem þér er svo oft tíðrætt um?

****

Ég vil ekki linka sem þessa inn á bloggið og mun fjarlægja þá alla.

Til ykkar hjá Feministi - þarna er glás af tengingum í barnaklám - segi það sama við ykkur og Rúnar - ef þið sjáið þær ekki eigið þið við vandamál að stríða. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.2.2007 kl. 16:14

6 Smámynd: Femínistinn

Við viljum byrja á að taka það fram að Femínistinn er hvorki útibú Frjálshyggjufélagsins eða tengt því á nokkurn hátt. Engin af okkur er skráð í í Frjálshyggjufélagið eða tengd stjórnendum þess á neinn hátt. Femínistinn aðhyllist frjálslyndan femínisma sem nánast allir róttækir femínistar viðurkenna. 

Þurfa allir femínistar í þínum augum að aðhyllast stefnu Femínistafélags Íslands til að teljast femínistar? Sóley Tómasdóttir  sem ég held að sé skráð í Femínistafélag Íslands skilgreindi Frjálslyndan Femínisma ágætla: http://soley.blog.is/blog/soley/entry/120744/

Við sjáum engar tengingar á barnaklám því það eru engar og þú getur því ekki bent á þær sjálf eins og kemur augljóslega fram í þessu "málefnalegu" svari þínu þar sem þú hefur tekið út tengilinn og sakað okkur um að eiga við vandamál að stríða.

Þú ert með tengilinn, við bíðum enn eftir að þú bendir á þessa tengingu.

Femínistinn, 20.2.2007 kl. 16:34

7 identicon

Ég á ekki við neitt vandamál að stríða. Eins og við ræddum þá var þetta auglýsing yfir í aðra síðu. Þegar þú segir "klárar tengingar við barnaklám" þá ertu að gefa í skyn að þarna sé síður sem tengja yfir í aðrar síður með barnaklám. Eða, sá sem hlustar á þetta viðtal án þess að hafa fylgst með hér myndi klárlega halda að hérna væri fólk á leiðinni sem væru glæpamenn. Þessi mynd með smekkinn, hversu ósmekkleg sem hún er, er ekki barnaklám. Ekki frekar en fertug kona með snuð í kjaftinu.

Rúnar (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 16:52

8 identicon

Ekki nema þú sért búin að búa til nýja skilgreiningu á barnaklámi sem hentar þér í þessari baráttu. Mér finnst líka ótrúlegt að spyrillinn hafi ekki rannsakað þetta sjálfur, þannig að hann hefði getað spurt þig hnitmiðaðri spurninga. Ótrúleg vinnubrögð í rauninni.

Rúnar (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 16:59

9 identicon

Eyja, ég skil ekki sjálfur hvaða þrám þetta á að þjóna, slíkt klám. Ef þetta fullnægir væntanlega ekki þörfum barnaníðinga svona skrípaleikur. Mér finnst þetta ósmekklegt, við getum alveg verið sammála um það, en það þarf börn til að þetta kallist barnaklám er það ekki?

Rúnar (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 17:03

10 Smámynd: Femínistinn

Ef einhver vill neita því að mynd af stelpu með smekk (eru barnfóstrur yfirleitt með smekk??? ekki þær sem passa fyrir mig, alla vega) og typpi uppi í sér sem sagt er vera snuð feli í sér vísun í barnaklám þá get ég svo sem lítið sagt til að breyta því.

Þú getur til dæmis rökstutt hvernig það tengist barnaklámi? Er túlkun sumra á þessari tegund kláms (að um sé að ræða vísun í barnaklám) sönnun á tengingu framleiðenda þeirra við barnaklám? Barnaklám er ofbeldi sem er ólöglegt og það eru því mjög alvarlegar ásakanir að saka einhvern um slíkt.

Femínistinn, 20.2.2007 kl. 17:06

11 identicon

Og fyrir utan það Eyja, er þessi mynd ekki hluti af efni þess þáttakanda sem er á leiðinni hingað til landsins og þetta vissi Katrín þegar hún fór í viðtalið. En hún ákvað samt sem áður að ýkja þetta svona upp til þess að fá sterkari viðbrögð. Þessi barátta ykkar er byggð á lygum og ekkert annað.

Rúnar (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 17:08

12 identicon

Og Eyja enn annað. "HUNGRY TEENGIRLS WHO DO IT WITH OLD GUYS. SUGARDADDIES AND THEIR DIRTY LITTLE WHORES, GRANDPAS AND THEIR BARELY LEGAL SWEETHEARTS"...

Hvernig tengist þetta barnaklámi? Bentu mér á það fröken og rökstyddu mál þitt.

Rúnar (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 17:20

13 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Þið nafnalausu aðilar sem standa á bak við feministi.blog.is og Rúnar. Síðan sem um ræðir inniheldur myndir af ungum, barnalegum stelpum sem eru settar í það hlutverk að leika barnapíur að leika ungabörn. Það er hrein og klár vísun í barnaklám og er stórhættulegt því verið er að kynlífsgera börn.

Það er virkilega óhugnaleg tilhugsun að vita að hér eru einstaklingar sem sjá ekki þá hættu sem börnum stafar af slíku efni. Ég skil vel að þið skulið allir vera hér nafnlaust enda myndi enginn heilvita maður láta aðra vita af svona hugsanagangi. Ég er allavega nokkuð viss um að konurnar í kringum ykkur eru ekki á sama máli og þið.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.2.2007 kl. 17:27

14 identicon

En aðilinn sem heldur þessari síðu úti ER EKKI Á LEIÐINNI HINGAÐ og hvað kemur þá þetta málinu við? Þú getur tönglast á þessu áfram þessum lygum þínum en það breytir því ekki að þessi síða hefur ekkert með þessa ráðstefnu að gera og er ekki á leiðinni hingað. Heldur þáttakandi sem er með auglýsingu frá þessum aðila á sinni síðu. ÆTLAR ÞÚ í alvörunni Katrín að vafra um einhverja síðu, finna einhverja tengla, sem vísa svo yfir í einhverja tengla, sem svo vísa yfir í aðra tengla, finna þar eitthvað sem þú getur kannski öskrað yfir og koma með þá ályktun að þarna sé glæpamaður á ferðinni sem átti byrjunarreit þinn í vafrinu.

Þetta er svo mikil endaleysa og svo svarar þú aldrei því sem skiptir máli. Þú haggar þér ekki úr holunni sem þú ert í.

Rúnar (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 17:33

15 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Óskar þú hefur ekki hugmynd hvað tilvísun í barnaklám er. Þar fyrir utan þá getur þú ekki sannað að stelpurnar á myndinni séu yfir 18 þannig að þér ferst að láta svona. Í sumum löndum er ekki einungis ólöglegt að vera með barnaklám heldur einnig vísanir í börn. Þið ættuð svo að geta asnast til að hugsa sjálfir um skaðsemi svona efnis í staðinn fyrir að hengja ykkur alltaf í hvað lögin segja - eru það ekki helstu rök frjálshyggjunnar að ef ríkisvaldið hætti afskiptum fari fólk að hugsa sjálfstætt og hafna því sem er ekki í samræmi við þeirra siðferðiskennd? Þið eruð allavega ekki góðir kandídatar í svoleiðis röksemdarfærslu - sýnið akkúrat að það er þörf á lagabókstafi sem tekur á öllu svona því annars muni fólk reyna að réttlæta þetta og verja sinn aðgang að því að skaða aðra. 

Rúnar - það að þátttakandi skuli vera með mynd af þessari síðu á síðunni sinni og tengingu yfir hana er fyllilega nægjanlegt. Þátttakendur sem hingað eru að koma eru að dreifa þessu efni - og ef þú lest íslensk hegningarlög þá er ólöglegt að dreifa klámi - ekki bara barnaklámi eða efni með vísanir í barnaklám heldur öllu klámi. 

Að þessum orðum sögðum þá lýsi ég þessari umræðu lokið. Ef þið hafið minsta snefil af siðferðiskennd þá komið þið ekki hingað aftur til að lýsa því yfir að svona efni sé í lagi eða skaðlaust. Ég nenni ekki að þrástagast á sama atriðinu aftur og aftur. Segi enn og aftur - ef þið ekki sjáið skaðsemina í þessu efni - leitið ykkur hjálpar en ég áskil mér rétt til að henda út athugasemdum með réttlætingu á þessum vibba.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.2.2007 kl. 17:41

16 identicon

Það er got að vita að fréttablaðið er aftur komið í sátt hjá þér.

En ef þú vilt vera samkvæm sjálfri þér þá ættir þú að sniðganga Fréttablaðið þar sem Fréttablaðið er hluti af stórri klámveitu sem meðal annars sendir klám óruglað inn á heimili landsins með einni sjónvarpsrásinni sinni.  Ásamt því að ekki er hægt að fá áskrift á nokkrar erlendar sjónvarpsstöðvar án þess að fá klámstöðvar með í pakkanum.

R (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 17:45

17 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

R: Það er mjög erfitt að ætla að sniðganga allt þar sem það myndi bókstaflega þýða að kona þyrfti að loka sig af. Ég dílaði við þessa dreifingu hjá 365 á nokkra vegu. Fyrir 2 árum fór ég og kærði bæði 365 og Símann fyrir dreifingu á klámi. Einnig er ég ekki með neina áskrift hjá hvorugu fyrirtækinu - en væri mjög líklega með fjölvarpið frá öðru hvoru fyrirtækinu að öðrum kosti.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.2.2007 kl. 18:37

18 identicon

Var svarinu mínu eytt af því ég kom upp um þig?

Rúnar (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 18:44

19 identicon

Þú ættir að athuga betur við hvaða fasistastefnu þú ert að kenna þig við. Þetta er það sama og ríkisstjórn Íslands gerði við Falun Gong hérna um árið og VG og fleiri hneyksluðst á. Enda var þar fólki meinað að koma hingað til lands og því hent í fangabúðir þó svo að það hefði ekkert gert af sér.

Núna er komið að fólki sem hefur valið sér það starf að vera nakið fyrir framan myndavélar og stunda kynlíf fyrir framan myndavélar. Og hvað gerist. Það á að banna því að koma því hingað til lands, jafnvel að fangelsa það þó svo að það hafi ekkert gert af sér (hljómar kunnulega ekki satt?). Þetta er auðvitað ekkert nema skoðanakúgun af verstu gerð og hefur ekkert með frelsi að gera. Þeim lygum og blekkingum sem beitt hefur verið í þessu máli munu seint gleymast af minni hálfu.

Það er grunnt á fasisimann hérna á landi. Og það er til skammar fyrir Íslendinga að svo sé. 

Ég set þetta á tvö blogg, nenni ekki að skrifa þetta sama upp aftur.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 18:54

20 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Þeim svörum sem var eytt var eytt vegna þess að þar var áframhaldinu réttlæting á þessum djöfullsins vibba. Ég var búin að segjast ætla að eyða svoleiðis athugasemdum - og að sjálfsögðu stóð ég við rétt, rétt eins og ég sendi að sjálfsögðu ábendingu á Barnaheill um þessa síðu - eins og ég á von á að margir aðrir hafi gert. 

Jón Frímann - þú gerir greinilega engan greinarmun á kynlífi, klámi og ofbeldi þannig að þú ættir að tjá þig sem minnst. Eina sem þú gerir er að gera sjálfan þig að fífli. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.2.2007 kl. 18:59

21 identicon

"Að þessum orðum sögðum þá lýsi ég þessari umræðu lokið". Ég kalla þetta rökþrot, þú vilt ekki ræða málið og þú getur ekki komið með sannanir fyrir þínu máli. 

Jón Frímann (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 18:59

22 identicon

Ég geri greinarmun á kynlífi, klámi og ofbeldi. Þannig að fullyrðingar þínar um annað um mína persónu flokkast ekkert nema rotin lygi af þinni hálfu.

Þetta er ekkert annað nema persónuárás af þinni hálfu, þar sem þú getur ekki rætt málið eða komið með sannanir fyrir þínum fullyrðingum. Enda hefur þú haft rangt við í þessari umræðu og það er þér til skammar og niðurlægingar. 

Jón Frímann (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 19:01

23 identicon

Jón Frímann, þú ættir að athuga betur við hvaða barnaníðstefnu þú ert að kenna þig við.

Nonni (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 19:06

24 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já einmitt Jón Frímann. Þú sem ert svona yfirmáta kurteis! Ég hef það þó allavega fram yfir þig að hafa kynnt mér það efni sem er á ferðinni varðandi þetta klámþing. Ég er búin að setja mörg dæmi um það hingað inn þó ég vilji að sjálfsögðu ekki setja linkana inn því ég vil ekki dreifa þessum viðbjóði. Það er þitt mál ef þú vilt verja þetta - en með því móti ertu líka að berjast fyrir ofbeldisfullu klámi, tilvísunum í barnaklám og örgustu kvenfyrirlitningu. Það er þitt mál en ég er ekki til í að rökræða um að þetta sé kannski bara allt í lagi - ekki frekar en ég er til í að rökræða við barnaníðinga um hvort barnaníð sé í lagi. Þér er frjálst að stofna þitt eigið blogg til að halda þínum skoðunum fram en þú ert ekki sérlega vel séður hér og eins og ég sagði áður - ég mun henda út öllum athugasemdum hér eftir þar sem tilvísanir í barnaklám er varið. Ef klámiðnaðurinn hefur náð svona algjöru hreðjartaki á ykkur og gert ykkur blinda á allt það ofbeldi og kúgun sem felst í þessu efni og hversu fjarlægt það er kynlífi, þá verðið þið að finna annan vettvang til að réttlæta það. Það verður ekki hér. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.2.2007 kl. 19:10

25 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

"ég mun henda út öllum athugasemdum hér eftir þar sem tilvísanir í barnaklám er varið."

Sett inn aftur fyrir þá sem ekki kunna að lesa.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.2.2007 kl. 19:36

26 identicon

ég held að það sé flækja í fasistunum hérna.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 20:33

27 identicon

"Þeim svörum sem var eytt var eytt vegna þess að þar var á framhaldinu réttlæting á þessum djöfullsins vibba.".. Svo það sé á hreinu var ég ekki að réttlæta eitt eða neitt. Finnst lélegt af þér að gefa í skyn að ég hafi verið að réttlæta "barnaklám" í eyddu svari þar sem fólk sér ekki hvað ég sagði.

Það sem ég sagði var að þú ýktir þetta í viðtalinu í útvarpinu en hefðir getað sagt sannleikann sem er: "Einn þáttakandanna er með tengil yfir í síðu sem að mínu mati er vísun í barnaklám". En þú lést líta út fyrir að þáttakandinn væri að hýsa barnaklám.

Rúnar (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 20:44

28 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

póteitó - pótató... hættu þessu Rúnar.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 20.2.2007 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 332714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband