12.2.2007 | 16:06
Ábyrgð og áfengi
Bann við áfengisauglýsingum er allt of oft brotið og það hefur verið ömurlegt að fylgjast með hverju fyrirtækinu á fætur öðru reyna að finna leiðir til að komast fram hjá lögunum. Hugsunarhátturinn einhvern veginn í takt við lögregluríkisshugsunarhátt - allt sem ekki er ólöglegt það er í lagi. Með þessu er ábyrgðinni varpað yfir á yfirvöld og enginn vill axla ábyrgð á eigin siðferði - eða siðferðisbrestum. Í mínum huga er einfaldlega rangt að herja á unglinga með áfengi. Þetta er samt stór markhópur og því miður fylgir klámvæðingin oft með. Nokkur dæmi sem ég man eftir:
1. Ölgerðin og kossakeppnin til að auglýsa Smirnoff og Jagermeister - Ölgerðin áttaði sig sem betur fer á því að þeir fóru yfir strikið og drógu sig tilbaka.
2. Ölgerðin og Egils Lite auglýsingin. Þarf varla að segja meira um það.
3. Tuborg og blautbolskeppnin.
4. Faxe: Besti vinurinn? Með mynd af litlum víkingi sem var að losa brjóstahaldarann á stelpu. Mjög auðveldlega hægt að lesa út úr þessu þau skilaboð að bjórinn hjálpi strákum að beita stelpur kynferðisofbeldi sbr misneytingarákvæði hegningarlaga (sem verður nauðgunarákvæði ef nýja frumvarpið hans BB nær í gegn).
5. Man ekki hvað bjórinn heitir - en þar er stákur - svo er sagt + bjór = vinir. Ömurlegu sálfræðihernaður sem beint er að ungum og óöruggum sálum.
6. Áfengisauglýsingar á alls kyn vefjum sem höfða til ungs fólks.
7. Cult Shaker og Bavaria. Auglýsingar Cult Shaker þóttu meira að segja of grófar í Danaveldi - þar sem klámvæðingin ræður ríkjum.
8. Thule auglýsingarnar.
Og listinn er mun lengri þó ég muni ekki eftir öllum í svipinn.
Skv upplýsingum á heimasíðu SÁÁ munu 27% kk og 11%kvk eiga við áfengisvanda að stríða á lífsleiðinni. Mér skilst að konur séu að draga á karlana hvað þetta varðar.
Þó ég sé ekki á móti áfengisneyslu per se og finnist fínt að fá mér vín eða bjór með matnum af og til þá er engin ástæða til að herja vísvitandi á ungan markhóp. Með auglýsingum er verið að hafa áhrif - og í þessu tilfelli er verið að herja á unga fólkið með drykkju. Það væri hægt að kalla þetta forræðishyggju - þ.e. markaðsaðilar að reyna að stýra drykkju unga fólksins - ekki í þá veru að þau forðist áfengi heldur þvert á móti til að fá þau til að drekka. Er það hlutverk sem fólk er almennt stolt af?
Rætt um börn og áfengisauglýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
4. Faxe: Besti vinurinn? Með mynd af litlum víkingi sem var að losa brjóstahaldarann á stelpu. Mjög auðveldlega hægt að lesa út úr þessu þau skilaboð að bjórinn hjálpi strákum að beita stelpur kynferðisofbeldi sbr misneytingarákvæði hegningarlaga (sem verður nauðgunarákvæði ef nýja frumvarpið hans BB nær í gegn).
Ég get ekki annað en hlegið yfir hugmyndafluginu og ruglinu í þér.
Ólöf (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 16:45
"4. Faxe: Besti vinurinn? Með mynd af litlum víkingi sem var að losa brjóstahaldarann á stelpu. Mjög auðveldlega hægt að lesa út úr þessu þau skilaboð að bjórinn hjálpi strákum að beita stelpur kynferðisofbeldi sbr misneytingarákvæði hegningarlaga"
Þú hlýtur að vera að grínast...
Andrea (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 17:47
Gerir Óskar sér grein fyrir hversu margar nauðganir hafa átt sér stað þar sem áfengi hefur verið við hönd!
Zóphonías, 12.2.2007 kl. 18:01
Ég er sammála þessum pistil hjá þér meira og minna, en kannski ertu að oflesa litla víkining, veit það ekki, ég var amsk ekki svona djúpur á því þegar ég sá þessa auglýsingu. Reyndar hef ég persónulega meiri áhyggjur af áfengis auglýsingunum sjálfum en klámvæðingunni.
Það sem ég vil sjá er að áfengisauglýsingar verði bannaðar með skýrari lögum, og þá mjög háar sektir og jafnvel missir á framleiðslu réttindum ef þau lög verði brotinn.
Ég vil að sjoppur, ruslfæði, nammi, sykraðir ávaxtasafar, gosdrykkir (líka sykurlausir því þeir eru ekkert skárri, en þá á eg ekki við kolsýrt vatn) og fleira í þessum dúr verði bannað að auglýsa fyrir klukkan svona 10 eða 11 á kvöldin, svo að þessar óhollustu auglýsingar nái ekki til barnana okkar á þeim árum sem hollusta og næring er þeim hvað mikilvægust.
sigfus (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 18:11
Sumar þessara auglýsinga eru ekki klámvæddar. Thule auglýsingarnar eru t.d. margar hverjar mjög skemmtilegar - engu að síður vert að gera athugasemd við þær sem áfengisauglýsingar og að höfða á ungan markhóp.
Varðandi Faxe dæmið þá finnst mér það borðleggjandi og ekkert til að grínast með. Ef auglýsingin er skoðuð þá eru 3 aðilar á myndinni. Stelpa og strákur og svo lítill víkingur. Víkingurinn er fulltrúi Faxe "besti vinurinn". Hvaða hlutverki gegnir hann? Hans hlutverk að ná dömunni úr fötunum. Nú er þá spurning - er það vegna þess að stelpan þorir ekki úr fötunum ódrukkin eða er það vegna þess að stráknum tekst að ná henni úr fötunum með því að fylla hana fyrst - og fá hana þannig til að gera eitthvað sem hún ekki myndi gera edrú? Þessi tenging er mjög varhugaverð - sbr frasinn sem oft er notaður, og mörgum finnst því miður fyndinn, sem sagt að tala um að fylla stelpur til að fá þær í bólið. Með því að auglýsa á þennan hátt er Faxe að normalisera og styrkja þennan hugsunarhátt í sessi.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.2.2007 kl. 18:57
Kannski þorir strákurinn ekki að spyrja hvort hún vilji úr fötunum. Ef ég reyni að lifa mig inn í gamla tíma og nýja og greina það fylleríssamfélag sem ég hef búið í sýnist mér þetta langoftast vera vandinn. Og það á líka við um konur. Þær fara fullar á karlafar eins og karlmenn á kvennafar. Tíðnin er sennilega hærri meðal karlmanna, en jafnan á við bæði kyn.
Mér finnst allavega gróft að túlka þetta einhliða sem ábendingu um kynferðislegar þvinganir.
Annars er auglýsingin klaufaleg, einmitt vegna þess að hún býður þér upp á að túlka hana svona.
Árni Gunnar Ásgeirsson, 12.2.2007 kl. 20:27
Skilaboðin í auglýsingunni má túlka á nokkra vegu - t.d. eins og þú setur fram. Breytir því ekki að hin túlkunin er líka til staðar og það er mjög óábyrgt að auglýsa á þann hátt.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.2.2007 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.