Konur á toppnum

Nú er búið að velja konu sem næsta rektor Harvard. Mér finnst það mjög flott - sérstaklega í ljósi þess að fyrrum rektor var mjög yfirlýsingaglaður um meinta vangetu kvenna í raungreinum. Það er ekki skólanum til framdráttar ef slík viðhorf eru ráðandi á toppnum. 

Hér heima hafa líka borist ýmsar jákvæðar fréttir af ráðningum kvenna á toppinn. Þær sem ég man eftir í fljótu bragði: Birna Einarsdóttir var ráðin framkvæmdastjóri hjá Glitni, Ellý Katrín var ráðin forstjóri Umhverfisstofnunnar og Eva Magnúsdóttir var ráðin forstöðumaður heildsölusviðs Símans. 

Nú fer að styttast í aðalfundartímabilið og þá verður spennandi að sjá hvort fyrirtæki ákveði að vera skynsöm og velja bæði kyn til stjórnarsetu :)

ps. Var að komast að því að til er bandarískt fyrirtæki sem heitir Glitnir Ticketing. Væri gaman að vita hvernig þeim datt nafnið í hug...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Ég má til með að leggja orð í belg, konur eru jafningjar karla það er staðreynd, konur eru sífellt að sækja fram á vinnumarkaði sem er af hinu góða, hef haft frábæra konu sem yfirmann og þakka fyrir það, við erum ekki mörg sem skörum framúr en konur eru síður færri en karlar, kannski er þetta eitthvað sem sumir karlar geta ekki sætt sig við en það eru að öllum líkindum menn sem eru aldir upp við karlaveldi á eigin heimili, ég er sjálfur alinn upp af einstæðri móður sem var ekki létt verk á sínum tíma og á fjórar dætur sem hafa gert góða hluti í lífinu og hafa reynst gamla karlinum sínum rósin í hnappagatið, karlar komið niður af ykkar háa hesti og sættist við jafninga ykkar, reyndar vil ég ekki líkja þér við Kolbrúnu H., þú átt betra skilið.

Pétur Þór Jónsson, 14.2.2007 kl. 21:37

2 Smámynd: Þorsteinn Guðmundsson

Mér finnst svolítið merkilegt að þú skulir segja þetta vegna þess að ég hef svipaða sögu að segja. Ég er alinn upp af móður minni og ömmu að mestu leyti og ég man að það kom mér á óvart þegar ég heyrði af því á sínum tíma að konur stæðu ekki jafnfætis körlum í mörgum málaflokkum. Ég hélt alltaf að það hallaði frekar á karlmenn og konur réðu öllu. Ætli það séu ekki bara fullt af svona strákum til.

Þorsteinn Guðmundsson, 14.2.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband