Tækifæri á tveggja ára fresti

Þá er Geir Þorsteinsson orðinn formaður KSÍ. Ætli það sé ekki kvenlegast að óska honum til hamingju með sigurinn Smile Ég játa að ég er hissa á að Jafet skyldi ekki hafa fengið fleiri en 29 atkvæði. Ég einhvern veginn ímynda mér að hann hafi verið sóttur af andstæðingum Geirs til að fara í formanninn. Baklandið og andstaðann hefur þó ekki verið meiri en 32 atkvæði, allt í allt. 

Halla fékk 3 atkvæði. Það er eiginlega í samræmi við upphaflega væntingar. Auðvitað hefði verið gaman að sjá hana fá fleiri atkvæði - og ég er sannfærð um að ef efnt hefði verið til þjóðaratkvæðagreiðslu um formannsembættið hefði hún unnið - í það minnsta verið mjög nálægt því. Það sem hefur verið einna merkilegast við framboð Höllu er sá gífurlegi stuðningur sem hún hefur fengið víðs vegar að úr þjóðfélaginu. Það sýnir svart á hvítu að Eggert hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði í viðtali við Morgunblaðið að þeir KSÍ karlar hefðu ekki áttað sig á tíðarandanum í þjóðfélaginu varðandi að þjóðfélagið vildi jafnrétti í boltanum. Orðin voru viðhöfð í því samhengi að það hefði verið gáleysi af hálfu KSÍ að hafa mismunandi dagpeninga í kvenna- og karlaboltanum. Sömu laun fyrir sömu störf voru ekki búin að ná inn á borð til þeirra þrátt fyrir að lög þess efnis hafi verið samþykkt árið 1961. Vonandi hefur kosningabaráttan um formannsembættið leitt til þess að Geir hafi uppgötvað að áframhaldandi gáleysi og vanmat á tíðarandanum gengur ekki hjá KSÍ.

Beta skrifaði brilliant pistil um tíðarandann í boltanum sem er vert að rifja upp af og til. Það er margt fleira en kvennaboltinn sem þarf að spá í...

Halla getur gengið sátt frá þessari kosningabaráttu. Hún hefur staðið sig eins og hetja og tæklað þetta eins og sannri fótboltakonu sæmir. Eftir stendur að framboðið er ein jákvæðasta og skemmtilegasta aðgerð í jafnréttismálum síðustu ára. Þó þetta hafi ekki tekist núna þá koma ný tækifæri á tveggja ára fresti í boltanum LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

amma þín er femínisti.

Óskar (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 20:19

2 Smámynd: Zóphonías

Og hvað kemur þá feministum við Óskar????
af þessari skoðun þinni má álykta að feministar ættu að láta strippstaðina bara í friði, hætta að reyna fjölga konum í Hæstarétti og kannski bara hætta að þrátta við kallana að eilífu ? Endilega deildu með okkur hvað þér finnst að feministum aka. Jafnréttissinnuðu fólki komi við???

Zóphonías, 11.2.2007 kl. 20:36

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já það er alveg skírt að karlarnir hjá KSÍ vilja halda sambandinu sem karlaveldi... Það eru hvorki ný skilaboð né skilaboð sem koma á óvart. Fyrir 100 árum var líka heill hellingur af körlum sem ekki vildu leyfa konum að fá kosningarétt og vildu meina að konur ættu ekkert upp á dekk. Það þýddi ekki að þeim yrði að ósk sinni - ekki frekar en þér.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.2.2007 kl. 20:38

4 identicon

Þessi kostningar barátta virðist hafa farið drengilega fram, maður hefur amsk ekki heirt af neinum leiðindum. Vona að íslendingar geti þá eitthvað í fótbolta á komandi árum.

sigfus (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 11:43

5 identicon

Spurning hvort það ætti ekki að byrja á grunninum í að jafna jafnrétti kynjanna í fótboltanum?  Hvernig væri þá að konur byrjuðu að mæta í meira á völlinn?  Hvernig væri að konur fórnuðu tíma sínum í sjálfboðastörf fyrir íþróttina?  Stúkan er tóm á kvennaleikjum, og fáar sem engar konur tilbúnar að fórna tíma sínum fyrir félögin. Þær sjást einungis í kringum yngriflokka þar sem börnin þeirra eru þátttakendur. 

Þetta er karlaveldi af því að áhugamenn eru að miklum meirihluta karlmenn, og stjórnarmenn félaganna sem eru að þessu í sjálfboðavinnu eru meira og minna karlmenn.  Ef konur hafa allt í einu svona mikinn áhuga á fótbolta, hvernig væri að sýna hann í verki, ekki bara ætlast til þess að taka við stjórninni af því að ein rétti up hönd.

Halla var annars flott í framboði, en reynsluleysi aftraði henni frá því að ná betra kjöri, ekki kyn.  Halla gæti vel átt framtíðina fyrir sér innan hreyfingarinnar, þyrfti samt líklega að byrja á sama stað og aðrir, í sjálfboðavinnu innan aðildarfélags.

Skarphéðinn (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 332715

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband