Eitt lítið skref

Nú á að færa biblíuna aðeins nær nútímanum með því að þýða hana betur en áður var gert. Dæmi um breytingar:

"Verið góðviljaðir" verður "Verið góðviljuð"

"Fúsir til að fyrirgefa hver öðrum" verður "Fús til að fyrirgefa hvert öðru"

Ég get ekki betur séð en að þessar breytingar séu til batnaðar. Nema auðvitað að karlmenn vilji hafa það frátekið fyrir sig að vera góðviljaðir og fúsir til að fyrirgefa. Við konurnar getum þá bara haldið áfram að vera grimmar og langræknar Devil

Annars merkilegt að fylgjast með þeim bloggum sem eru komin um málið - andstaðan mætt strax á svæðið, enda ófyrirgefanleg synd að tala ekki endalaust í karlkyni. Skiljanlega, því allt í einu er karlkyninu ekki gert hærra undir höfði - eins og vera ber í þjóðfélagi sem byggir á að karlar séu við völd og konur valdlausar.

Það ber líka nokkuð á því að bloggarar segi að nú eigi að tala um "það guð". Er það málið? Ég sá það ekki í fréttinni. 

Af þeim bloggum sem ég er búin að sjá um málið er ég hrifnust af innleggi Púkans.  Það er nóg eftir af karlrembu í biblíunni þó orðfærið sé lagað á stöku stað. 


mbl.is „Biblía 21. aldarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SM

það er satt, einhverjir hljóta að engjast um af kvölum útaf þessu að konur séu viðurkenndar.  og það er gott.

SM, 9.2.2007 kl. 15:03

2 identicon

 Nú er ég einstaklega lítil áhugamanneskja um Biblíuna -en mig langar að vita hvernig boðorðin 10 verða þýdd. Verður kannski áfram bara bannað að girnast konu nágunga síns? Ég get ekki séð að boðorðin banni manni að girnast mann nágunga síns þannig að í þessu tilfelli búa gagnkynhneigðir karlmenn og lesbíur við strangari siðareglur heldur en gagnkynhneigðar konur og hommar. :)

hee (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 15:20

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Efast um að þess hafi verið breytt. Held þér sé áfram leyfilegt að girnast mann nágrannakonu þinnar eins og þig lystir... eða aðrar eigur hennar, ef út í það er farið. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.2.2007 kl. 15:24

4 identicon

Ég segi nú bara mikið var. Það segi ég satt að ég mun halda það hátíðlegt að nýja þýðingin komi út.

Loksins loksins loksins fæ ég að vera með. Að orð Jesú séu á tungumáli beggja kynja hefur óendalega mikla þýðingu- ég gæti trúað að (sumt) fólk gerði sér kannski ekki fulla grein fyrir því hvernig það er að fá loksins í gegn að það sé líka talað til okkar kvenna, við erum jú ca 50 % af þeim sem hann dó fyrir.

Jesú Kristur var ekki á móti konum, heldur sneiddi fram hjá mörgum viðteknum venjum í sínu samfélagi og talaði við konur af ýmsum stéttum með allskonar bakgrunn- hann taldi sig greinilega ekki yfir það hafinn. Ég tel líka mikilvægt að skoða út frá sögulegu samhengi og samfélagsgerðinn sem N.T var skrifað í. 

Jesú rockar ! En fylgjendurnir mættu taka hann betur sér til fyrirmyndar oft á tíðum

Elín Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 15:29

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Neðar á síðunni þinni skrifar þú:

"Nýtt framboð felur í sér áhættu og eðlilegt að sumir séu hræddir við að framboð styrki núverandi stjórn í sessi - þessa sem hefur komið stóriðustefnunni í framkvæmd. "

Sumir? Eru kannski bara karlar hræddir við framboðið? Væri ekki réttara að segja: "...og eðlilegt að sum séu hrædd við að framboð..."?  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.2.2007 kl. 15:31

6 identicon

Ég veit ekki betur en að konur og karlar séu bæði menn þ.a. þetta er óþörf breyting. En hvaða orð kemur, í framtíðinni, í stað orðsins "móðurmál"?

Ásgeir

Ásgeir (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 15:32

7 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ásgeir: Það er kannski hægt að skipta reglulega út og segja "föðurmál" og "móðurland" í staðinn fyrir föðurland og móðurmál?

Kynjað tungumál er viðtekið og gott að skapa umræðu um það. Mér reynist ekki auðveldara en öðrum að sneiða hjá því - og þess vegna sést stundum "sumir" og þess háttar orðfæri. Maður segir bara svona stundum - og stundum segir kona frekar kona... Tekur tíma að breyta og venjast nýrri hugsun. En mér finnst miklu rökréttara að biblían segi að við eigum að vera góðviljuð frekar en góðviljaðir. Ég finn mig oft ekki í öllu þessu karlkyns tali... og það á við um fleiri. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.2.2007 kl. 15:41

8 identicon

Það er rétt að tungumál er einn veigamesti þáttur  í menningu þjóða og því ætti ekki að hræra í því og t.d. blanda saman lífræðilegu kyni og málfræðilegu. Þúsunda ára hefð á ekki að breyta eftir týskustraumum. Ég vona að þessari skoðun minni, varðandi móðurmál okkar, verði ekki blandað við jafnréttirsbaráttu.

Góða helgi, Ásgeir 

Ásgeir (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 17:31

9 Smámynd: Ibba Sig.

Híhí, Ásgeir. Tungumálið hefur alltaf fylgt tískustraumum. Dönskuslettur voru t.d. mjög áberandi um tíma og nú er enskan út um allt. 

Þar að auki er baráttan fyrir jafnrétti kynjanna ekki tískustraumur. Hún hefur staðið í langan tíma og mun halda áfram þar til sönnu jafnrétti verður náð.

Við hvað ertu hræddur? 

Ibba Sig., 9.2.2007 kl. 18:50

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi vesalings karlpungarnir! Ekkert mega þeir eiga í friði... Nú á að rífa af þeim fótboltann og Guð! Endar ábyggilega með því að við neyðum þá til að ganga í pinnahælum og pilsi einn dag í viku

Heiða B. Heiðars, 10.2.2007 kl. 11:15

11 Smámynd: Fræðingur

Til hvers að upphefja rit sem boðar kúgun kvenna?

Fræðingur, 10.2.2007 kl. 14:00

12 identicon

Já það er gott að femínistar kunna að einbeita sér að réttum hlutum í baráttusinni, eins og hvort sé talað um ótilgreint fólk eftir því að öll séum við menn eða að setja eigi alla í hvorkyn, og að setja upp rauðar og grænarkonur, á gönguljósum, þurfti nokkuð að skifta, gat þetta ekki bara verið kona í buxum, eða eruð þið rauðsokkurnar hættar að ganga í þannig og komnar í pils og kjóla. Nei held ekki.

En svo eruð þið hissa á því að margar konur hlægi að vinnuaðferðunum hjá ykkur.

Lengi lifi jafnréttið (ekki kvennréttið)

sigfus (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 11:56

13 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Sigfús þú ert yndisleg Bið að heilsa manninum þínum. Er hann nokkuð óléttur?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.2.2007 kl. 12:25

14 identicon

Já ég skal skila því til kvennmannsins míns.

sigfus (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband