9.2.2007 | 11:09
Hvort er markmiðið að börnin séu mjó eða heilbrigð?
Ég get ekki séð að þessi börn þjáist af offitu. Þetta orðalag "offita" er ekki nógu gott orð og því þarf að skipta út. Ef börn hreyfa sig of lítið þá er það vandamál en það er algjör óþarfi að búa til fordóma gagnvart fitu. Þetta er kannski enn eitt dæmið um hversu órökrétt hugsun mannfólksins er. Fitan er þægilegur mælikvarði af því að hún sést. Hún er hins vegar ekki réttur mælikvarði því í raun og veru sést ekki utan á börnum hvort þau séu að hreyfa sig nóg eða ekki. Þau geta verið tágrönn. Sama á við um fullorðna fólkið. Granna fólkið er ekki endilega að borða hollt og hreyfa sig nóg og feita fólkið að borða óhollt og hreyfa sig ekki neitt.
Stór hluti ungra barna er þegar farið að spá of mikið í megrun. Þegar áherslan er á fituna en ekki heilsuna er hætt við að leiðirnar til að losna við (eða forðast) fituna verði óheilsusamlegar. Það þarf því að spá í hvert markmiðið er:
1. Er markmiðið að börnin séu mjó?
2. Er markmiðið að börnin séu heilbrigð?
Ef svarið er nr. 1 - þá er það útlitsdýrkunin sem ræður för en ekki heilsan.
Ef svarið er nr. 2 - þá á orðalagið að endurspegla það. Fréttin ætti þá að snúast um að "Gáfnahjól" væru notað til að tryggja börnum hreyfingu sem er nauðsynleg heilbrigði.
Gáfnahjól til höfuðs offitu barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Heilbrigði og holdafar eru tengdir hlutir.
Ef þú ert feitur ertu í meiri hættu á að fá hjartasjúkdóma og eymsli í bak og fætur.
Kristín (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 11:15
Offita er skilgreind sem það mikil fita að hún er farin að hafa neikvæð áhrif á heilsu manneskjunar.
Að berjast gegn offitu er ekki "útlitsdýrkun".
Dæmið sem þú tekur um Gáfnahjólið er ekki heldur rétt. Tilgangurinn er ekki sá að auka hreyfingu of feitra barna heldur það að minnka fituna.
Af hverju ætti það að vera eitthvað skammarorð?
Kalli (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 11:22
Vegna þess að verið er að búa til fordóma gagnvart fitu. Þeir eru þegar til staðar og afleiðingarnar sjást víða. Það er mikilvægt að aðgreina fitu og heilbrigði. Það er til dæmis mjög óhollt fyrir líkamann að fara í megrun. Ef áherslan er á fitu en ekki heilbrigði leiðir það til þess að margir grípa til mjög óheilsusamlegra úrræða við að losna við fituna - margar þeirra leiða meira að segja til meiri fitu.
Hversu margir þjást í raun og veru af offitu?
Grannt fólk fær líka hjartaáfall, borðar óhollan mat, hreyfir sig of lítið. Það er búið að spyrða of rækilega saman:
fita = óhollt
grannur = heilbrigði
Síðan eru alls kynns dygðir og lestir tengd við holdarfar - þeim sem tekst að halda sér grönnum eru með sjálfsaga - hinir ekki og þar fram eftir götum...
Pointið er að heilbrigði og holdafar eru ekki eins skyldir hlutir og flestir vilja meina - og eins og haldið er fram í orðræðunni. Þess vegna er mikilvægt að skilgreina markmiðið. Er það að börnin séu heilbrigð eða að þau séu mjó? Ef það er heilbrigði þá á umræðan að snúast um það. Þegar umræðunni um útlitsdýrkun er splæst saman við umræðunni um offitu geta áhrifin verið skelfileg - eins og sést nú þegar. Þess vegna þarf að snúa þessari þróun við. Hætta að horfa á kílóafjöldann og spá meira í heilbrigði.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.2.2007 kl. 11:32
Þú ert að taka þetta aðeins of alvarlega. Það hefur mikið verið fjallað um offitu barna á Vesturlöndum= börn sem eru ALLTOF feit, ekki búttuð. Hefurðu séð myndir af bandarískum börnum sem þjást af offitu? Sammála því að það að vera feitur eða búttaður er ekki að þjást af offitu, en það er samt það sem simmons er að tala um á myndskeiðinu. en börn mega alveg vera búttuð. Þetta snýst ekki um útlitsdýrkun, þessi börn eiga á hættu að fá sykursýki snemma á ævinni og aðra kvilla.
Helgi (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 12:46
Já en pointið er að það er ekki út af fitunni heldur einhverju öðru - getur verið hreyfingaleysi, óhollt mataræði, megrun... Fókusinn á ekki að vera á fituna heldur á heilsuna. Það er löngu tímabært að skoða þetta í samhengi.
Fyrirmyndir ungra stúlkna eru t.d. ekki konur í eðlilegum holdum heldur konur sem eru undir kjörþyngd. Ungum stúlkum er kennt að fita sé einn af höfuðóvinunum. Það leiðir til þess að margar stúlkur eru í stanslausri megrun því ekki má sjást eitt einasta gramm af fitu + sjálfsmyndin bíður hnekki ef þær eru ekki ekki eins og tálgaðir tannstönglar. Að setja þessa umræðu síðan saman við offitu umræðuna í einhverjum "heilbrigðistilgangi" er eins og að setja olíu á eld.
Þess vegna endurtek ég enn eina ferðina - áherslan á að vera á heilsu en ekki kílóafjölda. Áherslan á kílóafjölda er bæði óheilsusamleg og röng. Tek svo fram að ég er ekki að taka þetta of alvarlega... er ekki sjens að þú sért ekki að taka þetta nógu alvarlega?
Ef mælikvarðinn er þannig að fólk horfir á grannt fólk og hugsar "já þessi er við góða heilsu" en horfir svo á fólk sem er með aukakíló og hugsar "óheilbrigður lífsstíll" þá er mælikvarðinn rangur. Vissulega er til feitt fólk sem er ekki í sínu besta formi - en það á við um fjöldann allan af grönnu fólki líka. Mælikvarðinn er rangur og hluti af vandamálinu er að það er alltaf verið að "kenna" okkur að nota þennan mælikvarða.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 9.2.2007 kl. 13:00
Sæl KÁG
Það er m.v. að BMI = 30 = offita, ananrs er talað um ofeldi og slíkt. Offita má alls ekki vera feimnismál, það er ferlegt og hið besta mál að geta talað beint út um hlutina eins og þeir eru. Vissulega er fita (offita) alvarlegt vandamál. Á Doktir.is er að finna þessar skilgreiningar:
BMI undir 19 vannæring
BMI 19 - 26 heilbrigði
BMI 27-30 ofeldi
BMI yfir 30 offita
Sjálfum finnst mér sárasaklaust að tala um offitu t.d. strax við BMI = 27 en Heilbrigði er s.s. skilgreint á bilinu 20-26.
Sjálfur er ég með BMI = 40 og er því greinilega of feitur og hika ekki við að segja það. Vona að Fita verði ekki bannorð einhverra hópa!
Kær kveðja
Sveinn V. Ólafsson
Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 13:26
Fleiri rannsóknir haf sýnt betri fylgi á milli magamál ( waist circumference ) enBMI við heilsu. Ef einhver sem er of feitur skiptir fitu út fyrir vöðva getur MI samt verið óbreyttur. Ég er sammála Katrínu í aðalatriðum en tæpi í minni færslu á öðrum hlíðum svo sem umhverfið og hversu hvetjandi það sé fyrir hreyfingu
Morten Lange, 9.2.2007 kl. 13:46
..."BMI samt verið óbreyttur" átti þetta að vera. Sorrí
Morten Lange, 9.2.2007 kl. 13:48
Afar góður vínkill á umræðunni. Það er töluverður munur á barni sem er þétthold og vöðvamikið í góðu formi. Þau börn verða því miður fyrir aðkasti. Eins börn sem eru of grönn þau verða oft fyrir mikilu aðkasti bæði að illa upplýstum fullorðinum og börnum. Þrátt fyrir að oftar en ekki liggja ríkar ástæður fyrir að börnin sé of grönn s.s veikindi.
Halla B. þorkelsson (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 12:16
Sveinn ég get gefið þér nokkur mjög óheilsusamleg ráð til að koma BMI stuðlinum þínum í "rétt" horf. Þú verður reyndar ekki heilsuhraustari en með stimpill upp á að vera innan marka.
1. Ef þú ert t.d. súkkulaðifíkill getur þú tekið upp á því að borða súkkulaði í flest mál. Þá þarftu ekki endalaust að vera að narta á milli mála og kílóin fjúka.
2. Þú gætir farið í mjög stífan megrunarkúr og borðað innan sveltimarka - kílóin fjúka líka þannig.
3. Þú gætir farið á Herbalife kúr og borðað 1 máltíð á dag + nokkra sheika...
Allt þetta gæti komið þér í rétt BMI án þess að stuðla að bættri heilsu. Kílóafjöldi er afleitur mælikvarði á heilsu. Þú ert auðvitað manna bestur til að meta hvort þú hreyfir þig nóg og borðir hollt. Ef svo er ekki þá er það vandamálið þitt - ekki kílóin. Sama gæti alveg gilt þó þú værir með BMI 20 - gætir vel verið kyrrsetumaður sem borðar óhollt, of háan blóðþrýsting og of mikið kólesteról.
Ef þau á doktor.is eru að gefa fólki heilbrigðisvottorð út á ákveðið BMI gildi þá finnst mér þau ansi kræf...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 11.2.2007 kl. 00:51
Takk fyrir þessi ráð Katrín
Reyndar hef ég þannig reynslu af mínum kílóum að ég veit að þau eru góður mælikvarði á heilsu þ.e.a.s. góð heilsa hjá mér er í öfugu hlutfalli við kílóafjöldann. Ég átta mig engan vegin a hvað þú ert að fara með þessu tali! Þú segir: "Kílóafjöldi er afleitur mælikvarði á heilsu. Þú ert auðvitað manna bestur til að meta hvort þú hreyfir þig nóg og borðir hollt. Ef svo er ekki þá er það vandamálið þitt - ekki kílóin." Ég er um 120 kg með BMI = 40 og mitt vandamál eru og mörg kíló af fitu sem ég er að burðast með. WWW.Doktor.is auk heilbrigðisstarfsfólks plús mín reynsla af lífinu við 70, 80, 90, 100, 110 og 120 kg dugar mér vel til að meta mitt ástand. Brandarar um súkkulaði, Herbalife og sveltimegrunarkúra höfða ekki til minnar vitundar um alvarlegt heilsufarslegt vandamál. Ég læt þetta duga að sinni og vona að ykkur í Femínistafélaginu vegni sem best.
Og munið að hreyfa ykkur - það er gulls ígildi.
kær kveðja
Sveinn V. Ólafsson
Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 00:37
Ég sé að ég hef ekki alveg náð að koma þessu skila... Ég skil vel hvað þú meinar með að þér finnist kílóafjöldinn vera of mikill og að heilsan sé ekki í nógu góðu lagi. Það sem ég er að reyna að koma á framfæri er að fyrir fólk þar sem heilsan er ekki í nógu góðu lagi þá er orsökina að finna annars staðar en í kílóafjölda.
Mergurinn málsins liggur í þessu:
Þú getur bætt heilsuna með því að hreyfa þig og borða hollan mat. Það er líklegt að við það fækki kílóunum. Bætt heilsa mun hins vegar ekki verða tilkomin vegna þess að kílóunum fækkar heldur vegna þess að þú hreyfir þig meira og borðar hollari mat.
Dæmin sem ég tók hér fyrir ofan voru ekki meint sem brandari heldur til að sína fram á að lækningin felst ekki í færri kílóum heldur í heilbrigðari lífsstíl. Of mikill fókus á kílóafjölda leiðir einmitt oft til þess að fólk leitar í óheilbrigðar leiðir til að fækka kílóunum.
Ein af afleiðingunum af óheilbrigðum lífsstíl getur verið aukinn kílóafjöldi. Ég er ekki að neita því eða þræta fyrir það. Eins og ég sagði, þú ert manna hæfastur til að vita sjálfur hverjar eru ástæðurnar að baki. Þrátt fyrir að það sé ein af afleiðingunum hjá þér er ekki þar með sagt að svo eigi við um alla. Sumir eru feitir eða þéttholda að eðlisfari. Að sama skapi eru sumir mjóir þrátt fyrir óheilbrigðan lífsstíl. Þetta er það sem þarf að reyna að ná í gegn með - að fókusinn á að vera á heilbrigði og við eigum ekki að dæma fólk sem óheilbrigt út frá kílóafjölda eða veita fólki heilbrigðisvottorð vegna þess að kílóafjöldinn er lágur. Þetta tvennt getur farið saman - en þarf ekki að fara saman.
Varðandi þráhyggju samfélagsins með hin svokölluðu "aukakíló" bendi ég á fréttina um Nora Jones aftarlega í Fréttablaðinu í dag. Henni var sagt að fara í megrun fyrir hlutverk í kvikmynd. Hún er tágrönn. Á þeirri frétt sést vel sú fyrring sem er í gangi varðandi hvernig konur eiga að líta út - kjörþyngd þykir "of feitt".
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.2.2007 kl. 10:06
Þarna byrjarðu aftur með að megrun sé óholl.
Við höfum rætt þetta áður þannig að ég ætla ekki að eyða of mörgum orðum á þetta. Megrun er bara óholl ef hún er vitlaust framkvæmd. Aukakílóin eru heilsu skemmandi þó þú getir verið feitur við hesta heilsu. Hún eykur líkurnar á hjartasjúkdómum, æðaskjúkdómum, gigtum, sykurskýki og svo mætti lengi telja. ÉG VEIT AÐ ÞESSIR SJÚKDÓMAR GETA ÁTT VIÐ HORAÐA LÍKA, EN ÞEIR ERU ALGENGARI HJÁ FEITUM. Sjálfur er ég vel þéttur. BMI stuðullinn er ónýtur stuðull og kílóafjöldinn líka, ef menn ætla að spá í þessu er spegillinn bestur, læknirinn, og svo jafnvel klípumælir til að mæla fituprósentu.
Sem betur fer er horrenglu ýmindin á undanhaldi, þar sem of horuð módel fá ekki lengur að koma fram á sumum sýningum og tek ég hattinn ofan fyrir þeim aðilum sem því valda. Sjálfu krefst ég þess að konan mín hafi rass læri og brjóst sem, svo ég þurfi ekki að leita að þessum hlutum. (Ég tek bara svona til orða, útlitið skiftir mig minnstu máli við konuna mína).
sigfus (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 12:13
Ertu viss um að það sé kílóafjöldinn sem veldur þessum kvillum sem þú telur upp? Sveiflur í þyngd geta nefnilega leitt til alls kyns kvilla. Gigt, æðasjúkdómar og þar fram eftir götum er ekki endilega að rekja til kílóafjölda heldur kannski frekar óhollustu og hreyfingaleysis. Þarf að fara að dusta rykið af rannsóknunum sem fjalla um þetta til að geta... Geri það örugglega von bráðar :)
ps. Ath - megrun er ekki það sama og þyngdartap.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 12.2.2007 kl. 12:23
Sæl aftur KÁS
Sér það hefur einhver annar svarð í millitíðinu nafnlaust - það var ekki ég, heldur skrifa ég alltaf undir nafni.
Gott við erum að skilja hvort annað hvað varðar kílóafjölda, fitu, að vera of mjór og of feitur, o.s.frv. Varðandi kvennfólk og vaxtarlag þá verð ég að viðurkenna að enginn einn eiginleiki höfðar þar til mín, grannar konur, þéttar konur, jafnvel (fyrirgefðu orðavalið) feitar konur allt frábærar konur ef þær höfða til mín andlega. Maður pantar ekkert í þeim efnum en ég er svo heppin að eiga frábæra eiginkonu og Það heilbrigða andlega og líkamlega. Meir get ég ekki beðið um.
Auðvitað eru allar konur frábærar - af öllum gerðum og stærðum, það er bara þannig!
En til að enda þetta þá er líklega best , svona almennt séð, að vera ekki of þungur - fyrir utan hve það er vont að detta þegar þannig er komið.
kær kveðja
Sveinn V. Ólafsson
Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 16:17
Katrín, ég sagði ekki að kílóinn myndu valda þessu heldur fitumagnið. Og hvað annað veldur þessu ef að þetta er eina breitan frá þeim sem að er mjór. Og já miklar þyngdarbreytingar eru virkilega óhollar.
sigfus (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.