8.2.2007 | 11:39
Tölvur í staðinn fyrir dómara?
Nú hafa bæði Lögmannafélag Íslands og Dómarafélagið lýst því yfir að þau eru mótfallin myndbirtingu Moggans af hæstaréttardómurum. Ég er enn að reyna að skilja af hverju. Hæstiréttur er æðsta dómsvald okkar og skiptir því gríðarlega miklu máli. Harðar deildur í kringum skipan hæstaréttardómara síðustu ár hafa varla farið fram hjá neinum. Og af hverju ætli það skipti svona miklu máli hverjir veljast í Hæstarétt? Jú, vegna þess að niðurstöður dóma fara eftir þeim dómurum sem þar sitja. Pistillinn minn fyrir Viðskiptablaðið í gær fjallaði um þetta. Þar benti ég á að þau fordæmi sem Hæstiréttur er nú að fara eftir eru tilkomin frá Hæstarétti sjálfum. Löggjafarvaldið úthlutaði dómurum mun rýmri refsiheimildir en dómarar eru að nýta. Persónurnar koma því heilmikið við sögu - enda væri annars ekki þörf á Hæstarétti. Ef dómararnir sjálfir skiptu ekki máli væri hægt að búa til tölvuforrit í stað dómara, mata tölvuna á málsgögnum og ýta á takka til að fá niðurstöðuna.
Vona að Lögmannafélag Íslands og Dómarafélagið átti sig smátt og smátt á því að í Hæstarétti liggur mikið vald - vald sem skiptir máli að vel sé farið með - og að það eru manneskjur á bak við hvern dóm. Það hlýtur að þykja eðlilegt og sjálfsagt að þeir sem fara með eitt æðsta vald þjóðarinnar séu sýnilegir og axli ábyrgð á sínum verkum en séu ekki einhverjar andlitslausar verur á bakvið tjöldin. Mér sýnist þessi afstaða Lögmannafélagsins og Dómarafélagsins vera helst fólgin í því að frýja dómara ábyrgð.
Lögmannafélagið harmar myndbirtingu af hæstaréttardómurum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Mér finnst þetta virkilega góður punktur hjá þér. Ef áhugi væri fyrir að taka út mannlega þáttinn í niðurstöðum dómsstóla ætti að blasa við sá möguleiki að láta tölvur vinna verkið.
erlahlyns.blogspot.com, 8.2.2007 kl. 12:39
Leyfi mér að segja það sama við þig og kollega þinn sem bloggaði um sömu frétt:
Það hlýtur að blasa við öllum skynsömum mönnum að ekki sé alls kosta rétt að birta umræddar myndir af dómrunum sem milduðu dóminn í sakamálinu. Dómar eiga ekki að vera persónubundnir dómurunum sjálfum heldur dómnum í heild. Afhverju? -Jú, hverju mundi það bjóða heim ef það ætti að birta passamyndir dómurum, fullt nafn þeirra og heimilisfang með hverjum dómi sem þeir mundu fella sem fólk væri ekki á eitt sátt með?
Ég veit persónulega um einn hæstarréttardómara sem sætti áreiti manna út í bæ, mörgum hverjum hátt settum þegar Öryrkjadómurinn féll á sínum tíma. Er það norm? Þessi myndbirting er í alla staði fáránleg og ekki til þess fallin að þyngja dóma yfir barnaníðingum, það er víst alveg ábyggilegt.
-a (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 12:56
Þegar niðurstaða dómara er mismunandi þá hlýtur þetta að tengjast dómurunum sjálfum. Ég skil vel punktinn varðandi áreitnina - að sjálfsögðu á ekki að hvetja til þess að dómarar séu persónulega áreittir af fólki út í bæ. Það breytir hins vegar ekki því að hæstaréttardómarar eru í sömu stöðu og ráðherrar og þingmenn - þeir eru fulltrúar fyrir eitt af þeim völdum sem marka þrískiptingu valdsins í lýðræðisþjóðfélagi. Sem slíkir gengur ekki að þeir séu nafnlausir einstaklingar.
Niðurstaða dómstóla byggir á mannlegu mati - mati dómara. Þeir eiga ekki að geta falið sig á bak við dóminn í því sambandi og þannig fríað sig ábyrgð á því sem þeir gera.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.2.2007 kl. 13:02
Mér finnst að birta ætti myndir af börnum dómaranna.
Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 13:14
Þessi umræða er þörf í þjóðfélaginu í dag. Aðallega til þess að fólk geti áttað sig á störfum dómara. Dómarar eru alltaf óvinsælir hjá helming þeirra aðila sem fram fyrir þá kemur: Nefnilega þeim sem tapa málum. Í hitamálum sem þessum kynferðisdómi og þess konar málum almennt eru það fleiri en aðilarnir sem að hafa skoðun á störfum dómara og eins og núna þá skiptist þjóðfélagið í einhverja hluta og allir telja sig hafa vit á störfum dómara. Oft er ruglað saman skoðun og viti og það tel ég að hafi gerst nú og meðal annars hjá þér, Katrín Anna.
Það er einkum þetta sem ég geri athugasemd við:
"Harðar deildur í kringum skipan hæstaréttardómara síðustu ár hafa varla farið fram hjá neinum. Og af hverju ætli það skipti svona miklu máli hverjir veljast í Hæstarétt? Jú, vegna þess að niðurstöður dóma fara eftir þeim dómurum sem þar sitja."
Rétt er það, menn deildu á ákvörðun dómsmálaráðherra þegar Ólafur Börkur var valinn úr hópi umsækjenda. Þegar Jón Steinar hlaut embættið ríkti aftur á móti almennt sátt á meðal lögmanna um það því að hann er talinn af lögmönnum í hópi snjallari lögmanna og hefur sýnt það og sannað í störfum sínum sem dómari að hann er engu síðri þar.
Svo segir þú:
"Pistillinn minn fyrir Viðskiptablaðið í gær fjallaði um þetta. Þar benti ég á að þau fordæmi sem Hæstiréttur er nú að fara eftir eru tilkomin frá Hæstarétti sjálfum."
Þetta er ekki alveg rétt hjá þér. Fordæmi er réttarheimild sem kemur á eftir venju. Öllum réttarheimildum, s.s. stjórnarskrá, settum lögum, reglugerðum, venju, fordæmi, lögjöfnun, meginreglur laga og eðli máls, er ætlað að hafa þau áhrif að fólk fái refsingu fyrir afbrot sín. Refsing má aldrei vera handahófskennd og geðþóttaákvörðun dómara og því þarf hann að feta sig niður þennan stiga réttarheimildanna. Fordæmi hefur þá sérstöðu að auki á það að tryggja réttaröryggi þeirra sem eiga dóm undir dómara. Með því er átt við að A, sem brýtur af sér í dag, á rétt á samkonar dómi fyrir samskonar brot og B, sem braut af sér í gær. Þetta sjónarmið var viðhaft þegar Ólafur þessi braut af sér í þessu máli. Til að hækkun dómaframkvæmda beri árangur þarf það af mörgum ástæðum að gerast á einhverjum tíma. Vandamál okkar í dag er því enn meira og verra skilningsleysi dómstóla fortíðar, s.s. ca. 10-15 ár aftur í tímann og enn lengra aftur. Það er nefnilega ekki bara Hæstréttur sem mótar sér fordæmi heldur fylgir hann dómaframkvæmd norðurlandanna að einhverju leyti auk þess sem hann er bundinn af Mannréttindasáttmála Evrópu sem er lögbundinn sáttmáli hér á landi en þar er skýrt tekið fram þetta með réttaröryggið.
Vona að þetta útskýri eitthvað, þó svo að persónulega sé ég á sömu skoðun og þú.
KVeðja, Gísli Kr. Björnsson
Gísli Kr. Björnsson (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 14:45
Já. Takk fyrir þetta Gísli. Eitt sem hefur verið nefnt í sambandi við umræddan dóm er einmitt að dómarar rökstyðja ekki hvernig þeir komast að þessari niðurstöðu. Einhvers staðar sá ég vísað í dóm með sömu refsilengd, þ.e. 18 mán. Þar voru 3 stelpur en ekki 5. Þær voru eldri en í þessu máli og ég veit ekki hvort þar hafi líka verið barnaklám. Það er því munur á þessum málum - ekki síst í fjölda þolenda. Á einum stað sá ég vísun í kyn þolenda - þ.e. að þegar þolendur eru strákar séu dómar þyngri. Veit ekki hvort þetta sé rétt, hef ekki sest yfir dómana til að gera úttekt. Það væri hins vegar þarft mál að mínu mati að gera ítarlega úttekt á þessum málum og skoða hvað er að gerast.
Dómurinn í þessu máli er eins og allir aðrir dómar í kynferðisbrotamálum - allt of stuttur. Sagan sem þar er að baki skipir augljóslega máli, eins og þú bendir á en það er löngu tímabært að þyngja þessa dóma og það geta dómarar gert. Það þýðir ekki að nota syndir og vanþekkingu forfeðranna sem afsökun til að hjakka í sama farinu...
ps. þó meiri sátt hafi ríkt um Jón Steinar á meðal lögmanna en um Ólaf þýðir það ekki að ríkt hafi almenn sátt um hann meðal almennings og nota bene - Hæstiréttur er ekki æðsta dómsvald lögmanna heldur æðsta dómsvald þjóðarinnar.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.2.2007 kl. 15:03
ps. Er það ekki rétt að fyrir nokkrum árum hafi refsiramminn verið hækkaður í þeim tilgangi að dómarar gætu þyngt dóma í kynferðisbrotamálum?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.2.2007 kl. 15:04
Svar til Katrínar Önnu:
Þegar niðurstaða dóma er mismunandi þá hlýtur þetta að tengjast dómurunum sjálfum? Hvað ertu að tala um? Niðurstöðuna? Hvað ertu að gefa í skyn? Að nokkrir dómarar í Hæstarétti taki málstað barnaníðinga og fari því um þá með silkihönskum?
Þetta eru náttúrlega bara staðlausir stafir hjá þér. Ég geri ráð fyrir að þú hafir ekki hugsað málið til enda, allavega ætla ég að vona það. Finnst þér liggja beinast við að réttlátari dómsuppkvaðningar muni eiga sér stað hjá héraðsdómstólum og Hæstarétti ef dómurum yrði gert ljóst (með jafn afgerandi hætti og Mogginn gerði) að dæma ekki einungis eftir dómafordæmum og landslögum heldur einnig að taka mið af skoðunum ritstjórnar Moggans því þeir eiga annars á hættu að fá passamynd af sér á næstu forsíðu og eftir atvikum ofsóttir af Pétri og Páli út í bæ í kjölfarið?
Þetta er auðvitað mjög óskynsamlegur rökstuðningur frá þér.Þessi heimfærsla þín að þeir séu í sömu stöðu eins og hver annar pólitíkus í sínum embættum í ráðuneytum og alþingi er náttúrlega bara hreinasta fjarstæða. Það nægir að segja þér að dómarar eru ekki í pólitískri stöðu þegar þeir eru að dæma menn fyrir afbrot sín, hvað þá dæma eftir geðþótta eins og þú gefur í skyn, það þarf ekki að hafa fleiri orð um það.
Ég get bara ekki með nokkru móti séð tilganginn með því að þjarma með þessum hætti að dómurum sem við skulum ekki gleyma að eru ákaflega mikið virtir lögfræðingar, þrautreyndir sérfræðingar á sínu sviði.
Mannlegt mat kemur þessu ekkert við heldur fyrirliggjandi sönnunargögn, lög, reglur og dómafordæmi. Þannig er nú það.
-a (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 15:12
Sæl Katrín Anna.
Jú það er rétt að gerðar hafar verð breytingar á XXII kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Breytingarnar voru gerðar 1992 og þá var heitinu á kaflanum breytt úr "Skírlífsbrot" í "Kynferðisbrot". Þá var gerð breyting að brot af þessu tagi skulu varða fangelsisvist frá 1-16 ár enda er sannanlega brotastigið það næsta við manndráp. Þessar vísanir í mismun á dómum hvað varðar þyngri dóma þegar um karlkyns þolendur er að ræða held ég að sé röng. Ég hef aldrei séð dóm í nauðgunarmáli eða kynferðisbrotamáli þar sem karlar eða drengir eiga í hlut sem hefur leitt til hærri refsingar en þegar konur eru þolendur.
Ég er algjörlega sammála þér að við eigum ekki að skýla okkur á bak við aðgeraðleysi eldri kynslóða en réttaröryggið, þ.e. það sem ég nefndi fyrr varðandi það að A og B eiga rétt á samskonar dómum fyrir samskonar brot, skiptir gífurlega miklu máli. Þú hlýtur að vera sammála því að þú eða börn þín ættuð rétt á samskonar dóms og málsmeðferð og aðrir í samskonar málum. Mér finnst það alla vega. Þó að við eigum ekki að geta skýlt okkur lengi fyrir aðgerðarleysi eldri kynslóða verðum við þessa sjónarmiðs vegna að hækka refsingarnar í ákveðnum stigum og þrepum. Hæstirétur hefði að mínu mati átt að vera löngu búinn að hækka refsingar í takt við refsirammann en breytingin var gerð 1992 en hækkun að einhverju leyti sem einhverju nam varð ekki fyrr en rétt um 10 árum seinna og var alls ekki næægileg að mínu mati í takt við brotin. En í takt við dómafordæmin og dómaframkvæmd gat hún ekki verið öðru vísi, hversu ranglátt sem mér þykir það þolendanna vegna.
Mér finnst persónulega allt of mikið um "hreytingar" og dónaskap í athugasemdum frá gestum síðunnar í garð Katrínar. Langar að biðja fólk að muna að hennar skoðun eins og allra annarra er góðragjalda verð í nútímasamfélagi og raddir eiga að heyrast í svona málefnum. Tökum öll tillit til skoðanna hvers annars.
Kveðja, Gísli Kr. Björnsson
Gísli Kr Björnsson (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 16:03
-a: Lestu það sem ég skrifa, svo skal ég svar.
Gísli: Jú, ég tek undir það að mikilvægt er að A og B fái svipaða dóma fyrir svipuð brot. Hins vegar breytast forsendur ef A er dæmdur áður en refsiramminn er þyngdur en B eftir. Þá ætti B að fá þyngri dóm. Eins er mikilvægt að afbrot séu dæmd í samræmi við alvarleika. Tek dæmi úr héraðsdómi sem dæmi:
Úr mbl:
"HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hefur dæmt rétt rúmlega tvítuga konu til níu mánaða fangelsisvistar, en þar af eru sjö mánuðir skilorðsbundnir, fyrir rangar sakargiftir með því að hafa með rangri tilkynningu og framburði fyrir lögreglu leitast við að karlmaður yrði sakaður um kynferðisbrot. Henni er að auki gert að greiða 264 þúsund krónur til skipaðs verjanda síns.
Í desember sama ár gaf stúlkan skýrslu hjá lögreglu og sagðist þá hafa tilkynnt ranglega um nauðgunina. Sagðist hún hafa átt erfitt uppdráttar og átt við andlega erfiðleika að stríða um langa hríð. Fyrir dómi var lagt fram vottorð frá lækni sem staðfesti að stúlkan ætti við geðræn vandamál að stríða og væri á biðlista vegna vistar á áfangaheimili."
Og þetta mál hér:
Innlent | mbl.is | 29.12.2006 | 11:35Skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa barnaklám undir höndumHéraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í 1 mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa undir höndum tvær hreyfimyndir, sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Myndirnar fundust í tölvu, sem maðurinn kom með til viðgerðar á verkstæði. Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir samskonar brot.
Fram kemur í dómnum, að myndirnar sem voru á harða disknum í tölvunni sýni kynferðislegar athafnir gagnvart börnum, auk þess sem hreyfimyndirnar, sem og teiknimyndir séu af nöktum börnum í ýmsum stellingum og verði þetta að teljast gróft klám.
Dómurinn segir, að í ljósi þess að maðurinn hafi játað brot sitt greiðlega, hann geri sér grein fyrir vanda sínum og vilji leita úrræða til að vinna bug á hinum óeðlilegu kenndum sínum, þyki rétt að fresta skal fullnustu refsingarinnar.
***
Hvernig ætli þessi 2 mál fari í Hæstarétti? Á hvaða fordæmum og venjum eru þessir dómar byggðir? Er þarna jafnræði á ferðinni? Er þetta í samræmi við gildismat samfélagsins á alvarleika brota?
Í þessu tilfelli er konan full iðrunar, dró ásökun fljótlega tilbaka og andlega vanheil. Hún á að sitja inni í 2 mánuði og fær 7 mánuði til viðbótar á skilorði. Maðurinn er að fremja ítrekað brot - situr ekki inni einn einasta dag og fær miklu lægri dóm - fyrir gróft barnaklám.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.2.2007 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.