7.2.2007 | 00:39
Boycott = viðskiptaval
Jæja. Þetta er búinn að vera busy dagur. Í dag var síðasti dagurinn í kennslu í LHÍ, síðan fundurinn með MBA nemum og endað á Hittinu.
MBA nemarnir kynntu 4 tillögur til að minnka launamun kynjanna. Sú fyrsta var að setja á laggirnar Jafnréttiseftirlit sem starfaði á svipaðan hátt og Samkeppniseftirlitið. Sú næsta var að verðlauna Jafnréttisfyrirtæki ársins samhliða vali á fyrirtæki ársins hjá VR. Þriðja að afnema launaleynd með lögum og sú fjórða að upplýsa nemendur sem leita til námsráðgjafar HÍ um laun í þeirri starfstétt sem þeir eru að velta fyrir sér. Að auki voru nemendur með 4 aðrar tillögur sem ekki voru kynntar: fræðsla um laun starfa til efstu bekkja grunnskóla, kynjakvóti í stjórnir fyrirtækja og upplýsingar um launamun í ársskýrslur fyrirtækja.
Hvernig væri að koma af stað tilraunaverkefni með því að hrinda öllum þessum hugmyndum í framkvæmd í 5 ár og mæla stöðuna á undan og eftir? Ég er nokkuð viss um að það yrði framför :)
Ég væri svo til í að skrifa langt og ítarlegt innlegg um Hittið. Held samt ég verði að fara að sofa svo þetta verður stutt... Áður en ég byrja - við komum með þá snilldarþýðingu á boycott að kalla það viðskiptaval. Nýyrði sem vonandi festist í sessi og ég ætla að prófa að nota það í textanum.
Páll Ásgeir Davíðsson, lögfræðingur hjá SÞ og stundakennari hjá HR fjallaði um viðskiptaval á gagnrýnu nótunum - þ.e.a.s. fór yfir heildarmyndina í alþjóðlegu samhengi. Við fengum gott sögulegt yfirlit yfir uppruna og hvernig viðskiptaval hefur verið notað, bæði með góðum og slæmum árangri. Mjög fínt innlegg. Ég fór síðan yfir viðskiptaval út frá markaðsstarfi fyrirtækja og einblíndi meira á íslenska markaðinn. Umræður voru fjörugar að venju - og greinilega margir neytendur á fundinum sem standa ráðalausir gagnvart því sem hér er að gerast varðandi auglýsingar og markaðsmál. Við ræddum stöðuna líka þónokkuð út frá einstaklingsaðgerðum vs skipulögðum fjöldaaðgerðum. Niðurstaðan af fundinum var að viðskiptaval væri raunhæfur kostur til að skoða - en að sjálfsögðu ekki nema að undangengnum vandlegum undirbúningi.
Og til að enda aðeins á Fréttablaðinu - nafnið mitt var á 3 stöðum í Fréttablaðinu í dag. Hefur aðeins einu sinni gerst áður og það var eftir 19. júní í fyrra - þegar við máluðum bæinn bleikan. Jóhanna tók viðtal við mig út af Hittinu og skrifaði um það mjög fína frétt. Síðan var sett inn tilkynningin okkar um Hittið og fundinn með MBA nemunum - og svo auðvitað listinn yfir fyrirtækin á svarta listanum mínum sem Jakob Bjarnar skrifaði. Ef Freyr Gígja hefði skrifað um það sem hann hringdi í mig út af í gær hefði ég verið á 4 stöðum í blaðinu - þá hefði kannski verið í lagi að kvarta yfir overflowi...og eins gott að það datt uppfyrir
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Talandi um boycott... af hverju boycottaru ekki þetta hallærisblogg feministi.blog.is og tekur það út úr bloggvinalistanum þínun?
Það eru margir sem telja að þetta sé femínistafélagið eða einhver hópur innan þess.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 7.2.2007 kl. 07:25
Já - ég ákvað að sjá fyrst hvað þau hafa að segja. Allt í góðu með að hafa mismunandi skoðanir á lofti. Þó mér finnist ifeminist síðan innilega ekki í mínum anda þá er ekkert víst að þau verði nákvæmlega á þeim nótunum. Annars hafa vinsældir síðunnar dalað - enda virðast þau bara hafa skellt þessu í loftið en gefa sér ekki tíma til að skrifa. Það er enginn pistill kominn frá þeim ennþá - fyrir utan þessi um mig...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 7.2.2007 kl. 09:55
Það væri sannarlega gaman ef einhverjir tækju þessar tillögur okkar MBA nemana uppá sína arma og framkvæmdu. Wall-Mart gæti t.d. bjargað einhverjum milljörðum ef þeir færu í að afnema launaleyndina eins og félagar þeirra í Whole Food Markets, m.v. fréttir dagsins.
En vilji einhver taka tillöguna um afnám launaleyndar uppá sína arma, má sjá verkefnið í heild á síðu minni hrannar.is
Free of charge !
Hrannar Björn Arnarsson, 7.2.2007 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.