6.2.2007 | 10:55
Hefndin er sæt
Jakob Bjarnar, stórvinur minn á Fréttablaðinu hringdi í mig seinni partinn í gær. "Hefurðu tekið eftir hvað þú ert vinsæl hjá okkur á Fréttablaðinu?" var fyrsta spurningin. "Já, allavega í dag" svaraði ég - enda var hann þriðji blaðamaðurinn sem hringdi í mig í gær frá Fréttablaðinu.
Erindið hans var að forvitnast um hvaða fyrirtæki ég væri með á svörtum lista. Ég sagði honum að Jóhanna hefði nú þegar hringt til að spyrja út í Hittið sem er í kvöld. Jakob vildi nú samt fá að vita hver þessu óláns fyrirtæki væru. Það var svo sem sársaukalaust að telja það upp, krossa svo fingur og vona að Jakobi tækist að koma þessu sómasamlega frá sér - við Jakob eigum okkur nefnilega smá sögu... sem hófst þegar hann skrifaði grein um helstu álitsgjafa þjóðarinnar og taldi þar upp fjöldan allan af karlmönnum, minnir að þeir hafi verið í kringum þrjátíu en engin kona taldist nógu góð á listann. Ég skrifaði pistil í Viðskiptablaðið um þetta í kjölfarið - við litla hrifningu Jakobs Bjarnar.
En nú er hann sem sagt búin að ná að hefna sín - og útkomuna má sjá á öftustu opnu Fréttablaðsins í dag. Fyrst telur hann samviskusamlega upp fyrirtækin sem ég boycotta og svo hleypur hann til og nær í álitsgjafa. Álitsgjafinn er að sjálfsögðu karlkyns enda engin ástæða til að brjóta út af hefðinni...
Karlkyns álitsgjafinn birtist í líki Mikaels Torfasonar. Ég sé fyrir mér í anda hvernig símtalið þeirra á milli hefur farið fram:
JB: Heyrðu Mikael hvað finnst þér nú um að hún Katrín Anna femínisti fer ekki í viðtal við DV og kaupir ekki tímaritin þín af því að þar eru auglýsingar frá Geira klámsjúkdómi?
MT: Ha, Katrín Anna hver? Ég hef ekki hugmynd um hver þessi kona er.
JB: Æ, þú veist, hún er femínisti og notar boycott. Geturðu ekki sagt eitthvað djúsí um það. Ég er á deadline sko, okkur vantar uppfyllingarefni í blaðið.
MT: Já þú meinar. Þú getur sagt að boycott sé betri leið en bókabrennur til að skapa einsleitt samfélag.
***
Í framhaldinu velti ég fyrir mér hver þeirra mælikvarði er á fjölbreytt samfélag? Er það þegar misréttið er allsráðandi? Felst fjölbreytnin í kvenhatri, hommafóbíu og rasisma? Það er kannski málið í samfélagi þar sem allir eiga að líta eins út og allar konur að passa í sama kjólinn...
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Sæl Katrín Anna!
Þetta er magnaður þvættingur sem þú lætur frá þér fara. Í raun samansúrraður atvinnurógur sem þú telur boðlegt að setja fram hér síðu þinni. Að ég sé að hefna mín og noti til þess aðstöðu mína sem blaðamaður á Fréttablaðinu eru alvarlegar ásakanir. Hefna mín fyrir hvað? Ef þú telur telur það óeðlilega blaðamennsku að fá fram viðbrögð þeirra sem viðmælendur aðrir beina spjótum sínum að þá ert þú á verulegum villigötum með hugmyndir þínar um fjölmiðla og hvað telst eðlilegt í fréttaflutningi.
Ef ég hef farið rangt með eitthvað sem ég hef eftir þér er það ámælisvert. Er einhverju slíku til að dreifa? Nei, ætli það. Þannig að þú nærð ekki að festa klærnar í neitt sem hald er í og frekar en ekki neitt, því þér mislíkar greinilega það sem hinn viðmælandi fréttarinnar hefur að segja, þá ferð þu að ímynda þér það hvernig samtal okkar Mikaels hafi verið. Bloggsíður eða blöð -- fólk ætti að vera ábyrgt orða sinna. "Í framhaldinu velti ég fyrir mér hver þeirra mælikvarði er..." -- Ég hef enga sérstaka afstöðu í þessu máli. Tek ekki afstöðu. Enda er mér það ófrjálst sem blaðamaður. Eins og ég reyndar sagði þér í gær þá finnst mér þetta athyglisverð umræða. 90 prósent fréttarinnar byggi ég á samtali við þig og vitna í eftir kúnstarinnar reglum. 10 prósent í viðbrögð fulltrúa Birtings. Samt gefur þú þér það að afstaða mín sé algerlega sú að vera sammála Mikael! Ég er svo sem vanur því að skoðunum mínum sé ruglað saman við skoðanir viðmælenda minna. En þetta er einhver bilun.
"Álitsgjafinn er að sjálfsögðu karlkyns..." Bíddu, þú beinir spjótum þínum að tilteknum fyrirtækjum þar sem (óvænt?) eru karlar við stjórnvölinn. Og eðli málsins samkvæmt, ef ég hef einhverja hugmynd um út á hvað boðskapur þinn gengur, þá er það nú aðallega þeim -- karlskörfunum -- að kenna bölvað misréttið. Við hvern átti ég þá að tala? Einhverja saklausa konu? Beggu? Mikael er ekki þarna sem álitsgjafi -- Mikael er þarna sem fulltrúi tímaritaútgáfunnar Birtings og er að svara því hvernig það snúi við honum sem aðalritstjóra fyrirtækisins að þú sért með það á svörtum lista. Átti ég sem sagt, til að láta undan þessum "álitsgjafafetis" þínum að tala við einhverja konu sem kemur málinu ekkert við bara af því að hún er kona? Erna Ragnarsdóttir er reyndar framkvæmdastjóri Birtings en ef allt er eins og á að vera hlýtur hin ritstjórnarlega ábyrgð að hvíla á aðalritstjóranum. Væntanlega hans verk sem ekki eru þér að skapi.
En mér virðist sem svo að þú sért þeirrar skoðunar að allt sé leyfilegt í þessu meinta stríði þínu. Meinta því ég sé ekki alveg við hvern eða hvað þú ert að berjast. Hvurslags útúrsnúningar, rangfærslur og vitleysa er boðlegt í þínum bókum. Þú ættir að athuga að tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið.
Með bestu kveðju og þeirri von að þú farir nú að sjá skóginn fyrir trjánum.
Jakob
Jakob Bjarnar (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 13:45
Skál fyrir síðasta athugasemdarræðumanni, maður á erfitt með að skilja hvernig þú Katrín Anna getur fengið þessa samsæriskenningu útaf einfaldri blaðaumfjöllun um frekar óáhugavert mál
Guðmundur Albertsson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 14:02
Æji...
... ég veit ekki hvort maður á að elta ólar við þennan þvætting. Fyrirsögnin vísar nákvæmlega til þess sem um ræðir og ef þú býrð yfir einhverjum fordómum gagnvart svörtum listum eða femínistum, Kári, þá er það þitt vandamál en ekki mitt. Varðandi orðalagið þar sem segir að nýjasta fyrirtækið í safni Katrínar sé Ölgerðin, þá er það nákvæmlega hennar orðalag. Nema þetta er í óbeinni ræðu, plássins vegna, en ekki beinni. Ég ætla að Katrín geti staðfest það. Hvað er eiginlega í gangi? Mér sýnist menn vera í því að klína eigin fordómum upp á aðra. Sjást ekki fyrir í einhverju annarlegu andrúmi. Draga úr trúverðugleika með framsetningu... piffff -- þvílík steypa.
Jakob
Jakob (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 15:10
Ósammála þar þar síðasta (þ.e. Jakobi).
Má ekki bregða á glens eins og gert var í fréttinni, í það minnsta var mynd valin af Kötu úr gamalli 'frétt' þar sem slegið var á létta strengi. Er ekki í lagi að búa til skemmtilega og fyndna sögu út frá því.
Reyndar verð ég að segja að téður Mikael Torfason gengisfellir sitt input strax með því að lýsa því yfir að hann hafi nú ekki forsendurnar fyrir hvað er verið að gagnrýna útgáfuna fyrir. Veit ekki hver manneskjan er - þekkir því tæpast fyrir hvað hún stendur. Þannig að input Mikaels kemur því inn eins og álitsgjöf á boycotti sem aðferð.
Ég átta mig ekki á því hvar þú finnur rangfærslur í þessu innleggi (nema þú viljir túlka söguna/samtalið sem rangfærslu - held það fari nú ekki á milli mála að um tilbúning sé að ræða).
Þó hún tali um ykkur báða í sömu setning er ekki þar með sagt að hún ætli ykkur sömu skoðunar.
En finnst ykkur að það ætti að vera yfir umræður hafið að blaðamenn hafi skoðanir?
Ég fyrir mitt leyti tel að lífsýn og skoðanir blaðamanna sem annara (dómara etc...) blandist mjög oft inn í athafnir (t.d. sem fréttamat) án þess að ég sé að segja að sá hinn sami sé vísvitandi að gera það.
gretar (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 15:11
ah, Jakob aðeins á undan mér þarna
gretar (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 15:12
Erlingur, hvaða baráttuleiðir eru á listaðar feministi blogginu?
Geturðu líka útskýrt fyrir mér í hverju karlfyrirlitning og minnimáttarkenndin birtist að þínu mati.
Einn forvitinn.
gretar (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 15:35
Hehe, þetta fer að verða eins og þegar Davíð missti húmorinn Vona nú samt Jakob Bjarnar að þú sért með svona svartan húmor og þess vegna þusir þú svona ógurlega yfir þessu. Erum við ekki ennþá stórvinir?
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.2.2007 kl. 16:01
Karlfyrirlitning. kvennréttindi og annað. uss. Erum við ekki öll jöfn? Erum við ekki að leita að JAFNRÉTTI? Ekki meiri rétti handa öðrum. Eða er kannski núna komið að þeim punkti að Konur eigi að fá að drottna og kúga karla? Svona til að jafna stöðuna aðeins næstu 2000 árin.
Ef við eigum að vera jöfn þá verðum við öll að hugsa þannig. Skotgrafar hernaður dugar lítið sem ekkert.
Fannar frá Rifi, 6.2.2007 kl. 16:28
Stórvinir. Ekkert minna. Mér er skemmt.
En mér finnst ég er kominn í svipaða stöðu vandræðalega og stundum gagnvart börnunum mínum. Þegar þau fara yfir strikið og átta sig á því þá hnýta þau aftan við setningarnar... , djók. Og ef það dugar ekki þá kemur: Hva, kanntu ekki að taka gríni?
Bestu kveðjur,
Jakob
Jakob (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 16:32
Ps. Úbbbsss... Ekki að ég sé að líkja konum við börn! Alls ekki. Plís, ekki skilja orð mín svo. Þetta er ekki þöggun eða tilraun til að gera lítið úr konum almennt. ALLLSS EKKI...
Jakob (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 16:34
Ok, ég finn enn ekki neinar baráttuaðferðir fyrir jafnrétti þarna, þetta er meira svona listi sem segir að við eigum ekki að gera neitt til að flýta fyrir að jafnrétti náist, það gerist bara að sjálfu sér. Reynslan sýnir að það er ekki sérlega happadrjúg aðferðafræði. En kannski á þetta veftímarit eftir að taka við sér, sjáum hvað setur. Ekki búinn að afskrifa það enn.
Varðandi samsæriskenningar þá ertu eitthvað að miskilja, samsæri felur í sér meðvitaða aðgerð. Flestir feministar (svo maður alhæfi nú ekki) eru að benda á að viðhorfin í samfélaginu til kynjanna eigi þátt í því að við erum ekki að ná jafnrétti. Við erum orðin svo samdauna ímyndum í samfélaginu að við tökum ekki eftir því þegar þessi öfl eru að verki (kannski svona svipað og þegar auglýsingar hafa áhrif á mann án þess að maður geri sér grein fyrir því). Þannig að þetta er vitundarvakning. Það er bara einhvern vegin þannig að þegar sumir karlmenn taka þátt í þessari umræðu fara þeir í bullandi vörn. Róttækir feministar eru ekkert að skafa af hlutunum og það virðist oft valda togstreitu. Það sem verið er að benda á er einmitt það að við sem samfélag erum ekki kominn á þann stað að einstaklingar séu eingöngu metnir að verðleikum. Kyn einstaklings hefur áhrif á td. hæfnismat hvort sem þér líkar betur eða verr, í formi viðhorfa sem eru í gangi í samfélaginu. Ég veit að það er ekkert auðvelt að kyngja þessu en vísindaleg rök og athuganir eru til að styðja þetta. Kannski ættirðu að lesa skrifin aftur með þetta að leiðarljósi en ekki gefa þér fyrirfram að fólk gangi um með samsæriskenningar í kollinum.
Það að fá Höllu inn í KSÍ er ekki að kjósa bara konu, það snýst um að fá nýjar áherslur inn í samfélag sem er búið til af körlum með þeirra áherslum. Það þýðir ekki að karlar hafi búið til KSÍ sem eitthvert samsæri gegn konum. Þetta er líka háð því hvernig þú setur upp hæfnismatið fyrir þetta starf. Það er kannski ekkert furðulegt að þú fullyrðir þetta þegar fréttatitillinn á framboði Höllu var eitthvað á þessa leið: "Kona í framboði". Ef þú sérð ekki kynjavínkilinn á þessu þá veit ég eiginlega ekki hvað á að segja.
gretar (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 17:47
Hæ Katrín Anna,
vona að gaman hafi verið á Hittinu, komst ekki því ég er á leirmótunarnámskeiði. Ætli greinin sem þú skrifaðir um á sínum tíma hafi verið sama greinin og ég tala um í fyrsta blogginu mínu 1. apríl 2001.
Sjá hérna:
http://www.ismennt.is/not/salvor/meinhorn/2001_04_01_eldri1.htm#3017558
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 6.2.2007 kl. 22:40
Jakob Bjarnar - ég neita að trúa því að þú sért í alvörunni svona fúll út af þessu... Bara sorry en ég er ekki alveg að kaupa þetta!
Salvör - þetta er ekki sama greinin. Hin greinin er nýrri og birtist í Fréttablaðinu fyrir nokkrum mánuðum. Við Jakob Bjarnar áttum reyndar langt og skemmtilegt samtal í kjölfarið á þeirri grein - sem er ástæðan fyrir því að ég trúi því ekki í alvörunni að hann sé í alvörunni fúll...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.2.2007 kl. 23:58
"Stórvinir. Ekkert minna. Mér er skemmt." Skrifaði ég í komment hér að ofan og þú, mín ágæta Katrín, lest út úr því að ég sé "í alvörunni fúll". Já, ég veit ekki. Getur verið að einn vandi hinnar femínísku baráttu felist í því að þeir sem þar fara fremstir í flokki gera öðrum upp skoðanir, gefa sér forsendur sem oftar en ekki byggja á sandi og rífa sig svo hása og rauða? Á slíku er nefnilega erfitt að taka mark.
Bestu kveðjur,
Jakob
Jakob (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 11:25
Stundum er bara hægt að skilja skrifað orð á marga vegu... En ætli ég hafi ekki skemmt mér álíka vel yfir fréttinni og þú yfir bloggfærslunni...
En svona fyrir forvitnis sakir. Af hverju velur þú alltaf þessa mynd af mér til að birta með fréttum? Finnst það soldið skondið því myndin var tekinn þegar ég fór í viðtal um "bestu og verstu kaup" Klæddist bestu kaupunum (enda búin að eiga þessa peysu síðan ég var unglingur og hún er enn í fullu fjöri) og hélt á þeim verstu (skóm dauðans sem eru algjört pyndingartæki). Virkar einhvern veginn út úr kú að birtast á mynd með háhælaða skó í höndunum þegar verið er að tala um bestu og verstu bókartitlana og að sniðganga fyrirtæki fyrir markaðssetningu.
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 7.2.2007 kl. 12:27
Sæl enn og aftur!
Þetta fer nú að heita allsérstæður samskiptamáti. Já... varðandi myndina. Ég skal glaður reyna að útskýra það. Enda er það svo að myndanotkun blaða hefur meira að segja ratað fyrir dómstóla. Og hefur orðið tilefni til ýmissa samsæriskenninga sem reyndar eru á hverju strái þegar fjölmiðlar eru annars vegar. Og dómarar eru, hvernig eigum við að orða það, mjög mannlegir. Það var í Jónínumálinu en hún hafði það til marks um að DV væri stöðugt að hafa hana til háðungar og vísaði til þess að blaðið væri alltaf að birta af henni mynd sem henni þótti alls ekki lýsandi fyrir fegurð sína. Þannig háttaði til að þetta var eina myndin í myndasafninu af Jónínu sem mátti nota. Og þannig fór nú um samsæriskenninguna þá en örugglega hefur dómarinn tekið fullt tillit til þessa málflutnings Jónínu. Hún vann í það minnsta þetta fáránlega mál sitt á hendur DV í héraði.
Hvað þessa mynd af þér varðar. Það eru til aðrar myndir af þér í myndasafni en engin útklippt. Og fréttin er skrifuð inn í ákveðið pláss þar sem gert er ráð fyrir útklipptum myndum. Þessi er sú eina sem útklippt er og ég hafði ekki tíma til að láta klippa aðra til af þér í plássið. Enda finnst mér þetta ágætis mynd af þér. Ef þú ert að pæla í því hvort ég sé með þessari myndnotkun með einhvern subtexta þá er svo ekki.
Bestu kveðjur,
Jakob
Jakob (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 18:12
Jájá - bara að forvitnast. Fannst þetta fyndin myndanotkun - en er alveg sátt við myndina (enda afskaplega sæt á henni ) En þú auðvitað sérð að fréttin verður alvörulausari fyrir viðkið. Sem var nú bara fínt í þessu tilfelli...
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 7.2.2007 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.