HÍ og jafnrétti

Fór á fund Í Háskóla Íslands í hádeginu þar sem umræðuefnið var ráðningar hjá stofnuninni - í ljósi þess að kærunefnd jafnréttismála skilaði tvisvar á síðasta áliti þess efnið að Háskólinn hefði gerst brotlegur við jafnréttislög í ráðningu við störf. 

Í öðru tilfellinu var um að ræða ráðningu í tölvunarfræði og hinu stærðfræði. Fundurinn í dag var á lögfræðilegu nótunum - farið yfir ferlið, lög og aðferðir. Brynhildur Flóvenz og Eiríkur Tómasson voru bæði með þessi fínu erindi. Það sem kom mér á óvart voru afdráttarlausar yfirlýsingar um að fólk var sammála niðurstöðum kærunefndar og hafði ekkert út á þær að setja faglega. Þetta er þvert á þau skilaboð sem rektor hefur komið með í fjölmiðlum. Hún samþykkti ekki niðurstöðuna heldur ákvað að velja þá leið að gagnrýna kæruaðila. Kristrún Heimis var á fundinum, en hún var einmitt lögfræðingur annarar konunnar sem kærði. Hún benti á mikilvægi þess að kæruleiðin sé opin þeim umsækjendum sem telja á rétti sínum brotið. Þetta er gífurlega mikilvægur punktur. Það er til lítils að hafa jafnréttislög en hafa svo engin úrræði þegar þau eru brotin. Þá verða þau merkingarlaus orð á pappír sem fólk getur valið hvort það fer eftir eða ekki. Að sama skapi er mikilvægt að það fólk sem velur kæruleiðina eigi ekki á hættu að vera hreinlega úthúðað opinberlega af þeim sem eru kærð...  

En hvað um það - fundurinn var ágætur og frábært að sjá að fólki innan skólans stendur ekki á sama um niðurstöðu kærunefndar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 332714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband