Frekar leiður en ekki mjög

Guðjón er "frekar leiður" en greinilega ekki mjög... Hann á augljóslega bágt með tjá sig um Margréti. Ég  er mest hissa á að hann hafi ekki bara sagt "farið hefur fé betra". Er viss um að hann segir það í lokuðum hópi Whistling

Held að úrsögn úr flokknum hafi verið eina lausnin fyrir Margréti. Þó það sé aðdáunarvert að taka slaginn í miðjum úlfahópnum var þetta orðið full mikið af því góða. Bíð spennt eftir að sjá hvað Margrét tekur sér fyrir hendur og hvaða flokk hún velur næst. Hvað sem verður er ekki annað hægt en að segja að hún hafi staðið í hetjulegri baráttu og í raun furðulegt hvað hún hélt þetta lengi út. 

Frjálslyndir geta nú óhindrað starfað með sína kvenna- og kynþáttafordóma. Svo er bara að sjá hversu miklu fylgi sú stefna á að fagna í samfélaginu. Þar sem hér ríkir ekki mikið jafnrétti í raun er aldrei að vita hvað verður. 


mbl.is Guðjón Arnar: Frekar leitt að Margrét skyldi taka þessa afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða máli skiptir hvað einhver "kann" eða "kynni" að hafa sagt. Undirritaður hefur í það minnsta ekki heyrt neitt í þessa veru. Þetta er bara þrugl.

Guðmundur G. Hreiðarsson

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 12:51

2 identicon

Ég er nú alveg steinhissað hvað femínistar virðast vera þröngsýnir og sjá öll tækifæri til að ýta undir kvennbaráttu sinni.

Ég hef svo oft rekið mig á villandi upplýsingar varðandi stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Eitt dæmið var yfirlit meðaltal heildarlauna milli kvenna og karla í ákveðnum starfsstéttum. Niðurstaðan var að karlarnir voru með 30% hærri laun en það sem var ekki getum um var að karlarnir voru að skila 20% fleiri vinnustundum á viku.

Ég skil bara ekki svona jafréttisbaraáttu og að halda því fram að Margréti hafi verið bolað út úr Frjálslynda vegna kvennsemi sinnar er bull og vitleysa.

Mig langar að taka það fram að ég hef gaman að skrifum þínum og þá sérstaklega þar sem að ég kannaðist aðeins við þig þegar við vorum unglingar.

Gaman að sjá hvað fólk breytist og tekur að mynda sterkar skoðanir.

Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 15:26

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Einar Örn - ef þú þekktir mig hlýt ég að þekkja þig. Ertu til í að hjálpa mér að kveikja á perunni?

Varðandi launamuninn þá eru nokkrar tölur sem hægt er að nota til að skoða muninn á tekjum karla og kvenna og þær sýna okkur mismunandi hluti. Heildarlaunamunurinn sem þú vísar okkur í nær ekki eingöngu til vinnustaða heldur til safmélagsins alls. Hann sýnir okkur t.d. muninn á launaðri og ólaunaðri vinnu kynjanna (á meðan karlarnir vinna yfirvinnu eru konurnar að vinna ólaunaða vinnu við uppeldi og heimili). Hann innifelur líka launamun á milli hefðbundinna karlastarfa og hefðbundinna kvennastarfa, launamun fyrir sömu o.s.frv. 

Annar mælikvarði sem hægt er að nota eru laun að teknu tilliti til vinnustundafjölda. 

Þriðji mælikvarðinn er síðan laun fyrir sömu/sambærileg störf. 

Allar þessar tölur er vert að ræða um og skoða en auðvitað þarf fólk að hafa í huga að þær segja okkur mismunandi hluti. Það er ekki villandi að skýra frá heildarlaunamun en fólk þarf auðvitað að hugsa um hvaða upplýsingar það er að meðtaka og hvað hver tala segir okkur og hvar hver tala á við.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 30.1.2007 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband