Löglegir viðskiptahættir?

Í desember poppaði inn um lúguna hjá mér greiðsluseðill fyrir áskrift að Stöð 2 upp á 5.700 kr. Ég er ekki með áskrift að Stöð 2 svo ég hringdi í þjónustuverið til að spyrja hvað væri í gangi. Útskýringin var sú að fyrirtækið tók upp á því að senda öllum sem eru með gamlan myndlykil frá þeim en ekki áskrift greiðsluseðil í þeirri von að fólk myndi skila myndlyklinum. Mér var tjáð að ég þyrfti ekki að borga greiðsluseðilinn en gæti skilað myndlyklinum. Ef ég gerði hvorugt átti að senda þetta til innheimtu hjá Intrum. Nú er ég ekki búin að skila myndlyklinum og ekki búin að borga. Rétt í þessu poppaði inn annar greiðsluseðill frá 365 upp á 5.700 kr fyrir febrúaráskrift. Ég er búin að hugsa málið síðan síðast og er verulega ósátt við að fá greiðsluseðil fyrir þjónustu sem ég hef ekki keypt, pantað eða hugsað mér að kaupa. Mér er stórlega til efs að þetta sé löglegt. Ég bjallaði því aftur í þjónustuverið. Í þetta sinn var mér sagt að Intrum hótunin væri bull og vitleysa - þetta yrði ekki sett í innheimtu og ekki væri greiðsluskylda á seðlinum. Ef ég vildi losna við greiðsluseðlana gæti ég skilað myndlyklinum og málið væri afgreitt. 

Ok. Nú finnst mér gott að vita að ég get losnað við greiðsluseðlana á einhvern hátt. Hins vegar er hlaupin í mig þrjóska vegna þess að ég efast um að þetta sé löglegt. Ég sagði því stúlkunni í þjónustuverinu að þeim væri frjálst að ná í myndlykilinn til mín en ég vildi ekki fá fleiri greiðsluseðla - hvort sem ég geri mér ferð með lykilinn eða ekki. Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist.

Síðan er spurning hvaða fyrirtækjum dettur næst í hug að senda rukkun fyrir vöru sem enginn hefur pantað. Ef þetta er löglegt gæti alveg farið svo að greiðenda bíði hörkuvinna um hver mánaðarmót að finna út hvaða reikningar eru raunverulegir og hvaða reikningar eru sendir svona að gamni í þeirri von að einhver borgi!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Nei - hér ræð ég greinilega ekki neinu. Ímyndaðu þér hvernig það verður þegar Mogginn, DV og fleiri taka upp á þessu sama. Svo gætu húsgagnaverslanir sent þér greiðsluseðill fyrir sófa upp á von og óvon um að þig langi í nýjan sófa og þú getur bara ráðið hvort þú ferð og nærð í sófann eða sleppir því að borga... Það getur ekki verið löglegt að fyrirtæki taki upp á því að hrúga reikningum inn um lúguna hjá fólki fyrir þjónustu sem enginn hefur keypt. Og ef þetta er löglegt þá væri ráð að taka fyrir það hið fyrsta.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.1.2007 kl. 12:52

2 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Þetta er mjög kjánalegt. Engin spurning. Fyrst og fremst er þetta döpur markaðssetning fyrir 365. Held þeir ættu að reka Markaðsstjórann sinn sem stöðvaði ekki þessa vitleysu. Vekur aðeins upp neikvæð viðbrögð hjá annars mögulegum viðskiptavinum.

Ef takmarkið var að fá fólk til að skila lyklum þá hefði verið eðlilegra að gera það með öðrum hætti. Senda bréf, þar að lútandi, hringja eða birta auglýsingar.

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 29.1.2007 kl. 13:23

3 identicon

Kata mín.  Þú ert með myndlykil í þeirra eign í þínum fórum.  Þegar þú sóttir hann, var það væntanlega í þeim tilgangi að kaupa hjá þeim dagskrá.  Ok, þú vildir ekki vera í áskrift áfram, er þá ekki tilvalið að skila blessuðum myndlyklinum?

Ef ég lánaði þér bók, myndirðu ætlast til að ég myndi sækja hana til þín aftur?

Mér finnst nú bara lágmarkskurteisi að skila því sem maður fær lánað þegar maður er hættur að nota það. 
Ég er ekki þar með að samþykkja viðskiptahætti þeirra, þ.e. þetta með greiðsluseðlana, en mér þætti ekkert athugavert við að þeir rukkuðu leigu fyrir myndlykla sem fólk nennir ekki að skila.

S (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 14:52

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Alveg er ég sammála þér þarna... ekkert að því að skila myndlyklinum. Það hefði ég líka gert ef þeir hefðu beðið um það. Það gerðu þeir hins vegar ekki heldur sendu mér rukkun fyrir þjónustu sem ég pantaði ekki - og það efast ég um að sé löglegt. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.1.2007 kl. 14:58

5 identicon

Mér finnst þetta óhefðbundið en skil þá vel. Þú segir að sjálfsagt væri að skila lyklinum, því gerðiruð  það ekki þegar þú hættir að nota hann. Bara eðlilegt að þú værir jafnvel rukkuð um leigu fyrir hann meðan að þú ert ekki að nota hann.

Ef þú segir upp áskrift af sumum tímaritum og ert í skuld við þá þá taka þeir uppsögnina ekki gilda og halda áfram að rukka þig þar til þú gerir upp við þá.

Þannig að þessar vinnu aðferðir (eða amsk líkar þeim) tíðkast nú þegar.

sigfus (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 15:32

6 identicon

Ég lenti í sama og þú og hringdi í þjónustuverið. Þar var mér sagt að þau bjóði upp á þessa þjónustu (áskrift) og hafi þess vegna rétt á að senda mér reikning. (!!!) Ég býð líka upp á þjónustu þannig að ég er að hugsa um að senda 365 reikning fyrir henni. Ég hlýt að hafa rétt á því eins og 365. Það er greinilega nóg að bjóða upp á þjónustu, ekki veita hana. Tímarnir breytast sko.

Þarna er verið að rukka um "áskrift," ekki "leigu á ónýtum myndlykli." Það er ekki verið að veita áskriftarþjónustu og þar af leiðandi er verið að rukka fyrir þjónustu sem er ekki verið að veita en þau mega gera það af því að þau bjóða upp á hana.

Konan mín spurði á sínum tíma hvort þyrfti ekki að skila myndlyklinum en var sagt: "Nei nei ekki vera að hafa fyrir því. Við hendum honum hvort eða er í ruslagám hérna fyrir utan."

Nú er bara spurning hvaða texta ég á að setja á reikninginn til 365.

Gísli (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 15:40

7 identicon

Ég lenti í þessu sama og þetta verður allavega til þess að ég mun ekki skipta við þá stöðvar 2 menn oftar.  Hvað ætli mikið af eldra fólki eða fólki sem ekki fylgist náið með greiðsluseðlum í netbanka hafi greitt þetta án þess að átta sig á hvað var a ferðinni?  Hugsanlega er þetta löglegt, efast þó um það, en þetta er án minnsta vafa siðlaust.

E (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 16:21

8 identicon

Fæ líka svona reikninga.  Er með gamlan myndlykil sem þeir vilja ekki fá til baka því þeir eru úreltir.  Svo þetta snýst ekki um myndlykilinn.

Þóroddur (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 16:47

9 identicon

Skilaðu helvítis myndliklinum og hættu þessu væli

C (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 17:25

10 identicon

Skilaðu helv... lyklinum, þeir eiga hann og hann er enn í notkun á landsbyggðinni. Það er líf fyrir utan 101 Reykjavík.

va

va (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 21:53

11 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Skal skila honum um leið og þeir eru hættir að senda mér reikninga fyrir eitthverju sem ég hef ekki keypt... Ef þeir vilja hann fyrr geta þeir sótt hann. Ég ætla ekki að gera mér aukaferð og stúss þegar svona er staðið að málum. Einfalt mál og ekkert til að garga yfir.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.1.2007 kl. 21:58

12 identicon

"Ímyndaðu þér hvernig það verður þegar Mogginn, DV og fleiri taka upp á þessu sama. Svo gætu húsgagnaverslanir sent þér greiðsluseðill fyrir sófa upp á von og óvon um að þig langi í nýjan sófa og þú getur bara ráðið hvort þú ferð og nærð í sófann eða sleppir því að borga"

Ok, Fyrirgefðu, en þetta er ein heimskasta samlíking sem ég veit um, þú ert með myndlykil sem þeir eiga, og fékk hann að láni hjá þeim til að horfa á áskrift hjá þeim. Núna hefurru ekki skilað þessu myndlykli, og þeir eru bara að rukka um lánið. 

R (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 22:59

13 identicon

"Skilaðu helv... lyklinum, þeir eiga hann og hann er enn í notkun á landsbyggðinni. Það er líf fyrir utan 101 Reykjavík."

Þeir sem eru núna í áskrift en eru með gamlan lykil sem þeir eru ekki að nota (eru með Digital Ísland) eru látnir vera.

Það eru bara þeir sem eru svo ósvífnir að vera ekki í áskrift hjá 365 sem fá rukkanirnar. Þetta hefur ekkert með lyklana að gera. Ef þá vantaði lykla, þá myndu þeir hafa samband við alla og þeir myndu einfaldlega innkalla þá.

Takið eftir að þeir eru EKKI að innkalla lyklana, þeir eru að rukka fyrir ÁSKRIFT.

G (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 23:00

14 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Takk G - þetta er akkúrat málið. Hefði ég fengið tilkynningu um að ég ætti að skila myndlyklinum ellegar yrði byrjað að rukka fyrir leigu á honum hefði ég gert það þegjandi og hljóðalaust. Hefði ég fengið kurteist bréf (eða símtal) þar sem ég hefði verið beðin um að skila myndlyklinum eða boðið að gerast aftur áskrifandi hefði ég tekið vel í það. Það sem ég fékk hins vegar var rukkun fyrir áskrift að Stöð 2 upp á 5700 kr. Rukkuninni fylgdi engin útskýring og engin beiðni um að skila myndlyklinum. Það var ekki fyrr en ég hringdi í þjónustuverið sem mér var sagt að þetta væri til að fá mig til að skila lyklinum... 

Samlíkingin sem R kallar heimska er alls ekki heimsk - hún er nákvæmlega það sem er í gangi. Ef Stöð 2 getur sent rukkun fyrir áskrift sem ekki hefur verið keypt hvað er þá til fyrirstöðu að aðrir geri það líka? Svarið er "ekkert".

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 29.1.2007 kl. 23:09

15 identicon

Ef þú værir með sófa í láni hjá húsgagnaverlsun en værir ekki að borga fyrir afnot af honum þætti mér eðlilegt að senda þér rukkun fyrir honum.

sigfus (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 22:57

16 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jafnvel þó ekki hefði verið um það samið? Þætti þér í lagi að senda mér rukkun fyrir sófaborði?

Ég fékk ekki senda rukkun fyrir leigu á myndlyklinum... fékk ekki einu sinni tilkynningu um að skila honum. Ég fékk rukkun fyrir Stöð 2 - eitthvað sem ég hef aldrei keypt - ekki einu sinni þegar ég var í áskrift. Þá var ég með fjölvarpið.  

Ertu á mótþróaskeiðinu?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 31.1.2007 kl. 23:19

17 identicon

Þótt ekki hefði verið um það samið??? Það segir sig sjálft að þú ert með myndlykilinn til að vera í viðskiftum við þá, sama hvort um það er skriflegur samningur eða ekki, þá er það heilbrigði skynsemi að vita það.

Og hvort ég sé á mótþróaskeiðinu kemur eins og steinn frá glerhúsi, það er amsk ekki ég sem er að þráast við að vera uppá kannt við þjóðfélagið.

sigfus (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 332714

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband