Finnst þessi bara nokkuð góð...

Áhugaverður fréttavinkill að nota ástralskar forvarnarauglýsingar sem útgangspunkt. Hugmyndafræði auglýsinganna er þó gjörólík. Ég er t.d. ekki hrifin af áströlsku auglýsingunum sem ganga út þau skilaboð að stærðin skipti öllu máli... og að mikill hraði sé merki um lítil typpi. Fyrst þegar ég sá að verið var að tengja auglýsingarnar saman í fréttinni hélt ég að eitthvað sambærilegt væri upp á teningnum hér. Var fegin að sjá að svo var ekki Smile og hefði reyndar verið hissa ef svo hefði verið því Hvíta húsið hefur síðustu ár gert nokkrar frábærar auglýsingar fyrir Umferðarstofu. Hér er t.d. ein sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér.

Með nýju auglýsingunum er verið að tengja saman áhrif umhverfisþátta á hegðun. Loksins. Enginn er eyland og það er skrýtið til þess að hugsa að enn þann dag í dag heldur fólk að við séum ónæm fyrir áreitinu og pressunni í kringum okkur. Ökuníðingum er hampað víða. Nægir að nefna ýmsar bílaauglýsingar sem ganga út á hversu kraftmiklir og hraðskreiðir bílarnir eru, sjónvarpsþætti eins og þá sem sýndir eru á Skjá 1 þessa dagana, hasarmyndir og síðan auðvitað tölvuleikirnir. Auglýsingarnar eru settar upp svipað og tölvuleikur sem breytast síðan í kaldan raunveruleikann, eða réttara sagt, hvernig raunveruleikinn verður kaldur og grár þegar veruleikafirringin er framin í raunveruleikanum.


mbl.is Hraðinn drepur - getuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Katrín Anna: Er ekki þvílík karlfyrirlitning þarna á ferðinni? Þessi auglýsing og flestar eru ætlaðar ungum karlmönnum.

Þú værir örugglega á flippi ef þetta væri auglýsing með þau skilaboð að konur eigi að keyra betur.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 16:24

2 Smámynd: Brynja Björk Garðarsdóttir

Linkurinn virkar ekki:)

Brynja Björk Garðarsdóttir, 2.7.2007 kl. 17:35

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Katrín: Þið væruð ekki bara á flippi þið væruð trylltar ef þetta væri um kvk svo núna vill ég sjá ykkur líka trylltar yfir þennum auglýsingum og ég skal hætt að tala ykkur með fyrirvara, annars er sýnið þið að það er ekkert að marka ykkur.

Einar Þór Strand, 2.7.2007 kl. 18:45

4 identicon

Lausgirtum konum á Íslandi hefur fjölgað til muna eftir að sýningar á Sex and the city og Desperate Houswifes hófu gönu sína. Fyndnum eiginmönnum fjölgaði gríðarlega eftir að þættir á borð við King of Queens, Everybody loves Raymond og About Jim hófu göngu sína. Þörf kvenna til að sparka í allt og alla hefur aukist gríðarlega með góðum árangri kvennalandsliðsins í fótbolta.

Hvenar eigum við að hætta alhæfingum útfrá öllu sem getur hugsanlega haft áhrif á gjörðir manna.

Ef að einhver hefur áhuga á bílum hefur hann í flestum tilfellum mestann áhuga á því flottasta, besta og mesta í þeim geiranum. En í þáttunum á skjá einum er aldrei stundaður hraðakstur á opnum vegum. Ef að þú ert að taka eitt úr, af hverju ekki þá að segja "fyrst þessum mönnum er svona umhugað um öryggi að það leyði gott af sér"? Af hverju gleymist það að þeir sem stunda hraðakstur undir gríðarlegu öryggi séu að innprennta öryggi við akstur í huga fólks? Er þetta ekki að koma út á sléttu?

manuel (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 19:51

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Brynja Björk - sorrý. Búin að laga tengilinn. Á að virka núna

manuel... og lausgirtum körlum hefur fjölgað gífurlega með James Bond...? Ertu að nota þetta orð bara til að stuða eða??? Strákar fá skilaboð um hraðakstur úr ótalmörgum áttum og það hefur áhrif. Hugsaðu um samlegðaráhrifin manuel!

Geir og Einar. Hvað er það við íslensku auglýsinguna sem fer í pirrurnar á ykkur? Að það skuli vera strákur við stýrið sem veldur slysi? Þetta eru forvarnarauglýsingar og ef þið kíkið á tölur frá tryggingafélögunum um hverjir valda flestum slysum og alvarlegustu slysunum að þá held ég að þið munið finna samræmi þarna á milli.

Ef þið eruð bara að fiska eftir gagnrýni á áströlsku auglýsingarnar að þá get ég tekið heilshugar undir gagnrýni á þær. Ég er ekki hrifin af þeirri aðferðarfræði sem notuð er þar, hvort sem hún er notuð gegn konum eða körlum. Hvað með ykkur? Getið þið tekið undir gagnrýni á auglýsingar sem eru fullar af kvenfyrirlitningu eða er þetta bara one way street hjá ykkur? 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.7.2007 kl. 21:30

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

manuel... kíktu á þetta

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.7.2007 kl. 21:52

7 identicon

"Geir og Einar. Hvað er það við íslensku auglýsinguna sem fer í pirrurnar á ykkur?"

Ekkert, enda er ég ekki machoisti.

Ég bara held að þú og flestir feministar myndu taka því mjög illa ef það væri auglýsing þarna úti með þeim tilgangi að fá konur til þess að gera eitthvað betur, sama hver tölfræðin er á bakvið það. Þá eru hróp um kvenfyrirlitningu. 

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 22:11

8 Smámynd: Brynja Björk Garðarsdóttir

Ég verð að vera sammála þér þarna, þessi auglýsing er mín uppáhalds. Og meira að segja mín uppáhalds af þeim sem maðurinn minn hefur gert:)

Brynja Björk Garðarsdóttir, 2.7.2007 kl. 22:16

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Hann á örugglega seint eftir að toppa þessa!

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.7.2007 kl. 23:09

10 identicon

Held að það sé brjálæðislegur munur á ÞÁTTUM sem prómóta öryggi og tölvuleikjum sem ala á glæfraakstri án þess að nokkur áhersla sé lögð á öryggi. AF HVERJU ER BARA HORFT Á EINN VINKIL???? Í þessum ÞÁTTUM er verið að sýna tvennt öryggi og háskaakstur. 

Ég notaði orðið ekkert til að stuða. Var bara að benda á að það er hægt að finna endalaust orsakasamhengi milli sjónvarpsþátta og þjóðfélagsmeina ef maður kafar nógu djúpt og einbeitir sér nógu mikið af neikvæðni. 

Nú viðurkenni ég að það sé orsakasamhengi á milli klámáhorfs og kynferðisofbeldis. Ég viðurkenni líka orsakasamhengi milli ofebeldisáhorfs og ofbeldis. En að tengja þátt sem prómóterar öryggi við vaxandi háskaakstur er ansi langsótt (sjáðu, ég valdi að horfa aðeins á öryggisþáttinn í þessum þáttum, rétt eins og þú valdir bara að horfa á ofsaaksturinn).

Það er því himinn og haf á milli tölvuleikja sem leggja ekkert uppúr öryggi en allt uppúr glæfraakstri, og þætti sem leggur mjög mikið uppúr öryggi við hraðakstur. 

Ég sé allavega þætti sem hvetja fólk til að taka hraðakstur úr umferð og fá fólk til að stunda þessa yðju frekar á lokuðum brautum útbúnum miklum öryggisbúnaði sem gott mál.

Tölvuleikir sem hvetja fólk til að stunda hraðakstur í umferðinni er hinsvegar ekki gott mál. 

manuel (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 23:31

11 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Held að ástæðan fyrir því sé sú að ég nenni ekki að horfa á þessa þætti og sé bara glefsur... t.d. þegar gaurarnir eru svo miklir aular að þeir geta ekki farið skammlaust í eina útilegu... eða þegar þeir eru að keyra á grilljón á einhverjum pínkulitlum bíl sem á að selja fyrir almennan akstur út á götu... en er testaður fyrir hraða í öruggu umhverfi... svo hinn almenni ökumaður viti hvort hann sé hraðskreiður eða ekki... hraðinn verður þannig "nauðsynlegur" partur af bílnum. Er hins vegar alveg sammála að það sé ekki hægt að setja samansemmerki þarna á milli og tölvuleikja sem hvetja til kappaksturs út í almennri umferð. Hins vegar er ég á því að þegar þessi hraðaskilaboð birtast úr öllum áttum að þá hafa þau áhrif.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.7.2007 kl. 23:47

12 Smámynd: halkatla

sumar konur keyra líka alveg einsog vitfirringar sá eina um daginn, snaróða, en þær láta greinilega lítið fyrir sér fara og vita hvar löggan felur sig. svo útsmognar nei segi bara svona...

halkatla, 3.7.2007 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 332541

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband