Þetta helst...

Finnst tvennt afar áhugavert að skoða úr fréttum undanfarna daga. Annars vegar er það þessi taumlausa bjartsýni á að nú takist loksins að draga eitthvað úr launamun kynjanna á næstu 4 árum. Það hefur gengið óhóflega hægt að minnka launamun fyrir sömu störf og miðað við hægagang síðustu ára eigum við eftir 627 ár í viðbót í að launin verði jöfn. Ég veit ekki alveg hvort ég deili bjartsýni þjóðarinnar með henni. Ég bind reyndar vonir við það að tilkoma Samfylkingarinnar í ríkisstjórn og afdráttarlausar yfirlýsingar um að launamunurinn verði minnkaður muni skila árangri. Hins vegar sýnist mér einkamarkaðurinn vera tregur í taumi og vilja helst fara sömu leiðir og búið er að fara síðan árið 1961 þegar lög um jöfn laun fyrir sömu störf voru sett - þ.e. helst á að gera sem minnst og bíða bara eftir að þetta komi af sjálfu sér því við erum svo rétthugsandi... en samt sýnir reynslan okkur að það gerist ekkert af sjálfu sér. Vonandi verður launaleynd afnumin og gripið til einhverra róttækra aðgerða að auki.

Hitt sem mér finnst athyglisvert er að ný skoðanakönnun leiddi í ljós að um helmingur þeirra sem eru óánægð með ráðherraval Sjálfstæðisflokksins eru óánægð með að karlarnir skuli sitja svo sem nánast einir um hituna. Af 6 ráðherrum er aðeins 1 kona, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, og það er einfaldlega ekki ásættanlegt. Gaman að sjá að margir eru sama sinnis og að Sjálfstæðisflokkurinn bíður álitshnekki fyrir að vera karlaflokkur. Það gefur mér tilefni til bjartsýni! Vona svo bara að flokkurinn taki þessi skilaboð til sín og fari að nýta þann kraft og þá auðlind sem býr í öllum þessum öflugu konum í flokknum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 332541

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband