Kvennaframboð í Ástralíu

Það er óhætt að segja að framboð Kvennalistans sé sú leið sem hafi skilað okkur mestum árangri í að fjölga konum á þingi. Hann bauð fyrst fram árið 1983 og þá fjölgaði konum úr 5% í 15% á þingi. Kvennaframboð hafa ekki alls staðar virkað eins vel og hér og það væri verðugt rannsóknarefni að skoða hvað veldur. Svíar voru með sérstakt kvennaframboð fyrir síðustu kosningar en það gekk ekki sem skyldi. Nú hafa konur í Ástralíu fengið nóg af karlapólitíkinni og hafa stofnað sinn eigin kvennalista. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig þeim vegnar. Vonandi slá þær öll met! Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi stofnar einhver karlalista í leiðinni.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 00:47

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Takk Rósa. Frábærir tenglar. Og segi það sama... nóg af karlalistum út um allt svo þetta er kærkomið mótvægi! Þætti samt best ef hægt væri að kynjablanda öllum flokkum en það virðist bara ætla að ganga hægt og illa. Mér líður stundum (ok yfirleitt) eins og ég lifi í fornöld.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.7.2007 kl. 13:46

3 Smámynd: Gísli Gíslason

Það var annaðhvort í Ástralíu eða Nýja Sjálandi sem feður stofnuðu stjórnmála flokk og bentu á að trúlega væri mesti kynbundinn munur í samfélaginu, munur kynjanna í foreldraábyrgð og þá sérstaklega þegar foreldrar búa ekki saman. 

Í Bretlandi hefur svipað verið í deiglunni og má lesa um það hér,  flokkur foreldrajanfréttis eða  "Equal Parenting Alliance Party". Ég held þó  að  bretarnir séu ekkert  að útiloka konur, enda er þetta ekki beint karlaflokkur heldur flokkur foreldrajafnréttis.  

Fróðlega í þessu er að í þessari jafnréttibaráttu er karlar  að sækja rétt sinn og er það trúlega nýtt í þróun jafnréttismála.

Ég held að eitt af lykilatriðum til að koma jafnréttisbaráttunni áfram er að jafna foreldraábyrgð kynjanna.  Munur í foreldraábyrgð kynjanna endurspeglar stöðu þeirra á vinnumarkaði, þ.e. launamun kynjanna.

Gísli Gíslason, 6.7.2007 kl. 00:24

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já Gísli - ég er sammála þér í því að það þarf að jafna foreldraábyrgðina. Hana þarf að jafna jafnt innan sambands sem utan. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 6.7.2007 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 332508

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband