Segðu svo að kyn skipti ekki máli

mildududomÞetta hefði aldrei gerst ef 5 konur hefðu skipað hæstarétt!  Það hefur verið hörð barátta í gangi út af kynferðisbrotamálum. Kerfið hefur verið gagnrýnt frá a-ö. Í jafnréttisáætlun ríkisstjórnarinnar kveður á um færðslu fyrir dómara um kynferðisbrotamál (ef mig minnir rétt). Greinilegt að sú fræðsla hefur ekki farið fram. Hvað gengur svona mönnum til? Þeir hafa náð það miklum framgangi að þeir sitja í hæstarétti - æðsta dómsvaldi þjóðarinnar og þetta er niðurstaðan? Dóminn má lesa hér: http://www.haestirettur.is/domar?nr=4348 

Innleggi breytt: Tók út óviðurkvæmilegt orðalag til að særa ekki blygðunarkennd sumra... 


mbl.is Hæstiréttur styttir dóm yfir kynferðisglæpamanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Guðmundsson

Hefði verið nær að tvöfalda dóminn. Fáránlegir dómar í þessum málaflokki.

Kristján Guðmundsson, 2.2.2007 kl. 17:10

2 identicon

Ég held með fullri virðingu fyrir þér þá ætti þú ekki að vera tjá þig um lögfræði eða annað sem þú hefur ekki vit á.

Þessi dómur fylgir öllum fyrri fordæmm Hæstaréttar, en Hæstarétti ber að fylgja fyrri fordæmum því annars eru þeir að brjóta lög og það sem meira er 65.gr. stjórnarskrárinnar - jafnræðisregluna.

Þætti þér eðilegt ef dæmdi í þessu máli (sem ég er NB ekki að verja) hefði fengið þyngri dóm en aðrir menn er brotið hafa af sér af sambærilegan hátt. 

Það er ekki hlutverk dómstóla að breyta lögunum, það er hlutverk Alþingis. Dómurum ber að fylgja fyrri fordæmum.

Ef vilji fólks stendur til þess að þyngja dóma (sem virðist vera) þá er það Alþingis. Besta leiðin til þess að þyngja dóma er að hækka lágmarksrefsingu.

Þessi fréttaflutningur Morgunblaðsins er svartur blettur á annars ágætu blaði. Þeir stilla þessum mönnum upp sem glæpamönnum og gerir það ekkert annað en að draga úr trausti almennings á dómskerfinu. Það er ábyrgðarleysi.

Ég endurtek að ég er ekki að mæla með gerðum mannsins en svona skrif eru hálvitaleg og dæma sig sjálf.  Að afgreiða þetta svo sem karlavandamál er svo bara hlægilegt.

Páll (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 17:36

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Okkur þykja greinilega sitthvorir hlutirnir hlægilegir... Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að hæfileg refsins væri 2 ár. Hæstarétti hefði verið í fullvald sett að fylgja þeim dómi. Refsiramminn er ekki nýttur nándar nærri nógu vel í kynferðisbrotamálum. Þrátt fyrir fyrri dóma (og fordæmi) þá hefur hæstiréttur svigrúm til að komast að annari og betri niðurstöðu. 

Kyn dómara kemur þessi máli mjög mikið við. Okkar hegningarlög eru alfarið samin af karlmönnum. Konur komu ekki nálægt hegningarlögum í upphafi - og eins og þú veist, ef þú hefur vit á þessum málum, er hægara sagt en gert að ætla að umbylta einhverju í lögum sem fyrir er komið. Hægt er að kroppa í lögin og breyta þeim en hefðirnar hvíla á sama grunni og hann er saminn af karlmönnum. Flettu því upp ef þú ert í vafa. Flettu líka upp hverjir settu fordæmið sem þú segir að hæstiréttur er að fara eftir núna. 

Rannsóknir sem hafa verið gerðar á úrskurðum dómara sýna að það er munur á milli kynja. Ég stend fast við það að ef 5 konur hefðu verið í hæstarétti þá hefðu þær ekki komist að þessari niðurstöðu. Varðandi það hvort ég hefði mátt nota kurteisara orðalag í blogginu - þá get ég alveg tekið undir það. Er bara orðin svo fjandi foj út í þetta "blessaða" dómskerfi - sem er algjör skelfing í þessum málum.  

Fjölmargir karlmenn eru mjög ósáttir við dóm hæstaréttar - vona að þeir beiti sér fyrir því að fá fleiri konur í hæstarétt. Virðist vera helsta vonin til að ná fram sanngjörnum dómum.  Karlkyns hæstaréttardómarar eiga allavega ekki gott track record í þessum málaflokki.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.2.2007 kl. 17:57

4 Smámynd: Þorsteinn Guðmundsson

Mér liði betur að hafa konur í þessum stöðum, þessir karlmenn hafa sannfært mig um það. Mér finnast þessi rök sem hérna koma fram fullkomlega rökrétt. Þetta hefur ekkert með lögfræði að gera, ef siðferðiskennd fólks kallar ekki á að þessi maður hljóti hámarksrefsingu fyrir glæpi sína þá er það einfaldlega brengluð siðferðiskennd að mínu mati.

Þorsteinn Guðmundsson, 2.2.2007 kl. 21:16

5 identicon

Það er gífurlega mikilvægt að fordæmi breytist ekki of hratt. Fordæmi skapa viðmið og eftir þeim verður að fara. Vissulega þarf að dæma harðar þegar glæpurinn er algjörlega sannaður en það er einmitt sönnunarbyrgðin sem er svo erfið. Varhugavert getur því verið að hækka þetta sísvona. Það er ekki jafn einfalt og þú lætur í veðri vaka í þessum skrifum.

Ég set hins vegar stórt spurningamerki við þá rannsókn sem þú nefnir að munur sé milli kynja hjá dómarastéttinni.

Gætirðu bent okkur á þessa rannsókn?

Sigríður Lilja (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 23:00

6 identicon

Sjaldan hef ég verið sammála...en mig langar til að benda á að það var hvorki meira né minna kona sem var dómsmálaráðherra þegar konan mín ásamt tvemur öðrum skiluðu undirskriptum 20.000 íslendinga um þyndingu dóma fyrir kynferðisafbrot gagnvart börnum.

Og hvað hún var auminginn ófær um að taka á móti þeim nema með tvo lögfræinga sér við hlið.  Vill ég benda á að ÞÁ ef einhverntímann  var tækifæri fyrir konu að bretta upp ermarnar, en hvað ?

Hér hvíli ég mál mitt varðandi konur og karla í þessum málum.(fólk er fífl)

 Sjaldan vill ég taka svo stórt uppí mig, en ef þetta kemur fyrir dóttur mína eða son, vona ég af öllu hjarta að svo gerist ekki,  þá eru minstar líkur á að ég hringi eftir aðstoð lögreglu eða annara embættismanna.

Eina huggunin í þessum málum er að þeir sem sjá um að deila út raunverulegu réttlæti í þessum málum eins og þau eru í dag eru þeir sem sitja inni á hrauninu fyrir að svíkja út mat á veitingastöðum og fá  3ja mánaða dóm fyrir.   Ef dómarar eiga erfitt með að nafn þerra sé tengt andliti ættu þeir að gera einhvað annað/ Það er krafa almennings að fólk sem leitar á börn verði tekið út úr samfélaginu 

Valdimar (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 02:09

7 identicon

Boltinn er hjá löggjafarvaldinu, ekki dómstóli götunnar!

Guðmundur G. Hreiðarsson

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 07:31

8 identicon

Er meiri harka í dómum kvenna sem setið hafa í Hæstarétti? Hefur það verið tekið saman? Er ekki alltaf verið að tala um að konur standi fyrir hin mjúku gildi í þjóðfélaginu?

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 12:43

9 identicon

Það er rétt að konur hafa e.t.v. ekkert gengið harðar fram en karlar - ennþá. Það er líka rétt að dómar mega ekki breytast of hratt, enda gera þeir það alls ekki og enginn hefur verið að biðja um það.

Forsenda þess að dómar og löggjöf breytist er að fjölga konum í stjórnun og stefnumótun á þessu sviði, þannig að þær hafi raunverulega möguleika. Í dag eru konur í það miklum minnihluta að þær hafa takmarkaða möguleika á að láta til sín taka.

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 14:14

10 identicon

Kynferðisbrot eru einhver þau verstu brot sem framin eru og þess vegna þarf að refsa í samræmi við það. Það er löggjafarvaldið sem býr til þann refsiramma, ekki dómstólar því síður Morgunblaðið í leit að fleiri áskrifendum. Grein þín Katrín hér að ofan sér málin svolítið í svart-hvítu ljósi sem ykkur femínistum er stundum tammt um. Sem sagt, karlar gera eitthvað vont (milda dóminn) en konur gera hið góða og rétta. Ég vona að þú eigir karlkyns aðstandendur sem þú sérð ekki í þessu ljósi. Mér er auk þess spurn, hvers vegna hafa íslenskir femínistar ekki tekið undir ýmislegt í málflutningi Frjálslynda um að þeir sem hingað flytjast skulu hafa svipaða lífssýn og fyrir er, t.d. hvað varðar rétt einstaklingsins (karla og kvenna) sem sé æðri en t.d. vilji ættarsamfélagsins eins og er í sumum ríkjum í heiminum. Í staðinn er bara verið að gagnrýna að því Margrét vann ekki? Lýðræði eða hvað?

kveðja Gísli

Sigmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 14:16

11 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Sigríður Lilja bað um tilvísun í rannsóknina á milli kven- og karlkynsdómara. Ég man ekki hvar ég sá þetta en þetta var ekki íslensk rannsókn. Okkur vantar reyndar svona rannsóknir hér - ég myndi reyndar sérstaklega vilja sjá þetta varðandi héraðsdómara þar sem í hæstarétti eru einungis 2 konur af 9 dómurum. Nýlega var reyndar dæmi um ofbeldismál þar sem 3 dómarar dæmdu. Mig minnir að það hafi verið 2 konur og 1 karl og önnur konan skilaði séráliti þar sem hún taldi sekt ekki hafa verið sannaða eða að hún vildi milda dómin - man ekki hvort það var en þetta var nýlega í fréttum (héraðsdómur). 

Held reyndar að það sé full ástæða til að kanna dóma út frá mörgum breytum - t.d. dóma sem kven- og karlkyns afbrotamenn fá, hvort það sé munur á innlendum og erlendum brotamönnum o.s.frv.

Ef ég rekst á rannsóknina um muninn á kven- og karlkynsdómurunum í einhverju lesefni skal ég setja það hingað inn.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.2.2007 kl. 18:46

12 Smámynd: halkatla

þið sem talið um að dómarar geti ekkert gert, sko ég heyrði með eigin eyrum dómsmálaráðherrann sjálfan, Sólveigu Pétursdóttir, lýsa því yfir að nú væri refsiramminn orðinn meiri, hækkaður í heil 12 ár, og að boltinn væri þaðan í frá í höndum dómara sem yrðu að byrja að setja fordæmi og byrja nýta refsirammann! Þetta geta engir nema þeir!!! Það er hlutverk löggjafarvaldsins að breyta lagakerfinu og gefa dómurum tilmæli. Nú eru liðin mörg ár frá þessum tilmælum og refsirammabreytingum og nákvæmlega ekkert hefur breyst. Ég hef lesið nokkra skelfilega dóma sem ég skil ekki að mennskar verur hafi dæmt í og þar eru oft kvendómarar með í hópnum sem bera ábyrgð. Staðreyndin er að þær eru ekkert skárri. Ég er allavega ekki sammála því að þær hefðu gert einhver kraftaverk hér, nei ég held að íslenskir dómarar séu bara siðblindir að öllu leyti og enginn vogar sér að afsaka þá nema hann sé skyldur þeim eða jafn siðblindur og þeir. Það er ekki hægt að segja neitt jákvætt um þá miðað við öll þeirra störf síðustu ár. Ég allavega hef ekki samvikuna í það.

það er ekki stanslaust bara hægt að segja dómurunum að hækka dómana og það er heldur ekki hægt að vera alltaf að toga út refsirammann, hvar á það að enda? nei, allt þetta er löggjafinn búinn að reyna en dómarar standa fastir á sínu. Hættið að reyna að finna þeim allt til afsökunar. Það er mjög fyndin grein um þetta á deiglan.com, þar er allt reynt til þess að afsaka þetta en það er hlægilegt, það er búið að gera nákvmlega allt sem lagt er til í þeirri grein. Umræðan hefur verið í gangi stanslaust síðan dómarar áttu að taka sig á, þeim var sagt að það gengi ekki lengur að láta einsog ekkert sé varðandi þessa hroðalegu barnanauðganaglæpi, og mjög mikill þrýstingur er búinn að vera á dómara í héraði og hæstarétti um að drullast til þess að sinna starfinu sínu. Þeir eru með vald til þess og það er enginn sem myndi geta sagt múkk, ekki barnaníðingar né aðrir, þótt að dómararnir færu að fylgja þeim reglum og tilmælum sem þeir fá frá alþingi! 

halkatla, 4.2.2007 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 332502

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband