Soldið fyndið

Nýlega var opnuð ný bloggsíða hér á moggablogginu undir heitinu Feministinn. Ég fékk beiðni um að verða bloggvinur - og samþykkti það að sjálfsögðu. Var pínku hugsi yfir því hvort þetta væri alvöru femínisti eða einhver á allt öðrum nótum en ákvað að það kæmi bara í ljós. Játa samt að ég var pínku spæld yfir því að einhver hefði tekið nafnið feministinn því slóðin á heimasíðu Femínistafélagsins er feministinn.is - og hefði verið gaman að hafa möguleikann á moggabloggi með sama nafni. En skítt með það...

Nú er sem sagt komið í ljós að síðueigendur skilgreina sig sem andfemínista. Reyndar segjast þeir aðhyllast stefnu iFeminisma - sem er ein tegund femínisma og þess vegna er and- forskeytið soldið skrýtið. Það sem mér finnst hins vegar alltaf soldið fyndið við ifeminsmann á sér sögu. Þegar Femínistafélagið var stofnað hélt þar ræðu fyrirmyndarfemínisti sem nefndi ýmsa drauma á nafn. Meðal þess sem hún sagði var að hana dreymdi um að ef að einhver nauðgaði konu þá færi hópur kvenna og stæði fyrir utan heimili nauðgarans og starði á hann.

Þetta er auðvitað brjálæðislega róttæk og stórhættuleg aðgerð - að dreyma um að horfa á nauðgara. Enda varð það fljótlega svo að ungir karlmenn sem af einhverjum ástæðum fannst það lýsa mikilli grimmd og óréttlæti í garð nauðgara að horfa á þá fóru í mikla herferð á netinu þar sem þeir úthúðuðu viðkomandi femínista og Femínistafélaginu. Í nafni frelsis var bannað að dreyma um að horfa á nauðgara. Það var of hræðilegt og í staðinn vildu þeir meina að þeir ættu til betri lausn. Lausnin var iFeminist. Þar sem ég er nógu forvitin ákvað ég að tékka á síðunni - og hver var lausnin? Jú, konur áttu einfaldlega að ganga með byssur og ef einhver gerði tilraun til að nauðga þeim átti einfaldlega að skjóta hann!  

Ég tek skýrt fram að ég aðyllist ekki ifemínisma. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Takk fyrir ábendinguna. Ég fékk líka beiðni um að vera bloggvinur viðkomandi og héld að þetta væri femínistafélagið.  Ég verð nú bara að segja upp þessum bloggvini sem sigldi undir fölsku flaggi.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.2.2007 kl. 21:51

2 Smámynd: Femínistinn

Sæl Katrín,

Vefritið Femínistinn er á slóðinni feministi.blog.is svo að feministinn.blog.is er þér ennþá laust til umsóknar.

Síðueigendur skilgreina sig svo sannarlega ekki sem andfemínista og er fráleitt að þú skulir kasta því hér fram.

Sögur þínar af mótmælum við hópskrúðgöngum að húsum nauðgara og byssueignum kvenna er ekki á neinn hátt skylt einstaklingsfemínisma eða skrifum á Vefritið Femínistann. Það sjá allir sem lesa Vefritið: http://feministi.blog.is

Femínistinn telur að jafnrétti kynjanna sé ábótavant og vilja síðuskrifarar leggja sitt af mörkum í baráttunni. Ekki skiljum við hvað þú sérð slæmt við það þar sem við viljum ná sömu markmiðum og þú.

Þú þarft ekki að líta lengra en á þína eigin síðu þar sem þú segir sjálf: ,,Femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því. Ert þú femínisti?". Þetta á fullkomlega við höfunda Femínistans.

Þetta er ómerkileg aðför hjá þér að hópi sem berst fyrir sama málstað og þú þó svo einstaklingsfemínisminn boði aðrar leiðir en þú vilt fara.

,,Sem dæmi má nefna að Rauðsokkurnar aðhylltust annan femínisma en Femínistafélag Íslands gerir og eflaust vil Þorgerður Katrín leysa vandann á annan hátt en Kolbrún Halldórsdóttir, en báðar eru þær FEMÍNISTAR!"

Tilvitnun þessi er úr frábærri grein, Femínismi 103, eftir Kristínu Tómasdóttur þar sem hún fjallar um femínisma og ýmsar ranghugmyndir um femínismann enda hefst greinin með orðunum: ,,Fáránlegt hvað fólk er feimið og fáfrótt um femínisma."

Með von um hlýlegri viðtökur,

Ritstjórn Femínistans 

Femínistinn, 2.2.2007 kl. 23:29

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Skilgreining á síðunni Feministinn sem andfemínískt tímarit er ekki frá mér komin - og ef þið lesið færsluna mína þá sjáið þið að ég lýsi því yfir að ég er hissa á að vefritið skuli skilgreina sig sem slíkt. Skilgreiningin er komin frá ritstjórn Feministans. Vinkona mín sendi ritstjórn bréf til að spyrja út í hvernig tímarit þetta væri. Svarið sem hún fékk innihélt þessa setningu:

"Vefritið Femínistinn er þverrt á móti andfemínískt rit"

Ef þið eruð ósátt við að þið séuð kölluð andfemínískt rit þá er kannski ráð að ræða saman innan ritstjórnarinnar hvernig þið skilgreinið ykkur og hvort þið séuð yfirhöfuð sammála um hvort þið eruð femínistar eða ekki?

Þar sem þið skrifið ekki undir nafni er bæði mér og öðrum ómögulegt að segja til um hvort að þið séuð skyld þeim hópi sem hélt ifeminismann hvað harðast á lofti í tengslum við ofangreindan draum - og benti á ifeminsmann sem betri lausn.

Eitt í viðbót - nú eruð þið búin að skrifa um mig á vefritinu ykkar. Ég hef engin tækifæri til að setja inn athugasemd við ykkar skrif á síðuna því þið eruð ekki með athugasemdir opnar. Ég skora á ykkur að opna kommentakerfið. Það er ekki sérlega marktækt að skrifa ekki undir nafni - skrifa samt um nafngreinda einstaklinga og ekki gefa neitt færi á athugasemdum við skrifin á ykkar vettvangi. Þar sem athugasemdir eru ekki neinar vonast ég að sjálfsögðu til að þið setjið inn aðra færslu þar sem þið tiltakið að skilgreiningin á ykkur sem andfemínísku riti á sér rætur að rekja til ykkar eigin ritstjórnar en er ekki eitthvað sem ég fann upp.

Vona svo að þið takið eftir því að ég er enn með vefritið ykkar skráð sem bloggvin hjá mér. Er enn ekki hrifin af stefnu ifeminismans - enda hvorki hlynnt vopnaeign eða vændi. Eflaust er margt annað gott í stefnunni og vonandi margt sem við getum verið sammála um. Tíminn mun bara leiða það í ljós. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.2.2007 kl. 17:36

4 Smámynd: Femínistinn

Í setninguna "Vefritið Femínistinn er þverrt á móti andfemínískt rit" vantaði að sjálfsögðu orðið ekki. Bagalega mistök þar á ferðinni en ef tölvupósta samskipti ristjórnar og Rósu Erlingsdóttur, vinkonu þinnar, væru birt hér í heild sæist á samhenginu að mistökin eru augljós.

Femínistinn hefur þá reglu á að birta ekki eða senda áfram tölvupósta sem ristjórninni berast nema það sé tekið fram við sendanda enda samræmist slíkt hvorki við lög né almennar siðareglur í samskiptum á netinu. Okkur finnst rétt að koma þessu á framfæri.

Ristjórnin ákvað við stofnun vefritsins að leyfa ekki athugasemdir vegna þess að ristjórnina grunaði að einhver myndi koma með mis málefnaleg innlegg líkt skrifum þínum um að á ferðinni væru fylgismenn þeirra hugmynda að lausnin við nauðgunum væri að konur gengu með byssur á sér.

Ritstjórnin fullyrðir enn og aftur að höfundar eru ekki á neinn hátt skyldir þeim femínisma sem þú nefnir og hafa höfundar aldrei talað fyrir þessum hugmyndum áður og eru því ekki tengdir þeim sem þú nefnir (eða nefnir reyndar ekki).

Þó svo höfundar komi ekki fram undir nafni finnst þér ekki dálítið fáránlegt að tengja okkur við talsmenn um byssueign kvenna einungis vegna þess að þú þekkir okkur ekki?

Vefritið Femínistinn boðar nýjar áherslur í jafnréttisbaráttunni sem ristjórn telur fjölda fólks vera sammála um. Vinsældirnar hafa enda ekki staðið á sér því fjöldi fólks hefur heimsótt síðuna og sent ritstjórninni tölvupóst.

Við höfum ekkert skrifað á þinn hlut og finnst okkur við ekki verðskulda þessa færslu þína.

Baráttukveðjur,
Ristjórn. 

Femínistinn, 3.2.2007 kl. 18:17

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Gott að heyra að um innsláttarvillu var að ræða í svarinu til Rósu. Ég sá ekki þessa "augljósu" villu í svarinu. Þið leiðréttið þetta vonandi á ykkar síðu og takið fram að uppruninn á þessum misskilningi á sér rætur í skeyti frá ykkur. 

Varðandi söguna sem stendur í blogginu þá er ég ekki að bendla ykkar skoðanir við byssueign - en ég er að benda á að þetta eru skoðanir sem eru skilgreindar í ifeminisma - og á síðunni sem þið bendið sjálf á sem stefnu sem þið aðhyllist.

Hér eru 2 dæmi af ifeminist.net síðunni:

Ifeminism says to get the state out of personal issues. Wouldn't that stance leave girls and women without protection from abuse?

First, we must recognize that the alarmism of mainstream feminism often blows problems way out of proportion and reports them out of context. It is true that some men abuse. However, the vast majority of men do not abuse, and most women are not at risk of abuse by the men in their family. Furthermore, studies also show that this is not a problem of male violence as portrayed by mainstream feminism. Rather, women perpetrate violence against their children and spouses at rates that are at least comparable to those of men. This is not to say that abuse is not a significant problem. It just isn't the problem that mainstream feminism portrays it to be.

It is also important to recognize that governments in their quest for power have an incentive to create--not solve--problems and to disempower--not empower- those who would solve them. For example, governments discourage access to firearms which have been shown to be an effective means of deterring and defending against violence. They offer instead the false protection of protective orders (a piece of paper) and police officers (who can't be everywhere at once). This leaves those who are targeted by abusers with less ability to protect themselves than they would have were individual rights respected instead.

What is the ifeminist position on gun ownership?

Ifeminism supports the right of individuals to defend against violence. Firearms are a legitimate tool of self-defense. Firearms have been widely referred to as "the great equalizer" because they give individuals who would otherwise make attractive targets the ability to defend themselves against more powerful attackers. Many women (as well as men) have successfully used firearms to ward off attacks against themselves and others, sometimes without ever discharging the weapon.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.2.2007 kl. 18:28

6 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Jæja - fer ekki að koma að því að þið setjið inn á síðuna ykkar að þessi nafnlausu skrif um mig séu byggð á upplýsingum frá ykkur sjálfum? Það voruð þið sem skilgreinduð ykkur sem andfemínista í svarinu til Rósu og þið sem bentuð á ifeminist síðuna til stuðnings ykkar stefnu? 

Verð að segja eins og er að mér finnst það ansi lélegt að láta þessi skrif standa eftir að þið eruð búin að sjá að rótin kemur frá ykkur... eins og þið hafið klárlega séð miðað við svar í kommentakerfið en án leiðréttingar inn á ykkar síðu. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 3.2.2007 kl. 20:28

7 Smámynd: Femínistinn

Sá ekki svarið þitt fyrr en núna en þetta er hér með leiðrétt.

,,en ég er að benda á að þetta eru skoðanir sem eru skilgreindar í ifeminisma - og á síðunni sem þið bendið sjálf á sem stefnu sem þið aðhyllist."

Vísum þessu í þriðja sinn á bug. Þetta er farið að jaðra við þráhyggju hjá þér.

Femínistinn kveður.

Femínistinn, 4.2.2007 kl. 12:54

8 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Þráhyggja hvað? Ég er búin að setja hér inn 2 dæmi sem koma beint af vefsíðunni ifeminist.net. Lásuð þið þau ekki?

Eins og ég sagði þá hef ég ekki ætlað ykkur þessar skoðanir - og vona svo sannarlega að þetta séu ekki skoðanir sem þið fylgið - en þetta eru skoðanir ifeminist.net.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 4.2.2007 kl. 13:06

9 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ps. Gott að sjá að þið eruð búin að setja inn leiðréttingu. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 4.2.2007 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband