Sjáðu

Sumir vilja meina að jafnrétti náist ef konur gera allt eins og karlar. Svar þeirra við klámvæðingunni er að klámvæða karla... svarið við vændi að konur kaupi meira vændi... svarið við ofbeldi - tja ætla ekki út í þá sálma enda vona ég að við getum verið sammála um að útrýma ofbeldinu. Vændi er reyndar ofbeldi ef út í það er farið en samt skiptar skoðanir um leiðir til að útrýma því - eða hvort það beri að útrýma því yfirhöfuð.

En - aftur að kjarna málsins. Konur eru víða hlutgerðar og stillt upp sem "fallegum blómum" - skoðanalausar og undirgefnar. Sumum finnst þetta afskaplega fallegt og sjá ekkert athugavert við þessa helstu birtingarmynd kvenna - og ekki heldur að þetta er allt saman á karllægum forsendum (hvort sem framkvæmdin er í höndum karla eða kvenna). Konum á bara að finnast það sama flott og körlum - engin þörf að taka gagnkynhneigð kvenna með í reikninginn þar, hvað þá heldur margbreytileika.

Sumar konur verða leiðar á þessari einhæfu birtingarmynd kvenna. Ein þeirra tók sig til og ljósmyndaði karla á sama hátt og konur. Afraksturinn og söguna má sjá hér http://www.playtheman.info/. Kannski ágætt fyrir marga að skoða þetta og spá í hvort þeir vilji sjá umhverfi sitt skreytt svona myndum - hvert sem þeir fara, mörgum sinnum á dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ef konur væri í alvörunni vesalingar værum við líkast til sáttar við stöðuna eins og hún er í dag... Það er bara vegna þess að við erum það ekki sem baráttan er í gangi. Mat á hæfileikum er alltaf bundið einhverjum mannlegum þáttum og staðalmyndir kynjanna þvælast oftar en ekki fyrir. Það er ástæðan fyrir því að stjórnendur halda að þeir séu að velja hæfasta einstaklinginn í starfið - eða fólk heldur að það sé að kjósa hæfasta einstaklinginn - en í raun er oft verið að kjósa/ráða eftir kyni. Ef kyn skipti engu máli væri staðan ekki eins og hún er í dag. Ef allir myndu velja óháð kyni væru kynjahlutfall á þingi mun jafnara. Staðan væri ekki alltaf þannig að karlar eru í miklum meirihluta. Sama á við um atvinnulífið.

Svo er auðvitað til fólk sem heldur að ástæðan fyrir þessari skökku mynd sé einfaldlega sú að konur séu óhæfari en karlmenn. Slík viðhorf kallast karlremba... 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 1.2.2007 kl. 00:42

2 Smámynd: Femínistinn

Það er stjórnendum fyrirtækja fyrir bestu að velja hæfasta einstaklinginn án þess að líta til kyns. Þannig hagnast hann mest. Það er því eðlilegt að í afmörkuðum hópum sé kynjahlutfall ekki jafnt.

Þegar bera á saman hlutdeild kynjanna verður að líta á alla heildina en ekki bara einn vinnustað/eina stjórn.

Femínistinn, 1.2.2007 kl. 09:46

3 identicon

Ætlar þú í alvöru talað að reyna að halda því fram að karlar séu ekki notaðir að hluta til í þessa kynlífsvæðingu þína. Þeir eru ekki í henni í sama magni og kvennfólk, en þeir eru til staðar í henni engu að síður, þessar myndir á þessari síðu er flestar ekkert nýtt í samfélagði sjálft.

Sigfús (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 332499

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband