Hvað finnst þér?

Ég er stundum að velta fyrir mér þátttöku karla í baráttunni fyrir jafnrétti. Allt í einu fannst mér tilvalið að spyrja einfaldlega hér - kommentakerfið fínt til að taka á móti svörum. 

Spurningin er:

Hvert finnst þér að eigi að vera framlag karlmanna til baráttunnar fyrir jafnrétti kynjanna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Femínistinn

Framlag karlmanna ætti að vera hið sama og kvennmanna, þ.e. að einstaklingur sé ekki dæmdur útfrá kyni, kynþætti, litarhætti, þjóðerni eða trúarbrögðum.

Einstaklingurinn á að vera metinn út frá verðleikum sínum og þar standa konur vissulega höllum fæti. Breyting á hugsunarhætti samfélagsins er því nauðsynleg ef þessu á fram að ná. 

Femínistinn, 31.1.2007 kl. 19:19

2 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Úff Kata, hvar á ég að byrja? Mér finnst einfaldlega að þeir ættu að sjá sóma sinn í því að koma að henni á öllum sviðum. Ég frétti um daginn að einn karl á stórum vinnustað hefði látið það útúr sér að honum fyndist þetta mjög einfalt, að karlar ættu að borga miklu hærri skatta en konur!

Ég get ekki annað en sagt að ég var svoltið ánægð með þetta komment, það hlakkaði í mér og ég var forvitin að vita af hverju hann sagði það. Jú, honum fannst það einfalt að karlar valda einfaldlega öllum (eða flestum) þeim vandamálum sem samfélagið á við að etja. Það eru jú þeir sem beita ofbeldinu og sitja inni í fangelsum, það eru þeir sem eru miklu verri bílstjórar og lenda í miklu fleiri umferðarslysum. Hann sá einfaldlega að það eru jú í meirihluta karlmenn sem valda þeim vandamálum sem kosta samfélagið gífurlegar fjárupphæðir á ári hverju ... en ég tek það fram að ég geri mér alveg grein fyrir að það eru ekki ALLIR karlmenn sem gera það. Honum fannst þetta nú samt svona.

Ég verð líka að láta þess getið að  ég tók syrpu á einn eiginmann sem svaraði konuninni sinni í dag á þessa leið þegar hún sendi póst þar sem hún hafði tekið út tölur frá Hagstofunni um laun karla og kvenna og var í sjokki, bæði yfir muninum á launum og að færri konur væru á vinnumarkaðnum - en svarið frá eiginmanninum var:

"Það er ljóst hverjir bera uppi þetta þjóðfélag... Og þá þarf líka að borga þeim vel því það er augljóst hvort kynið getur slakað á heima og notið lífsins...". 

Ég svaraði þessu í mjög löngu máli eitthvað á þessa leið:

"Ég get nú ekki orða bundist við svona hrikaleg karlrembu komment eins og þitt X, þau senda kvennabaráttuna aftur um hundruðir ára. Ég veit ekki hvort þetta er djók hjá þér eða ekki, en hvort sem það er það eður ei þá er það mjög ósmekklegt. Mér finnst algerlega til skammar að þú og aðrir karlmenn skulið taka svona til orða og lítilsvirt konur og þeirra vinnu svona. Einnig finnst mér það varhugavert að heyra svona frá manni sem er í stöðu eins og þú þar sem þú getur talist eins konar millistjórnandi. Það er 80% kvenna á vinnumarkaðnum á Íslandi og sumar þeirra reyndar í hlutastörfum (og sumir karlar reyndar líka í hlutastörfum). Konum er mismunað mjög í sínum störfum hvar sem þær eru, hvort það er í hlutastörfum, fullum störfum, störfum sem krefjast sama náms og eru algerlega eins og karlanna - hvar sem þær eru er þeim mismunað. Konur eru núna síðast liðin ár meirihluti háskólanema og menntun þeirra er minna metin en karlanna á vinnumarkaði. Það er kerfisbundin mismunum gagnvart konum í okkar samfélagi og hana þarf að uppræta. Konur komast síður í stjórnunarstöður líka og fá síður og sjaldnar launahækkanir en karlar - þrátt fyrir að þær sækja það jafn mikið og þrátt fyrir að þær reynast gífurlega góðir stjórnendur. Það er hreinlega ekki satt eins og sumir vilja alltaf halda fram að konur sæki síður um launahækkanir, því samkvæmt innlendum rannsóknum og tölum frá hagstofu þá gera þær alveg jafn mikið af því og karlar, en fá það síður.

 Það er líka alveg ljóst að það eru sko ekki eingöngu karlar sem bera uppi þetta samfélag og við skulum líka átta okkur á því að konurnar sem eru heima eru þar ekki að slaka á, því flestar þeirra eru að sinna börnum, heimili og uppeldi. Það er augljóst að þú telur það ekki vera fyrirhöfn né vinnu - en er það ekki eitt af mikilvægustu störfum samfélagsins? Að koma börnum sínum til manns? Með orðum þínum hefurðu ekki eingöngu lítilsvirt þína eigin konu, heldur líka allar konur samfélagsins og konur almennt. Það verður hins vegar spennandi að fylgjast með þér þegar dóttir þín vex úr grasi og fer að finna fyrir hinni kerfisbundnu mismunun... ég er ekki viss um að þú verðir par hrifin af því ef þú ert maður sem lætur þig börnin þín varða.  Á töflunum frá Hagstofunni um laun karla og kvenna á aldrinum 30-39 ára og svo 40-49 ára er munurinn er frá 22-30%. Konur á þessum aldri eru 40% af vinnumarkaðnum í þessum hópi, sumar í hlutastörfum.  Gífurlega mismunun er hægt að sjá þarna og jafnvel enn meiri mismunun er þegar farið er að skoða alls kyns viðauka við laun, eins og bílastyrki, tölvur heim, símakostnað greiddan og sv.fr. Konum er einfaldlega kerfisbundið mismunað í íslensku samfélagi, þrátt fyrir menntun og jafna getu (jafnvel meiri getu þegar kemur til stjórnunar). Þessu verður að breyta með meiri eftirfylgni á jafnréttislögum því þetta er bannað með lögum - það er líka bannað með lögum að stela og það er refsað alvarlega fyrir fjárglæfrabrot - það þarf líka að refsa alvarlega fyrir þessi brot. Mikið vona ég X að þú og þínir líkir komið til með að skoða aðeins ykkar viðhorf til kvenna og þú spáir í hvernig framtíð þú vilt fyrir dætur okkar og syni. Ég kæri mig engan veginn um að syni mínum séu innrætt svona viðhorf enda vinn ég ötullega í því að berjast gegn þeim. Öll mannréttinda og kvennabarátta hefur krafist mikillar vinnu af hörkuduglegum einstaklingum og það er ekki til dæmi um að nokkuð hafi unnist öðruvísi en með mikilli og róttækri baráttu og lagasetingu sem og eftirfylgni á lögum. Það þarf svo sannarlega fleiri konur inn í stjórnsýsluna, bæði á landsvísu og fyrirtækjavísu. Fyrirgefið, en svona komment vekja virkilega hjá mér reiði og mér þykja þau varhugaverð, hvort sem um djók er að ræða eða ekki. Hvet allar konur og karla að fara á kynjafræðinámskeið í HÍ - það er vel þess virði að átta sig aðeins betur á stöðunni. Áfram stelpur!

Andrea J. Ólafsdóttir, 31.1.2007 kl. 19:31

3 identicon

Ég tel að ósköp einfaldlega tvennt varðandi þetta:

Ég held að karlmenn séu ekki andsnúnir jafnrétti. Hins vegar held ég að fólk sé ekki sammála um það hvað er jafnrétti (hvort það sé alger 50/50 skipting eða jöfn tækifæri) og því síður hvaða leiðir eigi að fara að því. Þarna er munur.

Svo er annað. Maður fær það á tilfinninguna þegar verið er að ræða þessi mál, þá sérstaklega þegar kemur að kynbundnu ofbeldi sem dæmi, að femínistum finnist allir karlmenn vera bölvaðar skepnur og að þetta sé okkur öllum að kenna og við séum bölvaðir þrjótar. Nú ætla ég ekki að verja karlmenn sem beita konur eða nokkurn annan ofbeldi, alls ekki. En mér finnst þið ganga stundum fullharkalega fram í að tala í alhæfingum um karlmenn. Manni líður eins og ótíndum glæpamanni við að hlusta á þetta. Ég er ekki að segja að þetta sé með vilja gert, alls ekki, en þetta er samt eitthvað sem má hafa í huga.

Mér finnst að konur geti líka girt sig í brók þegar að karlmenn standa ekki jafnfætis við konur. Þannig að allir eiga að geta gert betur.

Haffi (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 21:24

4 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Bloggkonur, gerist bloggvinir þessa karl-feminista :)

http://rth.blog.is/blog/rth/entry/112973/

Andrea J. Ólafsdóttir, 1.2.2007 kl. 12:43

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Framlag karla til baráttunnar fyrir jafnrétti kynjanna á að vera hið sama og framlag kvenna: Vinna að þvi öllum stundum og allstaðar að við séum jöfn. Það er dálítið einkennilegt að framlag karla er stundum metið meira en kvenna ef þeir leggja jafnrétti kynjanna lið, en það er svo sem eftir öðru. En allavega verða karlar að leggjast á árar með konum til að koma á jafnrétti. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 1.2.2007 kl. 13:41

6 Smámynd: LM

Ég myndi nú vilja snúa þessu við og spyrja um framlag femínista til jafnréttis kynjanna.  Jafnrétti er ekki það að gera öðru kyninu hærra undir höfði.  Jafnrétti er ekki að setja lög og reglur um að annað kynið verði að gera hitt eða þetta.  Jafnrétti er jafn réttur, óháð kyni, stöðu og efnahag.  Það gengur ekki út á að banna súlustaði og heimta að einkafyrirtæki skipi konur til stjórnarsetu.  Jafnrétti er t.d. þegar barn á jafnan rétt á að búa hjá föður sínum og móður.  Hvenær ætli það verði ?  Jafnrétti er líka að karlar geti verið heima hjá börnum sínum fæðingarorlofi.  Jafnrétti er lika að karlar geti hætt að vinna og verið með börnum sínum meðan konan vinnur fyrir heimilinu. 

LM, 1.2.2007 kl. 22:00

7 identicon

Ég bíð eftir að karlar hætti að líta á sig sem vinnudýr...

Að sjálfsmynd þeirra verði sterkari en svo að þeir þurfi starfstitla, yfirvinnu og/eða launatölu til að spegla sig í.

kókó (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 00:22

8 identicon

Ég hef ekki beint skoðun á hvert hlutverk karla ætti að vera, en ég get sagt að það sem ég reyni að gera er að beina athygli annarra karla burt frá umdeildum málum tengdum feminisma og að þeim málum sem allir geta verið sammála um. Til dæmis finnst mér að allir karlmenn ættu að geta verið sammála um:

Að konur eigi fái sömu laun fyrir sömu vinnu og karlmenn.

Að konum sé ekki refsað fyrir að eignast og ala upp börn.

Að vinna þurfi á móti mannsali.

Ef þetta væri skilgreiningin á að vera feministi þá væri ekki umdeilt fyrir karl að kalla sig feminista ... það væri umdeilt að kalla sig ekki feminista. 

Nu getur vel verið að fleira eigi heima á þessum lista, svona hef ég bara sett þetta upp fyrir sjálfan mig og þá stráka sem ég rekst á og vilja meina að þeir séu ekki feministar :) . 

fuski (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 332474

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband