Ég mæli með

Ég mæli með greininni hennar Sigrúnar Daníels í Mogganum í gær. Bls 42 ef ég man rétt. Þar fjallar hún um viðhorf til fitu.

Skil annars ekki alveg hvað MS Bundchen er að fara í þessu viðtali. Meinar hún að ef hún hefði ekki verið með sterk fjölskyldubönd þá hefði hún fengið lystarstol? Tæplega - en það er freistandi að álykta að það sé meiningin á bak við orðin þegar fólk lætur svona hluti út úr sér. Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli tískuiðnaðarins og átraskana. Líka á milli átraskana og þess að dýrka þetta ofurgranna útlit og þrýstings frá fjölskyldu og vinum. Átraskanir eru ekki sjúkdómur sem herjar einungis á konur í tískuiðnaðinum heldur fjöldan allan af konum utan hans. Það er löngu tímabært að hann axli ábyrgð á afleiðingum þess útlits sem hann hampar sem tískulúkkinu! 


mbl.is Bundchen segir lystarstol stafa af skorti á fjölskylduböndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Já, afskaplega málefnalegt af Gisele að auka enn á óþarft samviskubit foreldra anorexíusjúklinga: Þetta er ykkur að kenna!

Það er þekkt staðreynd að örlítil prósenta þeirra sem fá anorexíu eru strákar. Aðallega eru það stelpur sem þjást af sjúkdómnum. Ætli Gisele vilji meina að þessi kynjamunur sé vegna mismunandi tengsla við foreldra??

erlahlyns.blogspot.com, 23.1.2007 kl. 12:24

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já strákarnir eru örugglega svona miklu betur tengdir við pabba og mömmu... Annars finnst mér erfitt að skilja þessa umræðu öðruvísi en þannig að það sé hlutverk pabba og mömmu og verjast árásum á afkvæmin langt fram á fullorðinsár. Einkennilegt að ætla að lausnin felist í góðum vörnum gegn árásunum frekar en að stöðva árásirnar...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.1.2007 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 332485

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband