"Ég er ekki að segja að hún hafi staðið sig illa"

Afskaplega er ég ánægð að sjá innanbúðarfólk í Frjálslynda flokknum senda frá sér opinbera stuðningsyfirlýsingu við Margréti. Þetta hefur verið frekar einhliða hingað til. Frjálslyndi flokkurinn er ekki þekktur sem femínískur flokkur - en Margrét er þekkt sem femínisti og hefur haldið merkjum jafnréttis á lofti. Það er í raun ótrúlegt að karlarnir í brúnni skuli ekki átta sig á mikilvægi þess að hafa bæði kyn í forystu stjórnmálaflokks. Mér er einstaklega minnisstætt nýlegt viðtal við Guðjón skipsstjóra. Þar segir hann að Magnús Þór hafi sinnt sínu starfi vel og hann sjái ekki ástæðu til að skipta um stýrimann þegar vel gengur. Hann segir eitthvað fleira ýmislegt gott um Magnús en síðan berst talið að Margréti. Þá segir Guðjón "ég er ekki að segja að hún hafi staðið sig illa" og þylur síðan upp að hún hafi gegnt ýmsum störfum fyrir flokkin. Hann megnaði ekki að segja eitt hrósyrði um konuna um sem er búin að vinna mikið og ötult starf fyrir Frjálslynda flokkinn í mörg ár. Þetta segir meira en mörg orð.
mbl.is Borgarstjórnarflokkur F-lista styður Margréti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ibba Sig.

En heyrðiru ekki hvað Eiríkur vitleysingur sem virðist helsti talsmaður flokksins (gegn Margréti) sagði? Þeir eru búnir að LEYFA Margréti að vera tjá sig um málefni flokksins lengi.

Hún hefur fengið að vera í alls kyns (nokkurn veginn) áhrifalausum stöðum og á því ekket upp á dekk að vera heimta einhver alvöru völd, tala nú ekki um ef hún þarf að taka þau af karlmanni.

 Bjánar!

Ibba Sig., 22.1.2007 kl. 20:53

2 Smámynd: Ibba Sig.

En heyrðiru ekki hvað Eiríkur vitleysingur sem virðist helsti talsmaður flokksins (gegn Margréti) sagði? Þeir eru búnir að LEYFA Margréti að vera tjá sig um málefni flokksins lengi.

Hún hefur fengið að vera í alls kyns (nokkurn veginn) áhrifalausum stöðum og á því ekket upp á dekk að vera heimta einhver alvöru völd, tala nú ekki um ef hún þarf að taka þau af karlmanni.

 Bjánar!

Ibba Sig., 22.1.2007 kl. 20:53

3 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Nei, ég hef misst af þessu. Magnað. 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 22.1.2007 kl. 21:18

4 identicon

Þú hneikslast á því að flokksmenn átti sig ekki á því að það þurfi konu í forustu. Ég segi það er aðdáunar vert að þeir haldi sig við góða aðila í forustu, ekki einhvern vitleysing eins og Margréti sem veit ekki hvað hún er að gera. Hún hefur valdið miklum erfiðleikum fyrir flokkinn og um leið og henni var sagt upp um daginn þá rauk fylgi flokksins upp. Það segir allt sem segja þarf. Og svo að ætla að það sé eitthvað af því að maður í framboði til formanns segi hvern hann vilji fá með sér. Það er bara eðlilegur hlutur. Já og gleymum ekki "ég vil ekki vera kosinn af því að ég er kona..." og svo bullaði hún lengi á eftir hvað það væri mikil vægt að hún væri samt þrátt fyrir allt kosinn fyrir það að vera kona. Hún er það sem hægt er að kalla priceless.

Sigfus (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 11:13

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ef hún er priceless en ekki karlarnir - hver virði eru þeir þá? Varla worthless?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.1.2007 kl. 11:26

6 identicon

Hún er priceless vegna þess að sumt er flokknum og stjónrmálum í heild það lítils virði að það verður ekki einu sinni verðlagt. Ég er engin aðdándi þeirra félaga sem eru þarna formaður og varaformaður en þeir virðast amsk vera að vinna vinnuna sína, flokkurinn hefur aldrei verið stærri en eftir að henni var sagt upp.

Sigfús (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 332482

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband