Fylgi Samfylkingarinnar

Ég sé að hinir ýmsu bloggarar eru með fréttaskýringar um hvers vegna fylgi Samfylkingarinnar hefur minnkað svona mikið. Ég verð auðvitað að fá að leggja mín 2 sent í púkkið...

Ingibjörg Sólrún er sterkur leiðtogi og ég blæs á allar kenningar um að fylgistapið sé henni að kenna og Samfylkingunni hefði verið betur borgið undir stjórn Össurar. Hins vegar vil ég meina að sumir af innanbúðarkörlunum í Samfylkingunni hafi ekki stutt eins vel við bakið á sínum formanni og þeim ber að gera og jafnvel farið út í að grafa undan henni - hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað. Það hjálpar auðvitað ekki til upp á fylgi en útskýrir ekki svona mikið fylgistap.

Nýlega birtist viðtal við Einar Mar þar sem hann fjallaði um fylgi stjórnmálaflokkanna. Þar kom fram að Samfylkingin á meira fylgi meðal kvenna en karla. Það sem ég held að hafi gerst er að Samfylkingin er ekki með nógu afdráttarlausa stefnu í tveim málum sem eru konum afar hugleikin: jafnréttismál og umhverfismál. Í Samfylkingunni eru fyrirmyndarfemínistar og umhverfissinnar - en þar eru líka margir sem eru hvorugt. Flokkurinn sjálfur hefur ekki skýra stefnu um þessu mál á þann hátt að kjósendur treysti að þeim verði framfylgt. Ingibjörg hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði að þjóðin treysti þingflokknum ekki ennþá. Öfugt við marga aðra þá er ég hrifin af þessum orðum Ingibjargar og finnst hún ekki fella neinn áfellisdóm yfir sinn þingflokk. Umræðan sem á eftir kom bar vott af árásargirni pólitískra andstæðinga en var ekki byggð á málefnalegum grunni.

Besta sem Samfylkingin gæti gert núna, korter í kosningar, er að koma með afdráttarlausar yfirlýsingar. Á að framfylgja stóriðjustefnunni eða ekki? Hvaða flokka geta kjósendur sem ekki vilja fleiri álver kosið? Svo eru það jafnréttismálin - eru framboðslistar Samfylkingarinnar sterkir fyrir þingflokk sem vill fjölga konum á þingi? Það er með þetta eins og margt annað - you can't have it both ways. Ef markmiðið er að fjölga konum á þingi þá eru framboðslistar Samfylkingarinnar ekki sterkir. Þeir fjölga körlum á þingi, ekki konum. Ég gagnrýndi Ingibjörgu Sólrúnu á sínum tíma fyrir að tala um sterka framboðslista og var sagt að auðvitað gæti hún ekki gagnrýnt lista í sínum eigin flokki. Ég blæs á þau rök. Ef Samfylkingin er sammála um að það þurfi að fjölga konum á þingi þá ættu þau líka að vera sammála um að framboðslistarnir þeirra eru ekki að ná því markmiði. Ef þau vilja draga úr neikvæðu hliðunum geta þau bent á framboðslista annarra flokka til samanburðar en margir þeirra eru ekki skárri.

Spurningin er hverjum er verið að halda góðum? Í tilfelli framboðslistanna eru það þeim sem er sama um kynjahlutföll á þingi. Fyrir okkur hin sem finnst mikilvægt að kynin sitji jafnt til borðs á alþingi svíður að hlusta á tal um sterka karlalista!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég persónulega tel flokkin betur hólpinn hjá Össuri, ég get amsk séð hann fyrir mér og hugsanlega treyst honum sem forsetisráðherra en ég sé hvorugt með Ingibjörgu. Og með hvort listinn sé sterkur, hann verður ekki sterkari, hann var kosinn með lýðræðislegum kostningum.

Sigfús (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 11:18

2 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Já, já. Lýðræðisleg kosning tryggir ekki góða niðurstöðu. Sjáðu bara hvað heimurinn var happý eftir kosningarnar í Palestínu. Það voru lýðræðislegar kosningar. Ef íslenskir karlmenn, sem eru meirihluti þjóðarinnar, ákveða að kjósa í lýðræðislegum kosningum að svipta konur kosningarétti er þá niðurstaðan lýðræði?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 24.1.2007 kl. 11:31

3 identicon

hvaða reynslu hefur Össur til að verða forsætisráðherra? hann var Umhverfisráðherra til ársins 1995. Ingibjörg hefur víðtæka stjórnunar- og pólitíska reynslu, Össur bara pólitíska reynslu.

Ef þau væru að sækja um starf, hvort væri þá hæfara metð tilliti til menntunar og reynslu? Ekki spurning að það væri Ingibjörg og það fannst afgerandi meirihluta innan Samfylkingarinnar.

kókó (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 23:29

4 identicon

Ingibjörg er búin að koma Reykjavík í skítinn eigum við að leyfa henni að gera það sama við restina af landinu?

Sigfus (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 14:42

5 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Sigfús er einhver kona í stjórnmálum sem þú ert ánægður með?

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 28.1.2007 kl. 20:15

6 identicon

Það er kannski ekki alveg að marka svarið við þessari spurningu því það eru fáir menni (karlmenn né kvennmenn) inni á alþingi sem ég er yfir höfuð sáttur við sem stendur. Kerfið, hvort heldur sem er dómskerfið, heilbrigðiskerfið, gatnakerfið né bara velferðarkerfið í heild, og utanríkismálinn í dag eru í lamasessi eins og þau eru sett upp. En ætli meigi ekki segja að miðað við kollega sína (burt séð frá kyni, þá á ég við alla þá sem þarna sitja) þá hafi Valgerður Sverrisdóttir staðið sig ágætlega, þó sumt af því sem hún geri sé vel úthugsað til þess að blekkja meira en af vel vild gert, en það er bara eins og pólitíkusum sæmir.

Sem dæmi um blekkingu sem þessa má nefna að hún ákvað að vera svo "göfug" að aflétta leynd á varnarsamingunum sem voru gerðir þarna um árið, en þegar þú spáir í því þá hefur ríkisstjórnin leigið undir ámæli fyrir að lenda þessu máli illa. En með því að létta leyndinni af þessu þá sést að það er ekki eingöngu núverandi ríkisstjórn að kenna heldur þeirri sem í upphafi gerði samninginn. Þetta var sniðugur leikur, og þar sem pólitík er ekkert nema einn stór leikur má segja að hún spili hann mjög vel.

sigfus (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband