21.1.2007 | 00:29
Alltaf í boltanum
En frábært að núverandi stjórn KSÍ er aðeins að hysja upp um sig buxurnar til að jafna hlut kynjanna í boltanum. Reyndar hafa margir bent á að miklar framfarir hafi orðið í kvennaboltanum undanfarinn áratug eða svo. Já, sem betur fer en það er ekki nóg. KSÍ er algjört karlaveldi og kvennaknattspyrnunni er ekki gert nærri nógu hátt undir höfði - auk þess að allt sem fæst er fyrir tilstilli þrotlausrar baráttu. Þannig var mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar til dæmis búið að kalla forsvarsmenn KSÍ til fundar við sig eftir að fréttir bárust af mismunun í dagpeningagreiðslum til karla og kvenna. KSÍ fær styrki frá Reykjavíkurborg og þeir eru skilyrtir að ekki sé mismunað eftir kyni.
Á heimsvísu eru "stelpurnar okkar" að standa sig betur en "strákarnir okkar". Þær eru held ég í 19. sæti á heimslistanum í kvennaboltanum á meðan þeir eru í 95. sæti, eða þar um bil. Sumir vilja meina að ástæðan fyrir áhugaleysi á kvennaboltanum sé vegna þess að þær séu ekki nógu góðar - með sömu rökum er óskiljanlegt hvers vegna einhver horfir á íslenska knattspyrnu yfir höfuð. Varla er rosalega gaman að horfa á knattspyrnu sem er 95. besta í heimi??? Nei, aðrir þættir en hæfni koma klárlega við sögu - og kyn er stór þáttur.
Það þarf að taka hressilega til í boltanum. Ég treysti Höllu Gunnars langbest til þess af þeim frambjóðendum sem fram eru komnir, enda hefur hún mikinn áhuga á fótbolta og vill að hann sé íþrótt fyrir alla. Geir er fulltrúi óbreytts ástands og Jafet kemur úr peningageiranum - er markmiðið að færa boltann enn nær því að vera big bisness og fjær því að vera íþrótt sem fólk stundar af áhuga og gleði?
Þessi afreksmannastefna sem er í gangi er skrýtin fyrir margra hluta sakir.
Fyrir það fyrsta er atkvæðisréttur á þinginu skilyrtur eftir hversu vel liðunum gengur en ekki eftir hversu marga iðkendur þau hafa. Kvennaboltinn er svo settur út í kuldann þannig að liðin í 1. deild fá sama atkvæðafjölda og liðin í neðstu deildum karlaboltans. Þar fyrir utan eru það ekki einu sinni kvennaliðin sjálf sem fá fulltrúana heldur félögin sem þær eru í svo karlar eru í meirihluta þeirra sem fara út á þeirra þingsæti. Ég hef heyrt að konur á þinginu séu teljandi á fingrum annarrar handar - og þingfulltrúar eru 125 eða þar um bil.
Annað sem er vert að hugsa um varðandi áhersluna á keppnina er að í raun eru börn sett í þá stöðu strax á mjög ungum aldri að búið er að ákveða fyrir þau vissa braut. Þetta er sambærilegt og að ætla að ákveða fyrir 7 ára barn að það eigi að verða verkfræðingur eða tannlæknir og miða allt uppeldið út frá því þar eftir. Er eitthvað eðlilegra að ákveða fyrir svona ung börn að þau eigi að verða atvinnumenn í fótbolta og miða uppeldið út frá því?
Stjórn KSÍ jafnar dagpeningagreiðslur til karla - og kvennalandsliðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Félög og fleira
- Femínistafélag Íslands Uppáhaldsfélagið
- Kynjafræði HÍ
- RIKK
- the f-word
- Bríet
- Kvenréttindafélagið
- Kvennasögusafn
- Femínistafélag Akureyrar
- Ungfemínistar
- Kvennaslóðir
- http://
Í uppáhaldi
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Stopp
Stopp
Spurt er
Bloggvinir
- konur
- soley
- vglilja
- salvor
- andreaolafs
- kristinast
- thelmaasdisar
- ingibjorgelsa
- truno
- bryndisisfold
- vefritid
- poppoli
- hlynurh
- margretsverris
- annapala
- hafmeyja
- ugla
- halla-ksi
- kamilla
- ingibjorgstefans
- feministi
- stebbifr
- hrannarb
- aas
- bjorkv
- ibbasig
- ingo
- matthildurh
- emmus
- svartfugl
- gattin
- saedis
- gurrihar
- afi
- kennari
- eddaagn
- steindorgretar
- fanney
- brisso
- gudfinnur
- rungis
- 730
- killerjoe
- kosningar
- id
- orri
- kjoneden
- halkatla
- vilborgo
- tommi
- jenfo
- tryggvih
- heiddal
- almapalma
- hrafnaspark
- fletcher
- klaralitla
- lauola
- maple123
- ruthasdisar
- alfholl
- heidathord
- siggisig
- kjarninn
- bjorgvinr
- ingolfurasgeirjohannesson
- paul
- arh
- bleikaeldingin
- astamoller
- bene
- bergruniris
- hrolfur
- hrafnhildurolof
- temsaman
- oskvil
- handsprengja
- baddinn
- begga
- abg
- elvabjork
- lks
- super
- athena
- perlaheim
- thorak
- hallarut
- malacai
- almaogfreyja
- volcanogirl
- sabroe
- astan
- bjargandiislandi
- rustikus
- evags
- sannleikur
- zeriaph
- hildurhelgas
- drum
- minos
- kerla
- stjaniloga
- larahanna
- lotta
- mariataria
- manisvans
- sigurjonsigurdsson
- joklasol
- snj
- saethorhelgi
- tara
- toshiki
- sverdkottur
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- thorsteinnhelgi
- thuridurbjorg
Athugasemdir
Frábært hjá þér Katrín Anna! Áfram stelpur!
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 21.1.2007 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.