Af hverju er ég femínisti?

Fyrir langa löngu setti ég svar inn á umræðuvef Femínistafélagsins til einhvers sem hélt því fram að jafnrétti væri náð. Þar sem umræðuþráðurinn er fallinn frá átti ég ekki von á að rekast á þetta svar aftur. Kom mér því ánægjuega á óvart að sjá það inni á malefnin.com áðan. Set það hér inn að gamni - enda er það enn í fullu gildi þó eitthvað af tölfræðinni sé ekki nákvæmlega sú sama - heldur hér um bil!

„Hmmm... sæji þig í anda halda því sama fram ef konur væru 70% þingmanna, karlmaður hefði aldrei verið bankastjóri, forsætisráðherra né biskup. Allir bankastjórar og seðlabankastjórar væru konur, enginn karl væri kvótakóngur (bara konur), karlar fengju greitt minna en konur fyrir sömu störf og þau störf sem titluð væru karlastörf væru lítt metinn og illa borguð. 1 karlmaður væri forstjóri 100 stærstu fyrirtækja landsins og karlar væru innan við 5% stjórnarmanna í fyrirtækjum skráðum á markaði, enginn karl væri þar forstjóri. Þar fyrir utan þá þætti það sem karlar gerðu lítið fréttnæmt. Fréttatímar væru yfirfullir af því sem konur eru að gera af því að það væri merkilegt en það sem karlar gerðu væru í ansi mörgum tilfellum kallað "fótboltafréttir" og ekki vert að minnast á (sbr saumaklúbbsfréttir). Helstu birtingamyndir karla væru að birtast hálfnaktir, sólbrúnir og stæltir í kynferðislegum stellingum og það sem konum finndist skemmtilegast að pæla í varðandi karla væri hversu stórt typpi þeir væru með. Karlar væru seldir svo hundruðum þúsundum skipti á milli landa í þeim tilgangi að neyða þá í vændi. Ef að karlar síðan svo mikið sem voguðu sér að setja út á þetta ástand þá væri þeim vinsamlegast bent á að þeir væru vælukjóar sem ættu bara að sjá að svona væri bara jafnrétti

Mistökin eru að læra ekki af sögunni. Skoðaðu áfanga í jafnréttisbaráttunni í samhengi við virkni kvennréttindahreyfinga og þá sérðu að hlutirnir gerast þegar virk barátta er í gangi. Það eina sem er nokkuð öruggt um að fara bara áfram er tíminn, allt annað getur ýmist farið aftur á bak, áfram eða staðið í stað. Það er engin trygging fyrir stöðugri framþróun og ef við erum ekki á vaktinni þá förum við afturábak. Get tekið sem dæmi að klámvæðingin setur okkur gífurlega mörg skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni.

Það er því enn nokkuð langt í land með að við náum jafnrétti - hvað þá fullkomnu jafnrétti. Árið 1926 var því haldið fram í Morgunblaðinu að á Íslandi ríkti fullkomið jafnrétti og svo hefði lengi verið. Við vitum í dag að þetta var ansi langt frá sannleikanum. Ekki gera sömu mistök og Mogginn árið 1926.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Algjör snilld. Takk fyrir þetta.

Guðríður Haraldsdóttir, 21.1.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 332513

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband