Netorðin fimm

Einu sinni var Femínistafélagið með umræðuvef. Vonandi kemst hann einhvern tímann í gagnið aftur en sem stendur er hann bilaður. Umræðuvefurinn var opinn öllum og eins og við var að búast komu þangað alls kyns fólk - femínistar, áhugasamir einstaklingar sem vissu ekki hvað femínisti var en vildu kynna sér stefnuna, karlrembur, unglingar og þar fram eftir götum. Eðilega fórum við í nokkra snúninga varðandi hvernig við vildum sjá vefinn. Sumir komu inn með dónaskap, svívirðingar og klámlinka. Við ákváðum fjótlega að þá notendur myndum við afskrá, enda enginn tilgangur í að halda úti umræðuvettvangi fyrir fólk sem ekki sýnir lágmarksmannasiði. Hate speach og dónaskapur var sem sagt ekki velkomið á umræðuvefnum. Mismunandi skoðanir voru hins vegar velkomnar og oft urðu umræðurnar bæði heitar og fjörugar. Ekki nenntu samt allir femínistar að vera inn á því svæði og því stofnuðum við sér svæði sem eingöngu var ætlað fyrir femínista. Þessi lausn reyndist ágætlega.

Mér sýnist að með því að færa mig yfir á moggabloggið gæti ég þurft að fara í sams konar pælingar. Ég vil geta haft athugasemdarkerfið opið því mér finnst of mikið maus að skrá inn notendanafn og lykilorð, opna síðan póstinn minn og staðfesta athugasemdina. Skrifa færri athugasemdir en þegar þetta er opið. Hins vegar er viðbúið að and-femínistum finnist sniðugt að ramba hingað hinn með látum - og gleyma mannasiðunum sem gilda í mannheimum. Mér leiðist slíkt og hef ákveðið að marka þá stefnu að ignora slík komment í framtíðinni. Rökræður og skiptar skoðanir er fínt - en orðalagið skiptir máli. Fyrir þá sem eru í vafa um hvað ég er að tala um þá bendi ég á netsíðu SAFT um Netorðin fimm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Femínisti og fleira
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 332513

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband